Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 14
14 Gamlar stríðs- kempur í heimsókn Tvær gamlar sprengjuflugvélar, sem öðluðust frægð i siðari heimsstyrjöldinni, höfðu viðkomu á Reykjavikurflugvelli um hvitasunnuna. Það var reyndar töluvert gestkvæmt um hátiðina og mikiö af allskonar flugvélum. Mesta athygli og hrifningu vöktu þó Douglas B-26 Invader og B-25 Mitchell, sem á sinum tima voru meðal Mnna skæð- ustu af meðalstórum sprengju- flugvélum bandamanna i heimsstyr jöldinni. Mitchell vélin var þó sýnu frægari og er það ekki sist fyrir að það var B-25 flugsveit sem gerði fyrstu loftárás Banda- manna á Tokyo. Það var dálitið óvenjulegur og einkar djarflegur leiðangur. Bandarikjamenn voru allstað- ar á undanhaldi á Kyrrahafs- vigstöðvunum og áttu enga flug- vellisvo naarri Japan að þangað kæmust sprengjuflugvélar til árása. Herstjórn Bandarikjanna taldi nauðsynlegt að gera Japön- um einhverja skráveifu þótt ekki værinema til að hressa upp á móralinn heimafyrir. Gallinn var bara sá að Bandarikjamenn voru ekki i neinni aðstöðu til þess fyrstu mánuði styrjaldar- innar og ár. Á flugmóðurskipi Þá var þaö að James H. Doo- little, þá undirofursti, kom með hugmyndina um að flytja B-25 sprengjuflugvélar með flug- móðurskipi það nálægt strönd- um Japans að þær hefðu flugþol til að komast til Tokyo og svo áfram til flugvallar í Kina, sem þá hélt töluvert meira upp á Bandarikjamenn en i dag. Heldur þótti þetta fráleit hug- mynd, enda voru B-25 vélarnar ætlaðar til notkunar af flugvöll- um á föstu landi og þurftu drjúga flugbraut fullhlaðnar. Doolittle fékk samt að gera tilraun og hún sannfærði hann um að þetta væri mögulegt. Flugsveit hans var þvi ferjuð i áttina til Japans, i april 1942 á flugmóðursldpinu Hornet. Og þaðan flugu þær til Tokyo og komu Japönum gersamlega á óvart. Skaðinn sem sprengjurnar ollu var ekki tiltakanlega mikill, enda Tokyo stór borg og vélarn- ar ekki margar. En áhrifin voru stórkostleg fyrir Bandarikin og óskaplegt áfall fyrir Japani. Bandariska þjóðin fékk þarna gríðarmikinn „áróðurssigur” sem hún hafði mikla þörf fyrir eftir ógöngur á Kyrrahafsvig- stöðvunum. Og hvað Japani snerti „misstu þeir andlit”, sem er eitthvað það versta sem fyrir þá heiðursmenn kemur. B-25 sprengjuflugvélin sem hér gisti, var með nafn Doo- littles, handskrifað á annarri hliðinni, en þó er vafasamt að álykta að þetta sé hin fræga vél hans úr árásinni á Tokyo. Til gruggugra verka B-26 vélarnar öðluðust ekki sömu frægð, en voru þó ekki síð- ur illvigar. Ekki sist gerðu þær usla eftir að búið var að taka af þeim glernefið, setja á þær „venjulegt” nef og fylla það af fallbyssum og vélbyssum, sem notaðar voru til árása á skot- mörk á jörðu niðri. Þærhéldulika töluvert lengur út i herþjónustu en Mitchell- vélarnar. Meðal annars voru þær notaðar i Vietnam og ekki er óliklegt að einhverjar sér- sveitir Bandarikjahers, sem fást við gruggugri verkefni, not- ist ennþá við þær. — ÓT. B-26 vélin við gamla flugturninn. Flugvélaþekkjurum skal bent á að mynda- textarnir ruglast mjög líklega, en að það er hvorki blaðamanni né Ijósmynd- ara að kenna ef B-25 er sögð B-26 og öf ugt. Það sprakka á framhjóli B-25 vélarinnar rétt þegar hún var að fara í loftið og hún fékk að hvila sig hjá Gæslunni, meðan gert var við. Vísismynd Baldur Sveinsson. _____ trmfaaf Miðvikudagur 17. mai 1978 vism NYKOMIÐ! Buxur í öllum stœrðum. Kven- og borna- sumorfotnoður. - Póstsendum um land allt Strandgötu 34 Simi 52070 Tæ 54»:= Eftirtaldar notaðar Mazda bifreiðar eru til sölu í sýningarsal okkar 929 sjálfsk., 4 ra dyra árg. 78, ekinn 5 þús. km. 818 station árg. 77, ekinn 20 þús. km. 818 4ra dyra árg. 76, ekinn 13 þús km. 818 4ra dyra. 76, ekinn 30 þús. km. • • Ollum ofangreindum bifreidum fylgir 3-6 mánaða Mazda ábyrgð BÍLABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23 — SÍMI 81264 1 C 1 . A T i h 1 / A / i sýningarsalur Fiat 132 GLS ’77 Verð kr. 2.650 þús. Fiat 132 GLS ’76 Verö kr. 2.400 þús. Fiat 132 GLS ’74 Verð kr. 1500 þús.. Fiat 131 Special siálfsk. ’78 Verð kr. 3.000 þús. Fiat 131 Special ’77 Verð kr. 2.400 þús. Fiat 131 Special ’76 Verð kr. 2.000 þús. Fiat 128 C ’78 Verð kr. 2.300 þús. Fiat 128 CL ’77 Verð kr. 2.300 þús. Fiat 128 Special ’76 Verð kr. 1.800 þús. Fiat 127 C ’78 Verð kr. 1800 þús. Fiat 127 ’75 Verð kr. 900 þús. Fiat 127 ’74 Verð kr. 750 þús. Fiat 125 P ’77 Verð kr. 1500 þús. Fiat 125 P ’75 Verð kr. 1100 þús. Audi 100 L ’76 Verð kr. 3.100 þús. Wagoner Custom ’74 Verð kr. 3.000 þús. Bronco ’68 úttekin bretti.breið dekk. Verð kr. 1500 þús. Volvo 142 ’70 Verð kr. 1250 þús. Austin Mini ’74 Verð kr. 750 þús. Hjólhj'si Sprite Verö kr. 700 jms. Opiö laugardaga kl. 1-5. Allir bílar á staðnum FIAT EIMKAUMBOC A ISLANDI Davíd Sigurösson hf. Siðumúla 35, símar 85855 -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.