Vísir - 19.08.1978, Síða 11

Vísir - 19.08.1978, Síða 11
Laugardagur 19. ágúst 1978 11 Þegar ferðafólk úr stærri stöðum reynir að gera sér mynd af lífinu á litlum stöðum svo sem litlum sjávarstöðum hér á Vesturhjaranum er sú mynd einatt séð gegnum bilglugga eða linsuna á Instamatik myndavél- inni. Ekið er gegnum eitt friðsælt fiskiþorp í aftanskininu,fáir á ferli og litlir bátar vagga í lognværunni við bryggju- stúfinn. Byggingarnar sem upp raga að frátöldu frysti- húsinu er kirkjan, snyrti- lega málað félagsheimil- ið í alls konar ástandi og hin ýmsu tilbrigði við skólahús, allt eftir áfla- brögðum síðustu ára. Bensín plús pulsameðöllu. Samskipti gegnumakandi fólks viö þorpiö eru ætiö ein skoröuð viö frumþarfir bils og manns. Bensin plús pulsameö- öllu. Ef þarf aö kasta af sér vatni á þessum slóðum er betra að huga að þvi i tæka tiö þvi slikar aögerðir eru miðaöar við opnunartima bensinstöðva. LÍFINMJM UBSUM Oliufélögin hafa nefnilega axlaö þá byröi sveitarfélaganna aö reka almenningsklósett. Er raunar eftirtektarvert, að blóm- beranlegir kaupstaöir einsog tsafjöröur með alvöru tónlistar skóla á sinum snærum getur ekki rekiö salerni með rennandi vatni, sem tiðkast hefur á ís- landi allt frá dögum Gauks Trandilssonar sbr. uppgröftin á Stöng. Rammasamningurinn við tilveruna. Upp úr þvi sem þorpið er komið i baksýnisspegilinn og rammasamningur þess við til- veruna hús og bilar á sinn staö inn i Instamatikkið hefst diskús- sjónin: Það virðist hafa það sæmilegt. Það kúldrast ekki i fjögurra herbergja,ekkert slor sem það ekur á o.;s.f . Ef utanaðkomandi fer hins vegar að hnýsast i sérkröfurnar i einu fiskiþorpi kemur brátt i ljós aö þar býr að jafnaði einkar nægjusamt fólk amk. á ýmist það krydd sem gerir soðninguna að mat. Stofnanir sem þykja lifsnauðsynlegar i menningar- samfélögum nútimans svo sem almenningsbókasöfn fyrirfinn- ast ef til vill ekki. Læknirinn á kannski ekkert afdrep ef hann kemur við. Menningarstarfsemi i einni eöa annarri mynd á sér ekkert þak nema ef til vill mjöl- skemmuna. Hér verð ég þó að undanskilja tvo kosti. Það er bió og það sem heitir opinberlega dansleikir. Haldið er uppi reglu- legu biói i litlum stöðum einkan- lega með myndum sem gengnar eru sér til húðar annars staðar eða hafa aldrei gengið. Kemur þvi fyrir að vestur slæöast góðar myndir sem fallið hafa i stórum byggðum. Ber vist að skilja að bióstjórar landsbyggðarinnar verði að sýna ákveðinn kvóta af vondum myndum til að fá eina góða frá stóru bióköllunum i Reykjavik. ölvun bönnuð Með lögum um félagsheimili (orðið gæti verið afbökun úr færeysku) sem áður hétu sam- komuhús og sett voru fyrr á öld- inni virðist einn höfuðtilgangur: Aö halda i félagsheimilum sveitaböll. Sveitaball er ein teg- und af mannfagnaði sem ákveðin er meö lögum og sækja verður um leyfi fyrir hjá hlutað- eigandi yfirvaldi. f auglýsing- um um slik böll var allt fram á þennan dag lögð þung áhersla á að ölvun væri stranglega bönn- uð. Þetta þýddi með öðrum orðum að menn gátu borið brennivin sitt inn i kviðpokum en konur i veskjum og tuörum. Þessar listahátiðir dreifbýlisins eru einatt einn ærandi fyllignýr sem stjórnað er af þjóðhetjum þeim sem uppvöktust i kjölfar lagasetningar um félagsheimili að framleiða hávaða sem fólk i nágrenni „fengi ekki sofið fyrir söngvunum þeim.” Sveitamenn byggja félagsheimili sin nú ævinlega fjarri mannabú- stöðum. Menningarlegt uppeldi enn í huga Guðs. Ekkert er um þetta að segja ef akkúrat hér sleppti ekki viöleitninni að fullnægja menningarlegum frumhvötum. Ef vikið er aö menningarlegu uppeldi i mörgum sjávar- stöðum, þá er það enn i huga Guðs. Undirr. er kunnugt um einn litinn stað á Vestfjörðum sem rekur skuttogara með glæsibrag en hefur enn ekki auönast aö festa kaup á slag- hörpu hvorki af einstaklings- framtaki né almannafé Aö hinu leytinu er undirr. einnig kunn- ugt ab slitur af bókasafni sama pláss hefur um eins árs skeið hvilt i pappakössum ætluðum utanum þorskflök. I þvi sama plássi er leikstarfsemi engin. Tónleikar aldrei haldnir, bók- menntakynningar eða upplestur rithöfunda óþekkt fyrirbæri ut- an prestur safnaðarins les úr verkum sinum skv. embættis- skyldu af og til. Daglegt umræöuefni i litlum stöðum nær skammt. Takmark- ast einatt af hjali um náungann þegar ekki eru rædd aflabrögö. Þegar nýr embættismaður kemur i pláss hvort sem það er læknir prestur eöa kennari er þaö ætið gripiö fegins hendi hjá kjaftakellingum þorpsins af báðum kynjum. Slikir aðsendir menn eru þvi oft og tiðum neyddir að loka sig af meö einkalíf sitt eða sækja félags- skap i aðra staöi. Kunn er likingin með samdrykkju prestsins læknisins og kaupfélagsstjórans. Þrýtur mig nú erindið að sinni. elskt vegabréf. Nú kann það vel að vera að menn taki vara við fréttum sem birtast I blöðum v-þýska blaða- kóngsins Springers og vissulega hefur Bild það orð á sér að ekki sé alltaf fullkomlega að marka fréttirnar sem i þvi standa. En það er þó athyglisvert að helstu fréttir og myndir I sunnudags- blaði Bild birtast þegar I blöðum og timaritum út um allan heim. Nema þessi eina frétt. Hvergi er minnst á hana vestan né austan járntjaldsins. Ekki einu sinni i sviga eða nefnd meö var- úð eða fyrirvara. Henni er ein- faldlega sleppt. Annaö atriði sem vert er að hafa i huga er það aö „Carlos” hafi orðiö sér úti um falskt vegabréf, en það væri þá mál sem einnig er fréttnæmt að komast til botns i. Þvi hefur verið sleppt. Það er þvi kannski ekki að ástæðulausu sem menn velta þessum atriðum fyrir sér. Almenningsálitið i heiminum er að miklu leyti mótað af þess- ari svokölluðu heimspressu. Það er staðreynd sem menn verða aö kyngja. Vitaskuld get- ur almenningsálitið mótast gegn skoðunum heimspressunn- ar I þeim málum sem hún kem- ur á framfæri. En menn taka ekki afstöðu meö eða móti mál- um sem þeir hafa ekki vitneskju um, með öörum orðum, þeim málum sem heimspressan kem- ur ekki á framfæri. 1 þvi liggur stór þáttur gildis heimspress- unnar viö mótun almennings- álitsins. Með þvi að þaga yfir málum sem koma aðstandendum henn- ar illa er hægt að viðhalda „æskilegu” ástandi. Flestir geta verið sammála um að almenningsálit á Vestur- löndum sé fremur hliðhollt lsra- el, það er vitaskuld mikið til heimspressunni að þakka eða kenna. Fréttir.sem skaðaö gætu þetta almenningsálti, ætli þær séu birtar? Þaðer sú spurning sembrenn- ur á vörum margra V-Þjóðverja um þessar mundir. Hvort þaö geti verið að hatur Gyðinga gagnvart Þjóðverjum risti svo djúpt enn, að þeir standi sjálfir fyrir hryðjuverkum og ránum, ofbeldi og morðum I þeim til- gangi að hefna sin fyrir aöför nasista gegn Gyöingum um miöbik aldarinnar? Eða hvort þetta sé aðeins enn ein móðursýkin iblöðunum hans Axel Springer? —HL SJAKALIMM T’---- l, was er _______ _ _ ■: <luuuotttU »«* K'mtroík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.