Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 17. mai 1978 vism VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h/f ’ Rramkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Páisson ábm. • ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfullfhii: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jóns'son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Óskar Hafsteinsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifíngarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jlitstjórn: Siðumúla 14 sími 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Hálfkveðnar vísur Stjórnmálaflokkarnir hafa nú allir, að Sjálfstæðis- flokknum undanteknum, gefið út efnahagsmálastefnu- skrár. Plögg þessi teljast varla skemmtilestur, en eru um margt fróðleg. Þau eru ólík að framsetningu, en í þeim má finna með mismunandi áherslum ýmsar sömu hugmyndirnar að f rambúðarlausn þess ef nahagsvanda, sem við höf um búið við. Með sanni verður ekki sagt, að skortur sé á ráðum sem eiga að vera allra meina bót. Flokkarnir telja í stefnu- yfirlýsingum sínum nauðsynlegt að gera eitt og annað, er lengi hefur veríð klifað á. I flestum tilvikum skortir hins vegar, að skýrt sé út, hvernig eigi að gera óska- listann að veruleika. Eitt atriði gengur t.d. eins og rauður þráður í gegnum allar yf irlýsingarnar, sem út eru komnar. Hér er um að ræða Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Flokkarnir telja það til höfuðverkefna að efla verðjöfnunarsjóði í því skyni að draga úr sveiflum í efnahagslífinu. Þetta eru góðra gjalda verð fyrirheit. En hvergi er að finna vís- bendingu um, hvernig á að efna þau. Vísir hóf að vekja á því athygli í fyrra haust, að Verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins hefði að meira og minna leyti verið notaður öfugt allan þennan áratug. Honum hefur ekki verið beitt fyrst og fremst til þess að jafna verðsveiflur á erlendum mörkuðum, heldur til þess að auðvelda útflutningsfyrirtækjunum að standa undir innlendum kosnaðarhækkunum. Flestir eru á einu máli um, að verðsveif lurnar séu ein af undirrótum verðbólgunnar. Þess vegna jýsa allir flokkar yfir þvi, að þeir vilji efla verðjöfnunarsjóði. Samt sem áður er það staðreynd, að í tíð tveggja ríkis- stjórna hefur Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins verið notaður til seðlaprentunar og þannig hefur hann virkað einsog ein af mörgum sjálfvirkum verðbólgukvörnum i hagkerf inu. Athyglisvert er, að í stef nuyf irlýsingum f lokkanna er hvergi að f inna vísbendingar um að þeir vilji skrá gengi krónunnar þannig að unnt sé að láta útf lutningsf yrirtæk- in greiða í Verðjöfnunarsjóðinn, þegar verð er hátt erlendis eða í hámarki eins og nú er. En Ijóst er, að við núverandi aðstæður er ekki unnt að efla Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins. Þetta er eitt dæmi af mörgum, sem sýnir, hversu stefnuyfirlýsingar stjórnmálaflokka geta verið mark- lausar. Það er ekki nóg að gefa út yf irlýsingar um nauð- syn þess og mikilvægi að efla verðjöfnunarsjóði, ef menn eru ekki reiðubúnir til þess að gera það sem til þarf, svo að því markmiði verði náð. Ekki verður dregið í efa, að stjórnmálaf lokkarnir séu allir á móti núverandi jafnvægisleysis- og verðbólgu- ástandi. En þeir eru misjafnlega reiðubúnir til þess að breyta forsendunum. Þeir vilja sannarlega lækna verð- bólguna með verðjöf nunarsjóðum, en án þess að breyta (Deim forsendum, sem gert hafa ókleift að nota þetta hagstjórnartæki í því skyni. Þannig er þetta á fleiri sviðum. Allir flokkarnir lýsa yfir mikilvægi aðhalds í ríkisfjármálum. Engin þeirra hef ur þó f ram til þessa sýnt þann áhuga á niðurskurði að nægthefðitil betriafkomu ríkissjóðs. I stefnuyfirlýsing- unum er heldur ekki að f inna vísbendingar um að draga eigi úr kröfum um opinberar framkvæmdir og opinbera þjónustu svo að þessu marki verði náð. Vitaskuld á þetta ekki við um öll þau atriði, sem stefnuyfirlýsingarnar taka til. Afstaða flokkanna í vaxtamálum er t.a.m. nokkuð skýr. En samt sem áður eru þessar stef nuyf irlýsingar ekki annað en hálf kveðnar vísur. Kosningosjá Vísis Dalvík fékk kaupstaðar- réttindi árið 1974. Þar eru nú fjórir listar í framboði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar: A-listi Alþýðuflokksins, B-listi Framsóknarf lokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins og G-listi Alþýðubandalagsins. Talsverðar breytingar hafa orðið frá siðustu sveitar- stjórnarkosningum. Þá buðu óháðir kjósendur fram A-listann en Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram lista og Framsóknarflokk- urinnog Samtök frjáislyndra og vinstri manna buðu fram sam- eiginlegan iista, I-listann. Iriistamenn fengu hreinan meirihluta og hafa haft veg og vanda af stjórn bæjarins síðasta kjörtimabil. Eins og fram kemur i viðtölum við efstu m enn framboðslistanna var ráðist i miklar byggingaframkvæmdir á vegum bæjarins Úrslitin 1974 1 bæjarstjórn Dalvikur eiga sæti 7 fulltrúar. Grslit siðustu kosninga urðu sem hér segir: A-listinn, Óháðir kjósendur, fékk 72 atkvæði og einn mann kjörinn, Hailgrim Antonsson húsasmiðameistara. D-listinn, Sjálfstæðisflokkur, fékk 124 atkvæði og einn mann kjörinn, Aðalstein Loftsson útgerðarmann. G-iistinn, Alþýðubanda lag fékk 63 atkvæði og einn mann kjörinn, Rafn Arnbjörnsson bú- fræðing. I-listinn, Framsóknarflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, fékk 312 atkvæði og fjóra menn kjörna, Jóhann Antonsson viðskiptafræðing, Hilmar Danielsson forstjóra, Braga Jónsson húsasmiða- meistara og Helga Jónsson raf- virkjameistara. A Dalvik búa nú um 1230 manns og verða um það bil 734 á kjörskrá. —KS „Hafnarmálin efst á blaði" — segir Helgi Jónsson „Undirstaða búsetu á Dalvik er að byggja upp höfnina þannig að það skapist grundvöllur fyrir aukinni útgerð. Það þarf að lengja hafnargarðinn og koma upp betri viðleguaðstöðu fyrir Helgi Jónsson A-LISTI 1. Ingólfur Jónsson bygginga- meistari. 2. Hjördis Jónsdóttir húsmóð- ir. 3. Hrönn Kristjánsdóttir hús- móðir. 4. Ragnar Jónsson póstmaður. 5. Brynjar Friðleifsson bygg- ingameistari. 6. Hildur Jóhannsdóttir verka- kona. 7. Arngrimur Jónsson iðn- verkamaður. B-LISTI 1. Helgi Jónsson rafvirkjameistari 2. Kristján ólafsson útibússtjóri 3. Kristinn Guðiaugsson sláturhússtjóri 4. Kristin Gestsdóttir skrifstofumaður 3. Hilmar Danfelsson framkvæmdastjóri 6. Guðriður ólafsdóttir húsmóðir 7. Kristinn Jónsson bifvélavirki D-LISTI 1. Trausti Þorsteinsson skóla- stjóri. 2. Júlfus Snorrason gjaldkeri. 3. Július Kristjánsson neta- gerðarmaður. 4. Helgi Þorsteinsson skóla- stjóri. 5. Lína Gunnarsdóttir hjúkr- unarkona. 6. Guðbjörg Antonsdóttir hús- móðir. 7. óskar Jónsson fram- kvæmdastjöri. Gengið á reka Frjálshyggjuhugsuöi sýnd- ur verðskuldaður sómi Friedrich A. von Hayek, sem varð 79 ára fyrir nokkrum dögum (8. mai sl.), er liklega rökvisasti frjálslyndi hugsuður þessarar aldar. Læröur er hann að minnsta kosti, tók doktorspróf i lögfræði og annað i hagfræði, hefur verið prófessor i hagfræði og siðfræði i fjórum löndum, heimalandi sinu Austurriki, Bretlandi, Bandarikjunum og Þýzkalandi, gefið út fimm bækur um hag- fræði, niu um stjórnmál, lög og hugmyndasögu og eina um sál- fræði, og fengið Nóbelsverðlaun i hagfræði 1974. Mont Pélérin-samtökin Nokkrir samherjar hans i hópi frjálslyndra fræðimanna — en þeir hafa með sér lausleg samtök til skoðanaskipta, kölluð „Mont Pélerin-samtökin” (eftir fyrsta fundarstaðnum i Svisslandi), og var Hayek frumkvöðull þeirra og formaður 1947 — 1960 —- efndu til málþings um verk Hayeks þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin og voru fyrirlestrarnir á þvi gefnir út i bók Um Hayek („Essays on Hayek”) á siðasta ári. Ekki ómerkari menn Dr. Milton Friedman, prófessor i hagfræði við Chicago-háskóla og Nóbelsverðlaunahafi i hagfræði 1976, sem islenzkir róttæklingar hafa reynt að gera að Grýlu gömlu (þvi að rökum hans geta þeir ekki svarað), reit formála bókarinnar, en dr. Fritz Machlup, prófessor i hag- fræði við New York-háskóla, var ritstjóri hennar. Þetta fyrir- lestrasafn er fróðlegt fyrir áhugamenn um stjórnmál. "Dr. George C. Roche, sagnfræð- ingur og rektor Hillsdale College i Michigan, flutti fyrirlestur um gildi kenninga Hayeks fyrir nú- timamenn, ritstjórinn Machlup um hagfræðikenningu Hayeks, einkum i bókinni Hreinu fjár- magnskenningunni („The Pure Theory of Capital” 1941), Arthur Shenfield, forstöðumaður Alþjóð- legu hagrannsóknastofnunarinn- ar („International Institute for Economic Research”) um kenn- ingu Hayeks i aðferðafræði vis- indanna, einkum i bókinni Gagn- byltingunni i visindum („The Counter-Revolution of Science” 1952), Ronald Max Hartwell, kennari i hagsögu við Oxford- háskóla, um kenningu Haýeks i sagnfræði, einkum i bókinni Markaðskerfinu og sagnfræðing- ólafur Björnsson — Gelr Hallgrímsson. Þeir eru báðir fylgismenn Hayeks. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um erlendar bœkur Fritz Machlup (ed.): Essays on Hayek, Routledge and Kegan Paul 1977, 182 bls., 4.190 kr. (i flugpósti).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.