Vísir - 30.06.1978, Síða 3

Vísir - 30.06.1978, Síða 3
VISIR Föstudagur 30. júnl 1978 3 Benedikt og Lóðvík rœddust við í gœr Benedikt Gröndal og LUÖvik Jósefsson áttu óformlegar viö- ræöur i Þórshamri ' gær eftir fundi þeirra meö forseta Is- lands. Mikil leynd hvildi yfir fundarstaö og tima, en Visi tókst aö afla sér upplýsinga um hvar fundurinn yröi og ná tali af Benedikt er hann kom á fund- inn. Sagöi Benedikt aö hér væri um ósköp venjulegar og eðlileg- ar viðræöur flokksformanna á þessu stigi. Engar ákvaröanir yrðu teknar heldur væri aðeins verið að þreifa fyrir sér. I dag verður fundur i þing- flokki Alþýöuflokksins og á mánudag hjá Alþýöubandalagi. Framsóknarmenn biöa átekta og Sjálfstæöismenn hafa heldur ekki boðað fund en biöa i viö- bragösstööu. ÓM/Gsal. Matthías mótar nœstu fjórlagagerð Það er Matthías Á. Mathiesen núverandi f jármálaráðherra sem taka mun hinar pólitísku ákvarðanir í sambandi við gerð fjárlaga næsta árs, verði ekki búið að skipa nýjan f jármálaráð- herra í nýrri ríkisstjórn fyrir haustið. Þetta kom fram i samtali sem Visir átti við Höskuld Jónsson. ráöuneytisstjóra i fjármála- ráðuneytinu, en Höskuldur sagði að á meöan ráðherrarnir væru við völd væru þeir höfuð ráðuneytanna og yfirmenn allr- ar þeirrar vinnu sem þar væri unnin. ,,Eins og stendur hefur þeirri rikisstjórn sem búin er að biðj- ast lausnar verið falið að sitja áfram. Ég geri þvi ráð fyrir að hver og einn ráðherra muni skila sinum störfum sem best undirbúnum i hendur eftir- manna”, sagði Höskuldur. Höskuldur sagði ennfremur, að mönnum þætti það eðlilegt aö nýir menn, ef þeir kynnu að koma inn, hefðu veg og vanda af þeim ákvörðunum sem ætlað væri að hafa frambúðaráhrif. ,,Sjálfsagt er það þvi þannig i reynd”, sagði Höskuldur, ,,að hver og einn ráðherra metur það hvaða mál þarf að leysa á stundinni og hvað eðlilegt sé að biði nýrra manna”. —H.L. Fjárhagsvandi Borgarsiúkrahússins: Bíður nœstu f járlaga Benedikt Gröndal kemur til Ieynifundarins við Lúð- „Það eru til ákaflega eðlilegar skýringar á þessari svokölluðu skuld ríkisins við Reykjavik- urborg”, sagði Höskuld- ur Jónsson, ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðu- neytinu, i samtali við Visi. En borgarráð Reykjavikur hefur meö greinargerð um skuldasöfnun rikissjóðs við borg- ina, krafist þess að daggjöld sjúkrahúsa hækki verulega eða að rikissjóður greiði nú þegar 300 milljónir upp i skuld rikisins við borgina. „Þetta stafar i og með af fram- kvæmdum og athafnasemi Reykjavikur i heilbrigöismálum og hinsvegar þeim fjárveitingum sem til þessara bygginga eru áætlaðar hverju sinni. Fari borg- in framúr þeim fjárveitingum sem alþingi tekur þá verður hún sjálf að bera ábyrgð á þvi þar til Sveinn hœttir í Seðlabankanum Sveinn Jónsson aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans hefur sagt starfi sinu lausu og hættir I bankanum i haust. I stuttu samtali við Visi sagð- ist Sveinn myndu ganga inn i fyrirtæki með löggiltum endur- skoðendum og vinna við slik störf. Algengt væri að menn skiptu um atvinnu og væri engin sérstök ástæða fyrir þvi að hann hætti i Seðlabankanum. Sveinn hefur verið forstöðu- maður bankaeftirlits Seðla- bankans frá árinu 1969 og að- stoðarbankastjóri siðan 1975. —SG Sveinn Jónsson þingið hefur ákveðið að greiða VÍk. sinn hlut upp að fullu”, sagði Höskuldur. —H.L. Visismynd: Gsal. HÖFUM TIL AFGREIÐSLU NOKKRA FORD FAIRMONT ÁRGERÐ 1978 Verö: 2ja dyra kr. 3.520.000.- 4ra dyra kr. 3.580.000.- Dregið hjá Krabba- meinsfélaginu Dregið var i happdrætti Krabbameinsfélagsins 17. júni sl. Vinningar voru fjórir, Chrysler Le Baron fólksbifreið, árgerð 1978, kom á miða númer 71389. Grundig litsjónvarpstæki, 20 tommu með fjarstýringu, komu á miöa númer 43379 , 4 5047 og 47822. Krabbameinsfleagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. útbúnaður: i. Fjórskipt gólfskipting 2. Vökvastýri 3. Hituð afturrúða 4. Sérbólstraðir stólar 5. Diskahemlar að framan 6. Tauáklæði á sætum 7. Stórir hjólkoppar 8. Hjólbogar og sílslistar AMERÍSKUR BÍLL Á EVRÓPUVERÐI Sveinn Egi/sson hf. FORDHÚSINU SKEIFUNNl 17 SÍMI 85100

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.