Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 11
VÍSIR Laugardagur 6. mal 1978 11 AGRílNINGUR UM MATARÆÐI Eykur kolesterólsinnihaldið Lœkkar kolesterólsinnihaldið eða hefur engin óhrif Fita Smjör, venjulegt smjörlíku Svína-, gæsa- og hænsnafita. Rjómi. Jurtaolíur: maís-, soja-, sól- blóma-, og olífuolía. Jurtasmjörlíki.Majónes úr jurtaolíum. Kjöt og fiskur Feitt kjöt. Álegg, pylsur. Niðursoðið kjöt. Kjöthakk og kjötfars. Tilbúnir kjötréttir. Magurt kjöt. Hjörtu. Kjúklingarog hænur, pörulaust. Fiskur og fiskfars. Lifur, nýru og skelfiskur í hófi. Mjólkur- matur Nýmjólk, ýmir, jógúrt. Rjómi, rjómaís, mjólkurís. Ostur meira en 20% feitur. Undanrenna. Skyr, magur ostur. Egg Meira en 2-4 rauður á viku. 2-4 rauður á viku (hér eru með- talin egg til matargerðar. Eggjahvíta. Grœnmeti og óvextir Steiktar (franskar) kartöflur. Allt grænmeti, kartöflur, baun- ir. Allir nýir og þurrkaðir ávextir. Ávaxta- og grænmetissafi. Brauð, mjöl og grjón Brauð og kökur bakað úr smjöri, rjóma, mjólk. Sætabrauð, kremkex, tekex og matarkex. Rúgbrauð, franskbrauð, sigti- brauð, hrökkbrauð brauðsnúð- ar. Mjöl hrísgrjón og korn- afurðir. Spaghetti og makka- rónur. Þaö er rangt að álíta, að unnt sé að borða hvað sem er án þess að stefna heils- unni í voða/ meðan vís- indamenn vara ekki við. Umræður um áhrif mataræðis á æðakölkun og blóðtappa hafa ver- ið gagnlegar á margan hátt. Þó finnst mörgum leikmönnum, að visindamenn geti ekki orðið ásáttir um, hvað sé hollur matur. Stundum finnst mönnum, sem reynt sé að gera sem mest úr ágreiningnum i blöðum til að auka enn frekar á deilurnar. Benda má á, að miklir fjármunir eru i húfi i matvælaiðnaði. For- ystumenn bændasamtaka taka þvi vitanlega ekki vel, þegar var- að er við neyslu eggja og dýrafitu. Loks geta breyttar neysluvenjur kostað mikið átak. Um hvað eru sérfræðingar sammála? Full ástæða er til að vekja athygli á þvi, sem visinda- mönnum kemur saman um og hvað ekki. öllum ber saman um, að enginn búi yfir vitneskju um, hvaða matur valdi örugglega ekki æðakölkun. í Nor- egi, Sviþjóð, Bandarikjunum, Englandi og viðar hefur fólk verið hvatt til að breyta neysluvenjum sinum. En i þessum hvatningum felst engin ábyrgð fyrir þvi, að komist verði hjá æðakölkun. Þvi er heldur ekki lofað að hvatn- ingarnar eigi ekki eftir að breyt- ast. En hollt er að fara eftir þess- um ábendingum, þótt mörgum finnist þær ekki nægilega vel rök- studdar. Æðakölkun og kólesterol Æðakölkun getur valdið þvi, að blóðtappi myndast I hjarta og slagæðar þrengjast, en þær flytja súrefni og næringu um allan likamann. Við æðakölkun sest bandvefur innan á veggi slagæö- anna, svo og kólesterol, en það fer að verulegu leyti eftir þvi, hve mikið er af kólesterol I blóðinu. Kólesterolmagn blóðsins ræðst af mörgu, einkum þó fituinni- haldi fæðunnar, og það er einkum ástæða þess að mælt er með breyttum neysluvenjum. Rann- sóknir viða um heim hafa leitt i ljós, að þeim mun meira kólesterol, sem er i blóði heil- brigðs manns, þeim mun hættara er honum við æöasjúkdómum siðar. Sannað þykir að þjóðum, sem neyta mikillar mettaðrar fitu og hafa mikið kólesterol I blóðinu, er mjög hætt við æðakölkun. Tilraunir með fæðu Gerðar hafa verið saman- burðartilraunir á fólki.sem árum saman hefur neytt kólesteroleyð- andi fæðu og fólki, sem boröar venjulegan mat. Flestar sýndu tilraunirnar að hættan á æöakölk- un minnkar verulega þegar neytt er fæðu, sem dregur úr æðakölk- un. Hins vegar var um engan telj- andi mismun að ræða á dánartöl- um innan hópanna og m.a. þess vegna telja margir ekki ástæðu til að mæla með mataræöi, sem minnkar kólesterolinnihald bióðsins. En það er varla rétt- mætt, þvi að ekkert bendir til að matur, sem dregur úr kólesterol, sé hættulegur, heldur þvert á móti. Sitt er hvað fita og fita Fitan i fæðunni er einkum fitu- sýrur, sem skiptast i mettaðar sýrur, einómettaðar og f jölómett- aðar. Þvi meira sem er af mett- aðri fitusýru og kólesterol i fæö- unni, þvi meira verður af kólesterol i blóðinu. Hér á landi er mikið af mettuðum fitusýrum og kólesterol I fæðunni, en draga má úr kólesterolneyslu meö þvi að minnka fituneyslu. Einómettaðar fitusýrur hafa óveruleg áhrif á kólesterolmagn blóðsins, og fjöl- ómettaðar fitusýrur draga úr þvi. Mælt er með þvi að draga úr fituneyslu og forðast þær teg- undir, sem innihalda mikið af mettuðum fitusýrum og kólesterol. Þó að fjölómettaðar fitusýrur minnki kólesteroliö I blóðinu, skyldu varast ofneyslu, þvi aö hún eykur hættu á gallsteinum. Skaðsemi eggja Enginn matur inniheldur meira af kólesterol en eggjarauður. Það er einstaklingsbundið, að hve miklu leyti eggjaát eykur kólesterolmagn blóðsins. En hyggilegt er að neyta eggja i hófi. Kólesterol er i ýmissi annarri fæöu t.d. nýrum, lifurog skelfiski, en það kemur varla að sök, þvi að flestir borða sjaldan slikan mat. Ágreiningur vísindamanna öllum ber saman um að borða ekki meira en svo, aö likaminn sé sem næst kjörþyngd, og henni er léttast að halda með þvi að tak- marka fituneyslu. Enginn ágreiningur er um að stilla sykur- áti i hóf og auka mjölvaneysluna (brauð, hrisgrjón, spaghetti, kar- töflur). Allir fá næga hvitu hér á landi, en hún er einkum i kjöti, fiski og mjólkurmat og margir þola aö minnka við sig á þessu sviði. Allir eru sammála um, að maturinn eigi að vera sem fjöl- breytilegastur, en stundum vant- ar á, að ýmsir hópar þjóðfélags- ins, t.d. skólabörn, fái næga fjöl- breytni. Visindamenn greinir helst á um fituneysluna i þeim tilgangi aö draga úr kólesterolinnihaldi blóðsins, en það ásamt reyking- um, háum blóðþrýstingi eykur æðakölkun, sem veldur óþarflega oft sjúkdómum og dauða meðal íslendinga. OG HJARTASJÓKDÓMA OG HESTAR vegna almennrar sérstöðu okkar. Hitt heimsmet tslend- inga i matarmálunum, (þau gætu annars vel verið fleiri) er svo hvitasykurátið, og að þessu sögðu og ennþá fleira ósögðu ætti engan að undra að þessi þjóð er óvenju slæm i mag- anum, eins og fram kemur i skýrslum. Orsakir hins snauða matar- æðis á Islandi eru margar, og má nefna að ekki er úr mjög mörgu að velja, ef miðað er við þessi útlönd i kringum okkur. Þetta er þó næstum þvi auka- atriði, þvi að það sem til er, nægir fólki til þess að vera með kroppinn fullan af vitaminum ogöðrum nauðsynlegum efnum. Nú er sem sagt komið að hryggilegustu orsök fábreytts mataræðis, sem er peninga- leysi. Það veldur sönnum hryll- ingi að hugsa til þess, hvað þeir borða, sem þurfa raunverulega að spara við sig i mat, hvað er það annað en ýsa og aftur ýsa, andlausar súpur, mjólk, kar- töflur, brauð og „þetta voða- lega lammeköd” i hæsta lagi einu sinni i viku. Það er óhugs- andi annað en fólk sem borðar mest megnis þetta, skorti næringu, og sárast að hugsa til barna, sem þannig er búið að. Þau eru vist dáldið mörg, sem komast litið i tæri við'sjálfsagð- ar og nauðsynlegar fæðutegund- ir eins og grænmeti, enda er verð á þvi þanmg, aö það telst til kræsinga, þótt menn ættu auð- vitað að geta haft grænmeti á borðum hjá sér dag hvern, i svipuðum mæli og kartöflur, eins og siðmenntaðar þjóðir gera, svo enn einu sinni sé vitn- að i þær. Það væri ekki siður þjóðþrifamál að niðurgreiða grænmeti en mjólk, en við skul- um nú ekki tala meira um það. Hér að ofan var drepið á fá- breytni tegundanna, og er hún einna undarlegust i fisk- málunum, þótt það komi fremur við fögru mannlifi en næringar- skorti. Þjóðinni hefur til skamms tima þótt allt stórvara- samt sem úr sjó kemur, nema ýsa og saltfiskur. Það þyrfti að hafa i frammi grimmilegan áróður til þess að opna augu fólks fyrir hinum góðu dýrum sjávar öðrum en saltfisknum, og það ætti ekki að vera svo erfitt. Menn eru liklega ekkert lokaðir fyrir þessum góðu dýrum, ef á reynir, að minnsta kosti ekki, ef marka má af minum góða kunningja, þegar hann var kokkur á báti, og tók það ráð af snilld sinni að elda allt sem á dekkið kom, jafnvel hinn ófrýnilega skötusel, við- stöddum erfiðismönnum til hrifningar, auk þess sem fæðis- kostnaður á bátnum varð næst- lægstur i flotanum. Dapurlegt er einnig að hugsa um kjötmálin. Þaö er varla til venjulegt fólk með venjuleg laun sem telur sig hafa efni á að kaupa úti i búð annað kjöt til átu en kindur, hvali og hesta. Vilji menn kjúklinga (sem i út- löndum eru álika mikill spari- matur og pulsur eru á íslandi) naut eða svin, verður annað hvort að fjárfesta i þessu sem svarar heilum eða hálfum mánaðarlaunum eða vera án þess. Ég man bara ekki eftir að hafa séð venjulega þreytta (eða óþreytta) húsmóður úti i búð að kaupa þessar tegundir. Það er sem sagt svo einfalt að venjulegt fólk hefur ekki efni á öðru en kind ef á að gera sér glaðan dag i kjöti, nema náttúr- lega það sé frystikista i poka- horninu og naut hafi verið fellt i hana. Þetta frystikistubúskaps- fyrirkomulag er auðvitað einum eða tveimur of mikið af þvi góða, og er maður þó á seinni árum farinn að bera fulla virð- ingu fyrir „þessu voðalega lammeködi”. Hestaneysluna mætti afgreiða með þvi að minna á frábært kvæði dr. Kristjáns Eldjárns, sem ég ®an ekki hvað heitir, en fjallar i helstu atriðum um hamingjusaman hesteiganda, og endar vist með þvi að éta undan sér reiðskjótann. tJr þvi maður er að tala um þetta, hvernig væri þá að kalla næstu heimildarmynd um tslendinga They Eat Horses, Don’t They? i höfuðið á frægri biómynd, sem hér hefur verið sýnd. Úr þvi sem komið er, væri varla sanngjarnt að sleppa hinum ævintýralegu islensku matreiðslubókum, sem ég vona að eigi engan þátt i næringar- skortinum. — Þessar bækur virðast nefnilega flestar miðað- ar við Arnarnesið eða Laugar- ásinn, en ekki Breiðholtið eða hvar við nú erum. Maður heyrir reiða stjórnmálamenn stundum tala um hnefahögg i andlit almennings, en ef eitthvað er það, þá eru það þessar nauta og svina og sveppa og vina bækur. Ég vil hér blessunarlega undan- skilja Ungu stúlkuna og eldhús- störfin (sem nú heitir Unga fólkið og eldhússtörfin), enda hefur það alltaf verið min bók. Um daginn frétti ég reyndar lika af annarri góðri bók, þar sem meira að segja er kennt að elda hafragraut, og er það til fyrirmyndar. Þjóðfélagslega meðvitað fólk með ábyrgðartilfinningu veltir oft fyrir sér hinu almenna and- varaleysi Islendinga um mál sem alla varða, og skorti þjóðarinnará félagsþroska. Það er ekki að ástæðulausu. sem þessu er velt fyrir sér; þjóðina virðist skorta mjög tilfinningu fyrir þvi að hún geti ráðið sinum örlögum sjálf, og landið byggir nú einhver þöglasti meiri hluti, sem sögur fara af. Með illum vilja mætti kannski finna andstyggilega skýringu á þessu andvaraleysi, sem sagt þá, að þjóð sem er útblásin af hvitasykri og hestum, hafi bara ekki afgangs snerpu til þess að ræða málin. Þeir sem hafa þaö á heilanum að stjórnin sé óvin- veitt öllu nema sjálfri sér og ömmu sinni, mega svo halda áfram og draga þá ályktun að stjórnin fjarstýri mataræði þjóðarinnar með verðinu, og sé það samsæri hennar til að halda fólki niðri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.