Vísir - 28.07.1978, Side 6

Vísir - 28.07.1978, Side 6
Kennarar — Kennorar íþróttakennara vantor við grunnskóla Patreksfjarðar ó komandi vetri. íbúð fylgir storfinu ef óskað er. Nónari upp- lýsingar gefur Gunnor R. Pétursson í síma 94-1367 Patreksfirði i l blaöburöarfólk óskast! BERGÞÓRUGATA Frakkastigur Kárastigur KÓP. AUST.I-B Birkigrund Furugrund Langabrekka ÞÓRSGATA Freyjugata Njarðargata Lokastigur Afleysingar LEIFSGATA Fjölnisvegur Mimisvegur Þorfinnsgata BÚÐIR II GARÐABÆ 4/8 — 10/8 Asparlundur Hliðarbyggð Þrastarlundur VÍSIR Afgreiðslan: Stakkholti 2-4 Simi 86611 SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir AUSrURSTRÆTI 6 SÍMI12644 HXNWX*WWXNj: í Frœðslu- og leiðbeiningarstöð ^ Ráðgefandi þjónusta fyrir: $ Alkóhólista, | aðstandendur alkóhólista og vinnuveitendur alkóhólista. * SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ % Fræðslu- og leiðbeiningarstöð $ ? Lágmúla 9, simi 82399. S 'tWWWWWWWWWWWWWWWWXWWWWWW* Móöir okkar Guðbjörg Erlendsdóttir andaöist þann 25. júli aö heimili sInu,Ekru,Stöövarfiröi. Jaröarförin auglýst siöar. Börnin. Föstudagur 28. júli 1978 VÍSIR Umsjón: Guömundur Pétursson U SJÓRÆNINGJAR VAÐA UPPI Á SUÐUR-KÍNAHAFI Tveir gamlir og silalegir fiskibátar fóru á hægri togferð á dögunum undan strönd Thai- lands eina tunglbjarta nótt, þeg- ar þeir sáu skyndilega liöa I átt- ina til sin tvo skugga og fylgdu þeim mótorskellir. Kimlieng Phonsawat, skip- stjóri annars bátsins, beið ekki þess, aö gestirnir kæmu nógu nærri til þess aö kennsl mætti bera á þá. Heldur fyrirskipaöi liann, aö höggvið skyldi á tog- kaölana og vörpunni sleppt, um leiö og liann setti á fulla ferö og tók stefnu á Ko Kut-eyju. „Ég heyröi á vélarhljóðinu, að þetta var 300 hestafla mótor- ar,” sagði hann eftir á. „Þegar annar þeirra sigldi fram meö okkur, dundi á okkur skothrlð- in.” Þri'r af áhöfn Kimhengs féllu, en þá bar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum I sund- ur með þeim og árásarbátnum. Kimheng komst heill á húfi til hafnar en snéri daginn eftir á veiðisvæðið að leita að hinum bátnum sinum. Þrir slæddu upp h'k þriggja háseta, en hinir fjór- ir og togbáturinn voru horfnir. Það eru ekki margir, sem lifa tilfrásagnar af sjóræningjunum þarna i' álum Suður-Kinahafs. En þeir eru orðnir svo aðgangs- harðiri að til stórvansa er. Hafa bæði verslunarskip og fiskibát- ar orðið fyrir barðinu á þessum óþjóðalýð, alla leiðina frá Malaysiu til Filipseyja. Sjó- ræningjar frá Sumatra láta greipar sópa i strandferðaskip- um og fiskibátum i sundum Malacca. Aðrir ránfulgar frá Malaysiu og úr röðum Rauöu- khmeranna i Kambodiu steypa sér yfir flóttamannabátana frá Vietnam á leið þeirra út úr Thailandsflóa. Svoer komið, að eitt japanska skipafélagið hefur skipað skip- stjórum sinna skipa, sem sigla til Indónesiu, að taka heldur á sig krók vestur i S-Kinahaf en sigla suður fyrir Filipseyjar, þar sem úir og grúir af sjóráns- skútum. — Skemmtiferðaskip sem halda uppi ferðum frá Hong Kong og Thailandi til Bali, eru hætt að sigla i gegnum Celebessjó. Þessir nútimasjóræningjar sigla ekki á segldjúnkum með sverð á lofti, eins og gerðu for- verar þeirra. Þeir eru á hraö- bátum, vopnaðir hriðskotariffl- um og handsprengjum og jafn- vel skriðdrekabönum og sprengjuvörpum. Uppáhalds- fórnadýr þeirra eru fiskibátar, ferjur, smærri strandferðaskip og skemmtisnekkjur, sem eru i förum þarna á sundunum milli eyjanna. Ránsfengurinn er allt milli himins og jarðar, allt frá fiskförmum upp i hátollaðan varning. „Græðgi þeirra er hreint lygileg,” sagði einn embættismanna Malaysíu. Einum sið halda þessir nýju ræningjar eftir frá tið forvera sinna, og þaðerað neyða fórna- lömbin til að ganga á planka út fyrir borðstokkinn og i sjóinn. Af þeim 500 ógæfusömu sálum, sem sættu árásum sjóræningja frá Trat og Chantaburi (i Thailandi) i fyrra, drukknuðu meira en 300. Þessi uppgangur sjórána i Suðaustur-Asiu þykir vera óskilgetið afkvæmi Indókina- styrjaldanna. Við striðslokvoru eftir birgðir vopna, sem ýmsir reyndu að gera sér fé úr með sölu á tombóluverði. Samtimis jókst fiskiðnaður Thailendinga mjög aö umsvifum, enda fiski- floti Vietnama I sárum, en Thailendingar urðu að láta fiskiskip sin sækja æ lengra og legra til hráefnisöflunar. Verð á sjávarafurðum þrefaldaðist, og einhverjir fiskimenn uppgötv- uðu þá hagnýtu staðreynd, að auðveldara var og gróðavæn- legra að ræna einfaldlega fisk- förmunum, en hafa fyrir þvi að afla þeirra. Var þá ekki að sök- um aö spyrja eftir það. Gróskan hefur siðan verið slik i sjóránsbransanum, að viking- arnir hafa fært sig æ meir upp á skaftið. Þeir hafa jafnvel reynt uppgöngu stórum hafskipum. í Sulu-sjó reyndu tveir vopnaðir hraðbátar að króa 4.837 smá- lesta Liberiuskip af, en það var „Rio Colorado”. Skutu þeir sundur „lensportin”, en Rio Colorado slapp. Fyrir nokkrum mánuðum strandaði flutninga- skip frá Panama á Sulu-eyju, eftir að s jóræningjar höfðu eyði- lagt vita, siglingamerki og lóran-sendistöðvar isundinu. Að hinu strandaða skipi dreif sfðan slikt ger af sjóránsdöllum að til þurfti flugher Filippseyja að stugga viðþessum veiðibjöllum. Hvergi er þó meiri hætta á sjóránum en I hinu umdeilda „einskismannslandi” undan héraðinu Trat i Thailandi, en það er við landamæri Kambódiu Þar hafa fiskimenn átt yfir höfði sér árásir sjósóknara Rauðu'khmeranna. Yfirvöld i Kambodiu hafa nánast lagt opinbera blessun sina á þessa framtakssemi Rauðliðanna, þvi að stjórnin i Phnom Penh, eins og nokkrar aðrar rikisstjórnir á þessum slóðum, hefur einhliða lýst yfir 200 milna landhelgi i Thailands flóa og út af honum. Tiu thailenskir fiskimenn voru drepnir i einni slikri árás undan Ko Kut-eyju i siðasta mánuði. Thailandsstjórn veigrar sér að visu við að æsa Kambodiu upp til hernaðarátaka, en hefur samt eflt strandgæslu sina við landamæri Kambodiu. Thailenskum fiskimönnum hef- ur og verið lofað flotavernd við veiðarnar á miðunum, sem liggja aö landhelgi Malaysiu. Malaysia hefur sjálf áætlanir á prjónunum um kaup á 30 varðbátum og fjórum land- helgisflugvélum til þess að berja niður sjóránin. Stjórn Filipseyja hefur skipað allri skipaumferð að taka stefnuna eftir fyrirfram ákveðnum siglingaleiðum, sem floti Filips- eyja hefur siðan strangar gætur á. Það hefur ekki tekist að hafa hendur i hári nema örfárra sjó- ræningja, og yfirvöld kviða þvi, að það gæti tekið mörg ár aö finna þá flesta. ólikt þvi, sem tiðkaðist á dögum Svartskeggs sjóræningja og Kidds skip- stjóra, þá hafa nútimasjóræn- ingjar ekki fyrir þvi að kynna sig. Eins og einn lögregluforingi iThailandi orðaði það: „Ef þeir bara vildu vera svo vænir að draga hauskúpufánann að húni, þá ..” (Time, 31. júlí.) ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti Sími 10966

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.