Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 10
10 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjori: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ’ ur Petursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir. Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrcn Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes. Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hónnun: Jón Oskaj Hafsteinsson, Magnús Olafsson. » Laugardagur 29. jiill 1978 VISIR Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor Dreifingarstjóri: Sigurður R Petursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjaid erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakið. Fæstir höfðu í upphaf i trú á, að tilraun Benedikts Gröndals til myndunar vinstri stjórnar myndi heppnast. Fyrirfram var Ijóst að of mikið djúp var staðfest á milli Alþýðuf lokksins og Alþýðu- bandalagsins í málefnalegu tilliti til þess að samstarf þeirra gæti heppnast. Og formaður Alþýðu- flokksins hefur látið málefnin ráða. Lúðvík Jósepsson hefur nú sprengt tvær stjórnarmyndunar- tilraunir. Hann komst auðveld- lega hjá því að hefja viðræður um nýsköpunarstjórn með því einfaldlega að segja, að Alþýðu- bandalagið gæti ekki vegna mál- ef naágreinings starfað með Sjálfstæðisflokknum. I sjálfu sér áttu sömu rök við um Alþýðu- flokkinn, enda hefur hann tekið upp mjög svipaða stefnu og Sjálfstæðisf lokkurinn. Alþýðubandalagið var hins vegar knúið til aðtakaboði Bene- dikts Gröndals um vinstri við- ræður. Það var mat f lestra að Al- þýðubandalagið hefði ekki áhuga á slíkri stjórn nema ná bak- samningum við Framsókn um að einangra Alþýðuf lokkinn. Það tókst ekki og því var vandi við- ræðunefndar Alþýðubandalags- ins i því fólginn að finna rétta punktinn til þess að sprengja á. Það hefði verið mjög óklókt að láta stjórnarmyndunarviðræður stranda á ágreiningi um varnar- liðið. Það hefði verið yfirlýsing af hálfu Alþýðubandalagsins um að það kæmi ekki nú né í náinni framtíð til greina við stjórnar- myndun. Þetta atriði var því aldrei gert að raunverulegum ásteytingarsteini. Lausn Alþýðubandalagsins var í sjálfu sér einföld. Það setti fram óraunhæfar og fáránlegar tillögur til lausnar efnahags- vandanum og gerði þær að úr- slitakostum. Alþýðuf lokkurinn stóð frammi fyrir því að kyngja þeim eða taka málefnalega af- stöðu. Dýrmætum tíma hefur þvi verið eytt til einskis eins og f lest- ir sáu fyrir. Ef nahagstillögur Alþýðu- bandalagsins fela í sér aftur- hvarf til hafta- og uppbótakerf is- ins og eru þar að auki engin lausn. Það eru engir peningar til í ríkissjóði til þess að borga halla- rekstur útf lutningsatvinnuveg- anna. Slikt uppbótakerfi hefði leitttil vaxandi viðskiptaspilling- ar og örvað verðbólguspá- mennsku. Áframhaldandi niður- greiðsla á erlendum gjaldeyri hefði einnig leitttil gífurlegs við- skiptahalla án hafta. Afstaða Alþýðuflokksins er á hinn bóginn raunhæf að því leyti að hann vill horfast í augu við þá staðreynd að gengi krónunnar er löngu fallið og í heilbrigðu þjóð- félagi verður að skrá það rétt. Það er löngu búið að taka gengis- fellingarákvarðanirnar. Héðan af er ekki unnt að gera annað en skrá gengi krónunnar í samræmi við verðgildi hennar. Þeir sem vilja fara út af gengisfellingarbrautinni þurfa að standa vörð um, að þjóðarút- gjöld fari ekki fram úr þjóðar- tekjum. I þvi efni hefur Alþýðu- flokkurinn brugðist á svipaðan hátt og Alþýðubandalagið. Ákvörðun um að fella efnahags- ráðstafanir rikisstjórnarinnar frá því í febrúar úr gildi er ákvörðun um aukna verðbólgu. Alþýðuflokkurinn hangir að því leyti í snöru kosningaloforðanna eins og Alþýðubandalagið. En eftir að þessar vinstri við- ræður eru farnar út um þúfur er komin upp sú staða, sem Alþýðu- bandalagið hefur verið að bíða eftir. Forystumenn þess telja sig geta saumað að Alþýðuf lokknum fari hann í stjórn með sjálf- stæðismönnum. En viðreisnar- stjórnarform er nánast eini möguleikinn á meirihlutaríkis- stjórn eins og sakir standa. Ólíklegt er, að Alþýðuflokks- menn geri Alþýðubandalaginu það til geðs að hlaupa í slíka rikisstjórn. En þar á móti stend- ur Alþýðuflokkurinn frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa unnið mesta kosningasigur sinn með þvi að stela frjálshyggju- stef nunni. Ýmiss konar innanhússvanda- mál í Sjálfstæðisflokknum og ófullnægjandi stefnumótun gera það að verkum að hann er ekki eins vel í stakk búinn til stjórnar- þátttöku og best yrði á kosið. En þegar horft er frá hinni pólitísku refskák og viðfangsefnin skoðuð málefnalega er Ijóst, að Sjálf- stæðisf lokkurinn og Alþýðu- f lokkurinn eru líklegastir til þess að ná málefnalegri samstöðu um lausn ef nahagsvandans og koma hér á heilbrigðu atvinnu- og við- skiptalíf i. DYRMÆTUM TÍMA EYTT TIL EINSKIS Á þjóðveginum finnst best að billinn er ekki skynlaus. Sist af öllum sjálfskiptir bilar. Þeir eru einkennilega næmir á menn og möl. Milli min og bilsins hans tengdaföður míns hefur my ndast einhvers konar trúnaðarsam- band. Það er erfitt að lýsa þvi en ég finn þetta glöggt, og þetta er alveg nauðsynlegt, einkum á langleiðum. Billinn finnur að ég ber traust til hans. Hann finnur að ég ■- Af blikkbeljum og langvegum hugsa hlýtt til hans, og hann kann að meta væntumþykju. Hann finnur að ég forðast eins og eldinn að nauðga honum, og það þykir honum mikilvæg- ast af öllu. Þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða og þykist geta ráðið fyrir báða, orti Káinn heitinn, og þann- ig er það með bilinn. Við vitum lika báðir hvað hann eyðir þá iitlu bensini. Hann sparar af öllum mætti. Viö erum I albestu sambandi eftir svona sex-átta tlma linnu- litla ferö. Ég er ennþá öþreytt- ur, upplagöur og bjartsýnn. Hann oröinn mátulega heitur og rennur áfram áreynslulaust, gengurfyrir loftinu einu, heldur bensinvisinum kyrrum kilö- metrum saman. Hanngætirþess vandlega aö láta ekki springa á sér, dettur ekki I hug aö slita viftureimina og gætir glrskipt- ingarinnar eins og sjáaldurs ljósa sinna. Ef ég skynja ekki beygjur og brekkur, holur og hnjóska i tæka tið, þá er hann vfc aö láta mig einhvern veginn vita hvað I vændum er. Viö er- um alveg einhuga I þvi aö allt skuli ganga vel. Þetta er lika þegar ég er upp- ' iagðastur og hann heitastur og hvorugur okkar farinn aö þreyt- ast eöa verða óþolinmóður aö komast i lokaáfanga. Enn er bara gaman, þegar fjöröur sl- tekur viö af firðiog háls af heiöi. t hliö Kerlingarfjaröar hiikir einhvers konar Alpafellingakerl- ing viö veginn biöandi i bliðri von eftir blikkbeljunni sem hún fyrirlltur á borgarstræti heima- landsins. Gjóstur og úr gusast inn yfir flóann i vestanrosanum og s valar sér á nlðþungum poka Alpakerlingarinar, sem svo er troöinn og sléttur sem bæri hún meö sér um stórauðnir Aust- ur-Baröastrandarsýslu saman- lagöan umbótavilja og á- byrgöartilfinningu Alþýðu- bandalagsins. Hvort tveggja er aö við billinn treystumst ekki til aö taka ábyrgö á þvllikum farmi og svo hitt aö viö erum fullir af þessum ódræpu feröa- föggum sem löngum Iþyngja mönnum og bilum langt úr hófi. Svo viö erum miskunnarlausir og ákveöum aö halda áfram rakleiðis í friöinn og sællifið I Flókalundi. En viö höfum svo- litiö samviskubit. Ég rauf Irúnaðarsambandiö. Ég var oröinn óþolinmóður og langeygöur siöasta sprettinn. Mér þótti ekki lengur gaman þegar fjöröur tók viö af firði. Þeir voru svo stórir, vogarnir svo margir, heiöarnar svo háar, strendurnar svo langar. Og þar sem umbötasinnaöir og breytingagjarnir vegageröar- menn voru aö störfum um þjóö- veg þveran, var stundum teflt á tæpt hliöarvaö heldur en blða. Óg þaö var ekki aö sökum aö spyrja. Viö héldum aö vfeu á- fram og hvorugur mælti styggöaryröi til hins. En þaö var eins og mér fyndist vinur minn ekki alveg eins sporléttur og áöur. Misskilningur, hugs- aöiég, þegar ég leit þegjandi og þrjóskur á mælana. En eins og þreyttur hestur pissar sem fast- ast eftir of langan áfanga milli áningarstaöa, þá rennur allt I einu myndarlegur ollulækur undan bilnum, þegar staönæmst hefur veriö á snyrúlegu hlaöinu á Flókalundi og ég er aö hugsa um að hraöa mér inn i hlýjuna og kræsingarnar, en vinur minn stendur einn og yfirgefinn i vestanrosanum sem þeysir úr og gjósti inn yfir flóann. Svona er mannskepnan en viö sætt- umst á morgun. Páll er strax búinn aö panta okkur dýra- lækni. 15.7.’78 G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.