Vísir - 26.07.1978, Síða 11
Hækkanir bráða-
birgðarikisstjórnarinn-
ar
Margir Sjálfstæðismenn eru
standandi hissa á hækkunum
þeim sem dunið hafa yfir eftir
kosningar. Vefst það mjög fyrir
mönnum að fá heila brú i það
hvað sjálfstæðismönnum I rikis-
stjórninni gangi til með þvi að
taka á sig slikar hækkanir i stað
þess að eftirláta væntanlegri
stjórn slik verk.
Hafa menn helst skilið málið
svo, að þessar ráðstafanir séu
beinlinis lifsnauðsynlegar og sé
rikisstjórnin fyrst og fremst að
svara þeirri ábyrgð sem á henn-
ar herðum hvili. A hinn bóginn
er ekki hægt aö verjast þeirri
hugsun, aö ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins telji, að rikis-
stjórn verði ekki mynduð án
þátttöku Sjálfstæðismanna og
sé þvi eins gott aö reyna að
halda þjóöarbúinu i horfinu svo
verkefni nýrrar rikisstjórnar
veröi henni ekki of erfiö.
Fundurinn i kvöld
myndin þarfnast ekki skýringar.
1 kvöld efnir Heimdallur til
fundar um stöðu Sjálfstæðis-
flokksins i nútið og framtið. A
þessum fundi munu m.a. sitja
fyrir svörum Geir, Gunnar og
Aibert auk fleiri forystumanna.
Er ekki aö efa aö heitt verður i
kolunum og vekur athygli, að i
auglýsingum um fundinn er ein-
ungis SJALFSTÆÐISFÓLKI
boðið tii hans og er blaðinu
kunnugt um, að til stóð að hafa
meðþvi nákvæmt eftirlit hverj-
ir kæmu þótt frá þvi hafi verið
horfið.
-ÓM/Gsal.
• . rn • _ ;_;_
vXSllt Miðvikudagur
26. júli 1978
Sjálfstæðismenn tala
mikið saman þessa
dagana og reyna for-
ystumenn mjög að
styrkja stöðuna eftir
kosningaósigrana.
Einkum munu þeir
skrafhreifir Geir
Hallgrimsson og Gunn-
ar Thoroddsen að
ógleymdum Albert
Guðmundssyni.
Hefur Geir nú nýverið haldið
fundi með stiórnum hverfafé-
laganna i Reykjavik og einnig
stjórnum ýmissa félaga i þvi
skyni að leyfa fólki að „blása
út”.
Er Geir sagður vera búinn aö
áttasig á veikri stöðu sinni þótt
menn telji ekki að timi um-
skipta i formannssætið sé kom-
inn enda hefurekki verið bent á
annan i Geirs stað.
Gunnar Thoroddsen hefur
mikið „snúið ski'funni” siðustu
vikur og boðað menn á sinn
fund. Sækist hann af fullum
krafti eftir varaformannssætinu
og formanni þingflokks. Þá hef-
ur hann fullan hug á ráðherra-
embætti ef til kemur. A þing-
flokksfundi Sjálfstæðisflokksins
isiðustuviku varætlun Gunnars
að formaður þingflokks yrði
kosinn eins og venja er á fyrsta
fundi eftir kosningar. Var hon-
um tjáð að sllkt kæmi ekki til
greina. Að visu kæmi til greina
að hann yrði áfram formaður
þingflokksins en þá með þvi
skilyrði, að hann sæktist ekki
eftir ráðherraembætti og gæfi
varaformannssætið eftir. Það
væri þvi ekki hægt að útkljá
málið fyrr en ljóst væri hvort
Sjálfstæðisflokkurinn tæki þátt i
stjórn.
Gunnarsmenn i þing-
flokknum
Eins og sakfr standa bendir
allt til að Gunnar sé undir i
þingflokknum. Hinn harði
Gunnarskjarni þar sem eru þeir
Þorvaldur Garðar, Pálmi á
Akri, Friðjón Þórðarson og
Oddur ólafsson stendur óbifað-
ur. Þá koma hinir „sjálfstæðu”
Sjálfstæðismenn, Albert Guð-
mundsson og Jón Sólnes, sem
Blaðamennirnir Gunnar Salvarsson
og Oskar Magnússon skrifa:
Oft kemur óveður
í endaðan þey
HÉR SEGIR AF SJÁLFSTÆDISFLOKKI
erfitt er að segja nokkuð ákveð-
ið um. Um nýliðana, Eggert
Haukdal, Jósef Þorgeirsson og
GuðmundKarlsson er ekki hægt
að fullyrða og Lárus Jónsson
rær einn á báti en verður þó að
teljast liklegur Gunnarsmaður.
Staða Gunnars Thoroddsen
úti á landi er EKKI talin neitt
veikari en i Reykjavik og t.d. á
Vestfjöröum er hannfrekar vin-
sæll. Eru menn þar ánægðir
með hvernig Gunnar tók á mál-
um i' svokallaðri Vesturlinu og
varðandi Orkubú Vestfjarða.
Nú segir af Albert
Af Albert Guðmundssyni er
það að segja, að hann telur sitt
tækifæri vera nú eða aldrei.
Ætlar hann sér i varaformanns-
sætið og ef hann fyndi meðbyr
væri hann vis til að fara á móti
Geir I formannssætið. Ekki er
hægt að tala um neina Alberts-
menn i' þingliðinu og ekki er
Gunnar Thoroddsen talinn
styðja við bakið á honum. Er
ekki heldur vitað um nokkurn
þingmann sem vill' Albert
fyrir ráðherra.
Hefur Albert haft sig allmikið
i frammi, hóað i menn og lýst
yfir þvi, að hann ætli að taka
yfir hverfafélögin en styrkur
hans er mikill i stjórnum þeirra.
Eins og kunnugt er, hafa ýms-
ir Sjálfstæðismenn látið I ljósi
þá skoðun, að við stjórnvölinn
þurfi sterkan mann. Hvort Al-
bert fullnægir kröfum manna i
þeim efnum skal ósagt látið, en
á þaö bent, að hann var efstur á
listanum i Reykjavik og flokk-
urinn beið afhroð. Kann það að
veikja stööu Alberts.
Oti á landi eru menn alls ekki
á einu máli um styrk Alberts
einsog haldið hefur verið fram.
Er alls óvist að staða hans sé
nokkuð veik þar þrátt fyrir ein-
dreginn stuðning hans við mál-
efni Reykjavikur. Þykir lands-
Ellert og Friðrik — tveir úr hópi yngri manna I Sjálfstæöisflokki
sem hafa brett upp ermarnar.
byggðarmönnum það ofur eðli-
leg afstaða enda eiga þeir sliku
aö venjast af sinum þingmönn-
um og ætlast beinlinis til þess af
þeim aö þeir láti málefni sins
kjördæmis hafa forgang.
Stríðandi fylkingar að
sameinast?
Núer komin upp sú staða, að
allmargir yngri menn, sem hafa
veriðsundraðir siðan i kringum
Egilsstaða-þing SUS 1973 eru
farnir að hittast og hyggjast
gri'pa til sinna ráða. I þessum
hópi eru m.a. báöir ungu
borgarfulltrrúar Sjálfstæðis-
flokksins þeir Davið Oddsson og
Markús örn, þing mennirnir
Ellert B. Schram og Fríðrik
Sophusson og meðal annarra
nafna má nefna Birgi Isleif
Gunnarsson, Ólaf B. Thors,
Ragnar Kjartansson nýkjörinn
formann skipulagsnef ndar
flokksins, Jón Magnússon for-
mann SUS og Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson framkvæmdastjóra
fulltrúaráðsins.
Hefur hópur þessi hist all oft
en ekki komiö sér niður á ákveð-
inn tillögugrundvöll. Þó hafa
fulltrúar hópsins verið sendir á
fund Geirs Hallgrimssonar til
að gera honum grein fyrir til-
veru þessa hóps og að hann
muni gera ákveðnar kröfur um
skipan flokksmála.
Það vekur nokkra athygli, að
Birgir ísleifur skuli taka þátt i
slikum flokkadrætti, en hann
hefur forðast slikt hingað til, en
þess ber að geta að hópurinn
starfar við hliðina á hinni svo-
kölluðu breytinganefnd, sem
Birgir Isleifur er formaður
fyrir.
Er alls óvist hvort þessi hópur
muni ná endanlega saman en
reiknað er með að þeir muni
gera kröfu um, að tillit verði
tekið til þeirra sjónarmiða við
val varaformanns. Auk þess
mun það krafa hópsins, að sett
verði á stofn sérstök stjórnunar-
nefnd, sem starfi fram að lands-
fundi.
Spurningin um lands-
fund i haust
Þessari spurningu hafa Sjálf-
stæöismenn mikið velt fyrir sér
og sýnist sitt hverjum.
Albert Guðmundsson sér sér
hag i þvi að halda landsfund i
haust á meðan óróleiki er enn i
loftinu. Geir Hallgrimsson er
andvigur landsfundi i haust og
liklega Gunnar Thoroddsen
einnig.
Innan hópsins sem nefndur
var áðan munu skiptar skoðanir
en væntanlega meirihluti sem
vill halda fundinn I haust.