Vísir - 11.08.1978, Side 19

Vísir - 11.08.1978, Side 19
VISIR Föstudagur 11. ágúst 1978 23 Skeið- keppni í Víði- dal Skeiöfélagiö og Hestamanna- félagiö Fákur gangast fyrir kapp- reiöum á Fáksvellinum Viöidal i Reykjavik á morgun klukkan tvö eftir hádegi. Eru þetta aörar kappreiöar, sem Skeiöfélagiö stendur aö, og er aöaláhersla iögö á sem bestan árangur i skeiöi. Keppt verður í 250 metra skeiöi, 150 metra nýliöaskeiöi, 250 metra folahlaupi, 350 metra stökki, 800 mstra stökki og 800 metra brokki. 150 metra nýliöaskeiöiö var tekiö upp á siöustu kappreiöum Skeiö- félagsins og mæltist mjög vel fýr- ir sem góö keppnisgrein fyrir litt reynda hesta. Veglegir verölaunagripir eru fyrir þrjá efstu hesta i hverri grein og sérstakir verðlaunagrip- ir fyrir metárangur. Tveir farandbikarar veröa veittir, I 250 metra skeiöi veröur keppt um farandbikar, sem Höröur G. Al- bertsson gefur, og i 150 metra skeiöi veröur keppt um farand- bikar frá Arna Höskuldsyni. Flest af þekktustu hrossum landsins mætatilkeppni, þar á meðal met- hafar i þeim greinum, sem keppt veröur i, svo aö biiast má viö mjög spennandi keppni. Tekiö er á móti skráningum i sima 82362. AHO Þessi keppti i skeiði á Norður- landamótinu, sem haldið var ný- lega i Noregi Frá blaðamannafundi forráðamanna Flugleiða vegna fimm ára af imelis félagsins. Sigurður Helgason forstjóri sýnir skjöid sem ferða- málaráðherra Bahama veitti dótturfyrirtæki Flugleiða, Air Bahama, fyrir tiu ára starf í þágu ferðaiðnaðar þar i landi. Meö Sie- urði eru á myndinni Svein'n Sæmundsson, blaöafulltrúi, Martin Petersen framkvæmdastjóri og örn O. Johnson, forstjóri. Visismynd: JA „Sameiningin hefur ekki gengið með ollu ótakalaust" Örn 0. Johnson á fimm ára afmœli Flugleiða: // Flugsamgöngurnar hér á landi hafa byggst upp algerlega án rikis- styrkja. Islensku flug- félögin, Flugfélag Is- lands og Loftleiðir hafa aldrei þegið bein fjár- framlög frá opinberum aðilum. Þau hafa leitað eftir og fengið ríkis- ábyrgðir fyrir erlendum lánum og algerlega staðið við skuldbindingar sínar í þeim efnum. Sum þess- ara lána eru að fullu end- urgreidd en afborganir af öðrum eru samkvæmt áætlun"/ sagði Sigurður Helgason, einn af for- stjórum Flugleiða á blaðamannafundi í gær. En um þessar mundir eru Flugleiðir fimm ára. // Ekki gengið átaka laust" örn O. Johnson sagöi aö þvi væri ekki aö leyna aö samein- ingin hafi ekki veriö meö öllu átakalaus. Sumir af starfs- mönnum félaganna heföu veriö tregir til samstarfsins, þá ekki sist flugmennirnir. Við þessu heföi þó mátt búast þar sem félögin tvö hefðu um langan aldur veriö i harðri sam- keppni. Þetta væru viðkvæm mál sem erfitt væri að ræða opinberlega en stöðugt væri unnið að þvi aö leysa þessa byrjunaröröugleika i samstarfi félaganna. 1 ræöum forstjóra Flugleiöa á fundinum kom þaö einnig fram að nú starfar hundraöasti hver Islendingur hjá félaginu. Auk þeirra fjölmargir sem starfa óbeint i tengslum við félagiö. Þannig eru Flugleiöir meöal stærstu atvinnuveitenda lands- ins, jafnframt þvi aö vera ein helsta gjaldeyristekjulind landsmanna. En tekjur af er- lendum ferðamönnum voru um 6.2 milljarðar á siöasta ári, en þaö eru rúm 6% heildarverö- mætis útflutningsins. Samanburöur leiöir þaö i ljós að gjaldeyristekjur vegna ferðamanna voru i fjóröa sæti á eftir sjávarafurðum, áli og ál- melmi, og iðnaðarvörum. Þá má geta þess aö samkvæmt skattskrá Reykjavikur eru Flugleiöir þriöji hæsti gjaldandi i borginni, meö 138,8 milljónir i gjöld. Skatta-og útsvarsgreiðsl- ur starfsmanna F.lugleiöa á Is- landi nema 780 milljónum króna á þessu ári. ,/Sanngjörn fargjöld" Þá kóm það fram i máli for- ráðamanna Flugleiöa að islensku flugfélögin og siöar Flugleiðir hafa merkvisst unniö aö markaösrannsóknum og i kjölfar þeirra sett upp mismun- andi fargjöld, svokölluö sérfar- gjöld, sem gilda bæöi austur um haf og til Ameriku. 1 athugun sem nýlega var gerö á fargjöldum milli nokk- urra borga I Evrópu kom i ljós að fargjöld Flugleiöa voru mun lægri en fargjöld annarra flug- félaga á svipuðum leiöum. Samanburöur á innanlandsfar- gjöldum milli landa leiöir hiö sama i ljós, en fargjöld á innan- landsleiöum annarsstaöar á Noröurlöndunum leiöir i ljós aö þau eru allt aö 288.7% hærri en hér. „Dagamunur ítilefni afmælisins" A fundinum kom fram aö Flugleiðir hyggjast i tilefni af- mælisins, efna til getrauna- keppni þar sem þrenn fyrstu verðlaun veröa veitt og tuttugu aukaverölaun. Auk þess sem öllum Islendingum veröur boöiö aö gerast þátttakendur i starfi Flugleiöa meö þvi aö gerast hluthafar. Nú þegar eru 2300 hluthafar i Flugleiðum en til sölu veröa á næstu dögum hluta- bréf fyrir um 300 milljónir, en það mun vera þvi sem næst 10% hlutafjáraukning. Þess má aö lokum geta aö siö- an 1975 hafa Flugleiöir veriö reknir með hagnaði og töldu for- stjórarnir þaö vera þvi aö þakka aö ekki er um rikisfyrirtæki aö ræöa. —HL Bfl var ekið út af veginum skammt frá Brúará f Grfmsnesi t fyrradag. Þar voru á feröinni tveir Frakkar sem misstu vald á bfln- um I lausamöl með þeim afleiðingum að hann hafnaði I skurði sem þarna er við veginn. Bill Frakkanna skemmdist mikiö en sjálfir sluppu þeir óskaddaö- ir. A myndinni sést hvar veriö er að hifa bil Frakkanna upp úr skurðinum. Visismynd: Eiríkur Jónsson. ASÍ neitaði ekki viðrœðum 5 fá úthlut- að á Hlemmi Leiguaðstöðu á áningarstað SVR á Hlemmi hefur verið út- hlutað til fimm aðila af þeim átta sem fá þar leigt, en niundi rekstraraðili þar veröur SVR sem rekur sjálft sælgætissöl- una. Borgarráð samþykkti eftir- talda leigutaka: Dóru Petersen, Hraunbæ 116 og Hönnu Hofsdal, Geitastekk 6. Snyrti- og hreinlætisvörur. Guðrúnu Jóhannesdóttur, Hrisateig 43 og Valdisi Daniels- dóttur, Grímshaga 8. Blóm og gjafavörur. Guömund H. Sigmundsson, Bláskógum 5. Blöð og bækur. M jólkursamsöluna, Laugavegi 162. Issala. Einar Guömundsson o.fl, Grenimel 40. Veitingar. ^ —KS Hólahátíð Hólahátfð verður haldin að Hólum I Hjaltadal n.k. sunnu- dag, 13. ágúst. Meöal dagskráratriöa er hátiðarguösþjónusta og siöar um daginn samkoma i Dómkirkjunni. Hljómlistarfólk frá Akureyri leikur þar og Kristján frá Djúpalæk flytur ræöu. —KS f skyndi Fargjaldahœkkun tíl Hafnarfjarðar Verölagsstjóri hefur heimilað hækkun á fargjaldi Landleiöa á Hafnarfjaröarleiö og nemur hækkunin 12,4% aö meöaltali. Almennt gjald hækkar úr 105 kr. i 120 kr. • — KS Ný rœkjumið Ný rækjumið hafa fundist um 70 milur norður af Horni. Rækju- báturinn Arnarborg frá Dalvik fékk þar ni'u tonnaf rækjueftir 4 daga. Þetta var stór óg góö rækja aö sögn. £ Berjasprett- an léleg Berjasprettan ætlar að veröa léleg i ár og segja þeir sem til þekkja að kuldarnir i vor hafi ráðið þar mestu um. Eitthvaö virðist þó hafa rætst úr siðustu vikurnar, en eftir þvi sem Visir hefur fregnaö frá nokkrum berjasvæðum, verður að öllum likindum litið um ber i ár. —KS Allar staöhæfingar um að Alþýðusamband islands hafi neitað viðræðum viö flokkana, sem stóöu i stjórnarmyndunar- viðræðum um vinstri stjórn, eru alrangar, segir i bréfi sem mið- stjórn Alþýðusambands islands hefur sent Visi. t bréfinu segir að af gefnu tilefni vegna blaðaskrifa skuli það tekið fram, aö miðstjórn ASI hafi borist tilmæli frá formanni Alþýöuflokksins fyrir hönd þeirra flokka, sem stóöu að stjórnarmyndunarviöræö- um, um það að ASl tilnefndi nefnd til viöræðna viö fulltrúa frá flokkunum þrem. „Erindi þetta var tekið fyrir á miöstjórnarfundi þann 27. júli siöastliðinn”, segir i bréfinu. „Þar var samþykkt samhljóða að verða við þessum tilmælum og kosin sex manna nefnd til aö annast þessar viðræöur fyrir hönd Alþýðusambands Islands. Fundur haföi verið ákveöinn með aðilum laugardaginn 29. júli, en áöur en til þess kom aö hann yrði haldinn, aflýsti Bene- dikt Gröndal honum fyrir hönd flokkanna”. Aðalfundur Nausts á Fáskrúðsfirði Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) halda árlegan aðalfund sinn að þessu sinni á Fáskrúðsfirði 20. ágúst, en undanfari fundarins er skoö- unarferö laugardaginn 19. ágúst, og veröur fariöaö morgni frá Egilsstööum um Breiödal og Stöövarfjörö til Fáskrúösfjarö- ar, undir leiösögn jaröfræöinga og fleiri fróðleiksmanna. Sveinn Sigurbjarnarson sérleyfishafi á Eskifirði tekur viö óskum um far i þessa ferö (simi 6299) og skráir þátttakendur. Aö kvöldi laugardagsins er kvöldvaka fyrir almenningmeö fjölbreyttu efni i félagsheimil- inu Skrúð og á sunnudag er auk aöalfundarstarfa opinn umræðufundur með Jakobi Jakobssyni fiskifræðingi um ástand og verndun fiskstofna og nýjungar i fiskveiðum. Hefst hann i Skrúö kl. 13.30 og er öll- um opinn. Eru útvegsmenn og áhugamenn um sjávarútveg sérstaklega hvattir til aö koma og hlýöa á erindi Jakobs, sem einnig mun svara fyrirspurn- um. Fyrir fundinn veröur náttúru- verndarsýningu NAUST komiö upp i anddyri félagsheimilsins og veröur hún þar til sýnis fundardagana. Væntir stjórn samtakanna aö sem flestir líti þar inn og sæki umrædda dag- skrárliöi. >

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.