Vísir - 12.07.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 12.07.1978, Blaðsíða 9
.9 Guðmundur Guömundsson skrif- ar: Ég skora á nýja ráðamenn i Reykjavik, og væntanlega vinstristjórn, að láta kanna rekst- ur þeirra stofnana sem tvisvar eöa jafnvel þrisvar á ári hverju krefjast sifelldra hækkana. Þar á ég helst við Rafmagns- veitur Reykjavikur og rikisins, einnig er full ástæða til að kanna rekstur Hitaveitunnar, sem ásamt áðurnefndum Rafmagns- veitum er si og æ að fara fram á hækkanir á afnotagjöldunum. Þá er nú Orkustofnunin einn að- ilinn, sem mætti taka til athugun- ar, ásamt Vegagerð rikisins. Þessar tvær stofnanir hafa gert sig seka um óhóflega notkun „bilaleigubfla” t.d. voru margir bflaleigubflar I stöðugri notkun við Kröflu og jafnvel látnir standa þar, meðan starfsfólkið fór i páskafri, i 4-5 daga. Engum datt I hug að skila bilunum til bilaleig- unnar. Vegagerðin notar bilaleigubila miskunnarlaust, og eru dæmi þess að maður, sem leigði 2 bila til Vegagerðarinnar gat á næsta VERÐHÆKKANIR OG , BRUÐL MED ALMANNAFE ári keypt sér 2 nýja Bronco-jeppa, sem hann svo aftur gat leigt Vegagerðinni fyrir enn hærra gjald. Það eru mörg slik dæmi til, og það virðast allir vita um þetta nema ráðamennirnir I borg og hjá riki. Fólk er orðið þreytt á eilifu hækkunarvæli frá þessum stofn- unum. Þetta verður að hætta og það tafariaust. 1 Laugarásnum er nú loks að rlsa kirkja... ...og ekki svolangt frá rls önnur, en það er kirkja Langholtssóknar. TVÆR KIRKJUR RISA Kristinn óskarsson skrifar: Nú þjóta upp I bænum tvær kirkjur og er ekki að sjá að til byggingar þeirra skorti nokkurt fé. Þeir I Laugarásnum hafa nú gert skurk i sinum bygginga- málum og er það vel, að ibúar Laugarássins skuli loks hafa eignast fé fyrir sæmilegri kirkju. Þá hefur byggingu Langholtskirkju miðað bærilega sýnist manni og I Timanum 11. júli er frétt af þeim málum. Segir þar i fyrirsögn að milli- sperrur vegi 53 tonn. Er ekki að efa að það muni vera guði til velþóknunar, þó hann hefði eflaust sætt sig við einu tonni minna eða svo. blaöburóarfólk óskast! BERGSTAÐASTRÆTI Hallveigar- stigur Ingólfstræti. KIRKJUTEIGUR Hraunteigur, Otrateigur, Sundlaugarvegur LJÓSHEIMAR Gnoðavogur. TJARNARGATA Bankastræti Lækjargata, Suðurgata. í AFLEYSINGAR HAGAR Fornhagi, Lynghagi Tómasarhagi. MIKLABRAUT Miklabraut, Miklatorg VISIR Afgreiðslan: Stakkholti 2-4 Simi 86611 SEM VANDAÐ ER TIL SKATABUÐIN SERVERSLUN FYRIR FJALLA- OG FERÐAMENN. SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045 Rekin af Hjálparsveit Skáta Rcykjavik LÚÐRASVEITIN SVANUR UNGLINGADEILD er á förum til Danmerkur með fjölbreytta efnisskrá. í kvöld kl. 20.30 gefst okkur tækifæri tii að hlýða á hana i Menntaskólanum vif Hamrahlið. MIÐASALA VIÐ INNGANGINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.