Vísir - 14.04.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 14.04.1978, Blaðsíða 11
11 vism 'Föstudagur 14. april 1978 Leiðtogar aðiidarríkja N-Atlantshafsbandalags- ins koma saman til fundar i Washington 30. maí. Of- arlega á baugi þar verða vafalaust Vinarviðræðurn- ar um fækkun í herafla austurs og vesturs í Evrópu/ sem dregist hafa núna á fimmta ár. NATO átti upptökin aö þessum viðræðum og lagði drög að þeim strax 1968. En það liðu rúm fimm ár, áður en aðildarriki Varsjár- bandalagsins þáðu boðið, sem átti þó að miða að þvi að auka öryggi i Mið-Evrópu. Eftir að þessar viö- ræður loks fóru af stað, hefur þeim miðað ósköp litið áfram. Mestmegnis vegna dræmra undr- tekta Sovétrikjanna við tillögum vesturveldanna. Umræðurnar snúast um sam- komulag, sem minnka mundi muninn á hernaðarmætti NATO og Varsjárbandalagsins og koma á einskonar vopnajafnvægi. Hug- myndin að baki þvi er auövitað sú, að hvorugurfinnihjásérþá yf- irburði, að hann treysti til að hefja ófrið á hendur hinum. Framtiðarsýnin er svo auðvitað sú, að spara megi siðan algerlega útgjöld til þessara mála. Bandarikin hafa lýst sig fús til þess að draga úr kjarnorku- vopnabúnaði sinum, flugflota, eldflaugabirgðum og herliði i álf- unni, gegn þvi að Varsjárbanda- lagið dragi eitthvað af sinum her- afla, flugvélum og skriðdreka- sveitum austar. Tillögur vestur- veldanna hafa hljóðað upp á að fækka kjarnoddaeldflaugum um 1.000, flugvélum um 90, herliði um 29.000 manns (allt bandariskt) gegn þvi, að Sovétrikin fækki i herafla sinum um fimm herdeild- ir (55—75 þúsund manns) og um 1.500 til 1.700 skriödreka. En Sovétmenn eru þrautseigir prúttarar. Hnifurinn hefur helst VRÓPU staðið þar i kúnni i þessum við- ræðum, að njósnaskýrslur vest- urveldanna benda til þess að hernaðarstyrkur Varsjárbanda- lagsins sé verulega meiri en þær tölur gefa til kynna, sem Sovét- rikin leggja fram á þessum fund- um. Það er þvi strax ágreiningur um forsendurnar og framhaldið eftir þvi. Vonir um árangur eru þvi ekki vænlegar á meðan Moskva leggur ekki fram áreið- anlegri upplýsingar en raun ber vitni. Samtimis þessu hafa Sovét- rikin og bandamenn þeirra aldrei viljað viðurkenna, að það er hinn mikli vígbúnaður þeirra, sem sett hefur jafnvægi hins vopnaða frið- ar úr skorðum og er grundvallar- hættan i Mið-Evrópu. Siðustu skýrslur alþjóðastofn- ana sýna, að her Varsjárbanda- lagsins telur 164.000 fleiri menn en Natóherinn. Varsjárbandalag- ið hefur þar að auki 9.500 fleiri skriðdreka og 1.700 fleiri flugvél- ar. Það sem alvarlegra er þó, að Sovétmenn eru sagðir standa orð- ið jafnfætis Bandarikjunum i kjarnorkuvopnabúnaði. En það sem er Atlantshafs- bandalaginu þó mest áhyggju- efni, er stöðug uppbygging Sovét- manna á venjulegum herafla, herliði, brynsveitum, flugvélum og flota — allt i Evrópu. Að þessu vandamáli vék Harold Brown, varnarmálaráðherra Bandarikj- anna, i framsöguræðu á Band- arikjaþingi i ársbyrjun, þegar hann lagði þar fram fjárhagsá- ætlun varnarmála. Þar var gert ráð fyrir hækkun fjárveitinga til að endurnýja hergögn Banda- rikjahers i Evrópu, aukið átak til að styrkja það lið... og til þess aö gera NATO-herinn hæfari til að hrinda skyndiáhlaupi Varsjár- bandalagshersins. Það var ekkert hik á Carter Bandarikjaforseta, þegar hann lýsti stefnu sinni um stuðning Bandarikjanna við NATO um leiö og hann heimsótti aðalstöðvar bandalagsins um áramótin. — „Bandarikin ætla,” sagði hann, ,,að hjálpa NATO til að viðhalda varnarmætti sinum á öllum svið- um hermála, hvort sem væri hin- um hefðbundnari þáttum striðs- rekstrar eöa kjarnorkuvopnum”. Um leið lét forsetinn i ljós þær vonir sinar, að árangur mætti fá i Vinarviðræðunum i átt til afvopn- unar og fækkunar á herafla til frekara jafnvægis i Mið-Evrópu. Þrem mánuðum siöar árétti Carter forseti þessa afstöðu sina i ræðu, sem hann flutti i Norður- Karólina. Um leið og hann lagði áherslu á vilja sinn og viðleitni til þess að auka skilning og bæta sambúð austurs og vesturs, gerði forsetinn það ljóst, að Bandarikin mundu mæta sérhverri ógnun við bandamenn Ameriku. Varaði hann Sovétstjórnina við þvi, að detente-stefnan mundi glata al- menningshylli, ef Sovétrikin ekki héldu aftur af sér i vigbúnaðar- kapphlaupinu. Þótt erfiðleikarnir, sem samn- ingamennirnir i Vinarborg hafa við að glima, sýnist nær óyfirstig- anlegir, þykir samt hafa rofað þar til i lofti og loks örla fyrir hugsanlegum árangri. A ráð- herrafundi NATO i desember siö- astliðnum sagði Cyrus Vance, ut- anrikisráðherra Bandarikjanna, að NATO væri einhuga i þeirri skoðun, að framvinda þeirra viö- ræðna ,,kæmi báðum aöilum til góða”. — Og David Owen, utan- rikisráðherra Breta, sem viku áö- ur hafði heimsótt Moskvu, haföi eftir Brezhnev forseta Sovétrikj- anna, að timi væri nú runninn upp til þess að stiga næsta skrefið i af- vopnunarviðræðunum. Julian K. Gorski. flugvallaogvegirverða að teljast heldur óheppilegir eins og bila- framleiðslu er nú háttað. Þannig erum við komin i nokkurs konar sjálfheldu með farartæki láðs og lofts, vegna þess að skuturinn liggur eftir. Nýr kapituli Með sameiningu flugfélaganna hófst nýrkapituli í umferðarsögu landsins. Brautryðjendurnir eru enn á lifi margir hverjir. Sumir fljúga enn þotum milli landa, en aðrir sitja við stjórnvölinn á jörðu niðri. Gott ef Flugleiðir halda ekkifundum þessahelgi, þar sem m.a. verður kosið i stjórn fyrir- tækisins. Alltaf eru einhverjir sem telja sig sjálfkjörna til að taka að sér stjórnun stórra fyrir- tækja undir kjörorðinu: Nú get ég, og oft hefur heyrst að menn sæktu fast á um að komaát I stjórnarstóla i flugfélögunum. En þaðværiillafarið ef slik sókn yrði til að ryðja brautryðjendum'lugs- ins úr stjórnarstólum, meðan þeir vilja sitja þar, enda hefur enginn eftirkomandiþeirra unnið til sæt- anna til jafns við þá. Allt dreifðara frá upphafi Um bilana og bilaflutningana gegnir öðru máli. Þar hefur allt verið dreifðara frá upphafi, og þótt bilaöldin hafi átt sina braut- ryðjendur, þá má segja að einn slikur hafi fundist svo að segja I hverjuhéraði. Bilum hefur fleygt fram ekki siður en flugvélum, og þurfa um margt betri aðbúnað en áður. Fyrstu bilarnir voru eigin- legahestvagnar með vél, oghent- uðu þvi' vel á vegleysunum. Verð- ur að segjast eins og er, að þeir komust lygilega viða áður en nokkuð, sem vegir gátu heitið, voru lagðir um landið, og voru þó vélvana miðað við núverandi tryllitæki, og svo einfaldir að öll- um búnaði, s.s. eins og hemlum, að saga er til um, aö þekktur bil- stjóri norðanlands hafi jafnvel notaö járnkarl til að hemla með i nauðum, og þá stungið honum niður um raúf á gólfinu. Gamiir biíar Bilasýningin, sem nú er verið að opna, og er fyrsta alþjóðlega sýning sinnar tegundar, sem al- menningur hefur átt kost á að s já skýrir fyrst og fremst fyrir okkur hvaða kostir eru fyrir hendi i dag. Hún minnir okkur eflaust á það, að alltof litið hefur verið gert af þvi að varðveita gamla bila. Þó hafa verið á þessu undantekning- ar, og einkum ber aðþakka þeim mönnum, sem hafa eytt miklum tima I að endurbyggja gamla bila. Bilgreinasambandið mundi gera þarfan hlut, ef það gæti I samvinnu við þjóðminjasafnið, stuðlað að visi að bilasafni, svo mikilsverð hafa þessi tæki verið i sögu þjóðarinnar á þessari öld. Slika gamla bila á ekki að taka út nema á sérstökum há- tiðisdögum. En það er margt, sem við þyrftum að geyma en hefur dregist úr hömlu að koma undirþak, ogmá þar minna á sjó- minjar ýmiss konar, en varla gæti þaö talist ofrausn að fara nú að huga i alvöru að sjóminjasafni eftir sigurinn I landhelgismálinu. Þær voru stórkostlegar sumar hverjar Alveg fram um 1940 var mikið til af gömlum bilum i sæmilegu lagi eða svo stutt komnum á vegi eýðileggingarinnar, að auðvelt hefði verið að halda mörgum þeirravið, ef einhver sinna hefði veriði mönnum i þeim efnum. Nú er þetta alltorðið erfiðara. Margt af þessu voru sérlega falleg tæki og augnayndi, sem hafa orðið ryði og veðrum að bráð. Mest var auðvitað um flutningabila ýmiss konar — vinnuhesta — sem voru látnir ganga á meðan hægt var, en siðan skildir eftir við veg- brúnina, þar sem þeir lækkuðu smám saman i grashæð, Drossi- urnar voru færri, en þær voru alveg stórkostlegar sumar hverj- ar og einhver fallegasta smið bilaiðnaðarins fyrr og siðar, Þær hafa lika lotið i gras. Engilsaxneska fjölskylduhugsjónin Gott væri ef bilasýningin núna yrði til að vekja áhuga á gömlu tækjunum, ef það gæti oröið ein- hverjum þeirra til bjargar. Jafn- vel árgerðir ’40 þættu spennandi i dag. Alveg er þessu eins fariö með flugvélarnar. Litið sem ekk- ert hefur verið hirt um að varð- veita helstu tegundirnar. Það væri gaman að eiga eins og eina Katalinu i flugskýli og Þrist, að ekki sé talað um gömlu sjóvélina meðflotholtunum, sem notuö var fyrir strið i áætlunarflugi innan- lands. 1 stað þess eru gamlar flugvélar notaðar til bruna- æfinga, sem stundum virðast ekki takast nema i meðallagi. Við skulum gera okkur grein fyrir þvi og hafa það jafnan hugfast að af bilum og flugvélum er orðin mikil saga hér á landi á þessari öld, þótt hún hafi kannski ekki orðið eins áhrifamikil og John Steinbeckáleit. þegar hann skrif- aði, að með tilkomu bilsins hefði hin engilsaxneska fjölskylduhug- sjón farið i hundana. ÍGÞ FJÖLSKYLDUHUGSJON

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.