Vísir - 30.06.1978, Page 6

Vísir - 30.06.1978, Page 6
6 GRILL 12 gerðir af grillum, einnig annað sem til þarf, viðarkol, kveikivökvi og fleira. SKA TA BTOiJA Rekin af Hjálparsveit skáta Reykjavík SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 blaöburóarfólk óskast! HVERFISGATA Hverfisgata, Snorrabraut, TJARNARGATA Bankastræti Suðurgata í AFLEYSINGAR: RAUÐARÁRHOLT II. Brautarholt Nóatún, Skipholt til nr. 38. Stórholt. LINDARGATA Klapparstigur, Lindargata, Skúlagata til nr. 26 VÍSIR Afgreiðslan: Stakkholti 2-4Simi 86611 KEFLAVIK Keflavikurkaupstaður óskar að ráða starfskraft til vinnu á skrifstofu bæjarins. Starfið er fólgið i vinnulaunaútreikningum og tölvuskráningu. Umsækjendur þurfa að gangast undir hæfnispróf. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 11. júli Bæjarritarinn i Keflavik. r LAUSSTAÐA Auglýst er laus til umsóknar staða skatt- endurskoðanda hjá embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis, Akranesi. Laun eru skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Starfið veitist frá 1. september n.k. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum i Vesturlandsumdæmi, Akranesi, eigi siðar en 1. ágúst n.k. og veitir hann allar nánari uppiýsingar. l'JÁR.MÁLARÁÐUNEYTIÐ 21. JC.NÍ 1978 Föstudagur 30. júnl 1978 VISIK C Umsjón: Guömundur Pétursson 3 Það var mikið um dýrðir á Súesskurðinum, þegar haldið var upp á 3 ára afmæli opnunar hans. Afmœli Súes skurðarins Hinn áhyggjufulli en bjartsýni Egyptalands- forseti, Anwar Sadat, vék frá sér áhyggjun- um í bili á dögunum, þegar hann hélt innreið sina i Súes brosandi til þess að halda upp á þriggja ára afmæli opnunar skipaskurðar- ins. Og eðlilega réði bjartsýnin rikjum þann daginn, þvi að þrátt fyrir samdráttinn i sigl- ingum oliuskipa um skurðinn og að verslunarskipin hafa mörg fært sig yfir á siglingaleiðina suður fyrir Afriku, er umferöin um Súesskurö komin aftur upp I 90% af þvi, sem hún var metáriö 1967. Sú stefna Egyptalandsstjórn- ar að halda siglingatollinum niöri og kappkosta um leiö að halda skuröinum vel við meö dýpkunum og stækkun, hefur gefið gööa raun og á eftir að auka enn til muna umferðina um skurðinn. begar umferð um Súezskurö var stöðvuö i sexdagastriöinu við Israel, 1967, var skipaskurö- urinn ein af aðalflutningsæöum heims. Gat hann státaö af þvi, að 14% allra flutningaskipa heims lögðu leiö sina um hann 1 dag er Súesskuröurinn eitt af fáum fyrirtækjum Egyptalands iefnahagsaögerðum áranna eft- ir striöin við Israel sem heppn- ast hefur eins og best veröur kosiö. Riður landinu ekki lltiö á, þvi að efnahagslif þess og at- hafnalif hefur verið i molum. Uppbygging skurðarins og stækkun hefur notið stuðnings Alþjóðabankans og Japana, og er ætlað að fyrsta áfanga henn- ar ljúki ekki fyrr en árið 1980. Framtfðarsýnin er sú, aö risa- oliuskipin geti siglt um skurð- inn. Sadat forseti hefur tekið guð sértil vitnis um þaö, að skurðin- um muni aldrei lokað aftur. Hvortsem skipaútgeröir heims trúa á guö Sadatseöa ekki þá er Súes leiðin svo miklu hagkvæm- ari siglingaleið en suður fyrir syðsta odda Afriku, að þeir munu örugglega færa sér hana i nyt i meiri mæli. Indíra á vppleið Indira Gandhi Sanjay sonur hennar og sonar- sonurinn. Indira Gandhi, fyrr- um forsætisráðherra Indlands, verður að likindum borin sökum um spillingu i stjórnar- tið sinni. — En séð með augum andstæðinga hennar kemur sú ákæra nokkuð seint fram. Henni hefur þegar tekist aö vinna sér aftur of mikið af sinu fyrra fylgi og vinsældum, aö þeirra mati. Spillingarákærurnar snúast um tvennt: 1 öðru tilvikinu er um að ræða laumuspil og meinta mútuþægni, þegar franskt oliuvinnslufyrirtæki fékk samning tii leitar að oh'u nærri Bombay. — I hinu tilvik- inu er um að ræða meinta mis- notkun Gandhi á 104 jeppabif- reðum þess opinbera, sem flokksmenn hennar fengu til af- nota I kosningabaráttunni. Nýjar vinsældir. Sérstök rannsóknarnefnd hef- ur i þrjá ársfjóröunga unnið aö þviað útrýma spillingu og mis- beitingu valds I Indlandi frá þeim tima, sem neyöarástands- lögin giltu undir stjórn Indíru Gandhi. bau voru sett 1975, en afnumin i mars í fyrra, þegar Indira Gandhi og Kongress- flokkur hennar töpuðu mjög óvænt meirihluta sinum meöal kjósenda. beim kosningum haföi hún þó frestaö i mánuð I von um að bæta stöðu sína. Rannsóknarnefndin hefur yfirheyrt hundruö vitna og hef- ur nú skilað rikisstjórninni tveim skýrslum, þar sem koma fram margar ásakanir á hendur Indiru. Meða annarstvenn brot á stjórnarskránni. En formleg ákæra tekur ennþá ekki til annars en þeirra tveggja tilvika, sem hér að framan er getið. Mega þau þó heita smámunir i viðmiðun við þaö, sem viðgengist hefur á Ind- landi. Enda er hreint ekki vist, að yfirvöld treystist til að sækja Indiru til saka fyrir þessi brot. Indira, sem fyrir ári var álitin hafa beðið endanlegt skipbrot i indverskum stjórnmálum, hef- ur með vorinu unnið slika sigra i ýmsum kosningum, aö hún getur aftur heitiö leiöandi afl I stjórnmálalifinu. Tvimælalaust eru hún öflugasti stjórnarand- stæöingurinn. Vinsældir hennar eru aftur orönar slikar, aö veröi henni varpaö i fangelsi má heita tryggt aö hún fái á sig pislar- vættisstimpil. Búmerang Af þvi gæti leitt upplausnar- ástand með uppþotum og mót- mælum alþýðunnar. Slik mál- sókn gæti eins og búmerang, kastvopn Astraliunegra, snúiö við oghittstjórnina sjálfa fyrir. Má segja nú þegar, aö ásakan- irnar á hendur Indiru hafi veriö hálfur sigur hennar. yfir and- stæöingum sinum. Fullansigurfær hún ekki unn- ið fyrr en þann dag, sem hún tekur viö forsætisráðherra- embættinu aftur, ef hann ein- hvern tima rennur upp. bað er hreint ekki útilokað þótt hún veröi ef til vill að biða fimm ár eftir næstu kosningum til þess.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.