Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 3
VISIR Miðvikudagur 17. mai 1978 3 STAÐGREIÐSLA SKATTA EKKI FYRREN 1980? Frá fundi Verslunarráðs A fundi sem Verslunarráö ts- lands efndi til i gær um tekju- skatt atvinnurekstrar kom fram i ræðu Hjalta Geirs Kristjáns- sonar formanns Verslunarráðs, að það myndi beita sér fyrir nokkrum breytingatiHögum viö nýsamþykkt skattafrumvarp áður en það tæki gildi um næstu áramót. 1 ávarpi Matthiasar A. Mathiesen fjármálaráðherra kom fram að ekki er útilokað að staðgreiðslu skatta verði ekki komið á fyrr en l. janúar 1980 þðtt frumvarp um þetta efni yröi samþykkt á Alþingi i haust. Þá sagði f jármálaráðherra að með merkustu nýjungum i nýju skattalögunum væru breyttar reglur um fyrningu og sölu- hagnaö. Ráðherra rakti aðdrag- anda nýju skattalaganna og undirbúning að gerð frum- varpsins og sagði meöal annars aö það gerði fýsilegra að leggja eigið fé i atvinnurekstur i staö þess að fjármagna hann með lánsfé. Fjármálaráðherra kvaðst mundu beita sér fyrir setningu laga um virðisauka- skatt. Um staðgreiðslukerfið sagði fjármálaráðherra að frumvarp þess efnis heföi ekki veriö út- rædd á Alþingi i vetur en stefnt aö samþykki þess i haust. Ef svo færi að þaö yrði samþykkt á þann veg að það tæki ekki gildi fyrr en 1. janúar 1980 myndu tekjur ársins 1979 aö miklu leyti verða skattfrjálsar. 1 ræðu Hjalta Geirs Kristjáns- sonar kom fram aö fyrirtæki þurfa aö greiða um 70 skatta til hins opinbera fyrir utan bein gjöld. Minni tekjuskattur á fyrirtæki i fyrra væri bein af- leiðing minni h^naðar og af- nema þyrfti þessa óbeinu skatta ef atvinnureksturinn ætti að geta greitt hærri laun. Endurskoðendurnir Clafur Nilsson og Sigurður Stefánsson ræddu breytingar skattalag- anna og siðan voru fyrirspurnir og umræöur. —SG Vígalegir sveítarstférar Félag slökkviliðsmanna i Keflavik afhenti á dögunum Bruna- vörnum Suðurnesja hlffðarföt fyrir slökkviliö. Hlífðarfötin voru keypt fyrir ágóða af sölu slökkvitækja sem fram fór á vegum slökkviliðsmannanna. Myndin hér fyrir ofan var tekin við afhendingu hlffðarfatanna en kapparnir á myndinni eru bæjar- og sveitarstjórar Suðurnesja ásamt slökkviiiðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjórum. _ <1 Jeppi vait í Keflavík Jeppi valt á Hafnargötunni i Keflavik á laugardagskvöldiö. öku- maður sem var einn i bflnum, slapp ómeiddur, en bfllinn fór heila veltu, og stöðvaðist þegar hann var kominn á toppinn. Svo viröist sem ökumaður hafi sveigt bilnum um leið og hann bremsaöi og blll- inn þá oltið. —EA/ljósm. HB/Kcflavlk. Fraktleiðin liggnr um Luxemborg Frá framleiðendum í mið- og suður evrópu liggur fraktleiðin um Luxemborg hingað heim. Þaðan og þangað er daglegt þotuflug. Láttu okkur beina vörunni þinni á rétta leið. Síminn er 84822. Biddu um fraktsölumann. FLUGFÉLAC ISLANDS LOFTLEIDIR ofrakt íslandsmótið 1. deild (ir,ARDMSVðuu" "2^ VALUR - FRAM KL. 20 & SÍÐAST VARÐ JAFNTEFLI - HVERNIG FER í KVÖLD? VALUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.