Vísir - 21.04.1978, Side 11

Vísir - 21.04.1978, Side 11
Föstudagur 21. apríl 1978 11 „tramtíðardraumurmn er að geyma upplýsingar f töhm" — Rœtt við Þóri Oddsson vararannsóknarlögreglustjora ,,Starfinu fylgir mikill erill og álagið oft mikið, en það sem er skemmti- legast við starfið er hve fjölbreytt það er. Engin tvö mál eru nákvæmlega eins og maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sinu", sagði Þórir Oddsson nýskipaður vararannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins i stuttu spjalli við Vísi. Þórir er faeddur i Reykjavík 19. mai 1941 og er þvi tæplega 37 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum i Reykjavik árið 1961 og varð cand. juris frá Háskóla ts- lands vorið 1968. Að afloknu prófi gerðist hann fulltrúi hjá yfirsakadómaranum i Reykja- vik og var skipaður aðalfulltrúi þar i janúar 1973. 1 lok marsmánaðar i fyrra var honum veitt leyfi frá þeim störf- um til að vinna við undirbúning að stofnun Rannsóknarlögreglu rikisins ásamt Hallvarði Ein- varðssyni rannsóknarlögreglu- stjóra og þegar Rannsóknarlög- regla rikisins tók til starfa var hann settur aðalfulltrúi þar og staðgengill Hallvarðar. Hann var skipaður i hið nýja embætti frá 15. april siðast liðnum. Frá þvi i september 1975 og til sama tima árið eftir var Þórir við nám i refsirétti og réttar- fari við háskólann i Osló. „Sumarið sem ég var i Osló var ég með annan fótinn hjá rannsóknarlögreglunni þar og kynnti mér starfshætti hennar og skipulag”, sagði Þórir Odds- son. Ýmis gögn og vitneskja sem Þörirkom með frá Osló kom að góðu haldi við stofnun Rann- sóknarlögreglu ríkisins og má nefna að nýtt skýrsluform hefur verið tekið þar upp og við spyrj- um Þóri um það. ,,Hér er mikið um skýrslu- gerðir og ég vann ásamt Erlu Jónsdóttur og Erni Höskulds- syni við að staðla ný skýrslu- form. Málin eru þá sett upp eftir ákveðnu kerfi, sem gerir þau mun aðgengilegri en áður var fyrir þá sem um þau fjalla, án þess að hafa unnið við rann- sókn málanna, eins og dómara og rikissaksóknara. Hverju máli fylgir sér skjala- skrá og hvert skjal hefur ákveðið númer. 1 flóknari mál- um er það mikils virði að geta afmarkað hvert brotatilvik fyrir sig og á þetta ekki sist við þegar um er að ræða mál eins og tékkamál og skjalafals” sagði Þórir. — Eru fleiri breytingar á döf- inni varðsndi skýrslur eða spjaldskrár til að létta störfin? ,,Já, við stefnum eindregið að þvi að auka við þær skrár sem lögreglan heldur o'g þarf að halda. Þar eru ýmsar vixflokk- anir á upplýsingum sem hægt er að koma fyrir á einu spjaldi, sem siðan er hægt að hafa i þrem til fjórum eintökum eða fleirum. Þá má hafa spjaldskrá undir nafni viðkomandi manns, viöurnefni og svo öðrum upplýs- ingum sem hægt er að nota til flýtisauka við rannsóknir. Þegar við flytjum i nýja hús- næðið i Kópavogi verður hægt að koma þessu fyrir, en slik spjaldskrá tekur nokkurt pláss Oft er svona spjaldskrá það eina sem hægt er að byrja á þegar mál er kært til okkar”. Þórir sagði að framtiðar- draumurinn væri að geta komið öllum þessum upplýsingum fyrir i tölvu. Það kostaði hins vegar mikið fé og þvi væri þess vart að vænta alveg á næstunni, vonandi yrði biðin ekki alltof löng. Hins vegar þyrftu að gilda mjög ákveðnar reglur um hvaða aðilar ættu aðgang að þessum upplýsingum og gæta þyrfti fyllsta öryggis um að óviðkom- andi aðilar gætu ekki komist yfir upplýsingar sem settar væru i tölvuna. Þórir sagði að á þeim tima er Rannsóknarlögregla rikisins hefði starfað, eða frá 1. júli 1977, hefði skiptingin milli ákæru- valda og dómsvalds tvimæla-' laust sannað gildi sitt. Nú væri auk þess tekin til starfa sérstök rannsóknardeild hjá lögregju- stjóraembættinu i Reykjavik og það létti mikið á Rann- sóknarlögreglú rikisins. Kvaðst Þórir vona að samvinna þess- ara aðila yrði ætið snurðulaus enda væri gott samstarf for- senda fyrir góðum árangri. Þrengsli eru mikil hjá Rann- sóknarlögreglunni meðan nýja húsnæðið er ekki tilbúið en Þórir sagði að góður andi rikti meðal starfsfólksins og menn væru ákveðnir i aþ þrauka og gera sitt besta við bágar aðstæður. Eiginkona Þóris Oddssonar er Jóhanna Ottesen sem er við- skiptafræðingur að mennt og eiga þau einn son sem Oddur heitir og er fæddur 5. mai 1970. Þórir sést gjarnan i hópi áhorfenda á skákmótum og sagðist hann talsvert iðka skák i tómstundum. Það væri gott til að dreifa huganum, en hann ' tæki ekki þátt i opinberum skák- mótum. Hins vegar kom það á daginn að hann hafði nokkrum sinnum teflt á skákmótum meðan hann var i skóla og tekið þátt i innanfélagsmótum. Það er stundum talað um tafl- borð mannlifsins og eflaust á Þórir eftir að glima við erfiðar þrautir á þeim vettvangi i starfi sinu þar sem skákin er tefld af fyllstu alvoru. —SG „Suðurnesin ekki þýðingar- meiri en Melgraseyri og Hesteyri” — segir formaður Alþýdusam- bands Vestfjarða Vestfirdingar fylgi stefnu Verkamannasambandsins Betra seint en atdrei Hvað er eiginlega hlaupið i mennina? Þrjú frumvörp i sömu vikunni, öll um mannrétt- indamál! Kosningar nálgast. Ekki fer á milli mála að nú liður óðum að kosningum og gamalkunn merki um lýðræðis- ást þingmanna koma nú i ljós á degi hverjum. En af hverju ekki fyrr? Hafa þingmenn ekki haft tima né tækifæri til að koma þessum málum á framfæri und- anfarin fjögur ár — eða hefur áhugann vantað? Framboöslistarnir Athyglisvert er, að beðið hefur verið með þessi frumvörp þar til framboðslistar hafa verið birtir og ljóst er hverjir eru út- valdir og hverjir ekki. Enginn þingmaður vill eiga þátt i að góður félagi og flokks- bróðir hverfi úr hópnum, hvað sem öllu lyðræði liður. Stjórnarskrárnefnd hefur „starfað” siðan 1972 án sýnilegs árangurs, ef til vill var aldrei reiknað með öðru. \ Landsbyggðin Getur það verið skoðun manna, að lýðræði og byggða- jafnvægi eigi ekki samleið? Svo virðist vera, ef taka má mark á sumu þvi, sem sagt hefur verið og skrifað um kjördæmamálið undanfarin ár. Vissulega verður að taka tillit til dreifbýlisins og þess aðstöðu- munar, sem þvi fylgir að vera utan seilingar stjórnarráðsins en „fyrr má nú aldeilis fyrr- vera”, ef munurinn þarf að vera 1:4 eða 5. Þéttbýlið Einhver kann að spyrja: Eru þingmenn þéttbýisins ekki nógu margir? Hefur ekki þurft að auglýsa eftir þeim i fjölmiðlum, til þess að þeir létu frá sér heyra? Suðurnesin eru við- kvæmtsvæði atvinnulega séð og þurfa stöðuga athygli stjórn- valda, að þvi er varðar atvinnu- öryggi. Á Suðurnesjum búa 13- 14 þúsund manns og þó að for- maður Alþýðusambands Vest- fjarða telji tillegg þeirra i þjóð- arbúið „ekki þýðingarmeira en Melgraseyrar og Hesteyrar”, held ég að fáir séu honum sammála. Þessi þéttbýlissvæði þurfa sina fulltrúa til þess að gæta hagsmuna sinna jafnvel ennþá fremur en „Melgraseyri og Hesteyri” sem fyrr var til vitnað. Hvað verður? Allt útlit er fyrir áframhald- andi þóf um þetta viðkvæma mál, sem ætti raunar að vera kappsmál allra lýðræðissinn- aðra þingmanna að leysa. Lé- legar afsakariir um duglitla stjórnarskrárnefnd eða tima- skort verða ekki teknar gildar öllu lengur. Þéttbýlið við Faxa- flóaerstaðreynd.sem háttvirtir þingmenn verða að sætta sig við og lita á sem fullgilda borgara „lýðveldisins” Islands. Sigurgeir Sigurðsson bœjarstjéri á Seltjarnar- nesi skriffar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.