Vísir - 12.07.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 12.07.1978, Blaðsíða 7
SÆLUREITURINN BREYTTIST í LOGANDI VÍTI Læknar eygöu litla lifs- von fyrir marga þeirra rúmlega 200 slasaöra sem skaðbrenndust/ þegar gasbíll sprakk í tjaldbúð- um sumardvalagesta skammt frá San Carlos de la Rapita á Miðjaröarhafsströnd Spánar. Sjónarvottar lýsa afleiðingum gasspreng- ingarinnar eins og eftir kjarnorkusprengju/ enda geta menn ekki gert sér fulla grein fyrir því enn, hve margir hafi farist í henni.— Lögreglan hélt í gærkvöldi 180 manns/ en björgunarmenn töldu í morgun/ að um 114 lik væru fundin. Slysiö vildi til, þegar fólk i tjaldbúöum lá i sólbaöi eftir hádegisverö, flest i baðfötum. Sentist þá gasflutningabillinn inn i tjaldbúðirnar likt og log- andi vigahnöttur. Þeyttust 1000 metra Eldsúlan gleypti sóldýrkend- urna, tjaldbúöirnar, bilana, tólf sumarbústaði og diskótek. Sprengingin skyldi eftir sig stóran gig i jörðinni, þeytti mannslikömum meira en 1.000 metra, og heyrðist langt að. — Froskmenn voru fengnir til að leita að likum i sjónum, en tjaldbúðirnar voru fast við ströndina. íbúar tjaldbúðanna voru flestir erlendir ferðamenn, V- Þjóðverjar, Frakkar og Hollendingar. Gasflutningabillinn, 38 smálestir, var með propylene- gas, sem er afar eldfimt. Sprengingin leiddi af sér keðjusprengingar i gastækjum tjaldbúðanna. Hlupu í vatn Þeir sem lifðu af fyrstu gjöreyðingarlogana hlupu vein- andi um og leituðu sér liknar af brennandi sviðanum i sundlaug- inni eða sturtum, en læknar segja, að margir séu i lifsháska enn með þriðja stigs brunasár. Hollenskur ferðamaður sagð- isthafa runnið á hljóðið og mætt fólki, sem var orðið skinnlaust. Hann taldi sig hafa dregiö 30 til 40 manns upp úr sjónum. Landi hans sagði: ,,Ég sá gasvagninn 180 taldir hafa faríst f gassprengingu í tjaldbúðum — 200 til viðbótar skað- brenndir og mörgum hugað líf renna eins og plóg i gegnum steinvegginn (sem umlék tjaid- búöirnar) og rifna. Gasið flæddi út eins og vatn. Sekúndum siðar höfðu eldar i tjaldbúðunum kveikt i gasinu, og allt skiðlog- aði.” Franskur gistivinur tjaldbúð- anna sagöist hafa séð kolbrennd lik, svört ásýndum, eins og hráviði um búðirnar. Spánverji, sem starfaði við búöirnar, sagði eftir á: „Fólk i ljósum logum hljóp i átt til vatns, en hörundið á þvi varð eftir. Ég ók tveim á sjúkrahús, en skinnið á þeim sat eftir á bilsætinu.” Belgiskur ferðamaður sagðist hafa nýlokið við að borða i sumarbústað sinum, ásamt konu og tveim börnum, þegar þau heyrðu tvær voldugar sprengingar. „Það var eins og logandi tunga út úr eldvörpu”. — Hann hljóp i átt til fjörunnar og dró son sinn á eftir sér, en fast á hælum þeim kom móðirin með dótturina. Feðgarnir sluppu án meiösla, en mæðg- urnar brenndust illa. Eins og sviðin gosstöð í Sandhólabúðunum, eins og staðurinn heitir, var um að lit- ast i morgun, eins og á gosstöövum. Allt sviðið og brennt, og dautt þar sem venjulega er iðandi lif litskrúðugra baðgesta. Sjónarvottar lýstu þvi svo, aö hjálp hefði tekið að berast tiu minútum eftir sprenginguna, en margir þeir, sem lifðu hana af, aðstoðuðu hina bágstöddu aö komast á sjúkrahús. — En það leið ein og hálf klukkustund áður en slökkviliöiö kom á vettvang, og urðu slökkviliðs- menn að dæla vatni úr sjónum á logana. í trjálundinum, sem Sandhólabúðir stóðu við, fund- ust i morgun nær 80 bilar d v a 1 a r g e s t a n n a , allir brunahrúgur. Af nylontjöldun- um sást auövitað ekíci tangur né tetur, nema álhælarnir. Sprengingin i dráttarvagni gasbilsins.þeytti bilnum sjálfum inn i matsölustað, sem stóð við sundlaugina, en nokkrum min- útum fyrr hafði sundlaugin ver- ið morandi i fólki. — Ein litil telpuhnyðra slapp einungis vegna þess aö hún gekk útúr búöunum til issjoppunnar til að svala sér á ispinna. Senda hjólp Ræöismenn V-Þjóðverja, Frakka og Hollendinga voru komnir á slysstaðinn i morgun, naumast en gátu ekki lagt til lista með nöfnum hinna látnu. — V- Þjóðverjar munu senda tvær flugvélar i dag meö læknum og hjúkrunarliði. Svisslendingar ætla einnig að senda hjálp. Gastankbillinn var á leið frá Tarragona, skammt frá bað- staðnum, til hreinsistöðvar inni i miðjum Spáni. Ekki er vitað, hvað slysinu olli, en svo virðist, sem billinn hafi oltið i beygju og á steinvegg, sem umlykur búð- irnar. En slik var feröin, að veggurinn náði ekki að stöðva hann, svo að hann sentist inn i búðirnar. Sandhólabúðir höfðu gisti- rými fyrir 260 manns, samkvæmt leyfi þess opinbera, en sjónarvottar töldu að þar hefðu verið i gær að minnsta kosti 400 manns. Kjörkassi undir strangri vernd i kosningum I Suöur-Amerfku, en þessa dagana stendur einmitt yfir talning atkvæða Ur forsetakosn- ingum Boliviu og ýmsir erlendir áhorfendur oröiö til þess að hefja upp raust sina um að stórfelld kosningasvik hafi verib höfð þar I frammi. Breskir kommúnistar áhyggju- fullir vegna réttarhaldanna Málgagn breska komm- únistaflokksins „Morgun- stjarnan" lét í Ijós í leiðara sinum i morgun áhyggjur vegna réttarhaldanna yfir tveim forkólfum sovésku andófshreyfingarinnar. 1 forsiöuleiðara skrifar blaöið, að réttarhöldin yfir Anatoly Scharansky og Alexander Ginz- burg „væri mikiö áhyggjuefni öll- um vinum Sovétrikjanna”. Blaöiö segir, aö ekki sé unnt að réttlæta lög, sem notuð séu til þess að saksækja andófsmenn, og „notkun þeirra setur alvarlegar takmarkanir á lýðræðisleg rétt- indi manna”. Og en heldur blaðiö áfram: „Þai' er slik kúgandi afstaða gagnvart andófsmönnum sem hefur veitt afturhaldsöflunum kalda striðsins það tækifæri sem þau hafa beðið eftir.” SYNDA FRÁ KÚBU TIL FLÓRIDA Sextíu og fimm ára gamall Bandaríkjamaður er lagður af stað í 90 milna langan sundsprett frá Kúbu til Flórida/ hvattur áfram af Fídel Castro/ Kúbuforseta. Walter Poenisch sagöi frétta- mönnum, að hann byggist viö þvi að „friðarsund” hans gæti tekiö um 35 klukkustundir. Vildi hann túlka þessa þaut sina sem tákn sem vinskaparviðieitni milli Kúbu og Bandarikjanna. Takist honum ætlunarverkið, verður það i fyrsta sinn, sem nokkur syndir þessa hákarlaslóð til Flórida frá Kúbu. Poenisch er reyndur maraþonsundmaöur og samkvæmt heimsmetabók Guinness á hann heimsmetið i lengsta sjósundi manna 122.5 mil- ur, sem hann synti 1976. Hann lagöi af staö frá Havana i gær eftir klukkustundarskraf við Castro sem fylgdi honum á'eiðis i báti.en heill floti smábáta ýtti úr vör með Poenisch. NYTTBMÐ Ninon rak skóla í ástum í París Lostafullt kyn- svall liðinna kynslóða María Mey og börnin í Fatíina I KOMPLEX - eftir B. Bragason I VEÐMÁLIÐ-e/o'r A. Tsékhov FEITASTA FÓLK VERALDAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.