Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 17
m vism Miðvikudagur 21. júni 1978 17 Tonabíó 3*3-11-82 Skýrsla um morð- mál (Raport to the commissioner) Leikstjóri: Milton Katselas Aðalhlutverk: Susan Blakeiy (Gæfa eða gjörvileiki) Michael Moriarty, Yaphet Kotto. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7,10 og9,15 3* 1-89-36 ótti í borg Æsispennandi ny amerisk-frönsk saka- málakvikmynd i lit- um, um baráttu lög- reglunnar i leit að geð- veikum kvenna- morðingja. Leikstjóri. Henri Verneuil. Aðalhlutverk: Jean- Paul Belmondo, Char- les Denner, Rosy Varte. Sýnd kl. 5, 7 og9 Bönnuð innan 16 ára. P-fgdeenASKOL^ ijQ 3*2-21-40 King Kong Endursýnd kl. 5 Fundur kl. 9 y«i w i■« , Kvartanir á ' Reykjavíkursvœði í síma 86611 Virka daga til kl. 19.30 laugard. ki. 10—14. Ef einhver misbrestur er A þvi að áskrifendur fái blaðið meö skilum ætti að hafa samband við umboðsmanninn, svo að málið leysist. VISIR 3*1-15-44 Þegar þolinmæð- ina þrýtur Hörkuspennandi ný bandarisk sakamála- mynd sem lýsir þvi að friðsamúr maður get- ur oröið hættulegri en nokkur bófi, þegar þolinmæðina þrýtur. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sfðustu sýningar. gÆJÁRSiP ■ ... Simi.50184 Fimmta herförin Ofsa spennandi og raunsæ kvikmynd sem lýsir baráttu skæru- liða Tito við Þjóðverja i síðustu heimstyrjöld. Aðalhlutverk: Rich- ard Burton. Islenskur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum. JARBK 3*1-13-84 Islenskur texti Hin heimsfræga og framúrskarandi gamanmynd Mel Brooks: Blazing Saddles Nú er allra siðasta tækifærið að sjá þessa stórkostlegu gaman- mynd. Þetta er ein best gerða og leikna gamanmynd frá upphafi vega. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. hofnarbíá 3* 16-444 Lífið er leikur Bráðskemmtueg og djörf ný gamanmynd i litum er gerist á lif- legu heilsuhæli. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 3-5-7-9 og 11 S 19 OOO — salur/^— Billy Jack í eid- Imunni Afar spennandi ný bandarisk litmynd, um kappann Billy Jack og baráttu hans fyrir réttlæti. Islenskur texti Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 3-5-7-9 og 11 - salur Hvað kom fyrir Roo frænku? Sýnd kl. 3,05-5,05-7,05- 9,05-11,05 -salur' Harðjaxlinn Hörkuspennandi bandarisk litmynd meö Rod Taylor — ■ Suzy Kendall tslenskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 3,10- 5,10-7,10-9,10-11,10 - salur Sjö dásamlegar dauðasyndir Bráðskemmtileg grin- mynd i litum Endursýnd kl. 3,15,.,- 5,15-7,15-9,15-11,15 Umsjón: Arni Þórarinsson og Guðjón Arngrimsson § I Aff „straumum amerískri kvikmyndagerð FF Á fyrsta bjór i flugvélinni á leiðinni heim frá henni Ameriku opnar maður i sakleysi Visi frá fimmtudeginum siðasta og kemst að þvi að GA kollegi er að senda manni skeyti i kvikmynda- dálkinum. Slik skeyti koma nú úr gler- húsum. ,,ÁÞ er ennþá i Ameriku, væntanlega að kynna sér strauma i þar- lendri kvikmyndagerð (ha,ha)”. Mikið er gott að maðurinn skemmtir sér. En það voru vist allt aðrir straumar sem ég kynnti mér i Ameriku. Þótt ekki kæmist ég oft I bió I þetta skiptið fór samt ekki hjá þvi að maður fengi smjörþef af þvi sem Bandarikja- mönnum er boðið upp á af kvikmyndatagi I sumar. Bandarisk kvikmynda- félög leggja mikið kapp á að bjóða sem mikilfeng- legastar hasarmyndir og afþreyingarmyndir af öðru tagi yfir sumartim- ann. Sumarið er heil- mikill uppskerutimi I þessum bransa, og ÍHS isthewoid markaðurinn er metinn þannig, — vafalitið meö réttu —, að einna helst geti bióin keppt við góða veðrið með sem mestri og bestri afþreyingu af létt- ara taginu. GA tókst að sjá tvær nafnkunnar myndir i Dublin, — Saturday Night Fever og Close Encounters of the Third Kind, sem reyndar þurfti að vera eina myndin sem ég komst til að sjá i New York. Þessar mynd- ir ganga vissulega enn fyrir fullum húsum vestra, en þær eru orðnar allgamlar i hettunni og aðrar teknar við. Sú kvikmynd sem virð- istætla að slá I gegn þetta sumarið er Capricorn One, science-fictionþrill- er sem saminn er og stjórnað af Peter Hyams, blaðamanni og rithöf- undi.sem áður hefur m.a. gert einkaspæjaramynd- ina Peeper með Michael Caine og sýnd var I Nýja biói s.l. vetur. Capricorn One fjallar um þaö þegar yfirvöld geimferöa á veg- um bandarisku stjórnar- innar, NASA neyðast til að hætta við geimferð til Mars, en gripa þess i stað til þess ráös að sviðsetja hana, sem þýðir að koma verður hinum uppruna- legu geimförum fyrir kattarnef. 1 myndinni leikur mikill stjörnufans, t.d. Elliot Gould, James Brolin, Brenda Vaccaro, Telly Savalas o.fl. Þykir Peter Hyams hafa lánast að gera spennandi mynd úr langsóttu efni. Capricorn One virðist sumsé ætla að taka sæti Close Encounters og Star Wars i science-fiction- markaðnum sem virðist vera orðinn ansi mikil- vægur i bandariskri kvik- myndagerö. Um sæti Saturday Night Fever á popp-markaöinum, sem virðist vera annar helsti gróðavegurinn um þessar mundir, berjast annars vegar Thank God It’s Friday, sem mun vera eftiröpun á Saturday Night Fever, —diskó- mynd með tíonnu Summer og kó, og hins vegar nýfrumsýnd kvik- myndun þekkts rokk- söngleiks, Grease. I þeirri mynd leikur goðið mikla úr Saturday Night Fever John Travolta, ásamt Olivia Newton — John og fleirum. Grease var frumsýnd nú fyrir helgina og hefur fengið fremur jákvæða dóma bandarískra gagnrýn- enda. Leikstjórinn er ungur nýliði Randal Kleiser. Þriðji hluti bandariska bfómarkaðarins virðist 'vera framleiðsla „fram- haldsmynda”, samanber Godfather II, French Connection II, og Exorcist II, og svo fram- vegis. I siðustu viku voru frumsýndar tvær slikar framhaldsmyndir, — Jaws II og The Omen II. Báðar þessar myndir virðast dæmdar til að „falla” og viðtökur undantekningarlitið nei- kvæðar, enda hlýtur nú framleiðendum að verða ljóst að það getur afar sjaldan heppnast að nýta sömu formúluna oftar en einu sinni. Fyrir utan þetta þrennt sem mest er áberandi I „straumum i bandariskri kvikmyndagerð” er svo mikill fjöldi mynda af öðru tagi i bióunum vestra um þessar mundir, og kannski veröur sagt frá einhverjum þeirra siðar. Nú mun GA hins vegar taka til við að segja frá kynnum sinum af straumum I irskri kvik- myndagerð. (haha). —AÞ 3*3-20-75 Keöjusagar- morðin í Texas ‘THE TEKflS CHAINSAW MflSSACRE’ Mjög hrollvekjandi og taugaspennandi bandarisk mynd, byggð á sönnum við- burðum. Aðalhlutverk: Mari- lyn Gurns og Is- lendingurinn Gunnar Hansen Sýnd kl. 5-7-9 og 11 Stranglega bönnuð innan 16 ára. Mynd þessi er ekki við hæfi viðkvæmra O^ÞJÚÐLEIKHÚSIÐ 3*11-200 KATA EKKJAN i kvöld kl. 20 föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 $ RANXS Fiadrir Vörubifreiðafjaðrir f yrirligg jandi eftirtaldar fjaðr- ir í Volvo og Scan- ia vörubifreiðar: F r a m o g ■ afturfjaðrir i L- 1 56/ LS-56, L-76, f LS-76 L-80/ LS-80, L-110, LBS-110, l LBS-140. •- Fram- og aftur- fjaðrir í: N-10, N-12, F-86, N-86, FB- 86, F-88. Augablöð og krókablöð í flestar gerðir. Fjaðrir T ASJ tengivagna. Útvegum flestar gerðir fjaðra í vöru- og tengi- vagna. Hjalti Stefánsson Sími 84720 rrti YÍSIR • 21. júni 1913 Að gefnu tilefni skorar UMDÆMISSTUKAN nr. 1 á Templara og aöra bannlaga-vini meðal kjósenda i Reykjavlkurbæ aö fjölmenna á þing- málafundinn i kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.