Vísir - 10.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 10.07.1978, Blaðsíða 2
r*. 2 Mánudagur 10. júli 1978 visrn ¥ ISIR mP í ■ •* a.'* 1. •' Ætlar þú að ferðast innan- lands í sumar? Hallgrimur Valsson, skrifvéla- virki: Já, ætli það ekki. Ég ráð- geri aö fara yfir Sprengisand og siðan i Fljótin. Sveinfriður Guðmundsdóttir, starfsstúlka: Ætli maður geri þaö ekki. Ég er að hugsa um að fara vestur á Snæfellsnes. Július Gislason, sjómaður: Nei, ég er alveg ákveðinn i þvi að gera það ekki. Sveinn Konráðsson: Maður gerir nú mest litið af þvi, kannski þó eitthvað um verslunarmanna- ’ helgina. Ég hef ekki ferðast mikið um Island. Sigriöur Theódórsdóttir, húsmóö- ir: Ég geri ráð fyrir aö feröast eitthvaö innanlands i sumar. Ég er aö hugsa um að fara norður og svo sér maður bara til. Þaö var mikiö rallaö á Húsavfk á laugardaginn. Húsavíkurrally: SIGURVEGARARNIR ÓKU Á ALFA ROMEO Ladabiinum var ekki breytt fyrir dóttir uröu samt i 2. sæti. keppnina á nokkurn hátt en þau Arni E. Bjarnason og Dröfn Björns- Saab 96/sem Garöar Eyland og Gunnar Gunnarsson óku, var i þriöja sæti. Húsavíkurra llið þótti takast með ágætum, en það fór fram á laugardaginn. Keppnin hófst klukkan 10 um morgunin, er sýslu- maður Þingeyinga ræsti keppendur og voru það 13 bílar, sem mættu til leiks. Sigurvegararnir eftir frá- bæran akstur voru Sigur- jón Harðarson og Sigurður Jörundsson á Alfa Romeo Tl 1300 með 18.38 mínútur í refsistig. I ööru sæti voru Arni E. Bjarna- son og Dröfn Björnsdóttir á Lada 1200 station með 19.45 min. i refsistig og haföi bflnum i engu verið breytt fyrir keppnina. Sýnir það að hægt er að ná góðum árangri i ralli á venjulegum bil- um. 1 þriöjasæti urðu þeir Garðar Eyland og Gunnar Gunnarsson á Saab 96 með 22.03 minútur i refsi- stig. Þeir vorumeð rásnúmer 13, en þrátt fyrir þessa tölu henti þá ekkert umtalsvert óhapp. Verölaun voru afhent á dans- leik i félagsheimilinu á Húsavik um kvöldið og þar voru einnig veitt sveitarverðlaun og fékk Saab-sveitin þau. Fjórir bilar hættu keppni vegna bilana og var þar á meðal hinn nýi Rally-Skodi Sverrir ólafsson- ar, sem fékk stein i bensintank- inn. Tveir bilar frá Húsavik tóku þátt i keppninni en annar varð að hætta vegna bilunar i girkassa. Hinn varð 7. i röðinni. Þeir félagar i Bifreiðaiþrótta- klúbbi Reykjavikur, sem tóku þátt I keppninni þakka félögum i Bifreiðaiþróttaklúbbi Húsavikur og öðrum sem aðstoðuðu við keppnina frábært starf og skemmtilega keppni. Vonast Reykvikingar jafnframt eftir að sjá menn að norðan oftar meðal þátttakenda, þegar rallikeppni fer fram. —SG Rally-Skodinn, sem margir áttu von á aö yröi meö þeim fyrstu.varö aö hætta keppni. TVÖ HUNDRUÐ OG ÁTTATÍU ATKVÆÐA SIGUR Spakvitrir pólitiskir atvinnu- menn, sem almenningur hefur hafnaö, haida þvi fram aö siö- degisblööin, eöa öllu heldur svo- nefnd siödegisblaöamennska, hafi ráöiö úrslitum kosning- anna. Þetta kemur manni spánskt fyrir sjónir, einkum þegar þess er gætt, aö aöeins einn flokkur var i framboöi fyrir annaö siödegisblaöiö — Dag- blaöiö, en enginn i framboöi fyrir hitt. Aftur á móti voru fjögur blöö I fullum gangi fyrir fjóra aöalflokkana, sem buöu fram I kosningunum. Ekki sást á málflutningi þeirra blaöa, aö stórir sigrar ættu aö fylgja I kjöIfariö.-Svo dæmi sé tekiö má nefna, aö Þjóöviljinn fór sér óvenju hægt, og svivirti næstum engan, enda var hann upptekinn viö að koma samningunum i gildi, þrátt fyrir niðurstöður helsta stjórnarflokks borgar- innar. Morgunblaöiö geröi sér fyrst og fremst tiörætt um inn- rætingu, en kannski hefur þvi ekki veriö trúaö, enda var um þetta leyti veriö aö bera siöasta bindi Ijóöasafns frá AB inn á fjögur þúsund heimili I landinu, sem staöfestiaö innrætingin var i lagi. Alþýöublaöiö kom varla fyriraugu nokkurs manns, enda hefur endurreisn þess tafist nokkuö — samt uröu nú Alþýðu- flokksmenn sigurvegarar I kosningunum — þeir einu. Tim- inn gerði sér tiöræddast um Auöhumlu aö vanda, en þaö dugöi ekki til, þvi aö nú sveik bændafylgiö Framsóknarflokk- inn I fyrsta sinn. Þetta er taliö hér upp tilað sýna, aö bæöi eru blöö misgefin til pólitiskrar bar- áttu, og næsta atkvæðalltil um vinsældir og áhrif. Hvaö siödegisblööin snertir er dæmiö um Dagblaöiö sönnun þess, aö þaö hefur bókstaflega engin pólitisk áhrif. Dagblaöiö veit ekkert um pólitik frekar en hiö merka rit Samúel, og þegar þaö hefur bein afskipti af þeim, færir þaö flokki sinum tvö hundruö og áttatiu atkvæöi. Stjórnmálaflokkurinn var hinn sérlegi pólitiski fulltrúi Dag- blaösins i þessum kosningum. enda birtust þar heilslður um flokkinn dag eftir dag fyrir utan fjölda kjallaragreina, en at- kvæöin uröu sem fyrr segir um tvö hundruö og áttatiu talsins. En Dagblaðinu þykir hólið gott, þegar þvi er kennt eöa þakkaö, aö svona fór i kosning- unum. Þaö er aö þvi leyti eins og sextug meykerling, sem sagt er upp i opiö geöiö á aö geti varla veriö meira en fertug. Sann- leikurinn er sá, aö menn kunna sáralltil skil á tapi sinu og sigr- um 1 pólitik, og auðveldast er aö kenna þaö einhverjum úti I bæ, eins og siödegisblööunum. Þrátt fyrir efnahagserfiöleika liefur fráfarandi rikisstjórn tekist aö halda einskonar góöæri i land- inu meö mikilli vinnu og mikl- um peningum. Jarmur og handapat andstæöinga hefur aldrei fleiri hlustendur en ein- mitt á slikum alvörulausum timum. Tvö hundruö milna landhelgi er t.d. mál, sem engu skiptir I kosningum, af þvi kjós- endur hafa vegna mikillar at- vinnu og mikilla peninga, efni á þvi aö sprella svolitiö. En Dagblaðiö er fullt af drýg- indum yfir þvi að hafa einhverju ráöiö um úrslit kosninganna. Aö eigin sögn er þaö þá ekki lengur eins óháö og þaö þóttist vera. Kannski þeir hjá Dagblaöinu : telji aö kjallaragreinar þess séu meö þeim áhrifamætti geröar, aö þær ráöi bókstaflega örlög- um þjóöar. Kannski væri rétt aö spyrja Dagblaöið, fyrst þaö ivann kosningarnar, hverjar lausnir þaö leggur til aö kosn- ingum loknum. Varla getur ver- iö nóg fyrir hiö viröulega siö- degisblaö aö vinna kosningar. Þaö veröur lika að vera viö þvi búiö aö vinna sigurinn, svo aö hiö pólitiska samhengi I skrifum ’ blaösins stansi ekki viö gagn- rýnina eina. En auövitað hefur Dagblaöiö engar lausnir. Þaö gapir bara upp I vindinn meö samsafn nesjamanna I kjöll- urum og tvö hundruö og áttatiu atkvæöa afrakstur, þar sem þaö beitti sér af alvöru I pólitikinni. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.