Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 17.05.1978, Blaðsíða 11
vism Miövikudagur 17. mai 1978 11 togara og smærri báta”, sagði Helgi Jónsson rafvirki. efsti maður á lista Framsóknar- flokksins. Helgi sagði að það væri knýj- andi nauðsyn að reisa nýtt hús undir Dalvikurskóla. Einnig væri mjög brýnt að efla vatns- veituna þvi skortur væri á köldu vatni á mesta annatima frysti- húsanna. Farið hefðu fram rannsóknir i þvi sambandi i ná- grenni Dalvikur en þær hefðu ekki gefið nógu góðar vonir. Ýmsar framkvæmdir hafa verið i gangi á siðasta kjörtfma- bili, og sagði Helgi að stefnt væri að þvi að Ijúka þeim á næstu árum. Það væri l.d. bygg- ing elliheimilis, ráðhúss og heilsugæslustöðvar. Einnig hefði verið unnið töluvert i varanlegri gatnagerð og vonast væri til að þvi yrði haldið áfram af ekki minni krafti en verið hefði. ,,Ég tel að fjórða sætið sé baráttusætið”, sagði Helgi, ,,við fengum fjóra menn inn í bæjar- stjórnsiðast en buðum þá fram með Samtökunum. Þá vantaði okkur ekki nema eitt atkvæði til að koma inn fimmta manni. Þannig að það er raunhæft að gera ráð fyrir þvf að við komum fjórða manni inn nú.” Helgi kom inn i bæjar- stjórnina 1974. Hann er fæddur G-LISTI 1. Óttarr Proppé yfirkennari 2. Rafn Arnbjörnsson búfræðingur 3. Ottó Jakobsson sjómaður 4. Eirikur Ágústsson verkamaður 5. Sólveig Brynja Grétarsd. kennari 6. Valdimar Snorrason s jómaður 7. Arna Antonsdöttir húsmóðir frammi i Svarfaðardal árið 1939 og flyst árið 1947 i Dalvikur- hrepp. —KS — segir Trausti Þorsteinsson ,,Eins og viða i smaum sveitar- félögum eru hér fá stór ágrein- ingsmál um hlutina, heldur meira i hvaða röð þeir skuli unnir. Það sem við viljum beita okkur fyrir er að koma fjárhagsstöðunni á fastan grundvöll. Það hefur ekki veriö staðið nógu vel að þvi að undanförnu.” sagði Trausti Þor- steinsson,skólastjóri, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Trausti sagði að það þyrfti að reyna að ljúka við það sem bær- innhefðifariðúti að gera, eins og byggingu stjórnsýslumiðstöðvar og elliheimilis. Einnig væri að- kallaði i þessu sjávarplássi að bæta hö&iina bæði með viðhaldi og endurbyggingu. Einnig væri brýnt að fá-nýtt skólahúsnæði og þyrfti að vinna kröftuglega að því. Þá þyrftieinnig að vinna bet- ur að þvi að skapa aðstöðu fyrir þá sem vilja iðka iþróttir. „Annað sætið er baráttusæti”, sagði Trausti, „þó að við gerum okkur svolitlar vonir að þriðji maður sé ekki langt undan. En það er kannski ekki rétt að láta annað uppi en annað sætiö sé bar- áttusæti. Trausti er fæddur á Selfossi ár- ið 1949 og flyst úl Dalvikur árið 1975. Hann hefur ekki átt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Dalvik áður. Óttar Proppe „Auka þarf stjórn almennings" — segir Óttarr Proppé „Við viljum reyna að auka þátttöku almennings i stjórn bæjarins, þannig að almenn- ingur eigi hægara með að fylgjast með málum. Okkur þykir eðlilegt að taka upp borgarafundi svipað og gert er i hr ep p sf é 1 ögu m þe g a r reikningar eru lagðir fram”, sagði óttarr Proppé yfirkennari efeti maður á lista Alþýðu- bandalagsins. Óttarr sagði að hann vildi að þau verkefni sem bærinn væri með i framkvæmd yrðu drifin áfram til þess að þeir fjármunir sem i þeim lægju væru ekki ónýttir. Það væri verið að byggja elliheimili og koma heilsugæslustöð igagnið. Einnig væri verið að byggja ráðhús og stæði bærinn einn að þvi. Þá „Þyrfti að koma fjórhag bœjarins í lag" UM HVAÐ ER KOSIÐ Á DALVÍK væri nauðsynlegt að þrýsta á fjárveitingavaldið þannig að fjárframlög frá rikisvaldi drægjust ekki meir en orðið hefur. „Við teljum að það sé ekki timabært að halda hér Lands- mót Ungmennafélaganna eins og stendur til að gera i sumar vegna þess hve mikill dráttur hefur orðið á framlögum frá rikinu til iþróttamannvirkja. Við viljum að hér sé blómlegt æskulýðsstarf bæði i iþróttum og öðru félagslifi og nauðsynlegt er að lengja iþróttahúsið og fá nýja og betri sundlaug”, sagði Óttarr. „Við berjumst fyrir þvf að fá tvo menn i bæjarstjórn”, sagði Óttarr,” það eru nokkuð góðir möguleikar á þvi en þó er það ekki öruggt.” Óttarr er fæddur i Reykjavik árið 1944 og flyst til Dalvikur árið 1974. Hann hefur ekki átt sæti I bæjarstjorn Dalvikur áður. —KS ■ IMf • „Hofnm er — segir Ingólfur Jónsson „Höfnin er okkar lifæð og afkoma okkar byggist upp á sjávarútvegi og forsendur þess eru góð hafnarskilyrði og þaö hefur ekki verið nóg að gert I hafnargerð á undanförnum ár- um”, sagði Ingólfur Jónsson, bvggingameistari, efsti maöur á lista Alþýðuflokksins. Ingólfur sagði að það þyrfti einnig að vinna að þessum viðvarandi málefnum. Það hefði litillega verið byrjað á varanlegri gatnagerð og þyrfti að halda þvi áfram með auknum krafti. Þá væri á Dalvik visir að dagheimili i ófullnægjandi leiguhúsnæði sem hefði verið rekið i nokkur ár og þýrfti að byggja yfir þá starf- semi. Þá væri vonast til að fyrsti áfangi elliheimilisins verði tekinn i notkun á þessu ári og i tengslum við það þyrfti að koma á fót þjón- ustu fyrir aldraöa i heimahúsum jafnframt. Þá benti Ingólfur á aö hann legði til aö bærinn beitti sér fyrir þvi að skapa fjölbreyttara atvinnulif m.a. með þvi að stuðla að þvi að komið verði á fót léttum iðnaði. „A-listinn hefur ekki boðið fram hér sjálfstætt i 12 ár”, sagði Ingólfur,” hann hefur verið i samkrulli með öðrum flokkum þannig að það er erfitt að spá um úrslit en við teljum að 1. sætið sé baráttusætið.” Ingólfurhefur áttsæti þrivegis I hreppsnefnd Dalvikur áður en hún hlaut kaupstaðarréttindi. Hann er fæddur á Dalvik og hefur átt heima þar alla tið. —KS - msmmMmm sém i unum („Capitalism and the Historians” 1954), William F. Buckley, rithöfundur og blaða- maður, um stjórnmálakenningu Hayeks, einkum I bókinni Leið- inni til ánauðar („The Road to .Serfdom” 1944), og um skýringu Hayeks á andstöðu flestra menntamanna við markaðskerf- ið, dr. Gottfried Dietze, prófessor i stjórnfræði við Háskóla Johns Hopkins, um réttarkenningu Hayeks, einkum I bókunum Stjórnarskrá frelsisins („The Constitution of Liberty” 1960) og Lögum, lagasetningu og frelsi („Law, Legislation and Liberty” 1973), og að lokum dr. Shirley Robin Letwin, rithöfundur og háskólakennari, um unnið verk Hayeks, áhrif hans á frjálslynda nútimamenn. Verðskuldaður sómi Um Hayeker önnur bókin, sem samherjar Hayeks hafa gefið út til að heiðra hann. (Hin, Leiðirnar til frelsis („Roads toFreedom”), var gefin út á sjötugsafmæli hans 1969.) Með útgáfu hennar er hon- um sýndur verðskuldaður sómi. Hayek nýtur mikillar virðingar með fræðimönnum, hvort sem þeir eru sammála honum eða ekki. Enn hefur ekki verið skorið úr ágreiningi hans 'og J.M. Keynes um skýringar 'á heims- kreppunniá f jórða áratúgnum Og Hayek hefur fært vönduðustu og sterkustu rökin fyrir frjálshyggju á þessar öld, sýnt, að leiðin til miðstjórnarkerfisins (sósialism- ans) er leiðin til ánauðar, og greint skilyrðin, sem lifið setur fyrir samlifi frjálsra manna. Viðtækur eða altækur áætlun- arbúskapur fer ekki saman við lýðræði. Hann krefst alræðis eins og i Ráðstjórnarrikjunum, þvi að miðstjórnin getur ekki þolað mönnum að hafa önnur markmið en þau, sem ákvörðuð eru i áætl- unum hennar, ef þær eiga að tak-~ ast. Lifsskoðun hennar veröur að vera Hfsskoðun allra bæði vis- indamaðurinn (eins og Lýsenkó- málið er til marks um) og lista- maðurinn (eins og Pasternak- málið er til marks um) verða að vera þjónar hennar. Þaö sem kynslóð okkar hefur gleymt Hlutlaus visindarannsókn og hlutlaus listsköpun eru óhugs- andi, segja sálufélagarnir, fasist- ar og kommúnistar (sem ég hef kallað „þjóðernis-samhyggju- menn” og „byltingar-sam- hyggjumenn”). „Kynslóð vor hefir gleymt þvi, að einkaeignar- rétturinn er mikilvægasta trygg- ing frelsisins. Það er eingöngu vegna þess að yfirráðunum yfir framleiöslu- tækjunum er dreift á hendur margra, sem taka ákvarðanir sinar óháðir hverjir öörum, að vér getum sem einstaklingar ráð- ið athöfnum okkar”, reit Hayek i Leiðinni til ánauðar. Liklega eru sterkustu rök hans gegn mið- stjórnarkerfinu (og fyrir mark- aðskerfinu) þau, að dreifa beri valdinu á mennina, þvi að þekk- ingin sé dreifð á þá — sérþekking þeirra, mannþekking og þekking bundin stað eða stund. Músin sem læðist En Hayek hefur eins varað við .músinni, sem læðist, og hinni, €SSAYSON HAY€K WIUAM F. DUCKÍ£Y. Jft. FftlTZ MACHIUP GOTTFfttO OIETZE GEOftGECROCHE llf RONAU5 MAX HAftTWEU AftTHUft SHENfHD SHifttEYROGlNtnWiN Ecfited by Fmz MacHup forew<xd by Mitton Fnedmon Bókarkápa Essays on Hayek. Spá hans um blandaða hagkerfið er að rætast. sem stekkur, eins varað við sósialdemókratisma (sem ég hef kallað „Lýöræðis-samhyggju”), þar sem þrýstihóparnir þrengja að einstaklingunum, taka frelsið frá þeim i áföngum, og kommún- isma, þar sem hópur byltingar- manna rænir öllum völdum, tekur frelsiö frá einstaklingunum allt i einu. Frelsi i skilningi Hayeks er lögbundið, það er frelsi borgar- anna i Réttarríkinu, þar sem rikisvaldið er réttarvald, stjórn- arskrárbundiö. Frelsi án laga er einungis frelsi hins sterka til að niðast á hinum veika. Hayek ótt- ast umfram allt gjörræðisvaldið, hvort sem það er i höndum meiri hlutans eða minni hlutans. Hann tekur undir meö Acton lávarði: „Allt vald spillir valdhöfunum. og gjörræðisvald gjörspillir þeim”. Spá Hayeks Hayek er ekki mjög kunnur almenningi, þvi að kenningum hans er ekki hægt aö breyta i vig- orð eins og sumra andstæðinga hans, samhyggjumanna (sósialista). Það er frjálsiyndum visindamönnum mikið áhyggju- efni, að þeir vinna orrusturnar á vettvangi visindanna, en tapa þeim á vettvangi stjórnmálanna, þvi að sannfæringarmáttur samhyggjumanna er meiri en þeirra, fjöldinn velur stundum blekkinguna, hafnar þekking- unni. Þó hefur þeim upplýstum mönnum, sem tekið hafa undir mál þeirra, fjölgað mjög siðustu árin: Spá Hayeks um miðstjórn- arkerfiðrættist (tildæmis um það eru kúgunin og óhagkvæmnin i löndum ráðstjórnarinnar i austri). Og spá hans um „bland- aða” hagkerfið er að rætast (til dæmis um það er veröbólgan og atvinnuleysið i löndum rikis- afskiptanna i vestri). Hver hafa áhrif Hayeks veriö á Islendinga? Arið 1946 kom útdráttur frægustu bókar Hayeks, Lciðarinnar til ánauðar, út á islenzku. I Ijósi íslenskra aðstæöna Þessum útdrætti sneri ólafur Björnsson prófessor að ósk Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra (þeir eru báðir fylgismenn Hayeks), en bókinni allri ber að minu mati að snúa á Islenzku svo fljótt sem auðið er. Breytingarn- ar á hagkerfinu 1950 og 1960, sem voru mjög til bóta, voru að vissu marki i anda Hayeks. Enn er komið að breytingum á hagkerf- inu, allir eru á einu máli um það, að einhverjar breytingar eru nauösynlegar. En hverjar? Tvær lausnir eru til á vanda tslendinga, að auka frelsi einstaklinganna, stefna að markaðskerfi, eða að auka vald rikisins, stefna aö mið- stjórnarkerfi. Um þessar lausnir er kosið i þingkosningunum 25. júni nk. Þeir, sem kjósa Sjálf- stæöisflokkinn, kjósa fvrri lausn- ina. Þeir, sem kjósa hina flokk- ana kjósa seinni lausnina. Ekki er vafamál, hvor lausnin er frem- ur i anda Haveks.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.