Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 6
6 Saab 96 Fiat 128 Mini Peugeot 204 Mercedez Benz 220 FÉIAOSSTARF EIDRI B0R6ARA DAGSFERÐIR SUMARIÐ 1978 Eins og undanfarin sumur efnir Félags- málastofnun Reykjavikurborgar nú til tólf dagsferða fyrir eldri Reykvikinga. Farnar verða eftirtaldar ferðir: 1. ferð: Fimmtudaginn 15. júni Skoðaðar verða sýningar á listahátið: Erro-sýningin, sýning Kristjáns Davlðssonar, finnska sýningin og höggmyndasýningin. Siöan verður drukkið kaffi i Hljómskálagarðinum ef veður leyfir. Verð kr.: 650.0«. 2. ferð: Fimmtudaginn 22. júni Farið veröur um Þrengsli til Krisuvikur og Grindavlkur. Verð kr.: 1.400.00. 3. ferð: Þriðjudaginn 27. júni. Skoðuð verður Hitaveita Reykjavikur, Mosfellssveit, Vinnuheimilið að Reykjalundi og Laxeldisstööin i Kolla- firði. Verö kr. 700.00. 4. ferð: Fimmtudaginn 29. júní. Fariö verður til Þingvalla og að Laugarvatni. Verð kr.: 1.400.00. 5. ferð: Þriðjudaginn 4. júli. Farin verður skoöunarferö i kirkjur I Reykjavik. Dóm- kirkja, Landakot, Ncskirkja, Frikirkja og Hallgrims- kirkja. Tónleikar og söngur. Verð kr.: 650.00. 6. ferð: Fimmtudaginn 6. júli. Farið verður upp i Skorradal um Dragháls og heim um Stafholtstungur. Verð kr. 2.300.00 7. ferð: Þriðjudaginn 11. júli. Farið verður í Heiðmörk, sædýrasafnið og kaffi drukkið I Hellisgerði, Hafnarfirði, ef veður leyfir. Verö kr.: 700.00. 8. ferð: Fimmtudaginn 13. júli Farið verður að Búrfelli og skoöaöur þjóðveldisbærinn. Verð kr.: 2.300.00. 9. ferð: Þriðjudaginn 18. júli. Farið vcrður i Hveragerði, skoðaður verður Garöyrkju- skóli rikisins og dvalarheimilið As/Asbyrgi. Verö kr. 800.00. 10. ferð: Fimmtudaginn 20. júli. Farið verður að Munaöarnesi I Borgarfirði. Skoðuð verða orlofshús. Verð kr.: 2.300.00. 11. ferð: Þriðjudaginn 25. júli. Farin verður skoðunarferð um Garöabæ um Alftanes, komið við á Bessastööum og ekiö um Arnarnes. Verð kr.: 650.00. 12. ferð Fimmtudaginn 27. júli Farin verður Reykjavikurferö. Skoðaö verður Alþingis- húsið ekið um Arbæ og Breiðholt skoðaður fundarstaður borgarstjórnar og þar veröa kaffiveitingar. Verð kr.: 650.00. Nánari upplýsingar gefnar að Norðurbrún 1, alla virka daga klukkan 9:00-12:00. Simi 86960. íkJl Lausar stöður Við Flensborgarskólann i Hafnarfiröi fjölbrautaskóla, eru lausar nokkrar kennarastööur, einkum i islensku, stærö- fræöi, listgreinum, vélritun og iþróttum. Æskilegt er aö umsækjendur geti kennt fleiri kennslugreinar en eina. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu Hverfisgötu 6, Reykjavfk fyrir 10. júni n.k. Umsóknar- eyöublöö fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 11. mai 1978. Miðvikudagur 17. mai 1978 vism Umsjón: Guðmundur Pétursson Norðmenn halda tryggð við gamla tímann, gömul hús og minjar. Skíðaíþróttin og útilif er vinsælasta tómstunda- gaman Norðmanna. Margir eiga sér annað heimili upp til f jalla. Norðmenn helga 17. maí stjórnarskrá sinni, og er hann aðalþjóðhá- tíðardagur þeirra, enda eru þeir afar stoltir af stjórnarskránni. Hún er frá þvi 1814 og tekur mið af ýmsu fra Bandarikjun- um og Frakklandi á byltinga- rtimunum, þegar lýræöi þess- ara tveggja landa var i fæðingu. En sumt er einnig tekið aö láni úr stjórnarfari Bretlands, eins og speglast i konungstigninni og árey nslulausu sambandi þjóðhöfðingjans við rikisstjórn- ina og kjósendur. Á þessu 164 ára afmæli stjórn- skrárinnar standa Norðmenn á nýfengnum oliuauði sinum, sem þeir hafa gert sér miklar vonir um að mundi leiða til hagsæld- ar. En siðasta árið hafa þeir lækkað ögn risið á skýjaborgun- um, sem þeir reistu sér fyrst i Norðursjávaroliunni. Þeir gera sér orðiö ljóst, að þar verður ekki gripinn upp neinn skjót- fenginn gróði, sem allir geti velt sér upp úr. Og hans gætir heldur ekki i útgjöldum þess opinbera. Osló, sem telst meðal smærri höfuðborga álfunnar með tæp- lega hálfa milljón ibúa státar ekki af glæstum torgum eða háhýsisglerhöllum og risa- ibúðablokkum, eins og lita má til dæmis i höfuðborg nágrann- anna Svia Stokkhólmi. Osló heldur tryggð við fortiöina og verndar gamla borgarhlutann með þröngum öngstrætum sin- um og bláum sporvögnum, sem skriða milli grárra og fölnaöra ibúðarhúsa, er standa eins og minnisvarðar um erfiðari tima. Það verður aö fara út fyrir Osló, ef leita skal ummerkja hins nýja rikisdæmis. A sólrik- um helgardögum má sjá, eins og ávallt, hvit þanin seglin á Oslófiröi og hvitmálaða mótor- báta á siglingu. Þeim hefur fjölgað sem geta látið þann munað eftir sér, og sjá má, að bátarnir hafa stækkaö frá þvi fyrir nokkrum árum. Uppi til fjalla, við vötnin og i skógarlundum eiga Norömenn sitt annað heimili i ,,hytt”unum, sumarbústöðum, skiðakofum, sem fleiri hafa nú getað reist sér til aö leita þar hælis frá daglegu annriki og borgarys. Um fjóröungur Norömanna stundar siglingaiþróttina i tóm- stundum. Tvær og hálf milljón manna leggur stund á stangar- veiði og skotiþróttina (árlega eru felld um 1.300.000 dýr). Vinsæl- ust er þó skiðaiþróttin, eins og allur aragrúinn af skiöalyftum á borgarmörkum ber meö sér. Oliuauðurinn, eða lán fengin út á væntanlegan oliugróða, hef- ur þó mestmegnis runniö til þess að bægja atvinnuleysi frá dyrum og standa undir háu kaupi, meðan viða annars stað- ar i Evrópu er barist við að JÞfoð- ká- tfðar- dagur Norð- nalda kreppunni I skefjum. Þótt Norðmenn hafi aldrei beinlinis verið nískir viö sjálfa sig hafa flestir þeirra orðið aö gæta hófsemdar i eyðslu og sýna ráödeild. En siðari árin hefur mátt sjá nokkra breytingu á. Smærri, sparneytnari bilar hafa vikið fyrir Mercedes Benz og stórum Volvo-um. Afborgunar- skilmálar eru rýmri en áöur voru, og seglbátaeigendum gert auðveldara um vik að fá sér stærri skútur. Á siöari drum hafa Norðmenn verið tiðari gestir i sólarlöndum en hér fyrr. En eins og áður sagði, stóð þetta i sambandi viö skýjaborg- irnar, sem reistar voru við fyrstu fréttir af oliufundinum i Norðursjónum. Mesta gleðivim- an hefur nú runnið af mönnum, og rikisstjórnin hefur ákveöið aö spyrna við fótum. Hún hefur þegar gert ráðstafanir til þess aö draga úr einkaneyslu. Þessa gætir fyrst á feröa- mannastöðum innanlands. Eins og til dæmis i Björgyn sem flest- ir Norðmenn leggja einhvern tima leiö sina til og margir vitja mörgum sinnum. Sumarið er hafið i Noregi og má sjá þaö á ferðamannastraumnum i Björgyn þessa dagana. Ferjurnar eru fullar af fólki og öll hótel fullpöntuð. En þeir sem hafa af ferðamannabransanum tekjur sinar þykjast finna á minni verslun ferðafólksins, hvert vindurinn blæs. ,,Viö Norðmenn viljum bæta okkar kjör meira og meira eins og við höfum reyndar verið að gera, en nú verðum við að herða á taumunum”, sagði einn fata- verslunareigandi niður viö höfn i Björgyn i viðtali við frétta- mann Reuters núna i vikunni. Björgynbuar þurfa þó ekki að örvænta. Þeir eru vel i sveit settir, nærri oliuvinnslusvæðun- um, og hafa af oliuvinnslunni næga atvinnu og miklar tekjur. Sumir verkamenn á oliuborpöll- unum hafa tvöfaldar tekjur á við starfsbræður sina i landi. Vinnuaflið hefur streymt til Björgynar og sú fólksfjölgun hefur sagt til sin i húsnæöisekl- unni. Ungt fólk, sem ætlar að stofna heimili, verður að leita töluvert út fyrir bæðinn að lóð til að reisa sér hús. Fasteignaverð hefur hækkað mjög, lóðaverð sömuleiðis, og nú hafa vextir af lánum verið hækkaðir, um leið og stjórnin boðar hækkun á sköttum. Enn láta þó Björgynarbúar eftir sér að fara i verslunar- ferðir með ferjunum til New- castle á Englandi, þar sem þeir byrgja sig upp af ullarvörum, eins og fatnaöi. Og enn láta þeir eftir sér að ferðast til sólarlanda Spánar, Afriku og Miðjarðar- hafsins. En þar eins og annars staöar hefur verðlag fariö hækkandi og sumir Norðmenn sem áður hafa farið árlega eða annað hvert ár telja það orðiö of dýran lúxus. Siðustu tvö árin hefur Noregur dregist inn i sviðsljós heimsmálanna með útvikkun efnahagslögsögu sinnar, sem blandast hagsmunum stórvelda eins og Sovétííkjanna. Langar og erfiðar samningaviöræður um fiskveiðiréttindi og nýtingu auðlinda á hafsbotninum i Barentshafi hafa staðið yfir milli Norðmanna og Rússa. Greiðara gekk að ná samning- um viö Breta, Þjóöverja, Belgiumenn og Frakka um fisk- veiðiréttindi I Norðursjónum. Norðursjávaroliuvinnslan útheimti flókna samninga við Breta, Þjóðverja, Dani og Hollendinga. Þessi persónulega reynsla Norömanna hefur þvi veriðofarlega i hugum manna á þessum árum, sem Hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur staöið yfir. Jafnframt þessum hags- munamálum gegnir Noregur þýðingarmiklu hlutverki i sam- eiginlegum vörnum NATO og þær áhyggjur sem Vesturlanda- menn hafa af vaxandi flotaum- svifum Sovétmanna á Norður- Atlantshafinu snerta beinlinis Noreg, sem er i nábýli við Sovétrikin og með sina efnahagslögsögu og landhelgi liggjandi að lögsögu Sovétrikj- anna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.