Vísir - 29.05.1978, Síða 6
ROUTE 66
Norskar krónur
bjarga Volvo
nyja
\KVEN~
SNIÐID
NYTT FRA
levfs mm
SNIÐ MWm
í BLÁU DENIM OG FLAUELI
Levis
LEVI’S EÐA EKKERT
Varist eftirlíkingar
Laugavegi 37 Laugavegi 89 Hafnarstrœti 17 ' Giœsibce
13008
13303
12861
fyrirtækisins ekki gengið nOgu
vel. Þar er helst um að kenna
tapi á framleiðslu á DAF bilun-
um, sem eru framleiddir i sam-
vinnu við Hollendinga. I sænsk-
um dagblöðum hefur þvi verið
haldiðfram að tapið vegna DAF
hafi numið um fjögur hundruð
milljónum norskra króna á ár-
inu 1977.1 ársreikningi fyrir sið-
asta ár kemur það fram að
hagnaður fyrirtækisins hafi þá
numið um 351 milljón norskra
króna og þá ekki reiknað með
sköttum og afskriftum. Arið
áður var þessi tala um 582
milljónir. Sérstaklega hefur
framleiðsla einkabila gengið
illa og þar hefur hagnaður orðið
minnstur. Þetta ætla nú Norð-
menn að taka á sinar herðar.
Sænsk dagblöð halda þvi fram
að Volvo hafi tapað áttatiu millj
ónum norskra króna á þessum
lið framleiðslunnar. Fram-
leiðsla vörubila og stærri fólks-
flutningabila er arðsömust,
segja dagblöðin. Þau segja enn
fremur að Volvo-verksmiðjurn-
ar vilji nú leggja meiri áherslu á
framleiðslu ýmissa hlutai flug-
vélar, en á siðasta ári varð um-
talsverður hagnaður af þeirri
framleiðslu. Norðmenn fá hins
vegar enga hlutdeild þar i sa'm-
kvæmt samningnum.
Eins og fyrr segir eignast
Norðmenn fjörutiu prósent
hlutafjárins i Volvo-verksmiðj-
unum. Sviar eiga sextiu. For-
stjóri verksmiðjanna, Pehr G
Gyllenhammar, gegnir áfram
sinu starfi þrátt fyrir breytt
nafn verksmiðjanna, sem heita
nú Volvo Svenskt Norskt AB.
1 samtali við blaðamenn sagði
fjármálaráðherra Noregs, Per
Kleppe, að fyrst i stað greiddu
Norðmenn 750 milljónir
Samningi rikisstjórnarinnar
og Volvoverksmiðjanna var vel
tekið á norska Stórþinginu.
Talsmenn flokkanna hafa lýst
þvi yfir að þeir séu ánægðir méð
þennan samning. 1 greinargerð
frá Iðnaðarnefnd Stórþingsins
segir að þessi samningur sé
mjög hagstæður norsku efna-
hagslifi og levsi þau vandamál
sem upp hafa komið á vinnu-
markaðinum.
Sænska rikisstjórnin hefur
lagt blessun sina yfir samning
Norðmanna við Volvo Thor-
björn Fálidin sagði á fundi með
blaðamönnum eftir að þetta
varð opinbert að hann væri sér-
staklega ánægður með þann lið
samningsins sem fjallaði um að
Norðmenn ætluðu að láta Svium
i té oliu.
Volvo-verksmiðjurnar hafa
farið fram á styrk frá sænska
rikinu.sem það gat ekki veitt
þeim. Falldin' forsætisráðherra
sagði að rikisstjórnin hefði ekki
getað veitt einni bilaverksmiðju
styrk, en annarri ekki og átti
hann þar við SAAB.
Sextíu þúsund starfs-
menn
Volvo-verksmiðjurnar höfðu
um sextiu þúsund starfsmenn i
sinni þjónustu á siðasta ári.
Velta fyrirtækisins var upp á
tuttugu milljarða norskar krón-
ur. Verksmiðjurnar eru þrisvar
sinnum stærri en Norsk Hydro.
En siðustu ár hefur rekstur
Forstjóri Volvo-verksmiðjánna
gegnir áfram stöðu sinni, þrátt
fyrir eignaraðild Norðmanna.
sænskra króna fyrir sinnhlut.
Hann hélt þvi fram að Norð-
menn hefðu komist að mjög
góðum kjörum i þessum við-
skiptum. Fjármálaráðherrann
vildi ekki gefa upp nákvæmlega
þá tölu sem Norðmenn greiddu
fyrir hlut sinn i Volvo, en hann
mun verða upp á milljarða
norskra króna.
1 Sviþjóð hafa kaupin yfirleitt
mælst vel fyrir, þótt það sé dá-
litið súrt i broti fyrir Svia að sjá
á eftir fjörutiu prósentum af
verksmiðjunum, sem þeir hafa
löngum verið stoltir af, til Norð-
manna. Það hefur komið fram
að verksmiðjurnar hafa verið i
fjárhagserfiðleikum og þvi ekki
að leita til Norðmanna um að-
stoð, segja sænsk dagblöð. Sviar
hafa einnig tryggt sér oliu og
það er óhætt að segja að þeir
hafaekki samiö af sér þar.
—KP-
Nú verður gamall draumur Norðmanna að veru-
leika. Þeir geta á næstu árum farið að aka um í
Volvo-bílum sem framleiddir eru í þeirra heima-
landi. Samningar tókust í síðustu viku um það að
norska ríkið keypti fjörutíu prósent í Volvo-verk-
smiðjunum sænsku. I staðinn fá Svíar olíu, sem
Norðmenn eiga nú nóg af i Norðursjó.
Norsku Volvo-verksmiðj-
urnar stærsti atvinnurek-
andinn
Norðmenn hafa nú um nokk-
urra ára skeið framleitt hluti i
bila sem fluttir hafa verið út til
ýmissa landa. Sem dæmi má
taka Sovétrikin og einnig eiga
Norðmenn ýmsa hluti i Volvo-
bilunum. Norska olian hefur
mikið aðdráttarafl og hafa t.d.
Oddvar N’ordli getur nú ekið i
norskum Volvo eftir nokkur ár.
Sviar fá oliu í staðinn fyrir
fjörutiu prósenta hlut Norð-
manna i \’olvo-verksmiðjunum.
Bandarikin og Sovétrikin sýnt
áhuga á þvi að flytja nokkuð af
framleiðslu sinni til Noregs.
Bæði Ford-verksmiðjurnar og
General Motors hafa sýnt þessu
máli áhuga. Norðmenn hafa
framleitt hluti i bila fyrir um
sex hundruð milljónir norskra
króna á ári. Af þessari upphæð
hafa hlutir fyrir um tvö hundruð
milljónir farið til Volvoverk-
smiðjanna.
Samkomulag hefur náðst um
það að Norðmenn framleiði
aðallega fólksbilana og einnig
vélar i báta. Stærri bilarnir og
ýmsir hlutir i flugvélar verða
framleiddir i Sviþjóð.
Gert er ráð fyrir þvi að eftir
nokkur ár verði starfsfólk i
norsku Volvoverksmiðjunum
um tiu þúsund manns. Þá verða
verksmiðjurnar stærsti at-
vinnuveitandinn i Noregi. Hing-
að til hafa Norðmenn aðallega
framleitt hluti i bifreiðar úr
plasti, áli og gúmmii, en nú á að
bæta miklu fleiri þáttum við og
upp úr 1980 fara norskir Volvo-
bilar að streyma út úr verk-
smiðjum þar i landi og munu
þeir að mestu eða öllu leyti
verða framleiddir þar.
Vegna þessara breytinga
verða til milli þrjú til fimm þús-
und ný störf.
Tekið vel í þinginu
Norðmenn kaupa 40 prósent hlut í
Volvo, en Svíar fó í staðinn olíu