Vísir - 07.04.1978, Side 7

Vísir - 07.04.1978, Side 7
KRíFJAST UPP- TÖKU tlGNA GUSTRUPS Borgardómur í Kaupmanna- höfn hefur úrskurðað, að fimm húseignir Mogens Glistrups skuii gerðar upptækar, en þessi danski skattakrossfari var sekt- aður um 1,5 milljónir króna (danskar) fyrr á þessu ári fyrir skattsvik. Eignaupptakan er rökstudd af lagagreinum sem heimila upp- tögu eigna manns til þess að hafa upp i málskostnað, sektir og bætur. Rikissaksóknarinn krafðist eignaupptökunnar til þess að mæta væntanlegum kostnaði af skattsvikamálinu, en kostnaður af þvi nemur nú þegar orðiö fjórum milljónum d. króna. Málinu lauk i febrúar siðast liðnum, þegar dómur féll loks eftirtveggja ára málsrannsókn. Glistrup hefur áfrýjað bæði dómnum og eignaupptökunni. ,,Ég verð af þessu bæði maga- sjúklingur og öreigi,” sagði Glistrup I blaðaviðtali. Þessi formaður Framfaraflokksins danska, sem barist hefur gegn útþenslu skrifstofubáknsins, lækkun skatta og afnámi her- skyldunnar, segir málaferlin vera ofsóknir á hendur sér sem stjórnmálamanni. Glistrup sem er 51 árs gamall, vakti á sér athygli 1971, þegar hann i sjónvarpi gagnrýndi skattalögin og hældist. um yfir þvi að hafa ekki greitt neina skatta af milljón króna (d) árs- tekjum. — Sem lögfræðingur annaðist Glistrup skattframtöl fyrir fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Ýmis stefnumál Glistrups og Framfaraflokksins hafa laðað fram bros á varir manna. Eins og þegar Glistrup lagði til, að spöruð væru útgjöld til land- Mogens Glistrup á leið inn í réttarsalinn. varna með þvi að leggja niður varnarráðuneytinu, sem segði á herinn og setja simsvara i land- rússnesku: ,,Við gefumst upp!” FLYTJA HERLIÐ- IÐ ÚR LÍBANON í NÆSTU VIKU Israel hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að brottf lutningur ísraelska herliðsins frá Libanon muni hefjast á þriðjudag- inn. Tilkynningin kom fram i gær, en þar leggur ísraelsstjórn fram áætlun um brottflutning herliðs- ins i tveim áföngum. Til að byrja með mun innrásar- liðið hörfa tvo til sjö kilómetra i átt til landamæranna. í siðari á- fanga, fjórum dögum siðar, mun liðið draga sig til baka alla leið til landamæranna. Tilkynning þessi barst eftir að Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri, hafði skorað á Menachem Begin forsætisráðherra tsraels aö verða hið fyrsta við ályktun Sam- einuðu þjóðanna nr. 425. En þaö var i þeirri ályktun sem Samein- uðu þjóðirnar samþykktu að senda friöargæslulið til S-Liban- ons og skorað var á tsrael að kalla herliðið hið bráðasta heim. ST HINIR TU ÞtGNAR matsölustaði. Þetta fólk hefur þvi þannig séð notið ýmislegrar fyrir- greiðslu, sem skapað hefur þvi möguleika, sem Portúgalir höfðu ekki sjálfir. En það hefur lika notað sér þessa möguleika svo vel, að traustum og gamalgrónum fyrir- tækjum heimamanna stafar orðið ógn af samkeppninni. Þannig hafa til dæmis nýstofnað- ar verslanir „retornados” lengur opið á kvöldin en gömlu verslanirn- ar gerðu, svo að hinir hafa neyðst til þess að apa það eftir til að bjóða upp á sömu þjónustu, ef þeir ekki vildu glata viðskiptavinunum. Það hefur jafnframt komið i ljós, að þeir „retornados”, sem ekki stofna eigin fyrirtæki, virðast kom- ast betur áfram á vinnumarkaðn- um, þar sem hefur þó verið offram- boð á vinnuafli. Atvinnurekendur segjast kjósa þá heldur, þvi að þetta fólk skili betri vinnu og sé ekki eins meö hugann bundinn við verkalýðsbaráttuna og heimamenn voru. — Þvi var það á dögunum, þegar Kóka-kóla opnaði sina fyrstu verksmiöju i Portúgal að starfs- fólkið var nær einvörðungu ráöið úr röðum þessara aðkomumanna. Er nú svo komið, að meöan um 70.000 flóttamanna úr nýlendunum voru á framfærslu þess opinbera eða nutu opinberra styrkja fyrir einu ári, þá eru það ekki nema um 15.000 i dag, sem þurfa einhverrar slikrar aðstoðar með. Er fyrirsjá- anlegt að þessar fimmtán þúsundir verða orðnar sjálfbjarga áður en þetta ár er á enda. Þetta dugnaðarfólk hraktist sem sé burt úr löndum hinna nýju kommúnistarikja Afriku og nýtur Portúgal góðs af. Enda mun sjálf- sagt ekki af veita. GUTENBERG-BIBLÍA Á UPPBOÐ í NEW YORK Gutenberg-biblía fer a uppboð i New York í dag, en andvirði hennar á að renna til kaupa á fjölda bóka fyrir safn á vegum prestaskólans ,,The Gener- al Theological Seminary of America." Þessi tveggja binda biblia er ein af 47 óskemmdum eintökum, sem til eru i heiminum i dag. Er búist við þvi, að boðið verði i hana allt að einni milljón dollara. Gutenbergbiblian var fyrsta bókin sem prentuö var með Gut- enbergprentvél, fyrirrennara prenttækninnar i dag. Meðal þeirra sem komu á upp- boósstaðinn i gær til þess að skoða bibliuna, var Hans Kraus, bóksali frá New York, sem sjálfur átti Gutenberg-bibliu fyrir hálfum mánuði, en seldi hana Gutenberg- safninu i Mainz fyrir 1,8 milljón dollara. Hann hafði keypt bókina á þvi verði 1970. Sœringamenn fyrir rétti Rödd stúlku, sem lést eftir að hafa verið undir handieiðslu særinga- manna, bergmálaði í réttarsalnum í Schaffen- burg í V-Þýskalandi í gær af segulbandi og varpaði hrollvekjublæ á réttar- haldið. I þessari hljóðritun heyrðist stúlkan, Anneliese Michel, veina, kjökra og bölva kaþólsk- um eldri presti, sem reyndi að særa úr henni djöflana, sem þau bæði héldu að hefðust við í lik- ama hennar. Tveir prestar og foreldrar stúlkunnar hafa veriö ákærð fyrir að hafa valdið dauða stúlk- unnar i júli 1976 með þvi að láta undir höfuð leggjast að kveða til lækna til aðstoðar henni. Mátti á hl jóðupptökunni heyra i gær, hvar hinn 67 ára gamli prestur, Wilhelm Renz, þuldi á þýzku og latinu yfir stúlkunni. Eftir bænalestur skoraði hann á „djöflana” að yfirgefa stúlkuna. — „I nafni hinnar heilögu þrenningar segið oss nafn ykkar,” tónaði prestur og stúlkan heyrðist svara djúpri undarlegri röddu. Þegar drisill heyrðist svara (eftir þvi sem haldiö er fram, i gegnum munn stúlkunnar), að hann héti Júdas, spyr prest- urinn: „Er Lúsifer ekki þarna i dag? Ertu sá eini, sem ég fæ að tala við?” —Svariðer „Nei, nei, við erum hér allir!” Faðir Renz bar það fyrir réttinum, sem hófst i siðustu viku, að hann hefði verið sann- færður um, að sex djöflar hefð- ust við i stúlkunni. Læknar halda þvi hins vegar fram, aö stúlkan hafi verið haldin heila- kvilla, sem kallað hafi fram flog hjá henni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.