Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 8
8 félk T A R Z A N Lengi lifir í gömlum glœðum AAarlene Dietrich er komin á kreik á ný eftir nokkurra ára hlé. Það datt satt að segja engum í hug að hún aetti eftir að koma oft- ar fram opinberlega. Fyrir þremur árum varð hún fyrir því óhappi að detta af sviði og mjaðmarbrotna og þá lokaði hún sig inni I ibúð sinni í París og tók að skrifa endurminn- ingar sínar. En sú gamla er ekki aldeilis á því að gefast upp þó komin sé að fót- um fram, enda leggja- fögur með afbrigðum. Nýlega kom hún fram á skemmtun I San Francisco fyrir fullu húsi áhorfenda og bar ekki á öðru en fólk skemmti sér vel. Julie Christie komin aftur fram i sviðsljósið Hið ágæta sviðsljós sem svo margir kann- ast við er nú af tur tekið til við að skína á leik- konuna Julie Christie. Hin siðari árin hefur Julie forðast það eins og heitan eldinn og sótt í einveruna. Nú er hún hinsvegar komin fram á sjónarsviðið á ný og segja þeir, sem vit hafa á, ástæðuna vera þá, að Julie hafi eign- ast nýjan vin, sem er blaðamaður á enska blaðinu TIAAE OUT. Heyröu góöa Ég vinn erfiöisvinnu og ég verö aö slappa af stöku sinnum. Hefur þú einhverja hugmynd hvernig ég getN losnaö viö þaö? w ^Þaö er aöeins ein leiö t|A aö losna viÖ kvef Andrés.. Ryan kemur víða við Ryan O'Neal hefur fengið þá einkunn að vera óvinsælasti leik- arinn meðal þeirra er vinna að gerð kvik- myndarinnar „Oliver's story" sem er fram- hald af „Love Story". Það er svo sem ósköp skiljanlegt þegar litið er til þess, að Ryan er si og æ að ergja félaga sina með því að bjóða kærustum þeirra út. Jack Nicholson, Albert Finney og Fabio Testi hafa þegar orðið fyrir barðinu á íhlutunar- semi Ryans og nú er leikarinn Steven Spiel- berg í öngum sínum yfir kærleikum milli kærustu sinnar og Ry- ans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.