Vísir - 19.08.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 19.08.1978, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 19. ágúst 1978 VISIR 50 ÁR FRÁ FYRSTU ÓSKARSVERÐLAUNAA '"V ódýr í framieiðslu Óskarinn sjálfan er hægt að búa til fyrir um 10 þúsund krónur, en allt umstangið kringum hann er hægt að reikna í milljörðum. Kvikmyndafélögin og stjörn- urnar sjálfar fjárfesta hundruö milljóna i samkeppninni um að hljóta útnefningu. Það hefur verið reiknað út að miðasala aukist gifurlega við það að kvikmynd hljóti einn eöa fleiri Óskara, það geti munað 3 milljörðum. Og þeim mun meiri peningar sem lagðir eru í auglýsingar, þeim mun liklegra er að hreppa hnoss- iö. Talandi dæmi um mátt pening- anna i þessu sambandi er það þegar John Wayne hlaut óskar- inn 1970. Hann hafði um 40 ára skeið leikiö i kvikmyndum án þess að hljóta Óskarinn. Kvik- myndafélag hans ákvað þá aö nú dygði ekkert nema stórskotaliö ef karlinn ætti að hljóta verðlaunin. Allt var sett i gang,orrustan var háð i blöðum, timaritum, sjón- varpi og siðast en ekki sist með heimboðum. Auglýsingaáróöur- inn var gjörsamlega yfirþyrm- andi. Fjárfestingin skilaði hins vegar hagnaöi og John Wayne hlaut aö lokum hinn eftirsóknar- veröa grip. Hann fékk óskarinn fyrir ömurlegan leik i ömurlegri kvikmynd „True Grit”. Hneyksli komast í hámæli Hneyksli i kringum úthlutunina hafa tiöum komið upp. 1973 vakti Marlon Brando athygli, en hann haföi hlotið verð- launin fyrir leik sinn i Guðfööurn- um. Hann kom ekki sjálfur til aö taka á móti óskarnum, heldur sendi Indiána i sinn staö og stóö öll samkoman á öndinni yfir ó- svifninni. Óskarinn er óskadraumur allra þeirra sem á ein- hvern hátt eru viðriðnir kvikmyndagerð. ( ár á Óskar- inn, þessi 20 sentimetra háa stytta, 50 ára afmæli. Styttan sú arna hefur efalaust glatt ótrúlega marga, en hún á einnig sínar dökku hliðar. Styttan sjálf er ekki svo óskaplega verðmæt, en hún hefur hins vegar afar mikla þýðingu í kvikmynda- iðnaðinum. Keyptu þér sérhannaðan klæðnað fyrir 600 þúsund krónur. Látttu leggja á þér hárið fyrir eina kvöldstund og þú getur þurft að greiða 300 þúsund krónur. Leigðu þér Limousinebif reið í nokkra klukkutíma og það getur kostað þig 30 þúsund krónur. Þar með hefur þú allt hið ytra í lagi: Þá áttu aðeins eftiraðtryggjaþaðaðþúsért stjarna eða hafirsam- böndin í lagi til að geta tekið þátt í dansinum kringum hinn gyllta Óskar. Saga Óskarsins hóf st f yrir 50 árum. Mary Pickford, Frank Loyd, Louis B. Mayer og einhverjir f leiri fengu þá hugmynd að stytta skyldi veitt sem verðlaun til bestu kvikmyndaleikaranna. 16. maí 1929 var fyrstu 15 styttunum útdeilt og þar með var dansinn haf inn. Óskarinn — þessi merkilega stytta sem fékk nafn sitt af því að hann líktist móður- bróður eins af aðstandendum verðlaunaveitingarinn- ar — varð að hugtaki í stjörnuheimi Hollywood. Brando vildi ekki taka á móti viðurkenningunni vegna þeirrar slæmu myndar sem dregin er upp af ameriskum Indiánum, bæði i kvikmyndum og sjónvarpi. 1961 tilkynnti George Scott, sem hlotið hafði útnefningu, að hann myndi afþakka Óskarinn. „Þetta snýst allt um vinsældir, sem byggjast ekki á hæfileikum viökomandi heldur þvi hversu mikiö maður er auglýstur i kvik- myndatimaritum.” James Caan, sem einnig hefur hlotið útnefningu hefur svipaöar skoðanir á málinu. Hann telur aö þaö eigi aö vera listrænir hæfi- leikar leikara sem ráði úrslitum, en ekki tilfinningasemi. James Caan telur að Óskarinn fari i rik- um mæli til þeirra sem af ein- hverjum ástæðum eiga um sárt að binda og tiltekur dæmi. Ingrid Bergman er stórt nafn í óskarsheiminum „Elisabeth Taylor fékk Óskar- inn 1966 eftir að hún hafði gengist undir mikinn uppskurð og flestir töldu að hún þjáðist af krabba- meini. Og Julie Andrews sigraði 1964, þar sem margir voru þeirrar skoðunar að Audrey Hepburn hefði „stolið” hlutverki hennar i My Fair Lady.” segir James Caan. Óskarinn er veittur fyrir 22 greinar. Yfir 3000 meðlimir i kvikmyndaakademiunni i Holly- wood tilnefna leikara. Verðlaun eru einnig veitt fyrir besta hljóð, bestu lýsingu, búninga og svo framvegis. Ingrid Bergman er sá af Norðurlandabúum, sem hefur hlotið fíesta Óskara. Arið 1945 fékk hún verðlaunin fyrir leik i kvikmyndinni „Gaslight”, 1957 fyrir „Anastasia” og 1975 fyrir „The Murder on The Orient Express”. Asamt Katherine Hepburn er Ingrid Bergman i sérstökum flokki þeirra sem hlotið hafa þrenn öskarsverðlaun. Aðeins einn karlmaður hefur hlotið verð- launin jafnoft og það er Walter Brennan. Walt Disney á metið Walt Disney heitinn er alveg sér á báti hvaö Óskarsverðlaun snertir, hann vann 30 samtals. Þann fyrsta fékk hann árið 1932 og var það fyrir teiknimynd. Greta Garbo hefur verið út- nefnd þrisvar, en hlaut aldrei gripinn eftirsótta. Liv Ullman hefur farið tvær fýluferðir til Hollywood i þvi skyni að sækja sér óskar. Ingmar Bergman hlaut óskar- inn árið 1960 fyrir „JungfrukSll- an” og árið eftir fyrir „SSsom i en spegel”. Ben Hur fékk 11 Óskars- verðlaun Kvikmyndin Ben Hur hefur hal- að inn fleiri óskara en nokkur önnur. 1959 fengu hvorki meira né minna en 11 aöilar, sem unnið höfðu við gerð myndarinnar verð- laun. Tatum O’Neal er yngsti Óskarsverðlaunahafinn — hún var aðeins 10 ára gömul þegar hún fékk gripinn fyrir leik sinn i „Paper Moon” eða Pappirs- tungli. Það að hljóta styttuna frægu, er ekkert ábyrgðarskirteini fyrir öruggri atvinnu. Það er hægt að fá þaö staðfest hjá George Chark- iris og Rita Morena, sem léku i „West Side Story”. Þau hafa varla sést á hvita tjaldinu siðan. Aðrir komast vel af án Óskars- ins. Má þar nefna þá Bob Hope, Steve McQueen og Richard Burt- on Þann 3. april siðastliðinn var haldið upp á 50 ára ártið Óskarsins. Og var jafnvel enn meira umstang en venjulega og þykir þó mörgum nóg um. Hollywood breytist, kvöldið sem óskarsverðlaunaafhending fer fram, i þá borg, sem við dauð- legar manneskur höldum að hún sé hversdagslega. Ljóskastarar, ljósmyndarar, blaðamenn, aðdá- endaskarinn og heil hersing af stærstu nöfnunum i kvikmynda- heiminum heiðra borgina. Allt gert til að vekja á sér athygli Margir leigja sér Limousine fyrir 30000 krónur sem tryggir viðkomandi bifreiðina I nokkra klukkutima. Ctvaldir ljósmynd- arar hvaðanæva að úr heiminum smella af í grið og erg og allir berjast um að draga að sér athyglina. Þær stjörnur sem eru minna þekktar reyna að láta á sér bera með þvi að mæta hálfnaktar eða klæða sig upp á yfirdrifinn máta. Kvenstjörnurnar leggja út fleiri hundruð þúsund fyrir fatnað sem er hannaður af þekktum tisku- frömuðum. Karlstjörnurnar troða upp i smóking i öllum regn- bogans litum. Og stjörnur sem eru orðnar þreyttar i fótunum ganga um i leikfimiskóm... Sjötiu og fimm milljónir Bandarikjamanna fylgdust i ár með úthlutun Óskarsverðlaun- anna. Og reiknaðer meö að 15—20 milljónir manna hafi fylgst með henni i útvarpinu. _bA—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.