Vísir - 30.06.1978, Síða 12
12
Föstudagur 30. júnl 1978 VJSIR
Gleypa eld
og hjóla
ó línu
Einn þekktasti fjölleikahópur
Breta frumsýnir í Laugardals-
höllinni í kvöld og hefur þaö vart
farið fram hjá neinum. Fjöl-
leikahúsiö ber nafn stofnanda
hans og eiganda Gerry Cottle.
Uppsetning sýningarinnar
var i fullum gangi i Laugardals-
höllinni i gær er visismenn litu
þangað inn. Sérstök flutninga-
vél kom i fyrrakvöld með útbún-
aðinn frá Englandi en stærstur
hluti fjölleikafólksins var komið
til iandsins. Það var i miklu að
snúast en það er áætlað að það
taki rúman sólarhring að setja
sýninguna upp.
Mike Denning framkvæmda-
stjóri fjölleikahússins sagði i
Mike Denning framkvæmda-
stjóri f jölleikahúss Gerry
Cottles. Visismynd JA
Sérstök flutningavél kom meö útbúnaöinn frá Englandi. Steinþór Ingvason framkvæmdastjóri BÍS
fylgist meö. Vísismynd Heiöar Baldursson.
samtali við Visi að allt hefði
gengiö mjög vel og hann væri
hæst ánægður með allan að-
búnað. Að visu hefðu komið upp
smávandamál en engin sem
ekki hefði verið hægt að leysa
fljótlega. Þarna voru um 50
manns I vinnu en á sýningunum
koma fram um 40 manns.
Bandalag islenskra skáta
gerði samning við fjölleikahús
Gerry Cottle að koma hingað til
lands. Fyrsta sýningin er i kvöld
klukkán sex en frumsýning
verður i kvöld klukkan niu. Sýn-
ingarnar verða alls 20 frá 30.
júni til 9. júli.
Það er ekki á hverjum degi
sem Islendingum gefst kostur á
slikum sýningum. Þarna koma
fram þekktir snillingar á sinu
sviði, eldgleypar, linudansarar
og fjöldi trúða og hljóðfæraleik-
ar að ógleymdum sterkasta
manni heims.
—KS
Fakirinn hangir á hárbeittri egginni. Einnig gengur hann á sverö-
um og gleypir eld. Visismynd JA.
Fakírinn og eldgleypirinn:
Brenndist við fyrstu tilraun
en lét það ekki aftra sér
„Kann vel
við mig
en þetta
er erfitt
líf"
— segir Aasha
prinsessa, nýliðinn
í hópnum
Lifið i fjölleikahúsi er sérstak-
ur heimur og fátitt aö fók utan
hans komi þar til starfa. Aasha
prinsessa er ein þeirra fáu, sem
starfa viö fjölleikahús Gerry
Cottle sem kemur utan frá.
Þaö er eiginlega tilviljun að
hún fór i þetta en hún sigraði i
hæfileikakeppni sem BBC helt
fyrir 50 minútna þátt i sjónvarp-
inu sem Ester Rantzen hefur
umsjón meö.
Aasha prinsessa, en hún er af
indverskum ættum, var i
iþróttaskóla og hafði i hyggju að
gerast iþróttakennari. En það
var haft samband við kennara
hennar frá BBC og hann beðinn
Aasha prinsessa, nýliöinn i
hópnum. Visismynd JA
að athuga hvort einhver nem-
andanna hefði ekki áhuga að
fara I fjölleikahús. Aasha lét til
leiðast og fékk hún aðeins 6 vik-
ur til að undirbúa atriðið sitt en
hún leikur ýmsar listir i köðlum,
og kom fyrst fram i sjónvarps-
þættinum.
Hún sagðist kunna vel við sig i
fjölleikahúsinu en þetta væri
erfitt lif. Þetta er i fyrsta skipti
sem hún fer erlendis með fjöl-
leikaflokknum.
—KS I
Teboð hjó Chaplin
mesti heiðurinn
,,fcg fæddist i fjölleikavagni ná-
lægt Birmingham og er fimmti
ættliöurinn sem starfar I fjöl-
leikahúsi", sagöi Jimmy Schott
trúöurinn i hópnum.
„Þetta er búið að vera at-
vinna min siðan ég var tólf ára
og ég á fimmtiu ára starfsaf-
mæli á þessu ári. Ég hef komið
fram þegar áhorfendur hafa
verið fæstir fjórir en flestir 52
þúsund”.
Jimmy sagðist hafa verið með
i fyrstu sýningu sem sjónvarpað
var beint frá i Evrópu árið 1961 i
Royal Morticultural Hall.
„Meisti heiður sem hér hefur
hlotnast á ævinni”, sagði hann,
„var þegar mér var boðið i te
hjá Charlie Chaplin i Sviss”.
Jimmy Schott sagðist hafa oft
sýnt fyrir drottninguna i Eng-
landi þar af einu sinni i
Buckingham höll. —KS
Jimmy Cott, trúöurinn. Mesti
heiöur sem honum hlotnaöist
var teboö hjá Chaplin. Visis-
mynd JA.
,,Ég byrjaöi i þessu fimm ára og
var þá búktalari og stjórnaöi
brúöum”, sagöi AI Hakim fakir-
inn og eldgleypirinn i fjölleika-
flokki Gerry Cottle.
„Þegar ég var 16 ára ákvað ég
að gleypa eld en auðvitað
brenndi ég mig þvi ég vissi ekk-
ert hvernig átti að fara að
þessu. Seinna vildi ég gera eitt-
hvað sérstakt og fór að stinga i
mig nálum og hlaupa á gler-
brotum. Eftir það gerðist ég at-
vinnumaður”.
Þó hann hafi brennt sig við
fyrstu tilraun forðast hann ekki
eldinn og verða þeir tveir eld-
gleyparnir sem koma fram i
kvöld. A1 Hakim sagðist hafa
verið i fjölleikahúsi Billy
Smarts i mörg ár en siðan hafi
hann ætlað að hætta og fór að
keyra strætisvagn i tvö ár ...
,,en þegar maður hefur einu
sinni kynnst lifinu i fjölleikahúsi
er ekki svo auðvelt að slita sig
frá þvi”. A1 Hakim sagðist vera
búinn að kenna 11 ára syni sin-
um öll brögðin sem hann kynni
og strákurinn gæti legið á
naglabrettinu jafnvel þó að
stúlka stæði á maga hans og A1
Hakim sýndi okkur brettið en
við þáðum ekki sætið. — KS
BÝÐUR ÁHORFENDUM í REIPTOG
„Vanalega býö ég tólf mönnum
úr hópi áhorfenda I reiptog viö
mig. Viö reynum aö finna stæöi-
lega menn til þess, — jú þaö er
rétt ég vinn alltaf”, sagöi sterk-
asti maöur heims i spjalli
viö Visi er hann var spurður
hvaöa listir hann ætlaði aö leika
i kvöld.
Hans rétta nafn er Barnet
Travell en það nafn sem hann
hefur I fjölleikahúsinu er Sam-
son. Dehlila kona hans aðstoðar
hann i þeim atriðum sem hann
sýnir.Samsonsagðistgera allar
þær kunstir sem kraftakarlar i
hans fagi gera. Hann beygir
þykkar járnstengur, neglir 6
tommu nagla i gegn um þriggja
tommu borð og dregur þá út
með tönnunum og jafnframt
brýtur hann hlekki i keðju.
Samson sagði að þetta væri
það eina sem hann hefði gert i
20 ár eða allt frá þvi hann var i
skóla og þar áður hefði hann
alltaf af og til unnið i fjölleika-
húsi.
KS
Sterkasn maóur heims var ekki meö áhöldin meö sér en fékk aö reyna kraftana viö aö lyfta blaöamanni VIsis.
Fyrst aötaka um hönd hans báöum höndum . . . .halda fast . . .rétta vel úr sér. Ekki svona hræddur.
og þrýsta henni aö brjósti sér. Visismynd JA.