Vísir - 07.04.1978, Page 8

Vísir - 07.04.1978, Page 8
 Föstudagur 7. april 1978 vism fólk Kubrick fékk hann ekki Cary Guffey heitir fjögurra ára gamall drengur sem þegar hefur fengiö að spreyta sig á leik i kvikmynd. I myndinni Close Encounters Of The Third Kind. Eftir frum- raun sina þar fékk eng- inn annar en Stanley Kubrick augastað á drengnum og fór fram á það við foreldra hans að drengurinn fengi að fara með hlutverk skyggns drengs i mynd- inni ,,The Shining" sem gerð er eftir sögu Stephen Kings. Foreldr- arnir vildu ekki taka boði Kubricks. ,,Við vilj- um ekki láta hann gera neitt sem okkur list ekki vel á og okkur líst ekki á The Shining", sagði móðir hans, — Sue. • • Vandroeðin ekki aðeins á milli átta og ffimm ,,Vandræðin steðja ekki aðeins að fólki milli klukkan átta á morgn- ana og fimm á daginn", sagði bandaríski presturinn Tom Bagby i Houston i Texas. Honum var það mikið á móti skapi að loka þyrfti öll- um kirkjum á kvöldin fyrir fólki og ákvað að stefna að því að byggð yrði kapella sem opin yrði öllum allan sólar- hringinn. ,,Til þess að bjarga hjónaböndum, styrkja eiturlyf janeyt- endur og reyna að hjálpa fólki sem á við erfiðleika að stríða". Kapellan hefur nú verið reist og er opin öllum hvenærsem þeir vilja. A meðfylgjandi mynd er presturinn við kapelluna# • • Peck leikur Engil dauðans FF Þaðererfittað þekkja Gregory Peck i nýjustu myndinni sem hann leikur i. ,,The Boys From Brazil" heitir myndin og Peck f er með hlutverk mannsins sem kallaður var Engill dauðans. Josef Mengele er naf n hans og hann ber ábyrgð á dauða manna sem skipta þúsundum í Auschwits fangabúðun- um. Peck, sem nú er 61 FF árs og hefur leikið í að minnsta kosti 50 mynd- um, var spurður að þvi hvort hann óttaðist ekki að áhorfendum brygði illa við. „Ég vona það", svaraði hann. ,,Ég er ánægður yf ir því að geta enn einu sinni minnt áhorfendur á verk þess- ara manna og hversu ólýsanlegar hörmungar þeir leiddu yfir fólk". Umsjón: Edda Andrésdóttir Presturinn hné til jaröar og öskraöi um leiö til manna sinna „Drepiö þá, drepiö þá” Þegar hinn falski prestur sá Tarsan og apahjöröina koma geröi hann sig líklegan til aö hraöa fórnarathöfninni. Tarsan miöaöi vandlega og vopn hans hitti i mark.... -ANDY CAPP;

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.