Vísir - 24.04.1978, Side 11

Vísir - 24.04.1978, Side 11
L vism Mánudaaur 24. anríl 1978 n hefðufarið fram hrogn- eða seiða- flutningar á milli Elliðaánna og Kollafjarðarstöðvarinnar og frá henni væri dreiit seiöum i flestar ár landsins, þannig að það væri ekki svo gott að segja til um hver smitaði hvern. Þá sagði Skúli að hrogn hefðu aldrei verið böðuð við frjóvgunog sér væri ekki kunn- ugt um að það væri gert i Kolla- firði eða annars staðar á landinu fyrr en þá i haust. ,,Ég hef enga fyrirskipun fengið um slika böðun frá veiðimálastjóra”, sagði Skúli, ,,en hins vegar hafa min hrogn verið sótthreinsuð i klakhúsinu með venjulegum hættí”. Þá sagði Skúli að það væru hrein ósannindi hjá veiðimála- stjóra að segja að niðurstöður rannsókna i Noregi á seiðum frá Laxalóni hafi leitt i ljós að það værismitsjúkdómur kominn upp i visindamaðurinn sem rannsókn- ina gerði talið að sjúkdómsein- kennin gætu stafað af vatninu sem seiðin eru alin upp i. Skúli sagði ástæðuna fyrir þvi að farið var með seiðin til Nor- egs til rannsókna vera þá að fisksjúkdómanefnd hefði lýst þvi yfir opinberlega að hún hefði ekki fullkomna þekkingu á fisksjúk- dómum. t þessu sambandi vildi Skúli upplýsa að á siðasta ári hefði komið hingað til lands kana- diskur sérfræðingur til rannsókna á sjúkdómum i laxi. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir hafi hann ekki fengið heimild til að rannsaka seiðin i Kollafjarðarstöðinni. ,,Éger nýbúinn að fá skeyti frá umboðsmanni minum i Dan- mörku”, sagði Skúli”, þar sem er staðfest pöntun frá Frakklandi á regnbogasilungshrognum. Þar fæ — segir Skúli í Laxalóni Skúli telur það hrein ósannindi að smitsjúkdómur hafi komið upp í Laxalóni stöðinni. Það hefði aldrei tekist i þessum rannsóknum i Noregi að einangra bakteriur sem eruorsök nýrnasjúkdóma. Hins vegar hefði ég allt að helmingi hærra verð en markaðsverð eða rúma krónu fyrir hvert stykki af hrognunum. Þetta fyrirtæki hefur keypt af mér hrogn i mörg ár og get ég selt þangað hrogn i ótakmörkuðum mæli. Það má hver trúa þvi sem vill að þessir menn séu að versla við migáreftirár ef ég er að selja þeim sýkt hrogn. Ég staðhæfi að tjón af völdum framkomu Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra varðandi slúður um regnbogasil- unginn hefur numið milljörðum fyrir islensku þjóðina s.l. 30 ár”. < —KS kvaki, skal vinsamlegast á það bent, að RARIK starfar i þágu landsbyggðarinnar i heild og forgangur framkvæmda fyrir einn landshlutann kemur niður á framkvæmdum i öðrum hlutum landsins. Bæði stjórn RARIK og Alþingi fjalla um framkvæmda- röð og stjórnin hefur ávallt kapp- kostað að beina framkvæmdum þangað, sem þörfin er brýnust og þar sem þær koma að mestu gagni. Seint verður búið að metta þörfina fyrir framkvæmdir RARIK, en grundvallaratriðið er að sjá öllum ibúum á veitusvæð- inu fyrir nægri raforku á hóflegu verði. Hér er um markmið að ræða, sem eigi er sett með arð- bréfa og hefur þvi verið ósleiti- lega haldið áfram siðan. Með út- gáfunni var ráðstöfunarfé rikis- sjóðs aukið verulega án nýrrar skattheimtu og viðbótarféð hefur verið notað til ýmissa opinberra framkvæmda þ.á.m. fram- kvæmda RARIK og til opinberra fjárfestingarsjóða. A siðari árum fer þó vaxandi hluti nýrrar skuldabréfaútgáfu til þess að greiða af fyrri lántökum og er rikissjóður nú kominn i vitahring. Verðbólgan hækkar fjárhæð visi- töluskuldanna ört, en ein af orsökum verðbólgunnar er ein- mitt það peningastreymi og auk- inn veltuhraði fjármagns, sem orsakast af þeim framkvæmdum, sem visitölulánunum er varið til. runnið sitt endaskeið og þótti það meira að segja fréttamatur, þeg- ar fjármálafeður landsins fundu i vetur áður óþekkta fjármála- stofnun austur i Japan, sem aldrei hafði lánað fslendingum. Var hún óðara slegin um nokkur yen.ænda þótt nágrannar okkar forðuðust lántökur i þeim gjald- miðli á sama tima sökum stöð- ugrar verðmætisaukningar hans. ' Lánsfjárþörfin og fram- kvæmdagleðin haldast nú i hend- ur. Framkvæmdirnar kosta eng- an neitt, að þvi er fólki virðist og mönnum er meira að segja lofað skattalækkun i framtiðinni. Sivaxandi eftirspurn eftir „ókeypis” gæðum er mætt með þvi að taka bara meiri lán til að myndu hafa kostað miklu meira. ef þau væru sett af stað i dag. Margt bendir samt til þess að fjárfestingargleði hins opinbera séu nú vaxandi takmörk sett vegna fjárþurrðar. Lánsfjárbyrð- in er að verða ýmsum opinberum stofnunum óbærileg og kallar á stöðugar gjaldskrárhækkanir þeirra. Rikissjóður getur ekki leyst samsvarandi vanda hjá sér nema með þvi að safna skuldum við Seðlabankann, sem fyrirsjá- anlega mun taka mörg ár að greiða niður. Seðlabankinn prent- ar fleiri seðla og lætur rikissjóð taka lán i SDR — einingum hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til þess að hægt sé að mæta þeirri gjaldeyriseyðslu, er leiðir af vax- er að stöðva verðbólguölæði und- anfarinna ára. Siðan um 1970 hef- ur raunverul&gum lýðræðisrikj- um jarðar að sögn fækkað um nær helming. Meginástæðan er verð- bólga. sem orsakað hefur upp- lausn og valdatöku hermanna og annarra slikra pótintáta. Fróður maður er ég ræddi þessi mál við nýlega, fullyrti að af um 150 með- limarikjum Sameinuðu þjóðanna byggju nú aðeins 23 við þær lýð- ræðiskröfur sem við gerum. Til allrar hamingju búum við Islend- ingar við sérstæða lýðræðishefð og við ættum að geta náð sam- komulagi innbyrðis um þær leið- ir, sem duga. En verðbólgan hef- ur nú magnað svo öll eðlileg kjarakátök, að hætt er við að Milljarð hér og milljarð þar og milljarða eftir kosningar semissjónarmið i huga en þótt einstakir þættir i starfsemi fyrir- tækisins skili fjárhagslegum arði, gildir það ekki um reksturinn i heild. Markmiðinu verður ekki náð án fjárframlaga úr rikissjóði og eigi stoðar að visa fyrirtækinu á lánsfé, sem það getur fyrirsjá- anlega eigi staðið skil á. Fjár- framlög til RARIK úr rikissjóði þýða hins vegar að sjálfsögðu að fjárveitingavaldið hefur úr minnu að spila til annarra verkefna svo sem til landbúnaðar- og vega- mála. Framkvæmdir og lántökur rikissjóös Vandi Rafmagnsveitna rikisins verður mér tilefni til frekari hug- leiðinga um stöðu rikisfram- kvæmda og rikisfyrirtækja i dag. Gamalt máltæki segir, að ,,i upphafi skyldi endirinn skoða” og það er sannarlega kominn timi til þess, að við tslendingar dokum við og ihugum fjármögnun og arðsemi þeirrar miklu fjárfest- ingar, sem við höfum framkvæmt að undanförnu. Það mun hafa verið i fjármála- ráðherratið núverandi iðnaðaðar- ráðherra, að rikissjóður hóf út- gáfú visitölutryggðra skulda- Segja má að „patentlausnin” um fjármögnun opinberra fram- kvæmda i stórum stil með lánsfé hafi virkað sem vitaminsprauta á framkvæmdagleði þingmanna og rikisstjórna. Alþingi losnaði úr þeirri spennitreyju, sem fólgin var i nauðsyn þess að láta útgjöld og skattheimtu standast á. Nú var hægt að halda uppi miklum opin- berum framkvæmdum og opin- berri fyrirgreiðslu við fjárfest- ingar einkaaðilja án þess að skattþegnarnir fyndu fyrir þvi. Þvert á móti var þeim siðasttöldu gefið nýtt tækifæri til þess aö f jár- festa i varanlegum verðmætum mitt i hverfulum heimi verðbólg- unnar með þvi að kaupa visitölu- tryggð skuldabréf islenzka rikis- sjóðsins. Allir voru kátir og kátfn- unni haldið við með endurteknum skuldabréfaútgáfum. Hið opin- bera er nú orðið háð stöðugum lántökum og þegar árangurinn af nýjum útboðum visitölulána inn- anlands fór að dvina. var hafizt handa um erlendar lántökúr i áð- ur óþekktum mæli. Vaxandi eftirspurn eftir „ókeypis" gæðum Þessi þróun hefur enn ekki framkalla þau gæði. Við fram- kvæmdirnar fá margir góöa atvinnu og starfsliðið verður ásamt neytendunum að voldug- um þrýstihóp, sem krefst stöðugt aukinna framkvæmda. Svo tekið sé dæmi af sviði orkumálanna, þá hafa menn hent á lofti slagorðin um „aukna húshitun með raf- orku” og um „fleiri virkjanir” (helzt i hverju héraði). Siðan eru gerðar áætlanir um aukna húshit- un með raforku og gerðar spár um, hvað koma megi mikilli raf- orku i lóg með þvi móti, ef fram- boðið er án takmarkana og verð- lagið lægra en verð annarra orku- gjafa. Þá er komin skjalfest þörf fyrir nýjar virkjanir og flutnings- linur og framkvæmdirnar geta haldið áfram af kappi. Um kostn- að ræða menn sem minnst. Það er orðin þjóðtrú, að betra sé að greiða Aröbum vexti af lánum en að greiða þeim fyrir eldsneyti. Það er lika orðið að þjóðtrú sem upprunnið mun i kalknámu einni austanlands, að „engin virkjun sé svo vitlaus, að hún borgi sig ekki á endanum”. Um mælikvarðann spyr enginn, enda ekki siður að spyrja um hlutfallslega arösemi fjárfestinga, þegar forgangsröð þeirra er ákveðin. Svo hefur verð- bólgan leikið menn grátt, að for- svarsmenn Kröflunefndar rétt- læta nú verk sin með þvi, að þau andi peningamagni i umferð. Mjög viða skortir miklar fjár- hæðir til þess að rikisstofnanir geti leyst þau verkefni, sem ákveðin hafa verið. RARIK skort- ir á annan milljarð, Orkusjóð skortir milljarð til þess að hægt sé að greiða fyrir hitaveitufram- kvæmdum og greiða skuldir vegna Orkubús Vestfjarða, Kröfluvirkjun skortir einhverja milljarða til þess að þar verði framleidd raforka og þannig mætti áfram telja. Þaö vantar milljarð hér og milljarð þar og milljarða eftir kosningar.A meðan er stefn- an i orkumálum sögð „i nefnd”. Nauðsyn breyttrar stefnu Mér virðist ljóst. að þjóðin verði nú að fikra sig af þeirri braut, sem farin hefur verið að undanförnu. Draga verður saman bæði framkvæmdir og lántökur. Velja verður úr þær fram- kvæmdir. sem. staðið geta undir núverandi lánsfjárkostnaði en fjár til annarra framkvæmda verður að afla með sköttum. Vilji menn eigi fallast á aukna skatt- heimtu verður að seinka fram- kvæmdunum og búa að þvi sem við höfum, þar til fé verður i sjóði. Höfuðmarkmið slikra aðgbrða menn missi sjónar af höfuðmark- miðum islenzka þjóðrikisins. Eftir ölæði koma timburmenn. Menn reyna nú að slá þeim á frest og vist er að þeir koma ekki fyrr en eftir næstu kosningar. En á timburmannastiginu er oftast stutt á milli kosninga, þvi enginn vill þá taka á sig ábyrgðina af óreiðu siðustu ára eöa taka á sig þær óvinsældir. sem harkalegar fjarmálaaðgerðir baka þeim, er um þær tekur forystu. Það vekur þvi athygli að þing- menn geyma sér nú kjördæma- málið til afgreiðslu, en það er ein- mitt upplagt kosningatilefni fljót- lega á næsta kjörtimabili. Upphaflegt tilefni þessa grein- arkorns voru mál Rafmagns- veitna rikisins. Þeim hafa itar- lega verið gerð skil i greinargerð okkar þremenninga, sem fyrr er getið. i viðtölum Tryggva Sigur- bjarnarsonar við blöð og i grein Pálma Jónssonar. er áður er vitn- að til. Mál RARIK eru hins vegar.ein- ungis sjúkdómseinkenni. en að baki þeim liggur annað og stærra mein. sem hér hefur verið tæpt á. A það verður að ráðast með skipulögðum vinnubrögðum. Um leið ætti timabili „reddaranna” að Ijúka i islenzkri stjórnmála- og stjórnunarsögu. Björn Friðfinnsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.