Vísir - 01.06.1978, Side 9
9
Auglýsingin viö Miklatorg lifgaöi upp á umhverfið.
Mynd: J.A.
Lífgum upp á borg-
ina með auglýsingum
Vegfarandi hringdi:
Um daginn var einhver að
kvarta yfir þessum auglýsinga-
skiltum sem voru við Miklatorg.
Ég verð nii bara að segja eins
og er: Ég skil þennan mann
ekkert. Það hefur verið rætt um
það svo mánuðum skiptir að
þetta sé dauð borg og hvers
vegna má þá ekki lifga upp á
hana með hressilegum aug-
lýsingum?
Að sjálfsögðu verða þessar
auglýsingar að vera vel úr garði
gerðar og smekklegar. Þannig
var einmitt auglýsingin við
Miklatorg. Hún h'fgaði upp á
annars dautt umhverfi. En þá
kom sveitamaðurinn upp i ein-
hverjum spekingum — hér
höfðu aldrei verið auglýsingar
og hér skyldu þvi aldrei vera
auglýsingar. Þetta var rök-
semdafærslan og ekki er hún nú
á háu plani.
Það er alltaf verið að tala um
að það vanti peninga. Hvemig
væri nú ef borgin seldi nokkur
svona auglýsingapláss? — borg-
in gæti grætt stórfé á þessu og
þetta myndi lifga upp á annars
grámyglulega borg.
Örn Asmundsson hringdi:
Visindamenn okkar eru alltaf
að spá um Kröflu. Ég hef ætið
haldið þvi' fram að þar muni al-
drei gjósa og það er enn bjarg-
föst skoðun min að þar muni
ekki gjósa.
Sennilega er rétt hjá visinda-
mönnunum að þarna sé eitt-
hvert hraunrennsh en það fer
beint til sjávar — það er alveg
augljóst mál. Vel getur orðið að
það gjósi einhverstaðar Ut i
hafsauga en það verður engum
til tjóns.
Þessir blessaðir visindamenn
sem alltaf eru að spá og vitna i
Mývatnselda vita bara ekkert
hvar þeir eldar voru nákvæm-
lega.
Ég tel að alveg eins geti gosið
i öskjuhlið eins og á Kröflu-
svæðinu. öskuhliðin er jú gömul
eldstöð- Hvernig væri nú að
visindamennirnirokkar færu að
athuga öskjuhliðina?
Sjólfstœðið er fallið frá...
Baldur Snæland sendi Visi
þessa visu:
Sjálfstæöiö er fallið frá
finnst þaö mörgum gaman
skyldi ei kæti skorta á
skriöi hinir saman
Opið til kl. 7
Ekkert innigjald
Ókeypis myndaþjónusta
Bíll isérflokki Buick Century árg. 74, 2ja dyra
8 cyl 350 cub. sjálfskiptur með power stýri og
bremsum. Góð dekk. Svartur. Skuldabréf eða
skipti á seljanlegum bíl.
Mazda 818 station árg. 76. Það sér ekki á ekki
á þessum. Ný dekk. Ekinn 42 þús. km. Topp-
bíll.
Willys aldarinnar. 8 cyl 302 cub. sjálfskiptur
78 model hús — sport felgur og breiðdekk,
Comet mælaborð, plussklæddur. Grænn og
svartur. Til sýnis — aðgangur ókeypis.
Sportleg AAanta árg. 71. Rauður með sport-
felgum. útvarp og segulband. Skoðaður 78
Skipti möguleg.
AA. Benz 220 D árg. 71. Þetta er góður bíll.
Sjálfskiptur með powerstýri og bremsum. Út-
varp og segulband. Skipti á ódýrari möguleg.
■ " ^>as|í&«SS«
Nú, Nú, er nú gamli sveitajeppinn kominn i
sölu. Willys árg. '63. Upptekinn gírkassi. Góð
dekk. Skoðaður 78. Grár.
Þessi er líka falur. Dodge Power Wagon árg.
'68. 6 cyl beinskiptur. 6. manna hús. Skipti
möguleg.Hörkugott staðgreiðsluverð.
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-5
Ath. Við erum fluttir i Skeifuna 5
Sími 86010 — 86030