Vísir - 10.07.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 10.07.1978, Blaðsíða 13
v *■ ■ *V ,,7 / ,\*. **“+&* Mánudagur 10. júli 1978 Fiat X 1/9: „ekta” sportbill, með allt niður I sjö lltra eyðslu á hundraðið og bægtað taka þaktoppinn af og setja I farangursgeymsluna. ir og hastir, eins og oftast var áöur, og nú orðið er lagt meira upp úr þægind- um en áður var. Tökum sem dæmi Fiat Xl/9. Þetta er tvímæla- laust „ekta" sportbill, með vélina í miðjunni, eins og kappakstursbíll, og aksturseiginleikarnir í kröppum beygjum stand- ast samjöfnuð við marg- falt dýrari sportbíla. Hins vegar er vélaraflið ekki á við það, sem gerist i dýrari sportbilum. Vélin er „að- eins" 1.3 lítrar að rúmtaki, hestöf lin 73, en vegna þess, hve bíllinn er léttur og lág- ur, er hámarkshraðinn 170 kílómetrar á klukkustund og viðbragðið um 13 sek- úndur úr kyrrstöðu upp í hundrað. Vegna þess, hve bíllinn er lítill, er eyðslan litil, og vélin er hin sama og í Fiat 128, þannig, að þetta er ekki bíll, sem sligar buddu eigandans, en býður þó upp á eiginleika, sem aðeins „ekta" sportbíll getur búið yfir. Engu að síður hefur enginn svona bíll sést hér á götunum, en hér er hins vegar töluvert af mun dýr- ari og eyðsluf rekari „dreka"-tryllitækjum, sem margir hverjir geta vart talist meira en tveggja manna bilar, þrátt fyrir alla stærðina og þyngdina. Ekki þannig, að hér sé verið að amast við þessum bilum. En það er eins og vanti inn í myndina þá bíla, þar sem aksturseiginleikar eru meira metnir en „hrátt" vélarafl. Þótt Fiat Xl/9 hafi hér verið nefndur, vegna þess, að hann er einna ódýrastur og einfaldastur af „ekta" sportbílum á markaðnum, er til mikið úrval af sport- bilum, sem eru aðeins dýr- ari og mun kraftmeiri, en þó engir eyðsluhákar. Sem dæmi má nefna Triumph TR 7, þar sem þægindi og rými fyrir þá tvo, sem í hann komast, eru mjög ríkulega úti látin. Og fyrir þá, sem hafa gaman af opnum bílum, þá sjáldan, sem viðrar fyrir þá hér á landi, má nefna, að eina gerðin, sem enn er framleidd af Volkswagen- bjöllunni í Vestur-Þýska- landi, er 1303-blæjubíll. Og Fiat X 1/9 er ekki að- eins ekta sportbíll, hvað smertir aksturseiginleika og álla gerð, heldurer hægt að taka af honum þakið og setja það i „skottið", sem l er að framan. (Það er önnur farangursgeymsla að aftan). Og þeir, sem eiga erfitt með að sætta sig við að geta aðeins tekið með sér einn farþega, geta hugað að Matra Simca Bagheera, þar sem þrír geta setið hlið við hlið. Þrátt fyrir vaxandi framboð af „hálf"-sport- bílum, sem eru soðnir upp úr fólksbílum, og þakið lækkað eða haft aftursleikt til þess að fá fram sport- legri línu, hefur gengi „ekta" sportbíla aldrei verið meira austan hafs og vestan, kannski vegna þess, að þrátt fyrir sport- legt útlit „coupé"-bilanna, eru þessar linur orðnar svo algengar, að ekkert nema „ósvikinn" sportbíll getur uppfyllt óskir þeirra, sem hafa áhuga á sportbilum. Dæmi um þetta er það, að Porsche 928 skuli hafa verið valinn bíll ársins i Evrópu. I Bandaríkjunum harðn- ar samkeppni sportbila- framleiðenda stöðugt. Hér á bílasiðunni hefur verið sagt áður frá De Lorean DMC-12 sportbíl- um, sem þar kemur senn á markað, og nefna mætti fleira nýja bíla, sem þar munu koma á markað á næstunni. CHRYSLER m>Ki fóIfökull hf. Ármúla 36 - 84366 Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454. SIMCA 1508 er bíllinn sem farið hefur sigurför allt frá því að hann var kjörinn bíll ársins 1976 og varð fyrstur í næturrallinu í okt. 1977. Þetta er bíllinn sem vandlátir bifreiðakaupendur vilja eignast. Fimm dyra framhjóladrifinn fjölskyIdubíll. MARGFALDUR SIGURVEGARI! Lótið okkur sjó um að smyrja bílinn reglulega VW 1200 Golt Derby Passat Varjant Passat Auói oooo Audi 80 Audi 100 Audi 100 Avant OPIÐ FRÁ KL. 8-6. HEKLAhfi Smurstöð Laugavegi 172 — Simar 21240 — 21240.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.