Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 9
9 vism Laugardagur 29. júli 1978 SPURT A GÖTUNNI Ef þú lentir á eyðieyju, en fengir að óska þér þriggja hluta, hvers mundir þú þá óska þér? Gunnlaugur Viöarsson, átta ára Fyrst mundi ég óska þess, aö ég fengi hús, ef þetta skyldi nú vera köld eyja eins og Island. Siöan mundi ég óska eftir vinum tíl aö leika viö. Þaö er ábyggilega leiö- inglegt aö vera nokkurs staöar án þess aö eiga vini. Svo mundi ég lika vilja fá fótboltavöll og fót- bolta — og pumpu til aö pumpa 1 boltann ef hann springur. Mér þætti ágætt aö lenda á eyöieyju. Robinson Crusoe geröi þaö, og hann var ofsalega skemmtilegur. Þá þyrfti ég heldur aldrei aö fara i skólann aftur. Mér finnst eiginlega allt hundleiöinlegt i skólanum nema reikningur og leikfimi. Andrés Andrésson, endurskoö- andi Ég mundi náttúrulega súpa seyöiö af þvi allt lifiö ef ég yröi þannig á flæöiskeri staddur. Ætli ég mundi svo ekki óska eftir brauöhleifi, skera einfaldlega endana af og borða siöan enda- laust brauö. Þaö ætti aö nægja. En úr þvi þiö eruð að ómaka ykk- ur aötalaviöskarfeinsog migvil ég koma á framfæri almennri óánægju allra hér með likið sem hangir á stöng úti i hólmanum. Vér andmælum allir. Það er ekki lengur hægt að skreppa þangaö á sunnudögum með ungabörnin, og er þá fátt eftir sem unnt er að gera sér til hátiðabrigðis. Velget- ur verið, að Dracula hafi haft gaman af aö borða nestið sitt innan um lik á stöngum, en mér finnst það hreint ekki huggulegt. Bragi Jónsson, stöðumælavöröur Fyrst af öllu mundi ég biðja þess lengstra orða að tvennt yrði á eyjunni, og annað okkar væri kona. Nú, svo væri voða gaman að hafa eina góða að súpa á, þó að ég sé alls ekki drykkfelldur. Þriöju óskina mundi ég nota til aö biðja um að ég yröi bara sóttur fljótlega. Ég held að mér fyndist alveg nóg að hirast á þessari eyju i nokkra daga. En konuna og bokkuna mundi ég auðvitaö taka með mér hvert sem ég færi. Guðrún Birna ólafsdóttir, fóstru- nemi Ef svo færi, væri óskandi að . einhver ungur og sætur álpaöist til aö lenda þar lika, þvi að ekki vildiégveraeinað flækjast. Næst væri gott aö fá bát, sem ég gæti notaö i skemmtireisur með gæj- anum I kringum eyna. Ég veit ekki hvað húri á að vera auð þessi eyðieyja, en ef þar væru til dæmis engin tré mundi ég óska þess sið- ast að fræ kæmi fljúgandi svo að viö gætum faxið að sá. Hver veit nema kæmi upp eplatré, og þá væri þetta eins og i paradis. KROSSGtfTAN i þtáff l I Sti'Tnk I Þ^Ki-h 'fMQb KÚfuft G*.É£> Birts. SNíMMR, HJ'ffLP \ í M£li> i ÍKyN6THÍ 4> Sv'iKJR ~rbv<v 0*6. l£& w SLiaQ*H H/ÍE/NjfiP HNffPPff Ky/?/?£> TTöfT^ rs&ufJc VHÖrTft- ME-0 h, SMPt-, oeiLwz Wf ILHC> ST/nn GROff SlG stél þHiriCr l£— KVLf*R, OL- fESI SRIWAIS pgyxn- fÉLLCft Vl Ð' XV/£M /ilETfí fok i rJÍfc-. 1 II SffNN- Lf.HKnH LffuSN J liiNDI • , fLJÓTj IÐ j 1 j r? STPf- NOjff mm[ ‘fíNéuy fídi SPIL TRE4> HtfÆfDA HLut- fíNff KONIA -y Kft'plfO KffPff T/T/ll TfíLff DOTT/tf -4- \L/PiaR MRThR óoM STfffnR. IA.PP- OltlP m r ELDHÖSINU Glóðaður lax með dillsmjöri Uppskriftin er fyrir 4 4 sneiðar (250 g pr. stk) lax matarolia 2 tesk. salt safi úr 1/2 sitrónu Dillsmjör: 50 g smjör 1 búnt dill salt pipar 2 tesk. sitrónusafi Dillsmjör: Hrærið smjörlikið lint. Blandið I það fintsöxuðu dilli, salti, pipar og si'trónusafa. Hreinsið laxinn og skerið hann i sneiðar. Penslið hann með oliu og stráiö salti yfir. Setjiö sneiðarnar á glóðarrist og glóð- ið (grilliö) i 5-10 min. alls. Dreypið sitrónusafa yfir sneiðarnar eftir glóðun Beriö laxinn fram með glóðuð- um kartöflusneiöum(dillsmjöri og hrásalati.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.