Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 4
giskosningqr 1978 ■ Alþingiskosninggr 1978 ■ Alþingiskosningqr 1978 - Alþingiskosníngqr 1978 - Alþíngiskosníngar 1978 ■ Alþingisk
/
4
Miövikudagur 21. júni 1978 vism
Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningar 1978 Alþingiskosningar
Norðurlandskjördœmi vestra
Óbreytt lið á þingi
— eða krœkir Finnur Terfi sér í þingsœti?
Engra stórtlðinda er að vænta
úr Noróurlandskjördæmi vestra
viö þessar alþingiskosningar sé
tekið mið af úrslitum sveitar-
stjórnarkosninganna og þvi sem
almennt er taiið þar um slóöir.
Einu breytingarnar sem menn
gera ráð fyrir á þingmannaliði
kjördæmisins er að hugsanlega
bætist Finnur Torfi Stefánsson i
þingmannalið kjördæmisins sem
uppbótaþingmaður.
Allir gömlu flokkarnir bjóða
fram i kjördæminu og eru litlar
breytingar á röð efstu manna á
framboðslistunum frá siðustu al-
þingiskosningum. Alþýðuflokks-
menn haf a skipt um efsta mann á
sinum lista . Þaö sæti skipar
Finnur Torfi Stefánsson lögfræð-
ingur Reykjavik en i þvi var áöur
Pétur Pétursson forstjóri
Reykjavik. I efstu sætum Fram-
sóknar eru þeir Ölafur Jóhannes-
son ráöherra og formaður flokks-
ins og Páll Pétursson alþingis-
maður frá Höllustööum. Pálmi
Jónsson alþingismaður Akri og
Eyjólfur Konráð Jónsson al-
þingismaöur Reykjavik eru i
efstu sætum á lista Sjálfstæðis-
flokksins. Samtök frjálslyndra og
vinstri manna eru með nýjan
mann i efsta sæti, Guömund Þór
Asmundsson skólastjóra á
Laugabakka, en þar var áður
Friögeir Björnsson lögfræðingur,
Reykjavik. Og loks er Ragnar
Arnalds alþingismaður i efsta
sæti hjá Alþýöubandalaginu.
Sömu flokkar buðu fram við
siðustu alþingiskosningar. i
Norðurlandskjördæmi vestra eru
5 kjördæmakjörnir þingmenn en
enginn landskjörinn. Þingsætin
skiptast þannig að stjórnarflokk-
arnir hafa sin hvor tvö sætin og
Alþýðubandalagiö eitt. Fram-
sóknarmenn höfðu áður fyrr 3
þingmenn i kjördæminu en töp-
uðu þriöja manninum til Alþýðu-
bandalagsins i kosningunum ’71.
Hlutfallslega margir
bændur
Sveiflurnar voru ekki miklar
við alþingiskosningarnar 1974. Þá
buöu Samtökin i fyrsta sinn fram
I kjördæminu og fengu 5,8% at-
kvæða. Eins og sjá má á meö-
fylgjandi töflu töpuðu allir hinir
flokkarnir einhverju fylgi. Sélitiö
til lengri tima sést að Alþýöu-
bandalagið hefur bætt viö sig
nokkru fylgi en Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæöisflokkur-
inn eru á hægu undanhaldi. Hins
vegar hefur Alþýöuflokkur misst
flest atkvæði hlutfallslega.
Úrslit sveitarstjórnarkosning-
anna i rhai s.l. endurspegla þessa
þróun i stórum dráttum. Þó er at-
hyglisvert aö Alþýðuflokkurinn
bætir litlu sem engu við sig á
Siglufiröi og á Sauðárkróki. Og
hefur fylgisaukning hans þar ver-
ið hlutfallslega minnst i kaup-
stööum landsins. Alþýöubanda-
lagið bætir viö sig aö meðaltali
um 4% af heildaratkv. á Siglufirði
og Sauöárkróki en þess ber aö
geta aö þaö bauö ekki fram
sérstakan lista i sveitarstjórnar-
kosningunum 1974 á Króknum.
Framsókn tapaði um 4% á
Siglufirði og rúmlega 6% á Sauð-
árkróki og Sjálfstæöisflokkurinn
tapaði um 2% á fyrrgreindum
stað og um 13% á þeim sið-
arnefnda og er þá miöað við
heildaratkvæöi. Samtökin buöu
aðeins fram á Sauðárkróki við
sveitarstjórnarkosningarnar s.l.
og fengu þar mann kjörinn.
Vert er aö geta þess aö i engu
öðru kjördæmi eru hlutfallslega
jafnmargir bændur og búalið á
kjörskrá og i Noröurlandskjör-
dæmi vestra. Þeir kjósa ekki til
sveitastjórna fyrr en 25. júni um
leiö og kosið er til alþingis. Það
liggur að s jálfsögðu 1 augum uppi
aö það er ekki einhlitt að menn
kjósi eins til sveitarstjórna og
alþingis en þetta raskar þó þeirri
vfebendingu sem bæjarstjórnar-
kosningarnar geta gefið um úrslit
komandi alþingiskosninga.
Finnur Torfi i uppbótar-
sæti?
Sem fyrr segir er gert ráö fyrir
litlum breytingum á þingmanna-
liði kjördæmisins. Þó stefna krat-
ar fastað þvi að fá uppbótasæti en
þaö ræðst auðvitað af úrslitum
flokksins i öðrum kjördæmum
einnig. Af sveitarstjórnarkosn-
ingum að dæma hafa þeir ekki
fengið góðan byr i seglin. Finnur
Torfi Stefánsson er þó talinn lik-
legur til að auka fylgi flokksins
nokkuð.
Framsóknarmenn eiga I vök aö
verjast en þó stendur formaður
flokksins þar traustum fótum og
er liklegt að persónulegt fylgi
hans verði til þess að flokkurinn
komist klakklaust frá þessum
kosningum meö sina tvo menn
trygga og vel það. Þó er á þaö að
lita að það er viöurkennd stað-
reynd að bændur eru mjög
óánægöir meö sin kjör og óvist
hvaö þeir gera.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
hlutfallslega hallari fæti en
Framsóknarflokkurinn. Samt
sem áöur er rétt að lita á fylgistap
flokksins á Sauðárkróki i ljósi
þess að i bæjarstjórnarkosning-
unum 1974 unnu sjálfstæöismenn
glæsilegan sigur. Þennan sigur er
hægt að þakka m.a. óánægju
manna með að framsóknarmenn
og alþýöubandalagsmenn buöu
þá fram saman lista.
Samtökin eru gjörsamlega
óþekkt stærö á Norðurlandi
vestra, sem viöa annarsstaðar,
og skiptast menn i tvö horn I
spádómum um hvort þau fái ein-
hverja fylgisaukningu eða ekki.
Alþýðubandalagið á traust fylgi
við sjávarslðuna og er Ragnar i
mjög öruggu sæti. Spurningin er
hvort bændur gangi til liös við þá
og auki enn viö vinstri sveiflum.
Við slðustu kosningar var
Eyjólfur Konráð með 877 atkvæði
á bak viö sig en Ragnar með 850.
Röð þeirra breytist liklega nú
þannig að Ragnar verður 4. þing-
maöur kjördæmisins en Eyjólfur
sá 5. Sjálfstæðismenn margir ótt-
ast að það kosningabragð Alþýöu-
flokksins að segja að Eyjólfur sé
öruggur en Finn Torfa vanti aö-
eins nokkur atkvæöi til aö veröa
landskjörinn geti oröið Sjálf-
stæðisflokknum skeinuhætt.
Þessar vangaveltur eru byggö-
ar á þvi sem almennt er mál
manna I kjördæminu og þvi sem
frambjóðendur hafa látið i ljós
sjálfir. Þær eru skrifaðar áöur en
niðurstöður i skoöanakönnun um
úrslit aiþingiskosninganna voru
birt i Visi. Samkvæmt þeim úr-
slitum ætti Eyjólfur Konráð aö
falla ogFinnurTorfiaöfljúgainn
sem kjördæmakjörinn.
—KS
Úrslit siðustu alþingiskosninga i samanburður ó fylgi flokkanna Norðurlandskjördœmi vestra og
Listi 1971 Atkv. % þ 1974 Atkv. \0 TT Breyting frá 1971-1974 BAtkv. B% BÞ
A 566 11,0 0 445 8,3 0 121 -H2,7 0
B 2.004 39,0 2 2.027 37,6 2 + 23 -4-1,4 0
D 1.679 32,6 2 1.753 32,5 2 + 74 -4-0,1 0
F 312 5,8 0 + 312 +5,8 0
G 897 17,4 1 850 15,8 1 -4- 47 -4-1,6 0
Gild atkv. (A kjörskrá) 5.146 (5.853) 5.387 (6.036) 241 (0,0) (183)
Finnur Torfi Stefánsson
FF Fjölgum þing-
mönnum kjör-
dœmisins úr
fimm í sex"
— segir Fínnur
Torffi Stefánsson
„Helstu kosningamálin eru
efnahagsmálin og aðgerðir rikis-
stjórnarinnar i þeim efnum.
Umræöur undanfarið hafa snúist
um kjaraskerðingu rikisstjórnar-
innar og vanmátt hennar i þvi að
ráða viö veröbólguna ogum hinar
mjög svo mörgu misheppnuðu
stórframkvæmdir hennar”, sagði
Finnur Torfi Stefánsson efsti
maöur á lista Alþýðuflokksins.
,,Af beinum hagsmunum kjör-
dæmisins er mest rætt um at-
vinnumál og við jafnaöarmenn
teljum að stór nauðsyn sé á að
efla fiskiðnað auk almenns iönað-
ar I kjördæminu. Landbúnaður-
inn hefur mjög boriö á góma og
viö jafnaðarmenn höfum sett
fram mjög róttæka stefnu I þeim
málaflokki sem við nefnum —
jafnaöarstefnu i landbúnaði.
Kosningahorfur eru þær að
stjórnarflokkarnir báðir munu
tapa þó nokkru fylgi og stjórnar-
andstaöan einkum Alþýöuftokk-
urinn og Alþýöubandalagið vinna
á. Ég held samt að hinir kjörnu
þingmenn stjórnarflokkanna i
kjördæminu muni halda sætum
sinum og engar breytingar munu
veröa á þvi. Hins vegar eigum við
jafnaðarmenn góöa möguleika á
uppbótarsæti. Þaðá enginn hinna
flokkanna. Með þvi fjölgum við
þingmönnum kjördæmisins úr 5 i
6 eins og var þegar Alþýðuflokk-
urinn átti landskjörinn þingmann
I kjördæminu.
Alþýðuflokkurinn hefur ekki
tekiö aöra afstööu til stjórnar-
myndunar en þá aö þeir ganga
óbundnir til kosninga. Og viö er-
um reiðubúnir til aö taka þátt i
rikisstjórn sem hentar stefriu-
málum okkar best.”
Finnur Torfi lagöi áherslu á að
þessi kosningabarátta heföi veriö
mjög hefðbundin og drengileg.
—HL/—KS
Guðmundur Þór Asmundsson
FF Berjumst
fyrir
sameiningu
vinstri
manna"
— segir
Guðmundur
Þór
Ásmundsson
„Við berjumst fyrir samein-
ingu vinstri manna um land allt.
Hvað snertir þetta kjördæmi ber
að hafa I huga að þetta er lág-
launasvæði og verður að vinda
bráðan bug á aö bæta þar úr”,
sagði Guðmundur Þór Ásmunds-
son efsti maöur á lista Samtaka
frjáislyndra og vinstri manna.
Guömundur nefndi i þvi sam-
bandi aö innansveitarmenn ættu
að sitja fyrir um vinnu við þær
viidtjanir sem reistar yröu i kjör-
dæminu. 1 skólamálum yröi aö
stuðla að þvi aö reka smærri
skólaeiningar. Þannig að aðstaða
til náms yrði jöfnuð i reynd. Það
væri augljóst misrétti rikjandi nú
þar sem margir i dreifbýlinu yrðu
fyrir stórum fjárútlátum við að
senda börn sin i heimavistir um
langan veg. Enn fremur væri
nemendum mismunað meö þvi aö
þurfa að dveljast fjarri heimiium
sinum.
Eðlilega þyrfti að tryggja at-
vinnuöryggi i kjördæminu og
uppbyggingu atvinnuveganna.
Þessi uppbygging yrði aö fara
fram I samvinnu sveitarfélaga og
þau ættuaö styrkja hvert annað i
stað þess aö brjóta niöur.
Guömundur Þór sagði að hann
heföi orðiö var við mjög góöar
undirtektir manna viö Samtaka-
framboðinu. Það væri erfitt aö
spá um úrslit en þeir hefðu góða
von til þess að koma manni á
þing. Þeir gerðu litið af þvi i þess-
ari kosningabaráttu að heim-
sækjakjósendur.Teljiþaö beraof
mikinn keim af þvi viöhorfi
gömlu flokkapna að þeir eigi
kjósendur.
„Eðlilega hlýtur það að vera
hrein vinstri stjórn sem viö vilj-
um. Það er erfitt að átta sig á þvi
hvort Framsóknarflokkurinn er
hægri eða vinstri flokkur. Ég
vona að Alþýðuflokkurinn sé
kominn yfir á vinstri vænginn.
Samtökin vilja samstjórn þeirra
flokka er kenna sig viö jöfnuö og
samvinnu”, sagöi Guðmundur
Þór. —HL/—KS
Ólafur Jóhannesson
„Þessi ríkis-
stjúrn
mun segja
aff sér og
önnur verða
mynduð"
— segir Ólaffur
Jóhannesson
,,AÖ þvi er til þjóðmálanna tek-
ur þá leggjum viö mesta áherslu
á stöðvun veröbólgu og erlendrar
skuldasöfnunar. 1 sambandi við
verðbólguvandann teljum viö
nauðsynlegt að gera gagngerar
breytingar á visitölukerfinu.
Taka upp lifsnauösynja visitölu að
viðbættri þjóðhagsvisitölu eftir
þvi sem þjóðartekjur leyfa. Þá
leggjum við áherslu á atvinnu-
öryggi byggöarþróun- og launa-
jöfnunarstefnu”. Þannig komst
Ólafur Jóhannesson að orði um
helstu baráttumái Framsóknar-
manna.
Um málefni kjördæmisins
sagði Ólafur: „Við leggjum
megináherslu á að áfram veröi
staðiö að atvinnulegri upp-
byggingu I kjördæminu. Þeim
fyrirtækjum sem þar hefur veriö
komið á fót sé rétt örfandi hönd.
Auk þess leggjum við áherslu á
kjördæmismál einsog samgöngu-
mál, heilbrigðismál og skólamál.
Þannig mætti lengi telja”.
Um möguleika framboðsins að
þessu sinni sagði Ólafur: „Viö
reynum að komast eins langt og
við getum” ólafur sagöi aö
baráttuaðferöirnar væru fólgnar i
þátttöku á framboðsfúndum auk
sérfunda sem þeir framsóknar-
menn værumeð. Þá gæfu þeir út
blöð og sérstakt kjördæmisblaö
Timans væri væntanlegt.
Um rikisstjórnarsamvinnu aö
sinu skapi eftir kosningar sagöist
hann ekkert um slikt vilja segja
þeir væru algjörlega óbundnir og
Alþlngiskosningqr 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningar