Vísir - 15.06.1978, Page 18

Vísir - 15.06.1978, Page 18
18 Fimmtudagur 15. júni 1978 Vatnsvirkinn hf. Ármúla 21 sími 86455 HREINLÆTISTÆKI fjölbreytt úrva. Hárgreiðslustofan Öðinsgötu 2 VALHÖLL 22138 f m j HÓTEL YARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Verð frá kr.: 5.000 — 9.200. Morgunverður kr.: 1050 Næg bilastæði Er i hjarta bæjarins E7| ÁN FfeÚORT ÁN SblPIEFNA! Að frumkvæði sænska heilbrigðisráðuneytisins var REN I MUN vísindalega rannsakað i Vipeholms sjúkrahúsinu í Lundi. Árangurinn var svo jákvæður að nú mæla sænskir tann- læknar og sænski tannlæknaskólinn með REN I MUN til enn betri tannhirðu. Góð leeilsa er dæfa levers neames VÍSIR SJUKRAHUSH) STÆKKAR UM MEIRA EN HELMING Rœtt við Stefán sjúkrahúsráðsmann á Neskaupstað //Nýbyggingin er tilbú- in undir tréverk allri múrvinnu er lokið og er nú tilbúið undir innrétt- ingu" sagði Stefán Þor- leifsson sjúkrahúsráðs- maður á Neskaupstað er Visismenn heimsóttu staðinn. Stefán sagði að nú yrði hafist handa um að bjóða út þau verk sem eftir væru, allt nema laus- an búnað Framkvæmdir hófust i ágúst 1973 en litið var unnið það ár. Grunnur var tilbúinn árið eftir. Siðan 1975 hefur verið unnið sleitulaust að þessari viðbygg- ingu. Kostnaðurinn er greiddur að 85% af rikinu, kaupstaðurinn borgar 15% en talið er að kostnaður verði alls 500 milljón- ir króna eða um það bil. Stefán sagði að þetta sýndi vel óða- verðbólguna þvi að kostnaðar- áætlun frá 1974 hljóðaði upp á 100 milljónir króna. Nýbygging sjúkrahússins er afskaplega nýtiskuleg en það sem vekur hvað mesta athygli eru tvær stórar hendur sem prýða húsið. Þá hefur einni hönd verið bætt á gömlu sjúkrahús- bygginguna. Stefán var inntur eftir þessu og sagði hann að Tryggvi Ólafs- son sem býr i Danmörku hefði verið fenginn til að gera skreytingu. Margir hefðu siðan spurt Tryggva um það hvað þessar hendur ættu að tákna. Hann verðist svara en hefði einu sinni látið orð um það falla hvað maðurinn gæti gert án handa sinna. 1 nýbyggingunni bætast sjúkrahúsinu 30 sjúkrarúm, en i dag hefur það yfir að ráða 24 rúmum á almennri sjúkradeild og 12 á elli- og öryrkjadeild. Tvær skurðstofur munu bæt- ast við og lagði Stefán áherslu á það hversu mikil þörf væri á þvi að búa þær fullkomnum tækj- Stefán Þorleifsson um. Það væri að visu gott að hafa einn fullkominn spitala eins og Landspitalann en Aust- firðingar ættu hins vegar mjög oft i erfiðleikum með að komast suður á veturna. A Austfjörðum væru 11 til 12000 manns og að auki væri yfir veturinn fyrir Austfjörðum floti með 2000 manns og þyrftu skip iðulega að koma til hafnar með slasaða menn. Og það væri ljóst að óhjá- kvæmilegt væri að hafa spitala- skip með veiðiflotanum ef ekki væri um fullkominn spitala i landi að ræða. Aukin deildaskipting A nýja sjúkrahúsinu er gert ráö fyrir almennri deild, lyf- lækninga- og skurðlækninga- deild. Þá verður heilsugæslu- stöð reist og gert ráð fyrir að- stöðu fyrir 3-4 lækna og 1-2 tann- lækna. Ætlunin er að hafa þarna stóra og góða endurhæfingar- deild i sambandi við fyrirbyggj- andi aðgerðir, sem eins og Stefán benti á gæti sparað riki og sveitarfélögum gifurlegar upphæðir. Á næsta ári er ætlunin að taka hluta af heilsugæslustöðinni i notkun en tengigangur milli gamla og nýja spitalans er þeg- ar I notkun. 1981 er stefnt að þvi að ljúka húsbyggingunni. BÁ— Hússtjórnarskóli Reykjavikur: 426 nemendur voru í skólonum í vetur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur var slitið 29. maí síðastliðinn, en í vetur voru haldinn ýmiss nám- skeið frá tveggja og þriggja daga til átta vikna. Alls stunduðu 420 nem- endur nám í skólanum í vetur. Jakobína Guðmunds- dóttir, skólastjóri minntist í upphaf i ræðu sinnar Ólaf- ar Blöndal fyrsta handa- vinnukennara skólans sem lést 26. maí s.l. Þrjátiu ára nemendur gáfu skólanum peninga- upphæð til minningar um Ólöfu og 10, 15. 20 og 25 ára árgangar tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að gefa skólanum málverk af Katrínu Helgadóttur fyrr- um skólastjóra en hún lét af störfum á s.l. ári. —Gsal

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.