Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 9
9 FRíLSI TIL HANDA FÓLKINU Asthildur Briem hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti minu til Guðmundar H. Garðarssonar alþingismanns, vegna flutnings hans á frum- varpi um frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur. Ég tel þetta mikið þjóðþrifamál. Það á ekki að vera einhver einkaréttur rlkisins að reka útvarp og sjón- varp hér á þessari eyju. Ég held að flestir séu sam- mála um þetta mál, að minnsta kosti eru þeir sem ég þekki sammála mér. Þingið ætti að sjá sóma sinn I að afgreiða þetta mál, en láta það ekki daga upp i einhverri þingnefnd eins og vanalega. Þetta er mál sem snertir alla landsmenn og þeir eiga heimt- ingu á að fá að velja á milli fleiri en einnar útvarps- og sjón- varpsstöðvar. Ég er hissa á þeim mönnum sem eru á móti þessu máli. Þeir eru hreinlega ámóti frelsi til handa fölkinu I landinu. Hvernig haldið þið að það væri annars að hafa útvarp Jón Múli og Pétur. Það yrði ekki svo amalegt. . Strákarnir i Samúel hafa sagst ætla að stofna eigið útvarp. Heyr fyrir þeim — ég styð þá. Raunir sparímerkjaeigandans Sparimerkjaeigandi hringdi: Ég er einn af þeim fjölmörgu sem fá sparimerki. Ekki ætla ég svo sem að nöldra út af þvi, það er gott og blessað þegar maður þarf á þeim peningum að halda. Nú, hjá mér or ennþá það kerfi að maður tekur við merkjunum og þarf að sleikjaþau til að lima inn I bókina (maður er með þurra tungu fram eftir mánuði). Mér skilst að þeir hjá rikinu fái þessa peninga borgaða beint inn á sparimerkjareikninginn, sem er auðvitað mun betra fyrir- komulag. En ég ætla að halda áfram með mitt eigið dæmi. Loks þeg- ar ég er búinn að lima inn merk- in þarf maður að koma spari- merkjabókinni á pósthúsið. Að sjálfsögðu eru þau aðeins opin á venjulegum vinnutima, þannig að ef maður ætlaði að koma sin- um annars ágætu sparimerkj- um i verð verður maður að taka sér fri úr vinnu. Fyrir stuttu arkaði ég með merkin min niður á pósthúsið i Pósthússtræti. Klukkan var rétt rúmlega fjögur. En hvað gerist: Þvi miður á þvi pósthúsi er hætt að taka á móti sparimerkjum klukkan þrjú. Svona á að hafa það og ekkert múður félagar. SKJALDBORG EYÐUBLAÐANNA Eiríkur Þorsteinsson hringdi: Það er stundum sem maður veltir fyrir sér til hvers og fyrir hvern þetta svokallaða kerfi er. Einu sinni hélt maður að þetta væri fyrir okkur — þjóðfélags- þegnana — að það væri til að hjálpa okkur. Eftir siðasta þriðjudag er ég farinn að efast um þetta. Reyndar gekk þetta svo fram af mér að ég get ekki lengur orða bundist. Frá þvi I fyrra sumar hef ég verið frá vinnu vegna meiðsla i hrygg.I desember lá ég i tvær vikur á Landsspitalanum til að- gerða. I mars s.l. var ég svo þar aftur i tvær vikur nú til þjálfun- ar og i nuddi. það var nefnilega fyrir umsókn- ir um mæðralaun o.þ.h. Aður en éf fór þangað I siðara skiptið kom ég við á Trygginga- stofnun rikisins og bað um eyðu- blöð fyrir örorkubætur. Ætlaði ég að láta lækninn á Landsspit- alanum fylla það út', þar sem hann hafði allar skýrslur um veikindi min. Fékk ég eyðublað. Þegar heim kom sá ég að það gæti varla átt viö i minu tilfelli, Fór ég nú mina aðra ferð á Tryggingastofnunina. Fékk ég þá annað eyðublað og með þeim orðum að þetta ætti heimilis- læknirinn að fylla út. Lagði ég þvi næst leið mina til hans. Læknirinn minn fyllti. plaggið vel. og samviskusamlega út, enda tók það hann hálftlma að gera það. Þegar ég kom i þriðja skipti á vit þeirra i Tryggingastofnun- inni var mér sagt að nú þyrfti ég skattaframtalið og læknisvott- orð. Var ég nú farinn að verða all-leiður á öllu þessu stappi. Fór ég og náði I skattaframtalið og læknisvottorðið I von um að nú væri þessu loks lokið. En bið- um við, þaðer ekki allt búið enn. Þegar ég kom I mina fjórðu ferð i Tryggingastofnunina var mér sagt að ég hefði verið með vitlausa gerð af eyðublöðum. Ég átti að fá allt önnur eyðu- blöð, Þá brast þolinmæöi min gersamlega. I hvert sinn sem ég hafði komið þangað hafði sú, sem afgreiddi mig, ráðfært sig við þá sem unnu þarna. Veit kannski enginn hvað hann er að gera? Er afgreiðsluliðið orðið svo áttavillt i eyðublaðaflóðinu að það veit ekki hvað á við i hvert sinn. Allt það sem ég hafði beðið um var örorkumat til að ég fengi bætur út úr eigin lifeyris- sjóði. Þetta voru nu öll ósköpin. Og hvað getur maður svo gert? Spyr sá sem ekki veit. Er kerfið • fyrir okkur eða erum við fyrir kerfið? DREGIÐ VERÐUR í HAPPDRÆTTINU 1. maí - 1. júní • 1. júli n.k. HflLLQ og verða neðantaldir vinningar fyrir hvern mónuð KRflKKflR! SÖLU- OG BLADBURÐARHAPPDRÆTTI VÍSIS! Þótttökurétt i happdrœttinu hafa sölu- og blaðburðorbörn Vísis um allt lond. 1. vinmngur: Danskt SCO-reiðhjól frá Reiðhjólaversluninni ÖRNINN að verðmæti um kr. 75.000 2. vinningur: Texas Instruments tölvuúr frá ÞÓR hf. að verðmæti kr. 8.000 3.-8. vinningar: Texas Instruments tölvur frá ÞÓR hf., hver að verðmæti kr. 6.000 VISIR HERDATRE 0EEBL ®union MARGAR GERDIR fyrirliggjandi VÖNDUÐ VARA MJÖG GOTT VERO tkiphvlf/í Skipholti 1, Reykjavik Simar: 2-37-37 og 2-37-38 riýir áskrífendur geta líka verió meó Ertu áskrifandi ? i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.