Vísir - 29.05.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 29.05.1978, Blaðsíða 23
vísm Mánudagur 29. mai 1978 Landssamband iðnverkafólks mótmœlir bróðabirgðalögunum: Koma ekki nóg til móts við kröfur launþega Stjórn Lands- sambands iðnverka- fólks mótmælir bráða- birgðalögum rikis- stjórnarinnar og telur breytingar þeirra á lögum um efnahags- ráðstafanir frá i vetur koma á engan hátt nægilega til móts við sjálfsagðar kröfur verkalýðssamtakanna um að gildandi samn- ingar séu i heiðri hafðir. I frétt frá stjórn Landssambands iðnverkafólks segir að það mótmæli hvers konar aðgerðum af hendi rikis- valdsins til að hefta frjálsan samningsrétt verkalýðsfélag- anna. Þótt aðgerðir verkalýðs- samtakanna hafi knúið rikis- stjórnina til undanhalds felist i þessum bráðabirgðalögum ýmsir þeir annmarkar sem ekki verði við unað, svo sem skerðing á eftir-og næturvinnu- töxtum bónus og vaktarvinnu, sem stefni að þvi að gera að engu áratuga baráttu verka- lýðssamtakanna fyrir þessum þætti launamála. Með skerðingu á hlutfalli á milli dagvinnu og yfirvinnu, verði með sama áframhaldi i reynd komið á 10 tima dagvinnu. Krafan, samn- ingana i gildi, væri þvi óbreytt og yrði verkalýðshreyfingin að beita mætti samtakanna þar til þeirri kröfu yrði fullnægt með þeim baráttuaðferðum sem henni þætti henta. —KS ' f Framhjóladrifið þýskt tœkniundur. Tœknimenn Audi fórnuðu 500 bílum og reynsluóku 1,4 milljón km. við ólíku8tu 8kilyrði til þess að fullkomna Audi. Það er meira en nokkur bílahönnun hefur áður krafist. En það svaraði sannarlega kostnaði, því þegar upp var staðið reyndist bíllinn standast meiri kröfur um ÞÆGINDI, ÖRYGGIOG HAGKVÆMNI en áður höfðu þekkst. Tœknimenn Audi Þægindi: Við hönnun á innra búnaði bílsins voru allar hugmyndir um óharfa prjál og hégóma settar útí huldann. I stað pess kom látlaust og smekklegt innra umhverfi í mildum litum. Kafli út af fyrir sig eru hinfrábœru sœti íAudi og aflmiklir fersklofts- og miðstöðvarblásarar. Allt er miðað við að veita bílstjóranum afslöppun og öryggiskerutd án þess að draga athygli han8 frá akstrinum sjálfum. Úmhverfi sem gerir bílstjórann rólegri og um leið betri ökumann. öryggi: Framhjóladrifið varð straxfyrir valinu. Kostir þess eru ótvírœðir. Það tryggir rásfestu og öryggi í akstri, jafnt í rigningu, hálku, hliðarvindi eða snjó. Kostir sem hljóta að vega þungt hérlendis. Annað sem tryggir öryggi Audi: Hemlakerfið er tvöfalt með krossdeilingu, diskar að framan, skálar að aftan. Þaulreynd gormfjöðrun á hverju hjóli. Sjálfstillt tannstangatstýri sem tryggir létta og lipra 8tjórnun. öryggisbúnaður í stýrissúlu oggrind er eins og annað hjá Audi, í fullkomnu lagi. Hagkvæmni: Eftir umfang8meiri tilraunir á loftmótstöðu en áður hafa þekkst varð straumlínulag Audi fullhannað. Það hefur í för með sér minni loftmótstöðu en þekkist í bílum afþessum stærðarflokki ogþ.a.l. minni bensíneyðlsu. Audi er léttur og kraftmikill - snerpu hans er viðbrugðið (1150 kg - vélin 115 hö DIN við 5500 s.n./mín). Það er eitt að kaupa bíl - annað að reka hann. Þá er vert að hafa í huga hina viðurkenndu varahluta og viðgerðarþjónustu Heklu. Það geta hinir fjölmörgu viðskiftavinir staðfest. Auds fer framúr krcifum samtímans ■ hjá Audi er ekkert næstum því! Komið sjálf og reynið Audi, hann á það skilið. Audi 80, Audi 100, Audi 100 Avant. HEKLA HF VJULSJ Laugavegi 170-172 Sími 21240 *><« 27 k4a TREGI Ekki er la ust við að það gæti nokkurs trega i amiars dálitið andstyggilegri frétt Aiþýðu- blaðsins um kosningabækling Frainsóknar og Sjálfstæðis-J flokksinsá föstudag. Alþýðublaðið reiknar út að ■ þetta kosti hvorn fiokk tæpar*? tiu milljónir. Og févana kratarii stynja angurvært: „Mikið® hefði nú matt nota þessa pen-! inga til skemmtilegri útgáfu-H starfsemien þessarar.” II ultd< ORLOF? . lauiin id un ciiu ti og sá hóp af fólki“ mælaspjöld (við Það var daginn eftir aö VriB Orlov hafði verið dæmdur i® þrælkun og útlegð i heima-^ landi sinu aö Halldór E<a Sigurðsson. ráðherra ók eftirB Garðastræti i með mðtmí rússneska sendiráðið) „Hvað er um aö veraB þarna?” spurði ráðherrann bilstjóra sinn. ,,Æ,það er veriö að mótmlaa útaf þessu Orlovsmáli",B svaraði sá. ,,Ha? Nú ég hélt aö ég væri búinn aðkippa þvi i lag.” Ovœnt veiði ■ ■ Laxveiðimenn eru allra ■ Z manna lygnastir, eins og allir B vita.En þessi saga er dagsönn ;og ekki höfð eftir laxveiði- manni. Einn af flugstjórum Flug- leiða var i útreiðatúr, sem i sjálfu sér er ekki i frásögur færandi. Þegar hann kom að Hólsá ákvaðhann að láta vaða yfir ána, enda ekki djúpt þar scm hann kom að. t ruiöri ánni stoppaði hann og leyfði hestinum að drekka. Alit i einu tók hesturinn kipp og sló leiftursnöggt niður öðr- um framfætinum. Og flugstjóranum til stórrar j undrunar flaut upp steinrotað- ur lax. Hœttustigið Skélfing verða menn móður- sjúkir I þessum kosningum. Þjóöviljinn fann aö að i kosningabæklingi Sjálfstæðis- flokksins var mynd af nokkr- um krökkum að spila Mata- dor. Þótti Þjóðviljanum einsýnt að verið væri að æfa börnin f.vrir húsabrask og kaupm ennsku. Þegar menn eru svo hætt komnir að gömul barnaspil verða i þeirra aug- um að hættulegri „indoktrin- eringu” er máliö oröið grafal- varlegt. — ÓT. % ■ ■■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.