Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 1
Vinstri meirihlutinn á Akureyri
Lœtur kanna fjár-
hagsstöðu bæjaríns
Enginn
vinstri flokk-
anna gerði
visitölumálið
að kosninga-
máli, sogir
Sigurður
Óli Brynjólfs-
son
Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri hefur farið þess á leit
við Akureyrarbæ að hann greiði starfsmönnum sinum sömu
verðbætur á laun og Reykjavikurborg hefur ákveðið að gera.
Helgi M. Bergs bæjar-
stjóri á Akureyri sagði
við Visi i morgun að
bæjarráð hefði falið hon-
um að gera könnun á þvi
hvaða áhrif þetta hefði á
fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlun bæjarins.
Helgi bjóst við þvi aö
könnuninni yrði lokiö i
þessari viku og gat hann
ekki gefið neinar vis-
bendingar um hvað hún
kynni að leiöa i ljós.
Visir hafði samband við
Sigurð Óla Brynjólfsson
fulltrúa Framsóknar-
flokksins I bæjarráði og
stærsta flokksins i vinstri
meirihlutanum á Akur-
eyri. Sigurður sagði að
engin afstaða hefði verið
tekin til þessa máls ennþá
i bæjarráði og yrði ekki
gert fyrr en niðurstöður
könnunarinnar lægi fyrir.
Sigurður sagði aðspurður
að enginn vinstri flokk-
anna á Akureyri hefði
gert það að kosningamáli
fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar að Akur-
eyrarbær greiddi fullar
visitölubætur á laun.
—KS
Voru á leið á framboðsfund á Siglufirði...
Húsmóöurinni á Básum 1 Grimsey, Ragnhildi Einarsdóttur, þótti það I Stefánsson og Guömundur Þór Asmundsson sem standa í dyragættinni.
ekkert tiltökumál aö taka á móti tuttugu fiugfarþegum sem lentu óvænt á Viö enda veisluborösins situr Edda Þórarinsdóttir leikkona, eiginkona
hlaöinu hjá henni i fyrradag. Meöal farþeganna voru blaöamenn VIsis og Finns Torfa en hún flutti Reykvikingum ávarp Fjallkonunnar á þjóö-
tveir frambjóöendur I Noröurlandskjördæmi vestra, þeir Finnur Torfi | hátiöardaginn.
Lentu óvmnt í velsfv
norður i Orímsey...
Það hefði einhvern tima þótt saga til næsta bæjar I fjarðar. Þessa sannkölluðu krókaleið urðu þó
að þurfa að fara frá Reykjavik til Grimseyjar og farþegar Vængja að fara i fyrradag þegar skyndi-
þaðan til Akureyrar til þess að komast til Siglu-1 lega varð ófært til lendingar á miðju Norðurlandi.
Ferö þessi er gott dæmi
um þá erfiðleika og
óvissu sem Ibúar dreif-
býlisins þurfa að búa við i
samgöngumálum. Það er
sem sagt ekki bara um
háveturinn sem slikt
hendir, jafnvel i miðjum
júni getur brostið á með
slyddu og éljagangi á
Norðurlandi.
Farþegum I þessari
óvenjulegu Siglufjarðar-
ferð Vængja úti i Grimsey
þótti þetta þó kærkomin
tilbreyting. Viðtökurnar
sem hópurinn iékk voru
slikar að þjóöhöfðingjum
hefði sæmt. I hópnum
voru meðal annarra
blaðamenn Visis og fram-
bjóðendur á leið til fram-
boðsfundar á Siglufirði.
Alfreð Jónsson, oddviti
i Grimsey, bauð öllum
hópnum, tuttugu manns,
til stofu á heimili sinu þar
sem eiginkona hans,
Ragnhildur Einarsdóttii?
framreiddi kaffi og með-
læti. Það var sannkölluð
Islensk gestrisni.
Þarna hófst siðan
skemmtilegasti fundur i
þessari kosningabaráttu,
þar sem saman var kom-
inn næsta óvenjulegur
hópur. Fáum hefði altént
flogið það i hug i upphafi
ferðarinnar að menn ættu
eftir að setjast saman að
kaffiborði, hvað þá á
heimili oddvitans i
Grimsey, noröan við
heimskautsbaug. —H.L.
Greenpeace
Létu til
skarar
skríða
gegn
Hval 9
„Viö eltum Hval 9 i tiu tima
I gær og komum I veg fyrir
aö skipverjum hvalbátsins
tækist aö skjóta nokkurn
hval”, sögöu þeir á Rain-
bow Warrior, skipi Green-
peace-samtakanna i viötali
viö Visi i morgun.
Þeir sögöu, að frá kl.
01.30 i fyrrinótt til kl. 18.30 i
gær heföu þeir hindrað all-
ar veiðar Hvals 9, en hætt
eftirför, þegar þeir hefðu
vsrið öruggir um aö hval-
báturinn væri á heimleið.
„Við teljum aðokkur hafi
tekist mjög vel upp”, sögðu
þeir.
Hvalur 9 var einn hval-
báta við veiðar i gær, hinir
hvalbátarnir voru ýmist á
innleið, útleið eða I höfn.
Sóttu hvaifriðunarmenn að
þeim á gúmmibátum en að
sögn starfsmanna Hvals hf.
náðist einn hvalur meðan á
þessu stóð. Þegar þeir voru
komnir með dýrið á siðuna
gátu þeir ekki farið jafn
hratt yfir og áöur, — og gat
Rainbow Warrior vel fylgt
þeim eftir.
Sneri þvi hvalbáturinn til
hafnar með feng sinn og
kom inn til Hvalfjarðar i
morgun klukkan 8.
I fyrra dag yfirgaf einn
skipverja Rainbow
Warrior skipið og hafði á
orði aö ógerningur væri að
vinna með letingjum.
„Hann var i fullu starfi i
Bretlandi og þurfti heim”,
var skýring Greenpeace-
manna i morgun. Rainbow
Warrior var i Keflavikur-
höfn þegar skipverjinn
fúlsaði við frekari dvöl um
borð.