Tíminn - 22.07.1969, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1969.
9
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FraiWKvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórafinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason oe Indriði
G. Þorsteinsson. FuUtrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjí-Vi: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstnfur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur
simi 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mánuði, innanlands —
í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f.
„Við komum í friði
í nafni alls mannkynsu
Ævintrýrið hefur gerzt. Hið ótrúlega er orðið að raun-
veruleika. Menn hafa lent á öðrum hnetti, gengið þar
um. hafið sig til flugs að nýju og eru nú á leið til móð-
ur Jarðar heilir á húfi og við beztu heilsu að því er bezt
er vitað, þegar þessi orð eru rituð- Á tunglinu skildu
þeir eftir fána Bandaríkjanna, þar sem áletrað stendur:
„Við komum með friði í nafni alls mannkyns."
Það hefur verið brotið í blað í sögu mannkynsins.
Mannsandinn vann í nótt eitthvert mesta afrek sitt og
hundruð milljóna manna um allan heim áttu þess kost
að fylgjast með því í sjónvarpi, er fyrstí maðurinn steig
fyrsta skrefið á tunglinu. Það var stutt og gætilegt
spor, enda sagði hann: „Þetta er lítið skref hjá mér en
mannkynið hefur stigið stórt spor.“
Það eru orð að sönnu. Landkönnuðir nýrrar aldar eru
að snúa heim úr fyrstu árangursríku landkonnunarferð
sinni og nýr kapituli er að hefjast í sögu mannkynsins,
sem valda kann byltingu í viðhorfum og lífi kynslóð-
anna á jörðinni á næstu öldum — eða jafnvel áratug-
um. Hver veit? Maðurinn virðist kominn á það stig þró-
unar í tækni og vísindum, að það sem mönnum kann að
virðast fjarstæðukennt getur orðið að raunveruleika áður
en langur tími líður í sögu mannkynsins. Menn skulu
hafa í huga, að það eru aðeins 66 ár síðan maður flaug
í fyrsta skipti í flugvél og aðeins 8 ár síðan það mark
var sett að koma manni til tunglsins og heiium á húfi
til baka. Sú kynslóð, sem lifað hefur allar þær stórkost-
legu tækniframfarir þessarar aldar, getur vart úr þessu
látið sér koma neitt á óvart.
Tækniframfarirnar á þessari öld hafa verið ótrúlega
hraðar. Þeir, sem voru að alast upp í byrjun aldarinnar
þekktu ekkert af því, sem við teljum nú sjálfsagt og
ómissandi í hinu daglega lífi, enda var það ekki til, svo
sem sími, bifreiðar, flugvélar, rafmagn og allt annað,
sem tekið hefur verið til almennrar notkunar á þessari
öld.
Flestar djörfustu hugmjmdir Jules Veme eru nú
orðnar að veruleika og töldu þó allir samtímamenn hans
að hann léti ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur.
Hann sagði: „Það, sem sumir menn ímvnda sér aðeins,
gera aðrir menn að veruleika.“ Reynsla þeirrar kynslóð-
ar. sem hefur lifað öll hin miklu tækniundur þessarar
aldar er stórkostleg. Nú hefur enn eitt og kannski
mesta undrið til þessa bætzt við.
Það er ekki fyrr en á fimmtudag, sem geimfararnir
hafa aftur móður Jörð undir fótum. Vonandi gengur
heimferðin eins vel og snurðuiaust eins og fyrri áfang-
ar þessarar stórkostlegu ferðar, sem er ef til vill sögu-
legasti viðburður þessarar aldar. Hamingjuóskir og von-
ir manna um heim allan um góða heimkomu geimfar-
anna, fylgja þeim nú á ferð þeirra um geiminn — á
leið heim með nýja reynslu og þekkingu handa hinu
fróðleiksleitandi mannkyni. Við skulum vona. að yfirlýs-
ing geimfaranna, sem þeir skildu eftir á tunglinu, ,,við
komum í friði“, verði að áhrinsorðum. Vonandi verður
hxn auKna þekking manna á ómælisvíddum geimsins og
heimsóknir þeirra til annarra hnatta til þess að auka
skilning þeirra á nauðsyn þess að mannkynið búi á móð-
ur Jörð í sátt og samlyndi við jafnrétti, frelsi og bræðra-
lag og auki jafnframt hæfni þeirra til að beita þekk-
ingu og tækni til að láta þær hugsjónir rætast. TK.
r
HalEdór Kristjánsson, Kirkjubóli:
iagvöxtur og bjargræði
Hámenntaðir og sérmenntaðir
menn i hagfræði og margs kon-
ar viðskiptafræðum stjórna
efnahagsmálum þessarar þjóð-
ar. Margt er skrifað um hag-
vöxt og þjóðartekjur og annað
það, sem okkur á að skiljast
að liggi til grundvallar fyrir
raunverulegri afkomu og efna
legri velferð okkar allra. Marg
ir taka þeim fræðum af fullum
trúnaði og allt að því lotningu,
en færri vita með hverjum
hætti vísindamennirnir komast
að niðurstöðum sínum.
Það er tvímælalaust að menn
verða að gera sér grein fvrir
því, hvað þessar tölur um hag
vöxt og afkomu raunverulega
gilda. hvort þær eru ábyggi-
legar og hvort þær segi ailan
sannleikann.
Þessi grein er skrifuð til að
le'ða hugi manna að bví. hvort
ekki gæti verið ástæða til að
taka sum”m skýrslum af nokk
urri varúð.
Velmegun þjóða eða efnahag
ur, er metin í meðalt.ekjum á
mann begar gpiigi gjaldni'ðils
«liess. sem no*aJS-r «r. hefur
verlð nmre'knað i Bandaríkja-
dollara. Sé gengisskráningin ó-
eðlilega há og atvinnuvegum
haldið gangandi með ýmis kon-
ar millifærslum og álögum, ger
ir það bjóð'na tekiumeiri og
auðugri samkvæmt þessari
reikningsaðferð.
Hagvöxturinn er metinn eftir
þvi hvað borgað er. Öll þegn-
skylduvinna eða þegnskapur er
dragbítur á hagvöxtinn, því að
þá er um að ræða vinnn sem
ekki kemur til reiknings
Hærri álagning og álngnr.
hærri vextir og yfirleitt allt
hæiæa verðlag, er kallað aukn-
ing á hagvexti.
Tökvm nú dæmi þessu til
skýringar.
Lengi hafa það verið lög í
landi, að bændur hefðu félags-
skap um haustsmalanir á fé.
Það er kallað fjaUskil og er
1 svo enn í lögum. Hin forna
regla var sú, að bændur lögðu
fram vinne án endurgjalds og
var metíð hvað hver skyldi
leggja fram. Nú er gert ráð
fyrir fjallskilasjóðum, sem
greiða skuli til gjald af hverri
sauðkind. en það er síðan not-
að til að borga kostnað við
fjallskilin. í revndinni eru báð
ar þessar aðferðir enn í giidi
meira og minna blandaðar eft-
ir ástæðum.
Segjum nú að 10 bændur séu
saman á fjallskilasvæði og eigi
liver að leggja tU vinnti, sem
metin er á þúsund krónur. Það
skiptir auðvitað engu fyrir
bóndann hvort hann vinnur sitt
verk án endurgjalds í pening-
um eða hvort hann greiðir þús-
und krónur af fé sínu í fjall-
skilasjóð og fær þær síðan
aftur fyrir smölunina. En sé um
greiðslu að ræða kemur það
til reiknings og hækkar þjóðar
tekjur. Hin aðferðin er draff
bítur á hagvöxtinn.
HeimUisfaðir hefur 300 þús.
krónur í árstekjur. Þessir pen-
ingar ganga til að framfæra
Iieimilisfólkið. Eigi hann konu,
sem vinnur öll heimUsverk sín
Halldór Kristjánsson
án þess að komi til reiknings
er ekkert meira um það að
segja. Búi hann með ráðskonu
og séu börnin að nokkru á
hennar framfæri, má gera ráð
fyrir að liann þurfi að borga
henni 150 þúsund af árstekjum
sínum. Það notar hún til fram-
færis sér og börnunum. En þar
með eru þessir peningar tvi-
taldir. í staðinn fyrir 300 þús.
koma 450 þúsund inn í reikn-
inginn — aukinn hagvöxtur á
þeim eina lið 50%.
Svona dregur það hagvöxtinn
niður að fólk lifi í hiónabandi
og menn eigi börnin með eigin-
konum sínum, svo að ráðskonu
kaup og barnameðlög koma
ekki til reiknings.
Það var því mjög skarplega
athugað, sem Matthías Eggerts-
son tilraunastjóri á Skriðu-
klaustri benti á í útvarpserindi
í vor, að það væru möguleikar
á að stórauka hagvöxtinn með
því einu að giftir menn greiddu
konum sínum sómasamleg hús-
móðurlaun af sínum tekjum.
ileimilið væri auðvitað hvorki
verr né betur statt við það, en
þjóðartekjur yxu stórkostlega.
Ef menn tryðu því, að svona
skýrslur segi allan sannleikann
um raunverulegan hag og af-
komu þjóðarinnar, er hætt við
að það gæti leitt á glapstigu.
Þá hlytu menn að trúa því að
sérhver millifærsla skapaði
nýjar tekjur og nýja eign. Þá
færu menn að trúa því í al-
vöru og trúa því í blindni að
sérhvert nýtt cmbætti, hversu
óþarft sem það væri, gilti sem
fundið fé fyrir þjóðarbúið.
Okkur hefur verið sagt, að
vaxandi þjónustustörf og fleiri
milliliðir sé einkenni á háþró-
uðu velferðarþjóðfélagi. Það sé
frumstætt þjóðfélag þar sem
tiltölulega margir vinni fram-
leiðslustörf. Auðvitað er það
rétt, að með bættum efnahag,
kaupa menn fjölþættari þjón
ustu af öðrum. En það er hættu
legt að rugla hér saman orsök
og afleiðingu, því að engin þjóð
bætir efnahag sinn með því að
fjölga þjónustu- og milliliða-
störfum, þó að eðlilegt sé að
hún fjölgi slíkum störfum þeg-
ar efuahagur leyfir.
Ýmsir leiðtogar hafa farið
með tölur sínar um hagvöxtinn
á þann veg, að ekki verður ann
að séð en að þeir trúi því í
blindni að þærr segi elckert
nema sannleikann og allan sann
Ieikann. Sitthvað, bendir til
þess, að slíkar tilvilianir hafi
oft reynzt áhrifamiklar. Þá
vaknar sú spurning hvort það
sé ein af hinum björtu hliðum
verðbólgu og dýrtíðar að þær
sýni mikinn og góðan hagvöxt
og beri stjómarvöldum lofsam
legan vitnisburð. Slíkt hið sama
mætti þá segja um aukna skrif
finnsku og margbrotið milliliða
kerfi. Verkið lofar meistarann.
Aukinn hagvöxtur er hróður
stjórnarvalda.
Þetta getur því verið þannig
vaxið, að þegar vísindamenn-
irnir, sem með völdin fara, bera
upp tölur sínar um hagvöxtinn,
ljómandi af sjálfsánægju, séu
þeir raunverulega að hæla sér
af versnandi viðskiptaárferði og
heimskulegri og óhentugri verk
stjóra og verkaskiptingu. Slíku
tali má ekki taka með blindri
lotningu. Þá er brjóstvitið
betra.
Ekki skal það í efa dregið,
að tölvur hagfræðinganna séu
mikil og góð verkfæri. Margt
er hægt að reikna með þeim.
En hagur okkar fer ekki eftir
því hvað mikið fé okkur berst
undir hendur, heldur hinu,
hvað það sem eftir verður, dug
ir til að afla mikilla verðmæta.
Brauðið bætir engu við sig og
mettar ekki fleiri þó að það
gangi mann frá manni, áður en
þess er neytt. Og það er síður
en svo að maturinn verði drygri
en áður þó að bætt sé við ein-
um manni til að rétta hinum
bitana, öðrum til að telja þá
og hinum þriðja til að fylgjast
með talningu og skiptingu. Það
eru óheppilegir húshændur —
eða segjum stjórnendur — sem
trúa því að hagur manna verði
bættur með slíku og revna að
rétta hag samfélagsins við með
því móti.
Tölur og skýrslur eiga ekki
að vera til að villa um, menn
og leiðtogar ættu að forðast
það að fara með villandi tölur.
Það er nauðsynlegt að vinna
margt annað en bein fram-
Ieiðslustörf og sumt að því eru
jafnframt þýðingarmestu störf-
in. Þrátt fyrir það er farsælast
fyrir þjóðarhag og sametginiega
velferð okkar allra hvað efna-
hag snertir að þeir geti verið
sem fæstir, sem vinna b’ónlistu
störfin.
Þessi forna grundvallarregla
er enn í fullu gildi hvað sem
Iíður öllum talnaleikjum, sem
virðast sýna annað.
Tölur eru blindar og þær
eru beztar fyrir sjáandi menn,
ef bær eiga að koma að raun-
verulegu gagni.
Framleiðslustörfin eru enn
scm fyrr biargræðisvegir þess-
arar þjóðar og svo mun enn
verða um sinn.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
L