Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 13
vism Laugardagur 29. jtill 1978 13 Menn vildu ekki snúa til „fastalandsins” ööru visi en meö mettan maga, enda stóöu veiting- arnar i Alþýöuhúsinu fyrir sinu. Jónas fékk þær Unni Bjarnadóttur, Bjarnfrföi Guöjónsdóttur, Ragnheiði Magnúsdóttur, Ingunni Hjartardóttur, Guörúnu Erlendsdóttur, önnu Sumarliöadóttur ogTheódóru Þorsteinsdóttur til aö taka lagiö. sambýli. Er talið aö þetta sé sér- staklega hagstætt fyrir svamp- inn. Þessa krabbategund eða teg- undarafbrigöi fundu skipverjar ú Vestmannaey skammt suður af Surtsey. Ótal margt fleira er athyglis- vert aö finna i Náttúrugripasafn- inu sem of langt mál yrði upp að telja. Tyrkjabyssa meö meiru Byggðasafn Vestmannaeyinga er þeim til sannkallaðs sóma,' en það er ekki alls fyrir löngu flutt i safnahús bæjarins. Þarna er að finna margvislegan fróöleik, ekki aöeins um Vestmannaeyjar held- ur um allt landið. Margs konar áhöld eru á safninu, sem notuð voru viða um land. Þá er fróðlegt að fletta þarnastærðar spjöldum þar sem eru álimd öll þau blöð sem komið hafa út i Eyjum frá 1917. Tyrkjabyssan sem notuö var fyrir meira en 350 árum ér þarna á slnum stað og ýmislegt fleira frá 17. öld. Viðdvölin á safninu var hins vegar alltof stutt, þvi helgistund skyldi nú haldin i Landakirkju. Það er venja, að á öllum þeim stöðum sem aldraðir Kópavogs- búar hafa heimsótt, er haldin helgistund. Gítarleikur og kirkjusöngur Séra Þorsteinn L. Jónsson flutti þarna stutta bæn og fjögurra manna söngsveit söng nokkra sálma við gitarundirleik. Landakirkja er þriðja elsta kirkja landsins, frá 1780 og þar er mikið af gömlum munum. Þar má nefna skál skírnarfontsins sem er frá 1640. Artalið 1640 stendur á annarri kirkjuklukk- unni, en sagan segir að enskir sjó- menn hafi rænt henni. Þegar heiðvirðir menn i Englandi kom- ust að þvi hvaðan klukkan var upprunnin var hún strax send til sinna heimkynna. Eftir fróðlegan fyrirlestur séra Þorsteins var haldið í Alþýðuhús- ið, þar sem snæddur var fyrir- taks málsveröur. Það var með nokkrum söknuði sem við flest kvöddum Vest- mannaeyjar, sem höfðu tekið á móti okkur I sinu allra besta skarti. Það þýddi ekki aö fást um það, öll skemmtan á sinn endi. Vill helst vero ó ferð 09 flugi — rætt við Jóhann Kr. Jónsson ,,Ég var á sjó I 41 ár og hef verið vaktmaður við höfnina undanfarið ár, þannig að ég er ennþá i snertingu við sjóinn”, sagði Jóhann Kr. Jónsson 82 ára gamall Kópavogsbúi sem kvaðst lifa fyrir útillf og sund- laugarnar. Jóhann sem hefur búið i Kópavogi i 22 ár, er mikill ferðagarpur og lætur aldurinn ekkert á sig fá. „Ég dreif mig i fyrra með Ferðafélaginu yfir Sprengisand og hef farið marg- ar ferðir með þeim. Ferðirnar sem skipulagðar eru fyrir okkur aldraða Kópavogsbúa hef ég lika mikið sótt. Ég hef tvisvar farið með þeim til Mallorca” Hann taldi að það væri mjög jákvætt starf sem unnið væri I málefnum aldraðra I Kópavogi. „Hóparnir geta hins vegar stundum orðið of stórir. Þegar ég fór i fyrra skiptiö með þeim tilMallorca vorum við 30 alls og það var stórfin ferð. t seinna skiptið vorum við 78 og það var of margt”. Hann sagðist ekki lita á sig sem gamlan, enda væri heilsan þokkaleg. „Aðalatriðið er það að maður gé andlega hress. Ég hef hins vegar tekið eftir þvi að mörgu fólki hrakar mikið þegar það hættir að vinna. Það er alveg hræðilegt þegar fólki er sagt upp eingöngu vegna þess að það hefur náð ákveðnum aldri. Hrörnunin byrjar þá fyrst fyrir alvöru”. —B A— „Vildum ekki flytja oftur til Eyja" — rætt við Guðrúnu 09 Sigfús úr Eyjum „Viðfórum I Kópavoginn þeg- ar gosið varð og afréðum að vera þar áfram þó að unnt væri aðgera við húsið okkar”, sögðu þau Guðrún Gissurardóttir og Sigfús Sveinsson, sem áður bjuggu að Kirkjubæjarbraut 8 I Vestmannaeyjum. Þau hjónin höfðu ekki komið heim I gamla byggðarlagið frá þvi fyrir 5 árum að þau sóttu siðustu húsmunina þangaö. ,,Það hafa orðið miklar breyt- ingar hér og ég er ekki viss um að þær séuallar jákvæðar. Einu verður þó ekki neitað og það er að innsiglingin'er mun betri en hún var áður”, sagði Sigfús sem kvaðst vera hæstánægður með það að búa i Kópavogi. „Maður var stundum dálitið innibyrgður i Eyjum og það er óskaplegur munur að geta nú skroppið hvert sem er án þess að þurfa að hafa áhyggjur af samgöngumáta”, sagði Guðrún og benti á það hvað Eyjamenn þyrftu að bera mikinn auka- kostnað sem aðrir landsmenn kæmust hjá. Hjónin hafa tekið mikinn þátt i félagsstarfi aldraðra og hafa farið i ýmsar af þeim ferðum sem hafa verið farnar á undan- förnum árum. Sigfús vinnur enn fulla vinnu 8-10 tima á dag, en sagðist nú vera að hugsa um að minnka eitthvað við sig. Hann er við byggingarvinnu og hefur verið það mestallan timann frá þvl þau fluttu úr Eyjum. _________ —BA— 'afst milli safnaferðanna Hér ræða þau Einar Sigmundsson, Guðlaug Sigmundsdóttir, Sigur- karl Stefánsson og Sigrlður Guðjónsdóttir við Friðrik I Náttúru- gripasafninu. Bifreiðoeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum á- vallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. Skeifan 11 STILUNG HF. simar 31340-82740. OKEYPIS MYNDAÞJONUSTA Opið 9-21 Opið í hódeginu og d laugardögum kl. 9-6 Austin Mini árg. 74. Ekinn 48 þús. km. Rauður. Sumardekk. Skoðaður 78. Gott ástand.Verð kr. 700 þús. Samkomulag. Fiat 128 árg. 74. Ekinn 63 þús. km. 2ja dyra. Otvarp og segulband. Gott lakk. Bíll í sérflokki. Verð kr. 850 þús. Sam- komulag. Cortina 1300 árg. 74. Ekinn 57 þús. km. 2ja dyra. Brúnsanseraður. Ný sumar- dekk. Verð kr. 1.400 þús. Samkomulag. Escort þýskur, árg. 74. 3ja dyra. Sumardekk. Skoðaður 78. Blár með vinyl. Verð kr. 1.200 þús. Samkomulag. Ford 100 Pick-up árg. '67. 8 cyl. Góð dekk. Skoðaður 78. Mjög gott hús. Bíll í mjög góðu standi. AAazda 818 árg. 74. Ekinn 72 þús. km. Gulbrúnn. Sumar og vetrardekk. 4ra dyra. Fallegur bíll. Verð kr. 1.550 þús. Skipti. Samkomulag. BILASALAN SPYRNAN VITATORGI milli Hverfisgötu og Lindargötu Símar: 29330 og 29331

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.