Vísir - 06.05.1978, Page 23
VISIR Laugardagur 6. maí 1978
Margir skemmtu sér við að
horfa á priíðuleikarana ræða um
Kröflu i sjónvarpinu um daginn.
En enginn þeirra góðu manna
fann neina lausn á málinu.
Það gerði aftur á móti Jónas
Eliasson prófessor, sem skrifaði
gagnmerka grein um málið i Visi
á miðvikudaginn. Jónas taldi
mjög til athugunar að setja upp
oliuketil við virkjunina og drifa
hinar dýru vélar hennar nieð oliu-
fýringu.
—0—
Það var glás af góðum fréttum i
Mogganum á miðvikudaginn.
Ekki sist um kosningabaráttuna
sem nú er orðin harla einkenni-
leg. Sigurjón Pétursson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði
i viðtab við Þjóðviljann um dag-
inn að Sjálfstæðisflokkurinn væri
svo sterkur i borgarmálum að Al-
þýðubandalagið fengi varla hirt
af honum meirihluta.
Þessu mótmælir Birgir,
borgarstjóri, harðlega i Moggan-
um á miðvikudaginn. Telur hann
öll tormerki á þvi að sjallinn hafi
kosningarnar og segir þetta vera
svivirðilegt áróðursbragð komma
sem vilja gera sjálfstæðismenn
„andvaralausa.” (Geta þeir orðið
andvaralausari?)
Fréttamaður Sandkassans
hlustaði á þá Birgi og Sigurjón
ræða þetta frekar á borgar-
stjórnarfundi.
„Þið vinnið VÍST”
„Onei, onei, onei, við töpum
ábyggilega.”
„Onei góði, þú ert bara aö
plata”.
„Þú lýgur þvi, ég er EKKERT
aö plata”.
,,0jú, ojú, ojú.”
„Onei, onei, onei.”
Þvi miður varð fréttamaður frá
aðhverfa og missti því af restinni
af.þessum uppbyggilegu umræð-
um.
—0—
Mogginn var lika með hita-
veitufrétt á miðvikudaginn:
„SPARNAÐUR NOTENDA 8,1
MILLJARÐUR A ARI”. Ég
leyfi mér aði lýsa þvi yfir að þetta
er haugalygi. Mér er til efst að ég
eignist 8,1 milljarð á allri minni
hundstið og kattarævi hvað þá að
ég spari þá upphæð árlega.
—0—
Það var gaman að sjá i
miðvikudagsmogganum hve
kratar eru miklir húmoristar.
Þeir eru margir góðir húmorist-
arnir á Alþingi en enginn þeirra
kemst með tærnar þar sem Sig-
hvatur Björgvinsson þingmaður
Alþýðuflokksins hefur hælana.
Lifið hlýtur að vera eilifur hlát-
ur fýrir þá sem umgangast
húmoristann Sighvat Björgvins-
son. Hann sýndi sinn snilldarlega
húmor betur en oft áður á Alþingi
á dögunum, þegar hann spurði
um fjarvistir orkumálaráðherra
og hversvegna liann væri ekki
heima til að tala um Kröflu.
Forsætisráðherr a sagði að
Thoroddsen hefði farið utan til að
sitja ýmsa mikilvæga fundi og
ráðstefnur „en ég mun tjá hæst-
virtum ráðherra að hans hafi
verið saknað hér i þingsölum og
geta um ástæður fyrir því.”
Þá reis upp aftur, húmoristinn
Sighvatur Björgvinsson og sagði
að hann saknaði orkumálaráð-
herra ekki neitt, hann ætti bara
að koma og standa við þinglegar
skyldur sinar.
Sannleikurinn i málinu (sem
þeir vissu hvorugur Geir eða Sig-
hvatur) er auðvitað sá að orku-
málaráðherra hreinlega orkaði
ekki meira og stakk af úr landi.
—0—
Rauðanúpsmálið svonefnda
hefur verið i gangi i einar tvær
vikur. Það hófst með þvi að tog-
arinn strandaöi og var komið meö
hann til Reykjavikur til bráða-
birgðaviðgerðar meðan tilboöa
væri leitað ifullnaðarviðgerð.
Akveðið var að taka tilboði
lendis frá og voru islenskir aðilar
ekki ánægöir með það svo þeir
hófu ákafar samningaviðræður
sem lauk með þvi að þrir þeirra
fengu verkið.
Talsmaður þessara þriggja
sagöi að kostnaðurinn væri
trúnaðarmál en trúlega hafa þeir
gert útgerð skipsins tilboð sem
hún gat ekki hafnað. Einn liður i
tilboðinu var að ekki yrði gerð
bráðabirgðaviðgeröin á skipinu ef
þvi yrði ekki tekið.
Hafterfyrir sattaðMario Puzo
ætli að gera kvikmyndahandrit
eftir þessari sögu.
—0—
Timinn kom á fimmtudag upp
um stórfellt fjármálahneyksli.
Eins og menn muna er enn veriö
að reyna að upplýsa „Finans-
banken-máliö” sem upphófst
þegar upp komst að Islendingar
höfðu flutt fé útfyrir landsteinana
og áttu það i dönskum banka.
En Tíminn var með nýtt mál:
„FLUTTI FÉ ÓLÖGLEGA YFIR
TVÆR SAUÐFJARVEIKI-
VARNARLINUR”.
—0—
Vilhjálmur menntamála-
ráðherra var mjög óhress þegar
meðráðherrar hans beittu sér
fyrir breytingum á grunnskóla-
lögunum. Sagði Vilhjálmur á Al-
þingi að ef farið væri svona að
menntamálaráðherra i ná-
grannalöndunum, mundi sá segja
af sér, svo mikið mál væri þetta.
Ekki ætlaði Vilhjálmur þó að
segja af sér. Þeir eru mjúkir
ráðherrastólarnir.
—0—
Við skulum svo enda á upphaf-
inu. I Visi á föstudaginn sagði i
fyrirsögn: „SKYRTUERMI OG
SVAMPUR, ÞAÐ VAR UPP-
HAFIД. Og ég sem hélt að i upp-
hafi hefði hann skapað himinn og
jörð. —ÓT
(Smáauglýsingar - sími 86611 )
Hjól-vagnar
Fallegt kvengirahjól
með körfu og fl. til sölu. Litið
notað. Uppl. i sima 73131.
Til sölu Honda SS 50 ’72
Ný uppgerð. Hjálmur fylgir.
Uppl. i sima 22731.
Til sölu vel með farinn kerru-
vagn.
Verð kr. 20 þús. Uppl. i sima
53346.
Vel með farinn
Silver Cross kerruvagn óskast.
Uppl.i sima 73677.
Verslun
Reyrstólar,
borð, teborð, körfustólar barna-
stólar, blaðagrindur, barna- og
búðarkörfur, hjólhestakörfur,
taukörfur, blómakörfur ofl.
Körfugerðin, Ingölfsstræti 16.
Verksmiðjusala.
ódýrar peysurá alla fjölskylduna
Bútar og lopaupprak. Odelon
garn 2/48., hagstætt verð. Opið
frá kl. 1—6 Les-prjón Skeifunni 6.
Rökkur 1977 kom út i
desember sl. stækkað og fjöl-
breyttara að efni, samtals 128 bls.
og flytur sögur, Alpaskyttuna
eftir H.C. Andersen, endurminn-
ingar útgefandans og annað efni.
Rökkur fæst hjá bóksölum úti á
landi og BSE og bókaversl. Æsk-
unnar, Laugavegi 56, Reykjavik.
Bókaútgáfa Rökkurs mælist til
þess við þá sem áður hafa fengið
ritið beint, og velunnara þess
yfirleitt, að kynna sér ritið hjá
bóksölum og er vakin sérstök
athygli á að það er selt á sama
verði hjá þeim og ef það væri sent
beint frá afgeiðslunni. Flókagötu
15, simi 18768. Afgreiðslutimi
4—6.30 alla virka daga nema
laugardaga.
Bækur til sölu
Afmælisrit helgað Einari Arnórs
syni, sextugum. Bókaskrá Gunn-
ars Hall. Vidalinspostilla. úg.
1945. Strandamenn, eftir Jón
Guðnason, Bergsætt, eftir Guðna
Jónsson, 1. útg. Ætt Steindórs
Gunnarssonar, eftir sama höf.
Skútustaðaætt, Þura i Garði tók
saman. Vigfús Árnason, lögréttu-
maður, safnað hefur og skráð Jó-
hann Eiriksson, Ættaþættir, eftir
sama höf. Uppl. i sima 16566.
Verslunin Leikhúsið,
Laugavegi 1. simi 14744 Fischer
Price leikföng i miklu úrvali m.a.
bensinstöðvar, búgarður, þorp,
dúkkuhús, spitali, plötuspilari,
sjónvarp, skólabill, flugvél, gröf-
ur, simar, skólahús og margt
fleira. Póstsendum. Verslunin
Leikhúsið, Laugavegi 1. simi
14744.
Leiki'angahúsið auglýsir
Playmobil leikföng, D.V.P.
dönsku dúkkurnar, grátdúkkur á
gamla verðinu. Velti-Pétur, bila-
brautir, ævintýramaðurinn, jepp-
ar,þyrlur skriðdrekar, mótorhjól.
Trékubbar i poka,92 stk. Byssur,
rifflar, Lone Ranger-karlar og
hesthús, bankar, krár, hestar.
Barbie dúkkur, Barbie bilar,
Barbie tjöld og Barbie sundlaug-
ar. Póstsendum. Leikfangahúsið,
Skólavörðustig 10, simi 14806.
Sportmarkaðurinn
Samtúni 12, umboðssala. ATH:
við seljum næstum allt. Fyrir
sumarið, tökum við tjöld, svefn-
poka, bakpoka og allan viðleguút-
búnað, einnig barna- og full-
orðinsreiðhjól ofl. ofl. Tekið er á
móti vörum millikl. 1-4 alla daga.
ATH. ekkert geymslugjald. Opið
1-7 alla daga nema sunnudaga.
(Fyrir ungbörnM
Stór Silver Cross
barnavagn til sölu, einnig barna-
bilstóll. Uppl. i sima 52894.
Barnagæsla
12 ára stelpa
óskar eftir að komast i vist i sum-
ar. Er vön börnum. Uppl. i sima
43064.
13 ára stúlka vön börnum
óskar eftir að gæta eins barns
l-2ja ára i sumar.Uppl. i sima
74567.
13 ára stúlka
óskar eftir að gæta barna i sumar
i Háaleitishverfi, helst fyrir há-
degi. Uppl. i sima 38790 e. kl. 18.
Vill einhver passa
2ja ára strák i sumar. Uppl. i
bláa úlpu i misgripum á Rakara-
stofunni Klapparstig nýlega vin-
samlega hringi i sima 74059.
Skiðaúlpa tapaðist
áhljómleikum Stranglers i Laug-
ardagshöll s.l. miðvikudag. Skil-
vis finnandi vinsamlega hringi i
sima 33811.
Seðlaveski með peningum,
sparisjóðsbók og skilrikjum
tapaðist i gær i Reykjavik. Skilvis
finnandi vinsamlegast hringið i
sima 30566. Fundarlaun.
Módel gullhringur
tapaðist aðfaranótt 2. april lik-
lega i Armúla eða Vesturbergi.
Finnandi vinsamlegast hringi i
sima 76624. Fundarlaun.
Ljósmyndun
Til sölu Konica T3
linsa 1:1,4 og Minolta XG-2 linsa
1:1,7 á tækifærisverði. Uppl. i
sima 82475.
Get tekið verkefni
i súmar i kvikmyndun og ljós-
myndun, reynsla og góð tæki.
Fast starf kemur til greina.
Matthias Gestsson simi 96-21205.
Til sölu Konica T3,
linsa 1:1,4 og Minolta XG-2 linsa
1:1,7, á tækifærisverði. Uppl. i
sima 82475.
*t S.
Fasteígnir 1 B
102 fermetra kjallaraibúð
á Akranesi til sölu. Laus 10. júni.
Uppl. i sima 93—2290.
Einbýlishús á Akranesi
til sölu, fokhelt. Uppl. i sima
93-2348 milli kl. 7 og 10.
ITil
Til sölu notað mótatimbur
1x6 2430 metrar á kr. 170 og 185. 1
1/2x 4 220 metrar á kr. 185.-. 2x4
920 metrar á kr. 220. Uppl. i sima
74454 og 76860.
Krossviður.
Til sölu 16mm krossviður i fúllum
lengdum. Ristur að endilöngu ca.
200ferm. einnotaður. Uppl. f sima
ISumarbústaóir
Ibúð — Orlofshús.
Ibúð á Hellu til leigu sem orlofs-
hús i sumar. Leigutimi frá föstu-
degi til föstudags. Uppl. á kvöldin
i sima 99-5975.
Sumardvöl
Tek börn i sveit gegn meðgjöf.
Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn
heimilisföng og simanúmer á
auglýsingadeild Visis fyrir 20.
maí Merkt „5050”.
Sumar i sveit.
Tökum börn á aldrinum 8-12 ára
til sumardvalar i sveit. Uppl. i
sima 99-6555.
Sveitadvöl — Hestakynning
Tökum börn 6-12 ára i sveit 12
dagar i senn. Otreiðar á hverjum
degi. Uppl. i sima 44321.
'T\
tiQ?.-
Hreingerningar j
Ávallt fyrstir.
Hreinsum teppi og húsgögn með
háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi
nýja aðferð nær jafnvel ryði,
tjöru, blóði o.s.frv. úr teppum. Nú
eins og alltaf áður tryggjum við
fljóta og vandaða vinnu. Ath.
veitum 25% afslátt á tómt hús-
næði. Erna og Þorsteinn, simi
20888.
Gófteppa-
og húsgagnahreinsun. i heima-
húsum og stofnunum: Löng
reynsla tryggir vandaða vinnu.
Erna og Þorsteinn. Simi 20888
Kennsla
Enskunám i Englandi
Southbourne School of English og
English Language Sumraer
Schools annast enskukennslu fyr-
ir útlendinga, með svipuðu sniði
og verið hefur undanfarin ár.
Nemendur búa á heimilum. Nám-
skeiðin i sumar verða i Bourne-
mouth, Dorchester, Poole, Tor-
quay og Cambridge. Nánari upp-
lýsingar veitir Kristján Sig-
tryggsson i sima 42558, kl. 18-19
virka daga, nema laugardaga.
Tilkynningar
Spái i spil og bolla
i dag og næstu daga. Hringið i
sima 82032. Strekki dúka, sama
simanúmer.
Smáauglýsingar Visis.
Þær bera árangur. Þess vegna
auglýsum við i Visi i smáauglvs-
ingunum. Þarft þú ekki að aúg-
lýsa? Smáauglýsingasiminn er
86611. Visii'.
23
Skemmtanir 1
Tónlist við ýmis tækifæri.
Danstónlist við hæfi ólikra hópa,
það nýjasta og vinsælasta fyrir þá
yngstu og fáguð danstónlist fyrir
þá eldri og hvorutveggja fyrir
blönduðu hópana. Við höfum
reynsluna og vinsældirnar og
bjóðum hagstætt verð. Diskótekið
Disa-Ferðadiskótek. Simar 50513
og 52971.
Einkamál
Maður á sextugsaldri
vill gjarnan kynnast greindri
myndarlegri og góöri konu á
svipuðum aldri. Börn ekki til
fyrirstöðu. Þær sem vildu sinna
þessu sendi uppl. til Visis fyrir 10.
þ.m. auðkennt „Samhjálp”.
Þjónusta
Tek eftir gömlum
myndum, stækka og lita. Opið
1—5 e.h. Ljósmyndastofa Sigurð-
ar Guðmundssonar, Birkigrund
40, Kópavogi Simi 44192.
Gróðurinold.
Úrvals gróðurmold til sölu, heim-
keyrt. Garðaprýði. Simi 7 1 386.
Hljóðgeisli sf.
Setjum upp dyrasima, dyrabjöll-
ur og innanhúss-talkerfi. Við-
gerða- og varahlutaþjónusta.
Simi 44404.
Garðeigendur ath.:
Tökum að okkur öll venjuleg
garðyrkjustörf, svo sem klipping-
ar, plægingar á beðum og kál-
görðum. Útvegum mold og áburð.
Uppl. i sima 53998 á kvöldin.
Húsaviögerðir.
Þéttum sprungur i steyptum
veggjum og svölum. Steypum
þarkrennur og berum i þær þétti-
efni. Járnklæðum þök og veggi.
Allt viðhald og breytingar á
gluggum. Vanir menn. Gerum til-
boðef óskaðer. Uppl. I sima 81081
og 74203.
Ný-Grill Völvufelli 17
simi 71355. Höfumopnað að nýju
eftir breytingar með sérinngangi
i veitingastofuna. Morgunkaffi kl.
9, matur i hádeginu siðdegiskaffi.
smurt brauð, pönnukökur og
vöfflur með rjóma. Ath. vinnu-
flokkar: fast fæði i hádeginu ef
óskað er. Hafið samband við okk-
ur sem fyrst. Reynið viðskiptin.
Veitingastaðurinn Ný-grill v/Iðn-
aðarbankann Fellagörðum.
Grimubúningaleigan
er opin milli kl. 7 og 9 á kvöldin
Simi 72606.
Húseigendur.
Tökum að okkur glerisetningar
og málningu. Uppl. i sima 26507
og 26891. Hörður.
Garðeigendur ath. :
Tökum að okkur öll venjuleg
garðyrkjustörf, svosem klipping-
ar, plægingar á beðum og kál-
görðum. Útvegum mold og áburð.
Uppl. i si'ma 53998 á kvöldin.
Garðhellur til sölu.
Einnig brothellur, margar gerðir.
Tek að mér að vinna úr efninu ef
óskað er.
Arni Eiriksson, Móabarði 4b,
Hafnarfirði. Simi 51004.
Úiinumst gólfflisa-
dúka- og teppalagnir ásamt vegg-
fóðrun. Gerum tiiboð ef óskað er.
Ahersla lögð á vinnugæði. Fag-
menn. Simi 34132 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Smíöum húsgögn og innréttingar.
Seljum og sögum niðui efni. Hag-
smiði hf. Hafnarbraut 1, Kópa-
vogi simi 40017.
LINDNER Album Island
Lyðveldið frá 1944,kr. 7800. Al-
heimsverðlistar 1978. Scott 4 bindi
kr. 10.000 Stanley Gibbons Simpli-
íied kr. 5000. Kaupum isl. fri-
merki. Frimerkjahúsið Lækjar-
götu 6a. simi 11814.
Safnarinn