Vísir - 29.05.1978, Page 2

Vísir - 29.05.1978, Page 2
i'ISIR ?pyr c “V "V í Reykjavík .. y )! Mundir þú eftir 10 ára afmæli hægri umferðar á íslandi? Alma Friniannsdóttir nemi: Nei, ég mundi nú ekki eftir þvi, og ég man ekkert eftir þessum degi fyrir 10 árum. M a r t e i n n P é t u r s s o n r, verkamaður : Já, ég mundi eftir honum. Ég sé nú engan mun á i umferðarmenningunni nú og þá. Sigurður Friðjónsson, lektor: Nei, ég mundi ekki eftir þessu afmæli. Þessi breyting kemur sér vel fyrir þá sem fara til útlanda og aka þar. Sverrir Karlsson, Akranesi: Nei, ég mundi ekki eftir þvi fyrr en ég heyrði þaö i útvarpinu. Mér finnst þetta betra en að aka vinstra megin. Tekla Skowronske, nemi: Jú ég mundi það nú reyndar. En ég man ekki eftir sjálfum H-degin- um, ég var svo pinulitil þá. Fólk sat heima vegna and varale ysis — segir Birgir ísleifur Gunnarsson „Úrslitin eru mér mikil vonbrigði, en ég vonaði fram á siðustu stundu að okkur tækist að halda meirihlutan- um” sagði Birgir ís- leifur Gunnarsson er ljóst varð að meirihluti Sjálfstæðismanna væri fallinn. Hann tók tiðindunum með hinni mestu rósemi og benti á þaðaðorð hans um það hversu tvisýnar þessar kosningar væru, heiðu ekki hrifið nægi- lega. Birgir lsleifur benti á að i þessum kosningum hefði al- mennt rikt bjartsýni hjá Sjálf- stæðismönnum og hefði ástand- ið ekki verið ósvipað þvi sem þaðvar i kosningunum 1966. Þá höfðu Sjálfstæðismenn 9 borgarfulltrúa og voru i ríkis- stjórn. Meirihluti Sjálfstæðis- manna hefði að visu náðst i þeim kosningunum en mjóu hefði munað. Hann vakti athygli á þvi að kjörsókn i þessum kosningunum væru um 5% lakari en i borgar- stjórnarkosningunum 1974 og hann væri sannfærður um það, að i gær hefði setið heima fólk sem vegna andvaraleysis hefði ekki kosið, þar sem það gerði sér ekki grein fyrir að hvert at- kvæði gat haft úrslitaþýðingu. „Hið pólitiska herbragð sem Alþýðubandalagið hóf með þvi að telja Reykjvikingum trú um það að meirihluti Sjálfstæðis- mannanna væri öruggur tókst fullkomlega” sagði Birgir Is- leifur en kvaðst eiga erfitt með að svara þvi hvaða atriði hefði einkum fellt meirihluta Sjálf- stæðismanna. Landsmálapóli- tikin hefði veruleg áhrif eins og sæist best á kosningaúrslitum undanfarinna ára, en hann vildi hins vegar ekki halda þvi fram að fólk hefði veriö að kjósa um landsmálin i þessum kosning- um. Nánustu framtiðaráform kvað Birgir vara þau að fara niður á þorgarstjórnarskrif- stofur og pakka saman. Hann tæki siðan sæti i borgar- stjórn Reykjavikur þar sem hann ætlaði að reyna að vinna Reykvikingum það gagn sem hann mætti. ,,Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim stóra hópi fólks sem starfaði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn i þessum kosningum þess mikla starf” sagði Birgir isleifur áður en við kvöddum hannjfjölskylduna og valinn hóp góðra vina sem sat heldur hni'p- inn eftir að útvarpið flutti þær fregnir að Birgir væri ekki leng- ur borgarstjóri i Reykjavik. —BA- Borgarstjórahjónin, Birgir Isleifur Gunnarsson og Sonja Bachmanná kjörstaö í Austurbæjarskólanum í gærmorgun. Hið rauða sólarlag stjórnarsamstarfsins Þá liggja fyrir niðurstöður kosninga i bæjar-og kauptúna- kosningum, og munu þær koma flestum landsmönnum á óvart, jafnvel sigurvegurunum engu siður cn þeim, sem verða að sætta sig við meira tap i at- kvæöamagni, bæöi þegar á heildina er litib og á einstök- um kjörsvæðum en nokkurn gat órað fyrir. Jafnvei áratuga gömul meirihlutaaðstaða Sjálf- stæðisfiokksins I Reykjavik hangir nú á hálmstrái, en þegar þetta er skrifað munar ekki nema tuttugu og tveimur at- kvæðum á áttunda manni Sjálf- stæðisf lokksins og fimmta manni Alþýðubandalagsins. Frainsóknarflokkurinn liggur eftir i sárum, einkum i Reykja- vik, og Sjálfstæöismenn töpuðu tveimur mönnum á Akureyri. Þetta og mörg fleiri dæmi sanna, svo ekki veröur um viilst, aö komið er að sólarlagi i stjórnarsamvinnunni, og meö vissum hætti má segja aö það sé sæmilega rautt, ekki siður en sólarlagið fræga við Austerlitz. A miklum umrótstimum er sjálfsagthvergiverra að sitja en i stjórnarstólum Þetta hefur nú- verandi rikisstjórn mátt reyna. Vinstri stjónrin, sem sat að völdum frá 1971-1974, gat ekki einu sinni enst út kjörtimabilið. Hinn langi stjórnunarlegi friö- ur, sem ríkti á viðreisnarárun- um, stafaöi m.a. af þvi að þar áttust við menn, sem um margt voru vaxnir upp úr öðr- um pólitiskum jarðvegi en þeir, sem nú hafa með pólitiska forustu i landinu að gera Þá var hægt með skynsamlegu móti að setja niöur vinnudeilur svo báð- ir aöilar máttu vel viö una, og var þó Alþýðubandalagiö ekki i rikisstjórn, og vann enga kosn- ingasigra útii kuldanum. Einn verkalýðsforinginn fékk jafnvel fálkaorðuna eftir langar sam- ningalotur um kaup og kjör. Nú er þetta allt striðara og háð af meiri kcrgju, jafnvel þegar svo- nefnd vinstri stjórn sat að völd- um. Við erum yfirleitt tiu árum á cftir öðrum Evrópuþjóðum i ástandsmálum. ítalia og Frakk- land hafa t.d. átt við ákveðið og erfitt pólitiskt ástand að striða s.l. tiu ár. Frakkland hefur get- að varist með kosningalöggjöf, sem sérstaklega er sniðin fyrir varnarbaráttu. Á ttaliu skiptist á þjóðarsorg og þjóðaröng- þveiti. Nú erum viðfyrstfarin að sjá framan i þær pólitisku breytingar, sem við höfum ver- ið áhorfendur að um langan tima við misjafna skemmtun. Eftir þau kosningaúrslit sem nú liggja fyrir, og væntanlega nýjar hrellingar að mánuði liðn- um, horfa stjórnarflokkarnir fram a, aö stjórnarsamstarfi er lokið. Eölilegt er að sigurvegar- ar i kosningum fái aöspreytasig i stjórnarþátttöku, og byrjar þá væntanlega aftur sá villti dans, sem enn er veriö aö fást við að stöðva, hófst með miklum ærsl- um voriö 1971. Jafnvel þótt ljóst sér að á einstöku stöðum, og þó einkum i Reykjavik, muni þing- framboð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna breyta litil- lega háu vinningshlutfalli Al- þýðubandalagsins, hefur það enga úrslita-þýðingu. Nú er hver sjálfum sér næstur á hin- um flokkspólitiska vettvangi — en þjóðin tapar. Sigur Alþýðuflokksins I nýliðnum kosningum er að þvi leyti eðlilegur, aö hann hefur enn ekki tekið upp þá stefnu að vera á móti þvi þjóðskipulagi, sem við búum við i grundvallar- atriðum. Og hann hefur ekki á- netjast þeirri kenningu, að hér verði ekki gengið að fullu frá hlutum fyrr en sjálfu Sovét- islandi hefur verið komið á fót. i viöskiptum við höfuðandstæðing sinn i stjórnmálum, frá þvi á ár- inu 1938, var Aiþýðuflokkurinn kominn að fótum fram. Hann gctur þvi sagt eins og bóndinn : Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður. En gott dæmi um vanda allrar stjórnunar er, aö Alþýöu- bandalagið tapaði hvergi nema i Neskaupstað, og má það vera nokkur visbending um endalok nýsköpunardraumsins. Svarthöfði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.