Vísir - 11.08.1978, Page 10
10
Föstudagur 11. ágúst 1978 VISIR
VÍSIH
I Otgefandi: Reykjaprent h/f '
ÍFramkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
úlafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guómundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: GyTfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens
Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu kr. 100
eintakiö.
Prentun Blaöaprent h/f.
Það er sitt hvoð
að selja fisk og föt
Forráðamenn hraðf rystihúsa á Suðvesturlandi taka nú
hver af öðrum ákvarðanir um lokun fyrirtækja sinna og
hafa sagt upp starfsfólki í hrönnum vegna rekstrar-
erf iðleika.
Allir eru þeir, sem að frystihúsarekstrinum standa,
sammála um að enginn grundvöllur sé lengur fyrir
starfseminni og enn einu sinni er beðið eftir þvi að vand-
inn verði leystur með opinberu fé.
Á það hef ur verið bent í forystugreinum Vísis síðustu
daga hversu skammgóður vermir slíkar björgunarað-
gerðir eru og skal því ekki farið nánar út í þá sálma að
þessu sinni.
í staðþess vill þetta blað benda á, að fyrirtæki í öðrum
greinum íslensks útflutningsiðnaðar eru jafnvel enn
verr stödd en frystihúsin um þessar mundir, þótt for-
ráðamenn þeirra hafi ekki jafn hátt og frystihúsaeig-
endur. Þeir vita lika að slíkur grátur er tilgangslítill, því
aðekki hef ur verið venja hér á landi að stjórnvöld bjargi
öðrum iðnfyrirtækjum á sama hátt og frystihúsum og
f iskvinnslustöðvum, er þau komast í þrot. Þegar svo er
komið, verða fyrirtæki í öðrum rekstri einfaldlega að
leggja upp laupana.
Til samanburðar við stöðu frystiiðnaðarins er ekki úr
vegi að leiða hugann að fataiðnaðinum,
Hann verður að selja útf lutningsf ramleiðslu sína á því
gengi sem skráðer i bönkum landsins. Fyrir hvern dollar
i söluverðmæti fær hann þvi 260 krónur, en frystiiðn-
aðurinn fær aftur á móti 310 krónur fyrir hvern dollar í
f isksölu á erlendan markað, þegar greiðslur úr verðjöfn-
unarsjóði eru reiknaðir inn í dæmið.
Innlendur tilkostnaður beggja þessara iðngreina hefur
hækkað álíka mikið þannig að svipað ætti að vera komið
á með þeim.
Til viðbótar við þá erfiðleika, sem óraunhæft útflutn-
ingsverð skapar fataiðnaðinum má benda á, að hlutfall
launa í f ramleiðslukostnaði í þessari iðngrein er hér tals-
vert hærra en gerist í samkeppnislöndunum, eða 30-40%
hér á móti um 20% þar. Stöðugar kauptaxtahækkanir
valda iðngreininni sifelldum erfiðleikum og er raunar
varla hægt að gera ráð fyrir, að nokkur framleiðsla geti
staðið undir síku. Kauphækkanir í fataiðnaðinum undan-
farið eitt og hálft ár nema hvorki meira né minna en um
180%.
Nú er svo komið að fyrirtæki í þessari iðngrein sem
rekin voru með hagnaði i fyrra eru rekin með stórfelldu
tapi.
Þótt fataiðnaðurinn hafi hér verið sérstaklega gerður
að umtalsefni, er hann aðeins eitt dæmi;því svipað er
ástatt um annan útf lutningsiðnað landsmanna. I flestum
greinum bætast svo ýmis sérvandamál við þá erf iðleika
sem kostnaðarhækkanir og alröng gengisskráning valda.
Þannig á til dæmis ullariðnaðurinn þessu til viðbótar við
þann vanda að etja, að umfangsmikil framleiðsla eftir-
likinga af islenskum ullarvörum erlendis er farin að
valda verulegu tjóni á mörkuðum íslensku útflutnings-
fyrirtækjanna.
Innlendír aðilar bera þarna nokkra sök, þar sem þeir
f lytja út óunnið ullarband, sem prjónað er úr í f jarlæg-
um láglaunalöndum, — en framleiðslan er síðan seld á
aðalmörkuðum okkar á mun lægra verði en hinar einu
sönnu islensku ullarvörur.
Þannig mætti lengi telja. Ekki vantar vandamálin og
erf iðleikarnir blasa við, hvert sem litið er.
Kjarni málsins er sá, að þótt rekstrarstöðvun frysti-
húsanna sé alvarlegt mál, mega menn ekki gleyma öðr-
um þáttum íslensks iðnaðar.
Finna verður skynsamlegar leiðir til þess að skapa
fyrirtækjunum rekstrargrundvöll og stuðla að því að öll-
um þeim aðilum, sem starfa að útflutningsframleiðslu
sé gert jafn jhátt undir höfði.
BLÖÐIN OG FLOKKS-
FORINGJARNIR
Kæri Gisli.
Ég sé, a& þú hefur sent mér til-
skrif i Visi 3. ágúst sl., sem ég
færi þér hér meö þakkir fyrir. Hér
i sveitasælunni á Sjálandi fáum
viö Visimeö pósti fyrst aö morgni
annars dags eftir aö hann kemur
á göturnar i Reykjavik. Þaö er-
ástæöan fyrir þvi, aö þú færö ekki
svar um hæl i blaöinu. Vonandi
kemur þaö ekki aö sök.
Þú byrjar tilskrifiö meö þvi aö
segja, aö þér standi ekki á sama
um Visi og jafnvel ekki mig s jálf-
an. Þetta er gagnkvæmt. Þaö hef-
ur veriö heiöur fyrir Visi aö fá
greinar þinar i Helgarblaöiö. Þar
sem viö erum sama sinnis i' af-
stööuokkar til Visis ættum viö aö
geta litiö frá einum sjónarhóli á
ræðu dr. Gunnars Thoroddsens á
sjáifstæöismannafundinum á
dögunum og forystugrein Visis 28.
júli sl., sem skrifuö var i tilefni af
þvi, sem þar var sagt.
Ef ég man rétt (ég hef ekki
ræðutextann viö hendina) taldi
dr. Gunnar, aö Sjálfstæöisflokk-
urinn heföi tapaö tvennum
kosningum i sumar vegna þess
fyrst og fremst, aö blööin heföu
ekki stutt hann af heilum hug.
Þar átti hann einkum viö
Morgunblaöiö og Visi. Aö auki lét
hann þau oröfallaum Visi, aö Al-
þýöuflokkurinn heföi þar átt
meiri hauk I horni en Sjálfstæðis-
flokkurinn, enda heföi Vilmundur
Gylfason oröiö aö þjóöhetju á
þeim vettvangi. Um þessa skýr-
ingu á fylgishruni Sjálfstæðis-
flokksins, má aö sjálfsögöu skrifa
langt mál, en þaö gerum viö ekki
aö sinni. Þaö eru ályktanir dr.
Gunnars, sem eru til umræöu og
viöbrögö Vísis viö þeim. En viö
getum spurt sjálfa okkur aö þvi,
hvort Alþyöuflokkurinn hafi ekki
tekiö upp ýmis stefnumið þeirrar
frjálshyggju, sem Sjálfstæöis-
flokkurinn hefur veriö málsvari
fyrir, en rikisstjórn Geirs og dr.
Gunnars gat ekki af einhverjum
ástæöum gert aö veruleika á siö-
asta kjörtimabili.
Aö þvi er varðar þessa skýringu
á fylgishruninu sýnist mér aö
-----------^
Þorsteinn Pálsson,
ritstjóri, svarar hér
opnu bréfi Gísla Jóns-
sonar, menntaskóla-
kennara, sem birtist i
Vísi í síðustu viku, en
tilefni þess var for-
ystugrein, sem Þor-
steinn skrifaði í Vísi
um skoðanir Gunnars
Thoroddsen á rit-
stjórnarstefnu Vísis.
I þessu svarbréfi
segir Þorsteinn meðal
annars: „Blöð mega
gjarnan hafa fastmót-
aðar skoðanir en rit-
stjórar þeirra eiga ekki
að lúta boðvaldi flokk-
stjórna né heldur út-
gefenda".
^ j
V r
Geir og dr. Gunnar séu ekki alveg
á sama máli (þaö kemur vist fyr-
ir). Ég man ekki til þess aö Geir
hafi skellt allri skuldinni á blööin,
þó veit ég aö hann hefur veriö
meira en litiö óánægöur meö póli-
tikina á Visi. Stjórnmála-
foringjarnir mega aö sjálfsögöu
skamma blööin og gagnrýna þau
(þaö er hollt fyrir blööin). En þau
eiga ekki aö lúta boövaldi þeirra.
Þar komum viö aö ályktunum
dr. Gunnars. Hanntaldi, aö Sjálf-
stæöisflokkurinn ætti aö bregöast
við ósigrinum meö þvi aö kref jast
þess af eigendum Morgunblaös-
ins og Visis, aö þeir sæju svo um,
aöblöö þeirra styddu Sjálfstæöis-
flokkinn undanbragöalaust. Aö-
spurður sagöisthann einnig vera
reiöubúinn til aö vinna aö því, aö
Dagblaöiö yröi málgagn Sjálf-
stæöisflokksins. t þvi sambandi
var eitthvaö minnst á, aö formað-
ur útgáfustjórnar þess blaös á
sæti i miöstjórn Sjálfstæöis-
flokksins eins og reyndar formaö-
ur útgáfustjórnar Morgunblaös-
ins.
Dr. Gunnar gat þess, aö I
borgarstjóratið hans sjálfs heföi
jafnan veriö séö til þess eins og
hann komst aö oröi, aö Morgun-
blaðiö færi i gang nægjanlega
snemma til þess aö koma
kosningastarfinu i fullan gang
fyrir kjördag. Ég skildi þessi um-
mæli svo, aö dr. Gunnar heföi
meö þeim veriö aö segja, aö
Morgunblaöiö heföi lotið boövaldi
hans á þeim tima. Um þaö veit ég
aö sjálfsögöu ekkert þvi þá var ég
strákpjakkur austur á Selfossi.
Éghef áhinn bóginn ekki áhuga á
aö kallast ritstjóri á blaöi, er
þannig lýtur boövaldi flokksfor-
ingja, hverju nafni, sem þeir
nefnast.
Blöö mega gjarnan hafa fast-
mótaðar skoöanir, en ritstjórar
þeirra eiga ekki aö lúta boðvaldi
flokksstjórna né heldur útgef-
enda. Uppá þau býti var ég ráð-
inn, þegar Sveinn Eyjólfsson nú-
verandi framkvæmdastjóri Dag-
blaðsins og Ingimundur i Heklu
fengu mig i mesta bróöerni aö
Visi fyrir þremur árum til þess aö
taka viö starfi Jónasar Kristjáns-
sonar. Eins og þú manst Gisli gat
dr. Gunnar ekkifellt sig viö þessa
sameiginlegu ákvöröun Sveins og
Ingimundar. Uppúr þvi blossuöu
aftur upp átök milli hluthafa I út-
gáfufélagi VIsis, sem höföu kom-
íst aö formlegum sáttum um
lausn sinna deilumála. Eitthvað
kom Albertþar viö sögu auk dr.
Gunnars og fleiri góöra manna.
BORGARAFLOKKARNIR
EIGA LEIKINN
Þá stendur fyrir dyrum átak
borgaraflokkanna til myndun-
ar stjórnar,sem heföi fjörutiu og
sex þingmenn á bak viö sig, og
sést á þvi aö sameinaöir hafa þeir
ekki tapaö miklu af þingfylgi
sinu. Þrátt fyrir mikinn þingstyrk
horfir þunglega um þessa
stjórnarmyndun borgaraflokk-
anna, og ræður þar kannski
mestu, aö forustumenn þeirra
hafa langt um of miklaö hinn svo-
kallaöa „vanda” fyrir lands-
mönnum. Hann er i sjálfu sér
hvorki meiri né minni en hann
hefur veriö langtimum saman,
nema hvaö krónan hefur minnkaö
meira en góöu hófi gegnir og
hraðar en skynsamlegt getur tal-
izt.
Vandinn og reikni-
meistararnir
Aöur hefur veriö minnzt á þaö i
þessum greinum aö stór hluti
„vandans” lægi m.a. i hrikalegu
innflutningsveröi á ýmsum nauö-
synjavörum, sem stafar öörum
þræöi af þvi, aö rikiö hefur sivax-
andi tekjur af þessum innflutn-
ingi, og á þannig beinan þátt I aö
gera f jölda fólks erfitt fyrir um aö
afla viöurværis. Viöurværis-
kostnaöur hér stafar auövitaö
ekki allur af háu veröi á innflutt-
um vörum, en sá hluti hans, sem
er aðeins skattheimta, ætti aö
geta veriö viöráðanlegur. Og ekki
fer vel á þvi aö vera óöamála um
verðbólgu i þessari stjórnarráös-
skrifstofu, en efla hana eftir
mætti I þeirri næstu meö óhófleg-
um skattaálögum á matvörur og
annan neyzluvarning.
Þá erumeðaltöl reiknimeistara
varhugaverö, eins og fram hefur
komiö af fjölmörgum dæmum,
sem vegna gefinna forsenda virö-
ast alveg óleysanleg, af þvi þaö
vill gleymast aö atvinnuvegir eru
reknir af fólki en ekki tölvum. A
þetta viöbæöi um sjávarútveg og
landbúnaö, en þar hafa meðaltöl-
in fariö þannig meö atvinnuveg-
ina, aö árlega, og stundum oftar
en einu sinni á hverju ári, þarf
efnahagslif þjóðarinnar aö taka
sérstakar dýfur þessum atvinnu-
vegum til bjargar. Þetta er raun-
ar sá „vandi” sem stjórnmála-
mönnum er kærastur, og þreytast
þeir seint á aö vitna til talna, sem
þeir eru fóöraöir á, sem sýna
ótvirætt aö fyrrgreindir atvinnu-
vegir eru á hausnum meöaltals-
lega séö, svona annaö slagiö.
Meðaltalsbúið og tölvu-
stýringin
Þótt viö t.d. geröum ekkert
annaö I þessu landi en velta fyrir
okkur „vanda” landbúnaðarins,
mundi hann seint veröa leystur ef
við værum stööugt reyrö i rangar
forskriftir, sem byggöu á þvi aö
hvertogeitt rýröarkotskyldi gefa
góöan arð svo þaö héldist I byggö.
Meöaltalsbúið er of litiö i út-
reikningum og þess vegna gengur
seint og illa aö samræma kaup-
getu í þéttbýli og uppgefinn,
tölvustýröan tilkostnaö I landbún-
aði. Þaö er auövitaö sárt aö sjá
sæmilegar jarðir fara i eyöi, og
sárast aö eigandinn skuli fá litið
sem ekkert fyrir þær. En erfiö-
leikarnir stafa fyrst og fremst af
þvi aö ekki er viöurkennt aö véla-
búskapur i dag meö heyvinnu-
tækjum og tankvæðingu, og hvaö
þaö nú heitir, er svo fjárfrek at-
vinnugrein, aö einungis stór
ræktarlönd standa undir tilkostn-
aöi. Af smábúskapnum leiöir svo,
aö veriö er aö meta vinnu bænda
og búaiiös til jafns viö tekjur af-
markaörar dagvinnu verka-
manna. Þannig hika ekki for-
ráöamenn bænda viö aö skipa
þeim á bás meö láglaunafólki ef
þaö mætti veröa til aö bjarga
smábúinu. Aukin tækni I landbún-
aði heföi átt að vera búin að færa
okkur hagkvæmnina á diskinn
fyrir löngu.
Rikisrekinn kapitalismi
Sama meöaltalsreglan gildir
einnig í frystiiönaðinum. Sama
fyrirtæki á kannski þrjú frysti-
hús. Tvö þeirra rekur þaö meö
rokkrutapi. A einu þeirra græöir
þaö. Tapfrystihúsin eru siöan lát-
in ráöa feröinni hvaö snertir alla
útreikninga. Svo eru frystihús
rekin á stórum landssvæöum, þar
sem ekkert tap er að finna. Þaö er
af þvi aö þau standa ofan við upp-
gefið meöaltal og þá tölvufóörun