Vísir - 04.07.1978, Page 24

Vísir - 04.07.1978, Page 24
Bandalag Islenskra skáta bauö öldruöu og fötluöu fölki á aukasýningu á fjölleikahúsi Gerry Cottle I Laugardals- höllinni i gær. Aö sögn forsvarsmanna skátanna var reynt aö ná til allra þeirra sem ætla mætti aö heföu ekki aöstööu til aö komast á sýninguna aö öörum kosti. Visismynd GVA VÍSIR Benedikt senni- lega fafln sfjórnarm yndun Allt bendirtil þess að Benedikt Gröndal muni i dag eða á morgun verða falin tilraun til stjórnar- myndunar. 1 morgun gengu for- menn flokkanna á fund forseta Islands. Þar mun Benedikt hafa lagt til aö Alþýöuflokknum veröi falin stjórnarmyndun og einnig mun Geir Hall- grimsson hafa lagt þaö til. Liklegt er aö Ólafur Jóhannesson hafi veriö sömu skoöunar. Mun Alþýöuflokkurinn einkum einbeita sér að þvi aö i fyrstu að ræöa við Alþýöubandalagið og ná samstööu um efnahags- málin. Ef tekst ab brúa bilið milli þessara flokka mun Sjálfstæöisflokkur- inn koma inn i myndina en eins og kunnugt er hefur Alþýðuflokkurinn mestan áhuga á slikr: þriggja flokka stjórn. A fundi Alþýðuflokksins i gær mun hafa oröiö sú niðurstaða, að það yrði að vera verk Alþýðuflokks- ins að leiða Alþýðubanda- lag og Sjálfstæðisflokk saman til þeirrar þri- flokkastjórnar,- efnahags- og kjaramál yrðu sett á oddinn, en þess getið, að flokkurinn myndi ekki hvika frá stefnu sinni i utanrikismálum. Leiðari Þjóðviljans i morgun tekur af allan vafa um það að Alþýðu- bandalagið muni láta herstöövarmálið lönd og leið. Segir þar, að Alþýðubandalagið sé stofnað til þess að breyta grundvallargerð þjóðfé- lagsins og að það muni þvi aðeins taka þátt i stjórnarmyndunarvið- ræðum við nokkurn aðila að öll málefnaskrá flokksins sé til umræðu. „Þar verður ekkert undan skilið”, segir i leið- aranum. ÓM/Gsal Landsbankamálið: Engar rannsóknir erlendis á inni- staeðunni i Sviss Engar frekari athuganir hafa farið fram erlendis varðandi inn- eignir þær, sem Haukur Heiðar átti í svissneskum bönkum. Það mun á valdi rikissaksóknara hvort leitað verður upplýsinga er- lendis um hvernig þeim viðskiptum var komið á. Rannsókn Landsbanka- málsins er enn ekki lokið, en ekki er Visi kunnugt um hvaða þættir málsins eru enn ekki fullrannsak- aöir. Hjá Erlu Jóns- dóttur, deildarstjóra, fengust þær upplýsingar einar, að rannsókn máls- ins myndi ljúka i sumar og það þá sent saksókn- ara. Haukur Heiðar mun ekki hafa verið kallaður til yfirheyrslu vikum eba mánuðum saman og lánastarfsemi hans hefur ekki verið til rannsóknar. Upp komst um fjártök- ur Hauks i desember á siðasta ári og sat hann i gæsluvarðhaldi fram i miðjan mars. Fjártök- urnar námu liðlega 50 milljónum, en settar hafa verið tryggingar til Landsbankans, er nema yfir 90 milljónum króna. —SG Frihöfnin á Keflavíkurflugvelli: Fjármálastjóri skipaður að kröfu ríkisendurskoðunar Samkvæmt kröfu, sem rikisendurskoðunin gerði, hefur utanrikisráðherra skipað sérstakan fjármála- stjóra yfir Frihöfninni á Keflavikurflugvelli. Það er Þórður Magnússon rekstrarhagfræðingur, sem tekur viö hinu nýja starfi og byrjar hann 15. júli Eins og fram kom i fréttum Visis á liðnu vori kom I ljós óeöliiega mikil rýrnun I Frihöfninni við skynditalningar, sem rikis- endurskoðunin lét gera. Setti endurskoðunin fram tillögur um breytta starfs- háttu og þar á meöal má nefna sérstakan fjármála- stjóra og nefnd til aö at- huga reksturinn. -SG „Alþýðuflokkurinn enginn sáttasemjari" — segir Lúðvik Jásefsson A fundi framkvæmda- stjórnarog þingflokks AI- þýðubandalagsins I gær var ákveðið að fram færu viðræður viö Alþýöu- flokkinn um tvö atriöi. I fyrsta lagi um stöðuna i islenskum stjórnmálum i dag og i öðru iagi um framgang vinstri stefnu. Þetta voru einu ákvarö- anirnar, sem teknar voru á fundinum I gasr, en þar var stjórnmálaástandið almennt til umræðu. Visir náöi tali af Lúövik Jósefssyni, erhann kom á fund forseta Islands i morgun. „Ég mun ekki benda á neinn sérstakan til stjórnarmyndunar, enda ekki til þess kallað- ur hingað”, sagði Lúövik. Ekki kannaðist hann við að Alþýðuflokkurinn væri I sáttasemjarahlutverki i stjórnarmyndunarvið- ræðum. Um það hvort Al- þýöubandalagið myndi setja hermálið á oddinn vildi Lúðvik ekkert segja á þessu stigi. Gsal/ÓM W' s 8111811 Geir Hallgrímsson og Lúðvík Jósepsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, komu á fund forseta islands í morgun. Visismynd: SHE Vantar 1,2 milliarða I Verðjöfnunarsiáð: Vilja að rikið borgi brúsann Ljóst er aö freðfiskdeild Verðjöfnunarsjóös vantar um 1,2 milljarð til þess aö geta tryggt það viðmiðunarvcrð sjóðsins sem ákveðið var 1. júnl út verðtlmabilið eða til loka september. Akveðið hafði veriö að viðmiðunarverðið gilti til loka júlimánaðar, en nú hefur komið i ljós að sjóðurinn tæmist á næstu dögum. „Við höfum verið að ræða þessi mál innan okkar samtaka og ég geri ráð fyrir þvi að viö munum óska eftir fundi með full- trúum rfkisvaldsins seinna i þessari viku”, sagði Arni Benediktsson formaður sambands Sambands- frystihúsa við Visi i morg- un. „Ég reikna með þvi að við munum fara fram á að rikissjóður ábyrgist greiðslur úr Verðjöfnunar- sjóði út verðtimabilið. Viö vissum, þegar viðmiðunar- verðið var ákveðið að gripa þyrfti til sérstakra ráöstaf- ana 1. ágúst. Viðmiöunar- verðiö var aðeins miðað við það fé sem var til i sjóðnum, en gert var ráð fyrir þvi aö hann entist lengur. Hins vegar varð framleiðslan meiri en búist var við og fé fór hraðar úr sjóðnum. Þær aðgerðir er fyrir- sjáanlegar voru 1. ágúst þurfa þvi aðeins að gerast miklu fyrr nú. Það skiptir ekki sköpum hvort þetta gerist hálfum mánuði fyrr eða seinna.” Arni Benediktsson og Eyjólfur lsfeld Eyjólfsson framkvæmdastjóri SH hafa báðir lýst þvi yfir að stöðvist greiðslur úr Verð- jöfnunarsjóði til fisk- vinnslunnar vofi rekstrar- stöðvun yfir frystihúsunum og rekstur þeirra yrði undir þvi kominn hvað hægt yrði að safna mikl- um lausaskuldum. —KS

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.