Vísir - 11.08.1978, Page 12

Vísir - 11.08.1978, Page 12
Föstudagur 11. ágúst 1978 vXSlR 12 Selfoss sýninga- og r framtíðarinnor? — Margt bendir til þess og bœjarstjórnin stefnir að því að það geti orðið meö i ráðum um framtiöarþró- un bæjarins. Jafnframt þessu hefur verið leitast viö að hafa alltaf nægilegt framboö bæöi á ibúöar og iðnaöarlóöum, en byggingarland á Selfossi er yf- irleitt mjög gott. Fyrir margra hluta sakir er Selfoss tilvalin héraðsmiöstöö, bæði hvaö viðvikur menntun, atvinnu, ráöstefnuhaldi og þjón- ustu og það er stefna bæjaryfir- valda að greiöa eftir föngum götu allra þeirra sem þangaö vilja koma til lengri eða skemmri dvalar, eða nýta þá þjónustu sem bærinn hefur uppá að bjóða. iþrottamannvírki á Sel- fossi. A undanförnum árum hafa risið margvisleg iþróttamann- virki á Selfossi, og henta þau mjög vel til hvers konar iþrótta- iðkana. Hafa Selfyssingar fullan hug á þvi að fá landsleiki og aðra stórviðburði á sviði iþrótt- anna til Selfoss, og má segja að fyrsta skrefið i þá átt hafi verið stigið með landsmóti U.M.F.t. i sumar. Þá henta iþróttamannvirkin og skólahúsnæðið einnig mjög vel til hvers konar sýningar- halds, og hefur það meðal ann- ars verið haft i huga við bygg- ingu nýja húss Gagnfræðaskól- ans. Núna eru eftirtalin iþrótta- mannvirki á Selfossi: tþróttahús: A Selfossi eru i dag tvö iþróttahús. Iþróttahús Barnaskólans er hefur gólfflöt 8x19 metra. Það hús hefur verið nýtt af skólum til kl. 18.00 alla daga, en af frjálsum iþrótta- félögum fram til kl. 11.00 öll kvöld og allar helgar. Þetta hús hefur ekki fullnægt þeirri þörf sem er á iþróttahúsnæði á Sel- fossi fyrir utan það hversu stærð þess er óhentug fyrir iðkan flestra iþrótta. Iþróttahús Gagnfræðaskólans: A vetri komanda verður tekið i notkun nýtt iþróttahús við Gagnfræða- skóla Selfoss. Þetta iþróttahús hefur gólfflöt 22x44 m. ásamt rúmgóðum áhorfendapöllum. Þetta nýja hús er mjög fullkom- ið og mun gjörbreyta allri að- stöðu til iþróttaiðkana hér á Sel- fossi, jafnframt þvi sem húsið mun nýtasttilannarra þátta s.s. sýninga eins og hér eru i sumar og margskonar félagsstarfs. Sundlaugar: Hér eru nú tvær sundlaugar. Annars vegar inni- laug 16 2/3 að lengd, með gufu- baðstofu og likamsrækt. Hins vegar útilaug 25 metra löng og ' þar er einnig útisvæði fyrir boltaiþróttir, heit ker og tveir heitir pottar, ásamt búningsað- stöðu og útisturtum. Iþróttavellir: A Selfossi eru tveir iþróttavellir: Grasvöllur með fullkomnum knattspyrnu- velli, hlaupabrautum umhverfis og aðstöðu fyrir stökk, köst og aðrar greinar frjálsra iþrótta. Malarvöllur sem einungis er notaður fyrir knattspyrnu. Vell- irnir fullnægja eftirspurn iþróttafélaganna eftir aðstöðu. Astand vallarsvæðisins nú er gott. Golfvöllur: Hér er litill 6 holu golfvöllur og golfvellinum er vel við haldið, en þó háir stærð hans golfspilurum, enda golfvöllur ekki góður fyrr en hann nær 18 holu stærð. Landbúnaðarsýningin Landbúnaðarsýningin hefst i dag sem kunnugt er, og má þvi búast við miklum fjölda ferða- manna á Selfossi næstu daga, en ef marka má reynsluna frá ung- mennafélagsmótinu, þá verður Selfyssingum ekki skotaskuld úr þvi að leysa öll þau vandamál sem upp kunna að koma á svo umfangsmikilli sýningu. Reynslan af þessum tveimur stórviðburðum mun svo vænt- anlega skera úr um það hvort Selfyssingar vilja halda áfram á sömu braut, og hvort hinir ýmsu aðilar hafa áhuga á Selfossi sem framtiðar sýningarbæ af þessu tagi. Eins og er bendir allt til þess að sú verði þróunin, að sýn- ingar, iþróttamót og ráðstefnur hvers konar fari i æ rikari mæli fram á Selfossi. —AH Þeir óku með blaðamenn um bæinn, og sögðu frá þvi markverðasta sem þar er að gerast. Talið frá vinstri: Þorgeir Sigurðsson, Jón B. Stefánsson, Sigurjón Erlingsson, Erlendur Hálfdánarson og Haf- steinn Þorvaldsson. A myndina vantar þá Gest Ólafsson og Óla Þ. Guðbjartsson, sem einnig voru á kynningarfundinum með blaðamönnum. Bæjarstjórn Selfosskaupstaö- ar boðaði blaðamenn á sinn fund i fyrradag, til að kynna þá stefnu bæjaryfirvalda að vinna að þvi að Selfoss verði i framtið- inni miöstöð sýninga og sam- komuhaids. Var fundurinn með- al annars boðaöur vegna þess aö i dag verður landbúnaðarsýn- ingin opnuð, og vegna þess að i sumar var landsmót U.M.F.l. haldið á Selfossi. or fólksf jölgun á Selfossi A undanförnum árum hefur Selfoss vaxiö mjög hratt. Arið 1970, þegar gengið var frá nýju aðalskipulagi af bænum, var ibúafjöldi 2,397 manns, en 1. des. 1977 voru ibúar Selfoss 3,123. Með þessu skipulagi var i grundvallaratriðum leitast við að mynda þéttan bæjarkjarna umhverfis miðstöð stofnana og skóla — þar sem Landbúnaðar- sýningin er haldin nú.. Þetta skipulag er nú i endurskoðun, en þó er i meginatriðum fylgt þeirri stefnu, sem grundvölluð var 1970. Við gerð aðalskipulags Selfoss frá 1970 var gerð fyrsta félagskönnun i sambandi við skipulag bæjar hér á landi, en áhersla hefur ætið verið lögð á að hafa sem flesta ibúa Selfoss Tugir unglinga hafa isumar unnið á vegum vinnuskóla Selfossbæj- ar, og hafa krakkarnir unnið mjög gott starf, að sögn Jóns B. Stefánssonar, æskulýðsfulltrúa. Hér er verið að þekja blettinn fyrir framan Gagnfræðaskólann, og ekki er annað að sjá en duglega sé tekið tii höndum! Listaverkasýning veröur i Safnahúsinu á Selfossi þá daga sem land- búnaöarsýningin stendur. Hér er Sigurður M. Sólmundarson frá Hverageröi meö eitt verka sinna sem hann var að bera inn I sýn- ingarsalinn. Selfyssingar hafa verið heppnir með veður I sumar, og vonandi verður svo að minnsta kosti fram vf- ir landbúnaðarsýninguna. Hér láta nokkrir ibúar yngsta kaupstaðarins fara vel um sig i heita pottinum við sundlaugin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.