Vísir - 24.04.1978, Side 15

Vísir - 24.04.1978, Side 15
VISIR Mánudagur 24. april 1978 Að lokum nokkur orð um kosti og galla þverbarða og langbarða. Þverbarðarnir (radial) endast betur, rúlla betur og veita mun betri aksturseiginleika á malbiki en skábarðarnir. Þeir skrika hins vegar meira á möl og eru harðari á grófum vegum og hættir til þess að höggvast i hliðunum af lausa- grjóti, Sumir reyna að mýkja þá á malarvegum með þvi að lileypa úr þeim lofti, en það er mjög óráðlegt, þvi að þá eykst hættan á að þeir höggvist sundur og mýkt- in verður eiginlega ekkert meiri. Nær væri að auka i þeim þrýst- inginn um 2-3 pund til þess að þeir höggvist siður. Þverbörðunum er ætlað að vera harðpumpaðri en skábörðunum og ber að umgangast þá samkvæmt þvi. Það er frekar hægt að leyfa sér að hleypa aðeins úr skábörðum, t.d. ef þeir eru eitthvað stærri en á að vera á bilnum, og vegurinn, sem aka á, er mjög grófur, þannig að menn vilja hlifa bilnum og farþegunum við hristingi. En gæta ber þess, að með þvi að hafa of litið loft i börðunum, slitna þeir meira, billinn getur öðlast vara- sama eiginleika i beygjum og ef vikja þarf honum snöggt til: barðarnir hreinlega bögglast undir bilnum. Þetta fer þó nokkuð eftir hleðslu. Ef barðarnir eru ská- barðar af yfirstærð og billinn létt- hlaðinn, er i lagi að hafa þetta 2-4 pundum minna loft i en á minni börðum, hins vegar verður að bæta i, ef billinn er þyngdur. Annars er erfitt að gefa algildar reglur um hjólbarða aðrar en þær að fylgjast vel með þrýstingnum i þeim. Þeir, sem aka 90% eða meira á malbiki (eins og flestir á Reykjavikursvæðinu gera) ættu að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir losa sig við þverbarðana, sem ekki aðeins endast betur og gefa minni bensineyðslu en ská- barðarnir, heldur gripa einnig betur i snjó og hálku. Hér er að visu á það að lita, hvort fjöðrun viðkomandi bils er mjúk eða hörð, þvi að til eru bilar, sem eru svo mjúkir, að nær engu máli skiptir, hvaða barðar eru undir þeim, og svo aðrir svo harð- ir, að nær ólift er i þeim á mölinni á þverbörðum. Verð: Hvít 60 cm. Kr. 123.200 ,Jy Lituð 60 cm. Kr. 127.000 HÆKKUN VÆNTAN- LEG VEGNA NÝS INNFLUTNINGSGJALDS Koupið þess vegno í dag Husqvarna er heimilisprýði Husqvarna ELDAVÉLAR • TVEIR OFNAR • HRÖÐ UPPHITUN • SJÁLFHREINSANDI • SPARNEYTIN BYGGINGAR Á BETRA VERÐI Bilskúrar Bogaskemmur Garðhús Gróðurhús Sumarhús Hjólhýsi Tjaldvagnar Hesta- flutninga- kerrur Sturtuvagnar Jappakerrur Fólksbilakerrur Vélsleða bílalokk og fleira Sýnum við ó ffj Verið velkomin til okkar ó sýninguna í hús 2, neðri hœð GÍSLI JÓNSSON 3 CO. H.F. Sundaborg simi 86644

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.