Vísir - 28.07.1978, Page 8

Vísir - 28.07.1978, Page 8
8 Eftir að Bob Marley skaust til stjarnanna með lagið I shot the Sheriff hefur lögreglan í Bandaríkjunum löngum haft horn i síðu hans. Nýlega var Bob að skokka i lystigarðinum við heimili sitt og gengu þá í veg fyrir hann lög- regluþjónar búnir al- væpni. Bob kunni auð- vitað ekki við annað en að stoppa og spyrja hvort nokkuð væri i veginum, rétt eins og það væri ekki augljóst mál. En lögreglumenn eru eins og allir vita allra vænstu skinn ef rétt er að þeim farið og létu þvi garparnir vopnin siga og gerðust brosleitir. Spurðu þeir Bob hvort nokkuð væri nýtt á nál- inni hjá honum. Reynd- ar, sagði Bob, nokkru rólegri og gaf þeim hvorum sinn miðann að tónleikum sem hann ætl- ar að halda á næstunni i Kingston's National Stadium. Þeim sem höfðu ein- hverjar áhyggjur af því að hin 13 ára gamla Brooke Shields léki í nektaratriði í sinni fyrstu mynd getum við sagt til hugarhægðar að það verður enginn slíkur ósómi i næstu myndinni sem hún leikur i. Nýja myndin heitir Wanda Nevada og leikur Brooke söngkonu Wöndu að nafni sem flýr frá Nevada í vestur með f járhættuspilara sem Peter Fonda leikur. Pet- er stýrir einnig leiknum í myndinni og er Brooke mjög ánægð með hann. ,,Peter er fyrsti leik- stjórinn sem er einnig góður vinur minn," seg- ir hún og bætir svo við af barnalegri rökvisi ,,það er kannski af því að hann á sjálfur börn." Það brakar i kjálkum Þvi hefur verið haldið fram að Ann Margaret sé annt um að öllum óviðkomandi verði hald- ið frá upptökustaðnum, þar sem verið er að taka upp nýjustu mynd henn- ar, og það helst i mikilli f jarlægð. Þetta hefur þótt heldur skrítið þar sem Ann Margaret hef- ur hingað til verið talin hin þýðasta í viðmóti. En ástæðan fyrir þessu háttalagi hennar er talin sú að Ann er svo forljót I myndinni að hún viljl ekki að neinn sjái hana nema í brýnni neyð. En auðvitað visar Ann þessu öllu á bug og segir að reyndar sé hún Ijót I myndinni þar sem hún sé óförðuð og hárið ekki lagt að neinu ráði. En hún ráði þvi ekki hverj- um verði leyft að fylgj- ast með upptökum, f ramleiðandinn ráði þvi. Ann var spurð að þvi hvort hún hefði jafnað sig á slysinu sem hún lenti i fyrir nokkrum ár- um. Svaraði hún ’þvl hlæjandi að hún væri al- veg stálhraust en ekki laust við að vægur skjálfti væri stöðugt í hægri handlegg, já, og svo brakaði stundum hátt í kjálkaliðnum þeg- ar hún tyggði steik. Só sem skaut lögguna fólk Brooke Shields i nýrri mynd / ' 9 f »

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.