Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 11
vism Miövikudagur 21. júni 1978 11 STYRKLEIKI FLOKKA OG ÁHRIF Þaö kjörtimabil sem nú er á enda hefur um margt verið lær- dómsrikt. Rikisstjórnin sem setið hefur að völdum hafði á bak við sig stærri þingmeiri- hluta en nokkur önnur rikis- stjórn hefur haft frá þvi kjör- dæmabreytingin var gerð 1959. Þaö hefur hins vegar komið I ljós, að þessi rikisstjórn hefur verið mjög veik og festuleysiö verið hennar einkenni. Þetta blasir ótvirætt við kjósendum eftir þessi fjögur ár. Sú ályktun sem af þessu verð- ur dregin er, að stærðarhlutföll ein sér séu ekki það sem öllu máli skiptir. Stórir þingflokkar i samsteypustjórn virðast eiga erfiöara með að koma sér saman um ákveðna stefnu og sjáanlegt er, að i þingflokkum núverandi stjórnarflokka hafa hagsmunaöflin togast mjög á og flokkarnir verið sjálfum sér sundurþykkir. Hitt er að sjálf- sögðu rétt að fjöldi atkvæða ræöur úrslitum þegar mál koma til afgreiðslu i þinginu. En þaö er til litils, ef ekki næst sam- komulag um að leggja mál fram. Mannvalið Styrkleiki flokka fer i raun meira eftir þeim mönnum sem þingflokk skipa og þeirri forystu sem flokkurinn lýtur, heldur en fjöldanum. Á þessu siðasta kjörtimabili var eftirtektarvert, að fámennasti þingflokkurinn vakti mesta athygli og hafði i raun mest áhrif stjórnarand- stöðuflokkanna. Það sem þar gerði gæfumuninn var fyrst og fremst forysta Magnúsar Torfa. A engan annan forystumann stjórnarandstööunnar var meira hlustað né i raun tekiö tillit til. En það var eins og áöur sagði ekki vegna þess fjölda at- kvæða sem þingflokkur Samtak- anna haföi yfir að ráða heldur málefnalegrar afstöðu til þing- mála. Að standa við fyrirheit Nú þegar framundan eru að- gerðir i þýðingarmestu málum þjóðarinnar, efnahagsmál- unum, þá skiptir það höfuömáli að ná um þær samstöðu. Likur til þess að það geti orðið byggjast á þvi að til leiðsögu veljist menn sem hafa traust fólksins, menn sem sýnt hafa að þeir standa viö orð sin og gerðir þótt óþægilegt kunni að vera á stundum. Flestir gera sér ljóst, að framundan eru mjög erfiðir timar og yfirborðsmennska I lausn vandamála sviptir okkur sjálfstæði. Þvi mega þeir menn ekki vera i forystu sem sifellt láta undan hagsmunahópum eða öörum þrýstihópum. Það verður að fylgja markaðri stefnu fram af festu og einurð. Af þeim mönnum, sem lik- legir eru til að sitja á Alþingi næsta kjörtimabil er enginn lik- legri til að hafa farsæla forystu um lausn þessa mikla vanda en Magnús Torfi ólafsson, form. Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Til vinnubragða hans hefur áöur veriö vitnað svo og til þess trausts sem hann nýtur hjá hinum almenna kjósanda. Þar skiptir engu þótt hann skipi fá- mennasta þingflokkinn. Við heyrum iðulega raddir þess efnis, frá ýmsum stjórn- málaforingjum, að þaö sé nú ekki afskaplega erfitt aö leysa málin ef aðeins þeir kæmust i stjórn. Þessu fylgja gjarnan alls konar yfirboö. Þegar á hólm- inn er komiö reynist oftar en hitt erfitt að standa við stóru oröin. Þess er skemmst að minnast, að I borgarstjórnarkosningunum var allur þungi baráttunnar lagöur á að fá samningana i gildi á ný. Nú vitum við hins vegar að við þetta var ekki staö- iö. Þeim samningum, sem knúöir voru I gegn með harðri verkfallsbaráttu s.l. haust og voru aðeins nokkurra mánaða gamlir þegar þeim var rift, hef- ur ekki verið komið I gildi. Meiri hluti af starfsfólki Reykjavikur- borgarbýrenn viö skerta samn- inga, svikin kosningaloforð blasa við. Opinberir starfsmenn hafa harölega mótmælt vinnu- brögðum meiri hluta borgar- stjórnar að þessu leyti. Farsæl lausn Kjósendur eiga heimtingu á þvi, aö þeir menn sem gefa kost á sér, hvort heldur er til þing- setu eöa sveitastjórna, vinni af heilindum og standi við orð sln. Kári Arnórsson skóla- stjóri skrifar: Loddaraleiknum lýkur ekki nema menn gæti þess að velja þá menn til forystu sem alfarið hafna sýndarpólitík. Það verður að linna þessum loddaraleik i islenskum þjóö- málum. En honum lýkur ekki nema menn gæti þess að velja þá menn til forystu sem alfariö hafna sýndarpólitik, hafna al- farið pólitik sem byggir á þvi einu að hrifsa til sín fylgi á fölskum forsendum. Nú er sá timi aö renna upp, að menn geri upp hug sinn i þessu efni. Kjósendur greiða um það atkvæöi 25. júni hverja þeir velja til þess að ráða fram úr vandamálum þjóöarinnar. Það val hlýtur að grundvallast á þvi hver sé liklegastur til þess að hafa forystu um farsæla lausn. tilefnislausum spurningum? A e.t.v. að drepa niður allan rekstur Flugleiða nema flug til Norður- landaog Bretlandseyja, sem yröi þá margfalt dýrara en nú er? Hvaö á eiginlega aö gera við allt starfsfólkiö sem vinnur viö flug félagsins á alþjóðaleiöum? Er gjaldeyrissköpun félagsins einsk- is virði? Sem sagt „Islenzk at- vinnustefna” og „efling gjald- eyrisskapandi atvinnugreina”. Vilhjálmur Egiisson viðskiptafræðingur skrifar aðra grein sína um efnahagstillögur Alþýðubandalagsins. Lifeyrissjóðir. Lifeyrissjóður fyrir alla lands- menn, og verötryggður meira aö segja, er stefna Alþýðubanda- lagsins. Skilyrði fyrir verötrygg- ingu lifeyrissjóða er aö fjármagn þeirra sé verðtryggt eða að um gegnumstreymissjóð sé að ræða. En fjármagn sjóðanna er ekki hægt að tryggja með öðrum hætti en verðtryggja útlán eða festa fjármagn þeirra eingöngu I verð- tryggðum rikisskuldabréfum. Þannig fá menn þá smáhugmynd um hvaða tegundir útlána skuli verðtryggöar. En Alþýðubanda- lagsmenn ætla llfeyrissjóöunum ennfremur þaö hlutverk að ávaxtafé sittlleiguibúöum og þá veit fólk, hver leigan á að vera á slíkum ibúðum, þegar verð- tryggja á fjármagn sjóðanna. Sjávarútvegur. Stefna Alþýöubandalagsmanna i sjávarútvegsmálum er ósköp dularfúll. Það sem helst má þó greina er að þeir vilja láta veiða eins mikið af öllum fisktegundum og fiskifræðingum þykir ráðlegt. Er greinilegt að Lúðvik Jóseps- son hefur ekki komiö nálægt mót- un þeirrar stefnu þvi hann lét veiða miklu meira en ráðlegt var, iæsti allar viðvörunarskýrslur og bréf frá fiskifræðingum vandlega niður I skúffum og lét engan mann sjá þær. Innflutningur. Innflutningsverzlunina á ennfremur að stokka upp og bjóða út innflutning helztu vöruteg- unda. Þessar tillögur eru svo hlægilegar að ekki er frekari orö- um á þær eyðandi. Kjaramál. Þá segja þeir Alþýöubanda- lagsmenn, að gerða kjarasamn- inga skuli alltaf virða. Rétt er að minna á ákvöröun borgarstjórn- arinnar i Reykjavik um að halda áfram hinu svokallaða kaupráni og ekki ætla að greiöa fullar visi- tölubætur á öll laun fyrr en „kaupránslögin”, eru fallin úr gildi. Þetta hljómar, sem lélegur brandari I ljósi nýjustu afreka þeirra. ! og flskvinnsla Iðnaður. Þegar hefur veriö getið 1.2% veltugjalds á iönað annan en út- flutningsiönað, en það sem Alþýðubandalagsmenn vilja annars I iðnaöarmálum er að félagslegur rekstur njóti for- gangs, þegar um meiri háttar rekstur er að ræða. Efla skal verkmenntun („búa til fagidjóta ” hét það hjá vinstri mönnum i Háskólanum sem nú einoka framboðslista flokksins) þannig að rikisreknu fyrirtækin fái nú sæmilega hæfa starfsmenn. Annaö er varla bitastætt I iðn- aöarstefnu Alþýöubandalagsins utan að Lyfjaverzlun ríkisins virðist eiga að verða aö einhverju stórfyrirtæki, þótt það fyrirtæki ætti fyrir löngu aö vera búið að leggja niður. Landbúnaður. Gera skal mikla landbúnaöar- áætlun og nú skal byrja á þvi að taka tillit til markaðsaðstæðna. Er landbúnaðurinn eina atvinnu- greinin sem fær þann heiður hjá Alþýðubandalagsmönnunum að vera metinn á grundvelli arðsemi aö einhverju leyti. Þá er því lýst að veröleggja skuli framleiðslu bænda og stýra lánamálum þeirra þannig, aö þessari áætlun sé hægt að fylgja. Þá ætla þeir Alþýðubandalagsmenn að halda verði á landbúnaöarvörum sem lægstu með þvi aö skattleggja hóflega allt sem varðar fram- leiöslu eða sölu þeirra. Er þetta að sjálfsögðu i hróplegri mótsögn við l£% veltugjaldið og veröbólguskattinn sem flestir bændur munu þurfa aö greiöa. Að lokum ætla þeir Alþýðubanda- lagsmenn að kássast i innra skipulag bændasamtakanna, skipulag sem bændur hafa mótað sjálfir og þurfa ekkert á aöstoö Alþýöubandalagsins að halda við aö breyta. En það skiptir Alþýöu- bandalagsmenn engu máli, þeir einir þykjast vita, hvernig Stéttarsambandiö eigi aö starfa, og það skulu bændur hafa hvort þeim llkar betur eða verr. Verzlun-þjónusta. Alþýðubandalagsmenn hafa ekki neinn sér-kafla um verslun, og er manni næst að halda að hún sé alls ekki talin meb atvinnuveg- um. Astæða þess að verslunin er ekki meö er ennfremur ef til vill sú að I framtiðarhagkerfi þeirra Alþýöubandalagsmanna er ekki um neina verslun eba þjónustu að ræða. Þaö má þó furöulegt vera, ef versluninni á ekki að markast einhver bás þvl samkvæmt stefnu Alþýðubandalagsins i fjárfest- ingarmálum er verslunin sú at- vinnugrein, sem er best á vegi stödd og aflögufær um fjármagn til annarra atvinnugreina. Rekstrarlega séð virðist þetta vera alveg einstök atvinnugrein þvi aö verslunin viröist nánast geta tekið á sig meginþungann af öllum skattahækkunum, sem demba skal yfir. Ennfremur virð- ist enga peninga þurfa til aö reka verslun, þaö sanna bæði áform um lækkun verslunarálagningar og lánastöðvun til verslunarinn- ar. Það undraveröasta er þó, aö hægt er að reka atvinnugreinina án þess að hafa til þess fólk svo teljandi sé. Þannig verður ekki annaö séð en að þeir Alþýðu- bandalagsmenn hafi meira álit á versluninni en þeir láta oft I veöri vaka. Þaö er náttúrulega skiljan- legt, þvi að verkafólk I verslunar- stétt hefur jafnan fúlsað viö allri Þjóðviljalyginni og sloppið við þeirra forsjá að mestu leyti. Lokaorð: Ef reynt er að meta efnahags- málatillögur Alþýöubandalagsins i heild er erfitt að komast að annarri niðurstööu en að þær séu eins stór og mikil blaðra, mikil á yfirboröinu en full af lofti. Skammtima úrræöi þeirra felast i þvi aö nfðast á verslunar- og þjón- ustugreinum með lækkaðri versl- unarálagningu, 1.2% veltugjaldi og fjármagnssvelti. Ennfremur skal leggja 1.2% veltugjald á iðn- að annan en útflutningsiðnað og gera aðrar tilfæringar I skatta- málum, sem varla eru liklegar til að gefa rikinu miklar tekjur. Þá skal stefna útflutningsmörkuðum okkar i EFTA OG EBE löndum og þar meö gjaldeyrisöflun i stór- hættu með þvi að rjúfa geröa tollasamninga. Ef til lengri tima er litið á enn aðþjarma að versluninni meö þvi að taka frá henni fólkiö. Draga skal frekar úr gjaldeyrisöflun meö þvi að hefta starfsemi Flug- leiða. Engan botn er nú hægt að fá i vaxtastefnuna. Þar er talaö um sérstaka verðtryggingu sparifjár, verðtryggingu sumra útlána- flokka og hagkvæm rekstrar- og afurðarlán. Hvaö þetta allt saman þýöir, er ráðgáta, sem ekki er hægt aö leysa. Og þegar lifeyrissjóðirnir koma inn i myndina verður flækjan enn meiri. Gengislækkanir koma nú til greina, og enginn veit, hvað er satt og hvað er logið i stefnunni, sem þó er sögö skýr. Gamalt fólk má ekki lengur eiga eignir og veröur að hrekjast úr Ibúðum sln- um, ef þaö hefur verið svo óheppiö aö koma sér upp húsnæði fyrir fleiri en tvær manneskjur. Þannig eralltá sömu bókina lært. Efnahagsstefna Alþýðubanda- lagsins er óreiöustefna. Við skul- um sprengja blöðruna á sunnu- daginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.