Vísir - 30.06.1978, Side 9
HVAÐ Á FÓIK AÐ GtRA tf ÞAÐ
Kt/m íKKI ÚT UM GLUGGANAl
,,Er örvggisútbúnaöur i langferöabilum hér á landi miöaöur við aö
fólk geti komist út um gluggana ef slys ber aö höndum?" spyr bréf-
ritari.
K.S. skrifar:
Mig langar til aö drepa hér á
nokkur atriði i sambandi viö ör-
yggi i langferðabilum.
Jólin 1977 fór ég i ferö til Kan-
arieyja og lenti ég þar i slysi i
langferðabil.sem mig langar aö
segjalauslegafrá. Viö (hópur af
islendingum) vorum aö fara i
fjallaferð, og átti að skoöa eitt-
hvaö af eyjunni. Þar á meðal
skoðuöum við sex hundruð
metra hátt f jall. Svo óheppilega
vildi til, að rútan sem við vor-
um i var nærri þvi farin fram af
fjallinu með hóp af fólki innan
borðs. Allir urðu að forða sér út
um gluggana, sem voru sem
betur fer þannig Utbúnir að hægt
var aðkomastút um þá, en ekki
er erfitt að Imynda sér hvernig
farið hefði ef svo heföi ekki
verið.
Hvernig er það meö lang-
ferðabila hér á landi? Er örygg-
isútbúnaðurinn i þeim miðaður
við að fólk geti komist út um
gluggana ef slys ber að hönd-
um?
Ef svo er, hvar er þessi örygg-
isútbúnaður þá hafður? Vita
bæði farþegar og bflstjóri um
hann, ef til hans þarf að gripa?
Mikil áhersla erlögð á að örygg-
isbelti séu i bilum og þau séu
notuð. En það er bara ekki nóg.
Hvað á fólk að geraef það lendir
i slysi og kemst hvergi Ut nema
um gluggana, en kemst þá ekki
einu sinni út um þá?
Þrjár konur munu taka sæti á 100. löggjafarþingi okkar,* Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Svava Jakobsdóttir.
Þrjár konur á þingi -konu-
lausir Framsóknarmenn
Einar Stefán skrifar:
Þá erukosningarafstaðnar og
Guði sé lof. Það er eitt öðru
fremur sem vekur athygli mina
i sambandi við Urslit þeirra, en
það er kvenmannsleys'i
Alþingis. Þar munu aðeins 3
konur eiga sæti — en það er
sami fjöldi og sat á siðasta
þingi.
Heldur finnst mér þetta dap-
urt. 1 öll þessi ár hefur karlpen-
ingurinn ráðið lögum og lofum á
löggjafarsamkundu okkar og
við sjáum hvernig komið er.
Það er min skoðun að tími hafi
verið kominn til að rétta hlut
islenskra kvenna á Alþingi.
Eins ogáöursagðieru3 konur
núá þingi. ein frá Alþýðubanda-
laginu, ein frá Alþýöuflokknum
og ein frá Sjálfstæðisflokknum.
Framsóknarflokkurinn hefur
þingflokk sinn með öllu kven-
mannslausan. Þeir báru nú ekki
meira traust til kvenfólksins en
það að enginn kvenmaöur var i
liklegu ^æti á framboðslista
maddömu Framsóknar. Er
nema von að flokkurinn tapi?
GLEYMDA FÓLKIÐ
OG SJÓNVARPIÐ
Eldri borgarbúi hringdi:
Mérfinnstfólkalltof ragt viö að
segja álit sitt á sumarlokun sjón-
varpsins. Ég veit þaö að þeir eru
margir sem eru á móti þessari
lokun. Þeir eru ófáir i þessu landi
sem kviða komu júlimánaðar, þvi
þá er tekin frá þeim þeirra eina
dægrastytting. Þetta eru eldri
borgararnir — fólk sem ekki hef-
ur tök á þvi að fara út og njóta
annarrar dægrastyttingar. Fyrir
þetta fólk er júli langur mánuöur.
leliefu ár hefursjónvarpiö lokaö i
einn mánuð yfir sumartimann.Er
ekki kominn timi til aö .a þessu
verði breyting? Þaö myndi gleðja
marga, sérstaklega gamalt fólk
og sjúklinga. Þetta er fólk sem
ekki hefur hátt og þess vegna hef-
ur það alltof oft gleymst.
Alhugosemd
Það skal tekið fram vegna
greinar Sigtryggs Jónssonar
verslunarmanns, i blaðinu á
þriðjudag: „Er félagsfræði-
prófessor Alþýðubandalagsins
leynivopn Sjálf stæöisflokks-
ins," að greinin var ætluö til
birtingar fyTÍr helgi.
HORNAFJARÐAR
★ Bílaleiga Hornafjarðar — Toyota
★ Hornarfjarðarleið s/f
★ Sendiferðabílar
★ Veitingastofan Hérinn
— útvegum gistingu.
★ Shell-Söluskálinn
★ ALLT A SAMA STAÐ
Opið 9-11,30
Hafnarbraut 38, Höfn,
Hornafirði, simi 97-8121
TJOLD, TJALDHIMNAR,
SÓLTJÖLD OG TJALDDÝNUR
Framleiðum allar gerðir af tjöldum á hag-
stæðu verði m.a.:
5-ó manna kr. 36.770.-
3manna kr. 27.300.-
5 gerðir af tjaldhimnum.
— Seljum einnig ýmsan tjaldbúnað t.d.
— Sólstóla, kælibox, svefnpoka og leiktjöld.
Póstsendum um allt land.
Komið og sjáið tjöldin uppsett i hinum nýju
glæsilegu húsakynnum að:
••
Eyjagötu 7, Orfirisey
Reykjavík - Símar: 14093 og 13320
................. ............
DUSCHOLUX
Baðklefar í sturtur og baðherbergi
Auðhreinsað matt eða
reyklitað óbrothætt
efni, sem þolir hita.
Rammar fást gull-
eða silfurlitaðir úr áli,
sem ryðgar ekki.
Hægt er að fá sér-
byggðar einingar i ná-
kvæmu máli, allt að
3.20 metra breiðar og
2.20 metra háar.
Duscholux baðklef-
arnir eru byggðir fyr-
ir framtiðina.
Söluumboð:
Heildverslun Kr. Þorvaldssonar og Co.
Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730^