Vísir - 24.04.1978, Side 10

Vísir - 24.04.1978, Side 10
10 Mánudagur 24. aoril 1978 vísm «% VÍSIR Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson Ritstjórnarfullfrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. 500% launakostnaðarhœkkun = 30% rauntekjuhœkkun Kosningarnar í vor hljóta öðrum þræði að snúast um grundvallaratriðj í efnaþags- og kjaramálum. Við höf- um i sex ár búið við verðbólgu, sem leitt hef ur til ringul- reiðar f efnahagslífinu. Borgararnir sætta sig einfald- lega ekki við þetta ástand öllu lengur. Krafa þeirra í þessum kosningum verður því um aðgerðir. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa að und- anförnu f reistað þess að brjóta á bak aftur þá ákvörðun Alþingis og rikisstjórnar að takmarka verðbætur á laun. Þetta hef ur verið gert bæði með tilraunum til ólöglegra verkfalla í byrjun mars og stöðvun útf lutnings, sem tef It hefur atvinnuöryggi i tvísýnu. Aðgerðir af þessu tagi verða örugglega bitbein í kosningabaráttunni, sem framundan er. En um hvað er verið að deilda? Sannleikurinn er sá, að ágreiningurinn stendur fyrst og fremst úm það, hvort halda á áfram óbreyttri þeirri launapólitík að f jölga krónum í launa- umslögunum án tillits til verðgildis þeirra. Óbreytt stefna þýðir áframhaldandi verðbólgu. Þetta eru tiltölulega einföld atriði, sem óþarfi er að deila um eftir flokkspólitískum línum. í hverra þágu hefur það verið að hækka launakostnað um hart nær 500% á síðustu fimm árum, sem aðeins hefur skilað venjulegri fjölskyldu 30% aukningu á rauntekjum? Svarið er einfalt. Það hafa allir tapað. Bæði launþegar og atvinnufyrirtækin. _ Engum blöðum er um það að f letta að innlendar kostn- aðarhækkanir hafa ráðið mestu um verðbólgu siðustu ára. Sumir álíta að unnt sé að lækna verðbólgumein- semdina með því einu að banna verðhækkanir, sem þeg- ar eru orðnar. Stjórnmálamenn, bæði í núverandi rikisstjórn og þó öllu meira í þeirri, sem á undan sat, hafa reynt þessa aðferð, en án árangurs. Við höfum búið við álagningarhaftakerfi,einir vestrænna þjóða. Eigi að síður hefur dýrtíð verið meiri hér en í nokkru öðru vestrænu landi. Þessar staðreyndir blasa við. Flestum er orðið Ijóst, að fara þarf nýjar leiðir i efnahags- og kjaramálum. En þrátt fyrir það eru enn háðar hér orrustur á vinnumarkaðnum., er einvörðungu miða að því að fjölga verðlausum verðbólgukrónum. Það er vandfundinn maður, sem er ánægður í dag. Fólk hef ur það að vísu gott en f lestir eru i peningalegum þrengingum. Samt sem áður finna forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar ekki þá venjulegu fótfestu, sem þeir hafa staðið á í baráttunni fyrir fjölgun einskis verðra krónupeninga. Ástæðan er líklegast sú, að fólk vill fara nýjar leiðir. Fróðlegt verður að sjá, hvort stjórnmálaflokkarnir átta sig á breyttum aðstæðum að þessu leyti. Það á bæði við stjórnarf lokkana og hina, sem eru stjórnarandstöðu- megin. Fólk er í sjálfu sér ekki hrifið af takmörkun verðbótanna. En svo virðist sem æ fleiri geri sér grein fyrir því að hin hefðbundna víxlhækkun kaupgjalds og verðlags er ekki leiðin út úr ógöngunum. Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga, að launin eru ekki eini verðbólguvaldurinn. Þaðeru miklu f leiri atriði, sem stuðlað hafa að því, að hér hefur verið við lýði því- likt ójafnvægisástand í ef nahagsmálum, sem raun ber vitni. Fjárfestingarstefna Alþingis hefur einnig ráðið miklu þar um. Aðalatriðið er að menn fari nýjar leiðir á öllum sviðum. Menn býsnast t.d. um þessar mundir yfir tveggja milljóna króna veislu Landsvirkjunar upp við Sigöldu, en gleyma gjarnan, að við Kröflu liggja tólfþúsund milljónir, sem ekki einu sinni hafa gefið af sér hanastél fyrir stórmenni þjóðarinnar. „UPPHAFLEGT SMIT KOM FYRST UPP í ELLIÐAÁNUM" ,,Það er upplýst að Elliðaám”, sagði Skúli skömmu þess efnis að hinn svokallaði smit- Pálsson, i samtali við hætta væri á þvi að sjúkdómur sem sagður Visi, er haft var sam- hrogn frá honum gætu er hafa komið upp i band við hann vegna borið smit. Laxalóni kom fyrst upp i fréttar i Visi nú fyrir Sagði Skúli að undanfarin ár Mál Raf magnsveitna rikisins hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu eftir að þrír stjórnarmenn sögðu þar af sér. Var þá stjórn fyrirtækisins búin að standa í margra mán- aða stappi um f jármál fyr- irtækisins við iðnaðar- og f jármálaráðuneyti, sem eigi náðu samkomulagi sín á milli um nauðsynlegar aðgerðir. Frá síðustu ára- mótum hafði fjárstreymi skv. lánsfjár- og greiðslu- áætlun ríkissjóðs verið stöðvað til RARIK og stofnunin var í reynd kom- in í greiðsluþrot. Jafn- framt var Ijóst, að fram- kvæmdaáætlun þessa árs gat ekki staðizt sökum þess, að allar tölur um væntanlegan fram- kvæmdakostnað voru byggðar á verðlagi frá því i maí á síðasta ári og þær því úreltar. Verður þvi að gera annað tveggja, að ske.ra niður einhver verk af þeirri framkvæmda- áætlun, sem Alþingi hefur samþykkt, eða þá að út- vega aukið fjármagn. Þaö er afstaða fyrrverandi | stjórnar RARIK að ekki væri hægt að takast á herðar nýjar greiðsluskuldbindingar fyrr en greiddar væru lausaskuldir sök- um fyrri framkvæmda, rekstrar- halla s.l. árs og vegna orkukaupa. Þá yrði og fyrst að halda áfram allra nauðsynlegustu verkum, m.a. að ljúka Austurlinu, sem sparað getur fyrirtækinu miklar fjárhæðir á næsta vetri. Þegar ráðherra iðnaðarmála krafðist þess að nýjar skuldbind- ingar væru teknar á fyrirtækiö án þess að fyrir þvi væru sérstök rök um forgangsröðun og án þess að kröfu hans fylgdu nokkur svör um það hvernig greiða ætti þær skuldbindingar, sem þegar hvildu á RARIK, taldi stjórnin að hún gæti vart tekið þátt i þessum Ieik öllu lengur. Þrír stjórnarmanna sögðu þvi af sér, en hinn fjórði ákvað að sitja áfram i trausti þess að lausn fengist á næstu dög- um á fjárhagsvanda stofnunar- innar. Nokkuö losnaði um greiöslur til Björn Friðfinnsson segir að mól Rarík séu sjúkdómsein- kenni, en að baki þeim liggi stoerra mein. Á það verði að róðast með skipulögðum vinnu- brögðum. Um leið œtti timabili „reddaranna,, að Ijúka i islenskri stjórnmóla- Því fer fjarri að vandinn hafi verið leystur og stjórnunarsögu hennar viö þessar aðgerðir og hafa þær nú gengið skv. áætlun i bili. Fengizt hefur fé til þess að leysa út efni i Austurltnu, sem nauðsynlegt var að koma út á linustæðið meðan frost var i jörðu. Hins vegar fer þvi fjarri að fjárhagsvandinn hafi verið leyst- ur til frambúðar. Visast um það atriði til ágætrar greinar Pálma Jónssonar alþingismanns i Morg- unblaðinu hinn 20. aprll s.l. Lítil áhrif á stjórn fyrir- tækisins áhrif á mál fyrirtækisins. Enn er t.d. eftir að ákveðá, hvernig fara skuli með framkvæmdaáætlun þessa árs. A aö útvega meira fé eða verða einhverjar frain- kvæmdir skornar niður? A að panta meira efni, en leysa það siðan ekki út, þegar það kemur? Þótt sagt sé að trúin geti flutt fjöll, þá er hæpið að taka það bók- staflega og yfirfæra siðan á fran - kvæmdir RARIK. Þar nægir ei' i trúin ein og sizt trúin á kraftave k iðnaðarráðherra. Agreiningurinn var ekki bara um Vesturlínu Ráðherra iðnaðarmála hefur nú lokið við að berja saman nýja stjórn, en án þess að fleira fylgi á eftir mun það i sjálfu sér hafa litil Einfeldningar úr röðum núver- andi og fyrrverandi þingmanna virðast halda, að ágreiningur fyrrverandi stjórnar við iðnaðar- ráðherra hafi eingöngu verið um það, hvort byggja skuli svokall- aða Vesturlinu eða ekki. Þvi fer þó fjarri og var það sérstaklega framtekið i yfirlýsingu, sem við þremenningarnir létum frá okkur fara, er við sögðum okkur úr stjórn RARIK, enda var áætlunin ym byggingu nefndrar linu frá stjórninni runnin. Hins vegar er hætt við þvi, að óheppileg afskipti iðnaðarráðherra um forgangsröð verka á framkvæmdaáætlun þessa árs, þýði það, að mikilvæg- ari framkvæmdir verði að sitja á hakanum. Tafir á lagningu Vesturlinu er hægt að vinna upp, en dráttur á öðrum framkvæmdum getur bak- að RARIK mikil útgjöld. Það er hlutverk stjórnar RARIK að hafa yfirsýn um þau vandamál, sem fyrirtækinu er falið að leysa og hún þekkir þau betur en ráðherra, sem ekki hefur tima til þess að setja sig inn i málin og sem aldrei biður um skýringar. Hér var um dæmigerða „ráðherrareddingu” að ræða, gerða i pólitiskum til- gangi, þ.e. að vinna einhver stig i atkvæöaveiðum á kosningaári fyrir baráttufélaga sinn. Ef svo væri ekki, hefði hann væntanlega heimtað, að önnur verk á fram- kvæmdaáætluninni færu einnig i gang. Þakkarávörpin Vildarmenn ráðherrans hafa svo að undanförnu lagt inn pant- anir vestanlands og austan varö- andi þakkarávörp til hans, en slik ávörp tiökuðust nokkuð á þvi timabili, sem hugmyndaheimur _ hans tekur mið af. Er þá óspart ’slegið á strengi byggðastefnunn- ar, sem nú er i tizku að nota til réttlætingar hvers kyns vitleys- um, sem gerðar eru. Mönnum sem taka þátt i sliku þakkar- i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.