Vísir - 12.06.1978, Qupperneq 6

Vísir - 12.06.1978, Qupperneq 6
c Mánudagur 12. júni 1978 VISIR Umsjón: Katrín Pálsdóttir 5 JAPANIR IHUGA AD VBDA HÖFRUNGA f STAÐ HVALA Háværar raddir hafa krafist þess aö hvalveiðar verði tak- markaðar mjög eða bannaðar með öllu. Hljómburðurinn einmitt eins og þú óskar þé hann. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 (mótsetningu við öll önnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. fstaðinn fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 khlz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Verökr. 29.255.- Alþjóðaráðstefna verður haldin í London síðar í þessum mónuði Alþjóðaráöstefna um hval- veiðar verður haldin f London siðar i þessum mánuöi. Fulltrú- ar Japana á ráöstefnunni hafa skýrt frá þvi að þeir ætli að leggja fram þriggja ára áætlun um hvalveiðar. t henni er gert ráð fyrir að veiddir verði um 70 þúsund hvalir næstu þrjú árin. Japanska hvalveiðiráðiö hef- ur lýst þvi yfir að það muni berjast fyrir þvi að núverandi hvalveiöikvóti verði ekki skert- ur en hann er um 23 þúsund hvalir á ári'. Ráðið sagðist berj- ast með oddi og egg gegn þeim tillögum sem komið hafa fram frá verndunarmönnum en þeir vilja minnka sóknina i hval- stofnana til muna. Vilja banna móðurskip. Japanir vilja að hvalveiði- kvótinn verði óbreyttur næstu þrjú árin. Talsmenn þeirra segja að annað sé ófært ef skipuleggja eigi veiöar langt fram i timann. Það sé ómögu- legt aö rokka með þá tölu hvala. sem veiða má árlega. Fulltrúi Japana á ráðstefnunni I London mun berjast gegn tillögum sem komið hafa frá Panama, þess efnis að banna hvalveiðar sem stundaðar væri i ágóðaskyni eins og Japanir gerðu-Panama hefur einnig komið meö aöra til- lögu ef bannið fæst ekki sam- þykkt. Sú er á þann veg að banna eigi móðurskip sem fylgja hvalveiðiskipum á miðin. Ef sú tillaga fæst samþykkt þá dregur það verulega úr veiðum við Suðurskautið og einnig i Kyrrahafinu. Japanir hafa lýst tillögunni um bann við móðurskipum sem fjandsamlegri og vanhugsaðri. Enda ekki furða þar sem þeir hafa notað móöurskip við veiðar sinar um langan tima. Nú er t.d. eitt stórt móðurskip sem fylgir hvalveiðiflotanum i norðan- verðu Kyrrahafi en það er um 20 þúsund tonn að stærð. Þar veiða Japanir búrhvali og skiöishvali. Hvalveiðiflotinn hefur langa útiveru. Þau skip sem nú eru við veiöar i Kyrrahafi lögðu úr höfn i byrjun mai og koma aftur siðast i ágúst. Eftir rúmlega mánaðar útivist hafa Japanir veitt 135 skiðishvali og 123 búr- hvali. Hér áður fyrr höföu Japanir upp i þrjú móðurskip með flotanum, en vegna veiði- kvóta, þá er það aðeins eitt nú. Hundruð þúsunda misst vinnuna. Hvalveiðar Japana hafa dreg- ist mjög saman siðustu árin. Bæði hafa þeir fækkað skipum til muna og þar af leiöandi eru færri sem vinna við vinnslu vör- unnar. Fyrir nokkrum árum unnu um 15 þúsund manns i bátunum og um ein milljón manna vann ýmis störf i sam- bandi við vinnsluna. Nú eru um 13hundruð mannsá bátunum og um tvö hundruð þúsund vinna að störfum tengdum veiðunum. A árinu 1962 var framleiðslan um 230 þúsund tonn en á siðasta ári var framleiðslan 62 þúsund tonn. Japanir og Sovétrikin veiða samtals um 75 prósent af þeim hval sem kemur á land i heimin- um. Þvi hafa þessi lönd ekki farið varhluta af þeirri gagn- rýni sem fram hefur komið á hvalveiðar á undanförnum ár- um. En þessar þjóðir halda fast I sitt og Japanir hafa sagt að ef takmarkanir á veiðum verða meirtsé það dauöadómur fyrir japanska hvalveiðimenn og þann iðnað sem tengdur er veiðunum. Hvalkjöt herramanns- matur í Japan. Japanir fá leyfi til að veiða um sex þúsund og átta hundruð hvali á þessu ári. Um helming- urinn er búrhvalur. Úr honum vinna þeir oliu sem er notuð til iðnaðar t.d. til sápugerðar og i snyrtivörur. Kjötið af skiðis- hvölunum er notað til mann- eldis. Þykir það herramanns- matur i Japan. Þeir matreiða það á margvislegan hátt, boröa það hrátt.steikja það eða sjóða. Mesta lostætið er hvalspil. sem er borðaö hrátt með sojabaun- um. Höfrungar i stað hvala. Japönum listgreinilega ekki á þróun mála i sambandi við hvalveiðarnar. Þeir eru farnir að búast við hinu versta. Til- raunir hafa verið geröar meö höfrungakjöt og hvort það geti komið i stað hvalkjötsins. Þess- ar tilraunir hafa gengið vel nema hvað Japanir eru litt hrifnir af skiptunum. Þeir vilja fá sinn hval og engar refjar. Þar getur ekki neitt komið i staðinn. Fiskimönnum við Japan hefur alltaf verið meinilla við höfrungana. Þeir segja að þeir éti upp fiskinn af miðunum. Þetta hefur gengið svo langt að snemma á þessu ári þá tóku þeir sig saman og drápu um eitt þús- und höfrunga, sem vakti mikinn viðbjóð náttúru- og dýra- verndarmanna Þó að Japanir vildu skipta á hval- og höfrungakjöti þá er ekki þar með sagt að þeir fái það. Það er ekki vist að Japön- um liðist að veiða höfrunga i stórum stil frekar en hvali. Við rannsóknir á höfrungum komust Japanir að þvi að af hverjum þeirra mætti fá um 50 kiló af kjöti. Það mundi þýða þaö að um 125 þúsund höfrungar væru drepnir árlega til þess að afurðirnar yröu jafn miklar og af þeim hvölum sem Japanir veiða I ár. —KP

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.