Vísir - 04.07.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 04.07.1978, Blaðsíða 3
vism Þriöjudagur 4. júlí 1978 3 Afurðarlán til frystihúsa hœkka ekki til samrœmis við aukið útflutningsverðmœti freðfisks: „ENGIR PENINGAR TIL" — segir Guðmundur Hjartarson Seðlabankastjóri Seðlabankinn hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um hækkun afurðalána til frystihúsa til samræmis við aukningu á útf lutnings- verðmæti freðfisks/ eftir að viðmiðunarverð Verð- jöfnunarsjóðs var hækkað 1. júní s.l. Frá sama tima hafa orðið all- miklar kosnaðarhækkanir i fisk- vinnslunni. Taliö er að laun hafi hækkað um og yfir 20% og al- mennt fiskverð hefur hækkaö um 13—14%. Hráefniskaup og launa- kostnaður eru langstærstu kostn- aðarliðir i rekstri frystihúsa og verða að greiðast jafnóðum og þeir falla til. A þeim stööum þar sem útflutningsbann gíldir, er fjármagnsstreymi til fyrirtækj- anna stöðvað og hafa þau þvi litið annað rekstrarfé en afurðarlánin, Mikil óánægja rikir meöal frysti- húsamanna vegna þessa máls og sögðu þeir aðilar. sem Visir leitaði til að erfiðlega hefði gengið að skrapa saman fé til þess að greiða út laun fyrir siöustu helgi. Engir peningar til „Höfuðástæðan fyrir þvi að við höfum ekki hækkað afuröalánin er einfaldlega sú að það eru engir peningar til og ég sé ekki hilla undir að unnt sé að útvega þá i bráð”, sagði Guðmunþaö Hjartarson seðlabankastjóri, er Visir hafð samband við hann vegna þessa máls. Þegar Guðmundur var spuröur aö þvi, hvort þaö væri ekki hlutverk Seðlabankans aö standa undir þessum lánum svaraði hann’.’ það Ekkert lát á sólarlandaferðum: Meiri eftirspurn eftir sólarlandaferðum en í fyrra — Þá fóru um 12 þúsund íslendingar i sólarferðir Ekki hefur dregið úr ferðum lslendinga til suörænna sólar- stranda i sumar, þrátt fyrir spá- dóma i þá átt I vor, samkvæmt upplýsingum sem Visir aflaði sér hjá nokkrum ferðaskrifstof- um. Hjá ferðaskrifstofunni Úrval fengust þær upplýsingar, að þráttfyrir aö nú værisætafram- boð nokkru meira en i fyrra, þá væri nýtingin betri, þannig að farþegum Úrvals til sólar- stranda hefur fjölgað frá siðasta ári. úrval er með ferðir til Maliorca og Ibiza, og einnig hafa nokkrir tugir ferðamanna farið með Úrval til Portúgal. Steinn Lárusson hjá Útsýn sagði að ágætlega hefði gengið að selja sólandaferðir I sumar, og væru þeir með heldur meira sætaframboö en var i fyrra. Júgóslaviuferðir væru þvi nær uppseldar, og einnig væri mikil eftirspurn eftir ferðum ti'i Spánar og Italiu, sagði Steinn. Hins vegar kvaö Steinn ekki eins vel ganga að selja ferðir til Grikklands, enda væru þær ferðir dýrari. Almennt kvað Steinn hins vegar mikla eftir- spurn vera eftir sólarlandaferð- um, einkum þriggja vikna ferð- um, en mun minna væri nú spurt eftir tveggja vikna ferð- um. ,,Fóik vill greinilega ekki vera skemur en þrjár vikur.” sagði Steinn að lokum, ,,og þvi er nokkuð af lausum sætum i tveggja vikna ferðirnar, en það er erfitt að breyta áætlun þegar búið er aö skipuleggja sumarið fyrirfram að miklu leyti.” „Þettahefur gengið ágætlega i sumar, viö erum aö visu með eitthvaðaf sætum lausum I júli, en það var gott i mai og júnil’ sagði Guðni Þórðarson hjá feröaskrifstofunni Sunnu i sam- tali viö Visi. Kvaðst Guöni ekki sjá annað en gott útlit væri með ferðir það sem eftir væri ársins, og væri nýting sæta svipuö og i fyrra, en þá hefði hún verið ágæt. Ekki er þvi annað að sjá en landinn fari til sólarlanda i sumar jafnt og undanfarin ár, þrátt fyrir að útlit væri fyrir samdrátt i vor. Þrátt fyrir að oft sé rætt um að Islendingar fari mjög mikið til sólarstranda, þá munu aðeins hafa f arið tólf þús- und manns i fyrra, samkvæmt upplýsingum Steinars Valdi- marssonar hjá samgönguráðu- neytinu, og Guðni Þórðarson kvaðst giska á aö nú i ár færu •um 15 þúsund manns. Er þetta mun lægri tala hlutfallslega en til dæmis i Danmörku og Svi- þjóö. —AH gerir enginn meir en hann getur. Hvar á að taka peningana?” Seölabankinn lánar 56,5% af svokölluðu skilaverði en það er útflutningsverömæti freðfisks, að frádregnum útflutningskostnaði og kostnaöi viö umbúðir. Viö- skiptabankarnir lána 33% af endurkaupanlegum lánum Seðla- bankans, þannig að lán þeirra hækka um leiö og lán Seðlabank- ans. Samanlagt lána viðskipta- bankar og Seðlabanki i afuröalán til frystihúsa um 75% af skila- verði. Undir venjulegum kring- umstæðum er talið að þessi lán eigi að nægja til daglegs rekstrar frystihúsanna, miðað við hallalausan rekstur frystihúsanna i heild. Hins vegar hefur Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson framkvæmda- stjóri SH, haldiö þvi fram að frystihúsin væru rekin með 3.5% halla og frystihúsamenn hafa bent á að þessu til viðbótar taki afuröalánin miö af útflutnings- verðmæti freðfisks fyrir siðustu hækkun viðmiðunarverðs Verð- jöfnunarsjóðs. —KS Brennivínsverð hœkk- að mun minna en ýsu- og kaffiverð Fiaskan af brennivini ætti nú að kosta 8.775 krónur, ef brennivins- verð hefði hækkað jafnmikiö og verö á kaffi. Þetta eru útreikningar Afengisvarnarráðs. sem hefur borið verö á brennivini saman viö verð á ýsu og kaffi. Fyrir rúmum 10 árum kostaði flaskan af brennivini 315 krónur, en hún kostar i dag 4.200 krónur. Þá kostaði kilóið af kaffi 84 krónur, en kostar I dag 2.340 krónur. Ef miðað er við ýsuverð þá og nú, hefur kllóið af ýsu hækkað úr 15 krónum i 305 krón- ur. Ef brennivlnsverð er miöað við verðhækkanir á ýsu ætti flask- an að kosta 6.405 krónur. Afengisvarnarráðhefur einmitt borið saman brennivinsverð við vinnulaun 5. nóvember 1937 og ia júni 1978. Timakaup I hafnar- vinnu var þá 1 króna og 45 aurar en er nú 844 krónur. Brennivinsverð fyrir liðlega 40 árum var 8,50 krónur flaskan, en kostar i dag, eins og áöur sagöi, 4.200 krónur. Ef brennivinsverö hefði hækkað jafnmikið á 40 árum og timakaup i hafnarvinnu ætti það að vera 4.948 krónur. —BA— Stefna norskro stjórnvalda í fiskveiðimálum: EKKI FLEIRI VERKSMIÐJU- TOGARA Fiskveiðinefnd norska stór- . þingsins hefur mælt með þvi með naumum meirihluta, að verk- smiðjutogurum fjölgi ekki i Nor- egi, en þeir eru 13. Þessi ákvörð- un er byggð á niðurstööum rann- sókna á fiskstofnum og þróun fiskimiða við strendur Noregs. Frá þessu er skýrt i timaritunu Fishing News International. Þar segir ennfremur að þessi ákvörðun styðji meirihlutaálit þeirra aðila sem hafa undirbúið langtimaá- ætlun i norskum fiskveiðimálum. Þessi áætlun er rædd um þessar mundir i stofnunum og samtökum sem um þessi mál fjalla. Aætlunin gerir ráð fyrir að verksmiðjutogurunum fækki smám saman og hlutdeild þeirra i norskum fiskiðnaði hverfi eftir þvi sem þeir ganga úr sér. Þessu hefur verið mótmælt á ýmsum stöðum með hliðsjón af þeirri staðreynd að veiðar og vinnsla afla úti á rúmsjó sé virkasta og arðbærasta grein norsks fiskiðn- aðar. En stefna stjórnvalda.að þessu sinni er að veita ekki leyfi til ný- smiða verksmiðjutogara eða skipti á gömlum fyrir nýja. —KS. «- Plaköt Peter Frampton Bay City Rollers Roxy AAusic WingsChaplin Abba Bruce Lee Pink Floyd Led Zeppelin Elvis Presley David Essex Clint Eastwood Stórkostlegt úrval Bob Marley AAarilyn AAonroe Sex Pistols Twiggy Suzy Quadro Roger Daltrey Yes Kojak David Bowie Jam Rolling Stones Bryan Ferry Rod Stewart Beatles Queen Freddy AAercury Elton John Paul AAcCartney Status Quo Who Bleiki pardusinn Smokie Plötuportið Laugavegi 17 P.O. Box 1143 Reykjavík NAFN................ HEIAAILI «• «■ «- «- «- «■ «- «- s- « a- «- «■ «- «- «- «- «- ■tr " .............. ................................................................................ SIAAI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.