Vísir - 19.08.1978, Side 5

Vísir - 19.08.1978, Side 5
vism La ugardagur 19. ágúst 1978 5 O OO œtfíMíTMíí* 1 Uggvcenleg þroun i kvikmyndagerð Vændiskona og eiginkona á barnsaldri meOKeith Carradine I giftingar- atriöinu Barnastjörnurnar vita sannleikann Brooke Shields segir sjálf aö hún væri eitthvað vangefin ef hún gerði sér ekki grein fyrir þvl hvað gerist i Pretty Baby. „Auðvitaö vissi ég hvað var að gerast í samfarasenunum eins og I öðrum atriðum myndarinnar”, segir Brooke sjálf. „Ég lét bara vera að segja frá þvi. Ég þykist stundum vera heimsk af því að það kemur sér betur. Ég hafði gaman af hlutverkinu I myndinni þó að ég leiki fallegan krakka i vændishúsi. Susan Sarandon leik- ur móður mina i myndinni, hún er þar sjálf vændiskona og gerir mig að lokum aö einni slikri Tatum O’Neal i Pappirstungli Kvikmyndin lýsir þvi sem gerð- ist 1917 þannig að ég þarf að vera i háum svörtum nælonsokkum og háum reimuðum stigvélum. Það var gaman að þvi”, segir þessi kornunga leikkona. Pretty Baby er ekki fyrsta mynd Brooke. Hún er hins vegar sú mynd, sem kemur til með að gera hana fræga, jafnvel þó að endemum sé. „Mamma og ég fáum send mik- inn fjölda handrita og förum yfir þau saman. Ég vildi til dæmis ekki vera með i Jaws. Þar átti ég að leika 15 ára stelpu sem hákarl gleypir og mér leist ekkert á það”. Louis Malle leikstýrir Pretty Baby og á sjálfur tvö börn. Hann reynir eðlilega að verja sinar gerðir. „Ég ætla mér ekki aö leggjast gegn barnavændi i myndinni. Ég leggst yfirleitt ekki gegn neinu i kvikmyndum minum. Ég ætla mér að hrista upp i áhorfendum og láta þá sjá að svona hlutir gerðust 1917 og gerast enn, en að sjálfsögðu er þaö vandlega hulið almenningi. Ég vil að áhorfendur skoði sjálfir hug sinn I sambandi við kynferðislif og óra sina um það”, segir leikstjórinn, sem sér ekkert athugavert við slika mynd. Menn hafa hins vegar á- hyggjur af þeim ódýru eftirlik- ingum sem kunna að fylgja þar sem að likamar barna verða „notaðir”. Og það er lika annað sem virðist liggja ljóst fyrir, og það er að mynd eins og Pretty Baby hefði aldrei verið gerð ef Taxi Driver hefði ekki orðið til. 1 þeirri mynd lék Jodie Foster 13 ára einnig vændiskonu. Jodie hefur leikið I þó nokkrum myndum þar sem hún hefur kom- ið fram I hlutverki saklausra barna. Taxi Driver gerði hana hins vegar þekkta. Brooke Shields sést hér meö „móöur” sinni i einu atriöi myndarinnar. Sálfræðingar áhyggjufullir Tatum reið á vaðið „Ég var treg að taka aö mér hlutverk vændiskonunnar i fyrstu, en siöan þótti mér þetta vera ágæt andstæða við það, sem ég hafði leikiö I Disney-myndun- um. Ákvörðunin var hins vegar að- eins að hluta til min. Móðir min átti siðasta orðiö. Henni fannst ekkert vera sem hún gæti verið á móti I minum atriðum. Ég kom aldrei fram i raunverulegum samförum og þess var ekki kraf- ist af mér að ég væri nokkurn tima nakin. Sálfræðingar fyrir- tækisins höföu hins vegar áhyggj- ur af þvi, að það gæti reynst mér skaðlegt að kynnast vændiskon- um þar sem við vorum aö kvik- mynda og ekki sist mellu- dólgunum. Að lokum samdist svo um, að ef blygðunarkennd minni yrði einhvers staðar misboðiö myndi Connie systir min fara i hlutverkiö sem staögengill”, segir Jodie. Sú fyrsta af þessum „nútima- legu” barnastjörnum er eflaust Tatum O’Neal i Pappírstungli. Þar bölvaöi hún og ragnaði og varð að reykja þótt hún væri tæp- lega 10 ára gömul. „Ég hafði aldrei reykt áður og þurfti að æfa mig nokkrum sinnum og féll held- ur illa þegar reykurinn fór upp i augun”, segir Tatum. Linda Blair fór á sínum tima með hlutverk i Exorcist, þá 15 ára gömul. 1 hlutverkinu þurfti hún að hafa i frammi ósiðlegt athæfi. Hún notaði hiö versta tungumál og stundaði sjálfsfróun meö heilögum krossi. Siöar upplýstist aö staögengill- inn, 26 ára gömul kona, hafði komið fram i verstu atriðunum. Linda heldur þvi fram, aö myndin hafi engin áhrif haft á sig, nema hún hafði öölast heimsfrægö. „Mér þótti gaman að þvi aö vinna við myndina. Það var erfitt og ég á ekki von á að margar 15 ára stelpur hafi séö, hvaö þá upplifað, það sem var sýnt”. Eitt er vist og það er sú stað- reynd, að börn og unglingar i kvikm. nú til dags eiga ekki sjö dagana sæla. Quinn Cumm- ings sem var boðið hlutverk Brooke i Pretty Baby segir, aö þetta sé hrein klámmynd. „Ég gat ekki hugsaö mér að taka hlut- verkinu, þar sem 90% af mynd- inni eru samfarasenur”, segir þessi 10 ára leikkona. Hún er lika hneyksluð á þvi aö Tatum O’Neal skyldi vilja leika i Pappirstungli. „Ég sé ekkert sniöugt við það að krakki keðjureyki og þó að frægð sé aö veöi held ég aö sé betra aö sleppa þessu”. Quinn Cummings hefur öðlast mikla frægð fyrir leik sinn i myndinni „The Goodbye GirT’án þess aö þurfa að hátta sig. Þaö virðist hins vegar auöveld- I ast fyrir krakka aö verða barna- j stjörnur með þvi að koma fram i hryllings- eða klámmyndum. Spurningin er hins vegar sú hvort þeir biöa varanlegt tjón á sálu sinni við þessi hlutverk.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.