Vísir - 29.05.1978, Side 12

Vísir - 29.05.1978, Side 12
12 „ENGIN KONA KOMST INN" — sagði Garðar Sigurgeirsson í Garðabœ „Orslit sveitarstjórn- arkosninganna i Garöabæ sýna ótvirætt aö lands- málapólitíkinni hefur al- varlega og óskynsamlega veriö blandaö við bæjar- málin. Ég tel þessa þróun bæði skað- lega hagsmunum bæjarbúa og ósanngjarna gagnvart fólki sem heilshugar gefur kost á sér til þess að vinna að sameiginlegum málum okkar. Sjálfstæðismenn i Garðabæ efndu til prófkjörs þar sem um 60% kjósenda létu i ljós stuðning við frambjóðendur flokksins, en fengu samkvæmt niðurstöðum kosninganna mjög nauman meirihluta. Afleiðing þessa er sú, að engin kona verð- ur hér i bæjarstjórninni næsta kjörtimabil og andstæöingar okkar berja sér á brjóst yfir sigri, sem þeir hafa i engu til unnið. Þetta tækifæri nota ég þó að sjálfsögðu til þess að þakka innilega öllu þvi fólki sem trúöi áframhaldandi meiri- hluta Sjálfstæðismanna i Garðabæ fvrir ábyrgri stjórn bæjarins'* —BA. „Sigurinn meirí en tölur sýna" — »«fði 6rn Eiðsson, ba'farfuiltrúi A-listans i Gorðabœ „Við erum ákaflega á- nægöir með þessi úrslit, einkum og sér í lagi meö hltðsjón af því aö hinir flokkarnir ráku áróður fyrir þvi, að atkvæði gretdd Alþýöuf lokknum féllu dauð", sagði örn Eiðsson sem verður bæj- arfulltrúi Alþýðuf lokks- ins í Garðabæ. örn lagði áherslu á það, að sigur flokksins væri enn meiri en atkvæðatölur sýndu, þar sem þvi hefði veriö haldið fram að vonlaust væri að flokkurinn fengi mann kjörinn. Hann benti á það að flokkurinn hefði hlotið langmesta prósentuaukningu alllra flokkanna i Garðabæ, sem svndi að kjósendur styddu þá stefnu Alþýðuflokksmanna að gera Garðabæ að manneskju- legri bæ en hann væri undir stjórn Sjálfstæðismanna. —BA Á laugardaginn útskrifuðust um 40 nemendur úr Náttúru- fræðideild og Félagsfræðideild. Kennarar og starfsfólk skól- ans héldu nemendum og að- standendum þeirra veglegt kaffisamsæti að lokinni útskrift. Fyrsfu stúdentarn ir fró skólanum Armúlaskólinn útskrifaði á laugardaginn sina fyrstu stú- denta. Hcr var um að ræða nemendur seni setið höfðu 5.6.og 7. bekk i Lindargötuskóla. Þeg- ar sá skóli lagöist niður, fluttu þessir nemcndur sig i Armúla- skólann. Það stúdentspróf sem nem- endurnir tóku, var gert sam- kvæmt heimild f lögum um Kennaraskólann. Sá skóli hafði heimildtilað útskrifa stúdenta i nokkur ár á eins konar aðlög- unartima fyrir Kennaraháskól- ann. Nemendur Armúlaskólans fengu sin stúdentsprófsskirteini meðstimpli Kennaraháskólars. Næsta ár mun sami háttur hafð- ur á, en óvist er siðan um fram- haldið. Akranes: Þessa mynd tók Sigurbjörn Guðmundsson á Akranesi i gær Sjólfstœðis- flokkurinn tapaði manni til Alþýðu- bandalags Sjálfstæöisflokkurinn tapaði manni í bæjarstjórnarkosning- unni á Akranesi. en Alþýðu- bandaiagið, sem bauð fram á- samt frjálsiyndum siðast bætti verulega við sig fylgi og fékk tvo menn kjörna i bæjarstjórn að þessu sinni. Fjórir listar voru í framboði og urðu úrslitin þau, að Alþýðuflokk- urinn fékk 482 atkvæði og tvo Mánudagur 29. maí 1978 vísœ menn, þá Rikarð Jónsson, mál- arameistara, og Guðmund Vé- steinsson tryggingarfulltrúa. B- listi Framsóknarflokksins fékk 404' og tvo menn þá Daniel Ágústinusson, aðalbókara og Ölaf Guðbrandsson, vélvirkja. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 733 atkvæði og þrjá menn, þá Valdimar Indriðason, fram- kvæmdastjóra, Jósef H. Þor- geirsson, lögfræðing, og Hörð Pálsson, bakarameistara. G-listi Alþýðubandalagsins fékk 590 atkvæði og tvo menn, þá Jóhann Ársælsson, skipasmið og Engilbert Guðmundsson, hag- fræðing. A kjörskrá á Akranesi voru 2752 en atkvæði greiddu alls 2306 eða 87.6%, auðir seðlar og ógildir voru 55. —H.L. Bíldudalur: Óhóðir unnu einn A Bildudal urðu þær breytingar aö óháðir unnu einn mann af lýð- ræðissinnum. K-listi óháðra hlaut 114 atkvæði og fjóra menn kjörna en J-listi lýðræðissinnaðra hlaut 54 atkvæði og einn mann. Við kosningarnar 1974 hlaut J-listi tvo en K-listi þrjá. Af J-lista var örn Gislason kjörinn i hreppsnefnd, en af K- listá Theodór Bjarnason, Magnús Björnsson, Jakob Kristinsson og Viktoria Jónsdóttir. A kjörskrá voru 194, atkvæði greiddu 1717 eða 81.1%. Auð og ó- gild voru þrjú. —-SG Blönduós: H-listi með prjá A Blönduósi var nú kosið um tvo lista og fékk D-listi sjálfstæð- ismanna 209 atkvæði og tvo menn. Viðsiðustu sveitarstjórnarkosn- ingar fékk listi Sjálfstæðismanna og fleiri 178 atkvæði og þrjá menn og listi vinstri manna og óháðra 172 atkvæði og tvo menn. 1 hreppsnefnd nú voru kosnir af D-lista Jón tsberg og Eggert Guð- mundsson og af H-lista Arnsi S. Jóhannsson, Hilmar Kristjánsson og Sturla Þórðarson. A kjörskrá voru 536 og 480 kusu eða 89.6%._________—SG Bolungarvík: Sjálfstœðis- flokkurinn missti meirihlutann Rótgróinn meirihluti Sjálfstæð- isflokksins i Bolungarvik er ekki lengur fyrir hendi. t bæjarstjórnarkosningunum i gær misstu Sjálfstæðismenn einn fulltrúa af þeim fjórum sem þeir höfðu 1974 fengu 222 atkvæði og þrjá menn, Ólaf Kristjánsson, Guðmund B. Jónsson og Hálfdán Einarsson. Framsóknarmenn fengu 80 at- kvæði og einn mann, Guðmund Magnússon. Listi ungra manna i Bolungar- vik fékk 47 atkvæöi en engan mann kjörinn og listi vinstri manna og óháðra fékk 182 at- kvæði og þrjá menn, Valdimar L. Gislason, Kristinu Magnúsdóttur og Hörð Snorrason. A kjörskrá i Bolungarvik voru 661, 552 greiddu atkvæöi, eða 83.5%. Auðir seðlar og ógildir voru 21. _h.L. Borgarnes: Óbreytt í Borgarnesi urðu engar breyt- ingar á fjölda fulltrúa hvers flokks, en Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag bættu viö sig at- kvæðum. Framsókn tapaði nokkru en Sjálfstæðisflokkurinn fékk jafnmörg atkvæði og siðast. A-listi Alþýðuflokks og óháðra hlaut 159 atkvæði og einn mann, B-listi Framsóknarflokks fékk 252 og þrjá menn, D-listi Sjálfstæðis- flokks 220 atkvæði og tvo menn og G-listi Alþýðubandalags 140 at- kvæði og einn mann. t hreppsnefnd sitja þvi Sveinn Hálfdánarson af A-lista, Guð- mundur Ingimundarson, Ólafur Sverrisson og Jón A. Eggertsson af B-lista. Af D-lista þeir Björn Arason og örn R. Simonarson og af G-lista Halldór Brynjúlfsson. I Borgarnesi kusu nú 803 eða 89.8%. Auð og ógild voru 32 at- kvæði. _sg Dalvík: Alþýðubanda- lagið og Sjólf- stœðisflokkur- inn bœttu við sig A Dalvik bættu bæöi Sjálfstæð- ismenn og Alþýðubandalagsmenn við sig fulltrúa frá kosningunum 1974. Nú voru fjórir listar þar i framboöi, það er listar Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags. Framsóknarflokkur og Samtökin voru með sameiginlegan lista 1974 og náði sá listi meirihluta, eða fjórum af sjö bæjarfulltrúum. t ár varð skiptingin hinsvegar sú að A-listi Alþýðuflokksins fékk 64atkvæði en engan mann, B-listi Framsóknarflokksins fékk 210 atkvæði og þrjá menn, þá Helga Jónsson, Kristján Ólafsson og Kristin Guðlaugsson. D-listi Sjálfstæðisflokksins fé'kk 163 atkvæði og tvo menn, Trausta Þorsteinsson og Július Snorrason. G-listi Alþýðubandalagsins fékk 202 atkvæði og tvo menn, Óttarr Proppé og Rafn Arnbjörnsson. A kjörskrá voru 736, atkvæði greiddu 639, eða 88.5%. —H.L. Djúpivogur: Óháðir á öllum listum Þrir listar komu nú fram á Djúpavogi, en þar var óhlutbund- in kosniug árið 1974. B-listi Fram- sóknarflokks og óháðra hlaut 84 atkvæði og þrjá menn. H-listi vinstri manna og óháðra 29 og einn mann og 1-listi óháðra 55 at- kvæði og einn mann. Af B-lista voru kjörnir Óli Björgvinsson, Ásgeir Hjálmars- son og Guðmundur Illugason. Af H-lista Már Karlsson og I-lista Björn Björnsson. Á kjörskrá voru 212 en atkvæði greiddu 168. —SG Egilsstaðir: Fjölgunin fór til Fromsóknar og Alþýðu- bandalags Framsóknarmenn á Egilsstöö- um verða meö ftesta menn i hreppsnefnd eða þrjá fulltrúa af sjö. Fulltrúarnir i hreppsnefnd voru fimm við siðustu kosningar en hefur verið fjölgað nú um tvo. Úrslitin nú urðu: B-listi fékk 228 atkvæði og 3 menn kjörna, Magnús Einarsson, Sveinn Her- jðlfsson og Benedikt Vilhjálms- son. D-listi fékk 62 atkvæöi og einn mann kjörinn, Jóhann D. Jónsson. G-listi fékk 139 atkvæði og tvo menn, Svein Arnason og Björn Agústsson. H-listi óháðra kjósenda fékk 87 atkvæði og einn man, Erling Garðar Jónasson. A körskrá voru 576, en atkvæði greiddu 525 eða 91.14%. Við siðustu kosningar fékk Framsóknarflokkur tvo menn, Sjálfstæðisflokkur einn mann, Al- þýðubandalag einn mann og ó- háðir kjósendur einn mann. Þannig að Framsókn og Alþýðu- bandalag hafa fengið fjölgunina i hreppsnefnd. —KS'

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.